Morgunblaðið - 23.09.1993, Side 25

Morgunblaðið - 23.09.1993, Side 25
MORGDNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SÉPTFMBER1993 25 ÍGSINS Alexander Rútskoj varaforseti og „forseti“ Rússlands Stríðshetjan átti ekki sam- leið með menntamönnunum The Daily Telegraph. ALEXANDER Rútskoj, vacafor- setinn sem rússneska fulltrúa- þingið útnefndi forseta á þriðju- dag, var lengi vel einn nánasti aðstoðarmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Það var jafn- vel talið snilldarlegt pólitískt bragð hjá Jeltsín er hann út- nefndi stríðshetjuna Rútskoj sem varaforsetaefni sitt fyrir kosn- ingarnar árið 1991. Þar með var hins vegar einnig búið að koma til valda metnaðarfullum lýðskr- umara sem hefur harðlega gagn- rýnt hina efnahagslegu umbóta- stefnu stjórnar Jeltsíns og ekki Iegið á þjóðernishyggju sinni. Rútskoj fæddist árið 1947 í borg- inni Kmelnitskí í Úkraínu. Hann starfaði lengi sem herflugmaður, var tvisvar sinnum skotinn niður í stríðinu í Afganistan og tekinn til fanga af mujahidden-skæruliðum. Eftir stríðið hóf hann afskipti af stjórnmálum og náði kjöri sem þingmaður á sovéska fulltrúaþing- inu árið 1990. Þar gerðist hann einn af helstu andstæðingum flokkskerfisins og átti ríkan þátt í því að kljúfa kommúnistaflokkinn. Tryggði stuðning hermanna Árið 1991 var Rútskoj kjörinn varaforseti, en hann hafði öðlast traust Jeltsíns með því að tryggja honum stuðning hermanna og þjóð- ernissinna. Það hentaði því Jeltsín að hampa Rútskoj fyrir kosningar en að þeim loknum vissu forsetinn og stuðningsmenn hans ekki alveg hvað þeir ættu að gera við varafor- setann. Rútskoj var aldrei stuðnings: maður umbótastefnu Jeltsíns. í besta falli umbar hann hana á köfl- um en oft réðst hann harkalega gegn henni. Varaforsetinn stóð hins vegar eins og klettur við hlið Jeltsíns í valdaráninu í ágúst 1991. Hann hvatti alla „menn með sjálfsvirð- ingu“ til að safnast saman í kring- um þinghúsið og verja lýðræðið. Sjálfur tók hann sér vélbyssu í hönd og flaug niður á Krímskaga til að frelsa Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta úr haldi. Er taiið að seta og andstæðinga hans í Æðsta ráðjnu og á fulltrúaþinginu. Á báða bóga eru menn sakaðir um bruðl og spillingu af ýmsum toga, svo sem að hygla vandamönnum og draga sér af almannafé. Upphæðir sem nefndar eru í þessum málum eru slíkar að venjulegur rússneskur borgari nær ekki upp í nefið á sér. Þegar ástandið í þjóðfélaginu er eins slæmt og raun ber vitni og stjórn- málamenn halda uppi slíkum hætti er ekkert sem lýsir betur þeirri gjá sem myndast hefur milli þeirra og fólksins í landinu. Þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar síðla í gær að garði Hvíta húss- ins svokallaða þar sem þingið hefur aðsetur var allt með kyrrum kjörum. Þó mátti sjá hópa fólks flagga fánum fyrrverandi Sovétríkja og nokkrir vegatálmar höfðu verið reistir. Tals- vert var af lögreglu og hermönnum einnig mátti greina nokkra sjúkra- bíla sem hafðir voru til taks svo lítið bar á. Fyrir utan þetta svæði gekk lífið sinn vanagang og margt fólk var á ferð „bara til þess að forvitnast" eins og kona ein orðaði það. I 100 metra fjarlægð frá Hvíta húsinu er bifreiða- verkstæði þar sem menn unnu baki brotnu fram eftir degi. Forstöðumað- urinn hafði í nógu að snúast og ummæli hans lýsa best hug manna í Moskvu þessa stundina: „Þeir þræta um þetta í nokkra daga svo kemur helgi og þá fara þeir allir í sumarhús- in sín.“ Reuter Embættiseiður ALÉXENDER Rútskoj, varaforseti Rússlands sver embættiseið sem for- seti landsins í fyrrakvöld, samkvæmt ákvörðun Æðsta ráðsins. valdaránsmennirnir hafi fyrirskip- að að tortíma ætti vél Rútskojs við lendingu. Ýtt til hliðar eftir valdaránið Eftir valdaránið var aðalóvinur rússnesku stjórnarinnar aftur á móti ekki harðlínumenn í valda- ránshug heldur ört hnignandi efna- hagslíf. Rútskoj var því ýtt til hlið- ar en hámenntuðum hagfræðingum hampað. Einangrun varaforsetans jókst eftir því sem gagnrýni hans harðnaði. Menntamennirnir sem stjórnuðu efnahagsumbótunum voru ekki að hafa fyrir því að ráð- færa sig við Rútskoj og hann kall- aði þá á móti „stráka í bleikum buxum“. Rútskoj var ekki gáfu- maður heldur harðjaxl úr hernum og gat því ekki rætt við hagfræð- ingana í ríkisstjórninni á þeirra nótum. Hann herti því í staðinn baráttuna og krafðist þess jafnvel að þeir, sem að hans mati væru að koma Rússlandi á hausinn, yrðu dregnir fyrir dómstóla. Ekki hjálpaði það að Rútskoj var lengi vel nánast aðgerðalaus og meðal helstu verkefna hans var að taka á móti trúnaðarbréfum er- lendra sendiherra og aðstoða við að frelsa stríðsfanga í Afganistan. Einungis einu sinni fékk hann að móta stefnuna og það endaði með ósköpum. Rússar voru nær komnir í styrjöld við Kákasuslýð- . veldið Tsjetsjeníu sem hefur lýst yfir sjálfstæði frá Rússlandi. Fékk hinn „eitraða kaleik“ Aðstoðarmenn Jeltsíns gerðu sér smám saman grein fyrir því að ein- hvern veginn yrði að halda hinum eirðarlausa Rútskoj við efnið og því voru honum gefin forráð í baráttunni gegn spillingu og í landbúnaðarmálum, en þau eru stundum kölluð hinn „eitr- aði kaleikur" rússneskra stjórnmála. Það særði stolt Rútskoj þegar hann áttaði sig á því að hann hafði í raun engin völd til að koma á breyt- ingum. í staðinn markaðssetti hann sig sem helsta stuðn- ingsmann og verndara lítil- magnans í baráttunni gegn hinum fijálsa markaði. Hann reyndi einnig að viðhalda tengslunum við herinn og afla sér vinsældá í þungaiðnaðin- um. Rútskoj varð að harðasta þjóðernissinnanum í stjórninni og gerðist talsmaður þess að hervaldi yrði beitt til að vernda rússneska hagsmuni í fyrrum Sovétlýðveldum. Fræg eru ummæli hans þess efnis að Rússar ættu ekki að láta af hendi „einn einasta dropa af hinni heilögu olíu sinni“. Ef til vill hefur hinn póli- tíski stíll Rútskojs mótast mikið af því að hann hefur takmarkaða reynslu af öðru en þeim harða aga sem ein- kennir hermennskuna. Póli- tíska bandamenn hefur hann fyrst og fremst fundið innan raða Borgarabandalagsins, sem er samsafn miðjumanna er vilja hægar umbætur, veruleg ríkisafskipti (jafnvel takmarkaðan áætlunarbúskap) og umfangsmikla félagslega þjónustu. Bar hann oft skilaboð á milli forsetans og Borg- arabandalagsins og afhenti Jeltsín lista yfir ftjálslynda ráðherra sem bandalagið vildi láta reka. Deilur forsetans og þingsins í desember i fyrra, er Jegor Gajdar forsætisráðherra varð að láta af störfum, mörkuðu þáttaskil í sam- skiptum Jeltsíns og Rútskojs. Vara- forsetinn tók afstöðu gegn forset- anum og í kjölfarið fóru miðjumenn að krefjast afsagnar Jeltsíns. í staðinn vildu þeir fá Alexander Rútskoj í embættið. Reuter Ekki frjáls að fullu JOHN Demjanjuk heldur út í flugvél og áleiðis til Bandaríkjanna. Demjanjuk snýr heim frá ísrael Morðhótanir og ný málshöfðun New York, Medina. Reuter. ÚKRAINUMAÐURINN John Demjanjuk, sem ísraelskur hæstiréttur sýknaði af ásökunum um að vera hinn illræmdi fangavörður „Ivan grimmi", kom til Bandaríkjanna frá ísrael í gær. Hann hélt þegar til heimilis síns í Cleveland, Ohio. Demjanjuk bíða önnur réttarhöld þar sem reynt verður að færa sönnur á að hann eigi hlut að striðsglæpum. Demjanuk er 73 ára. Hann var ~ , , Kroatar vilja friðargæslu- liðið burt ákærður fyrir að hafa verið vörður í Treblinka-útrýmingarbúðum nas- isa í Póllandi í síðari heimsstytjöld. Bandaríkjamenn framseldu hann til ísraels en ekki tókst að færa sönn- ur á að hann væri Ivan Martsjenko, kallaður „ívan grimmi". Var Demj- anuk sýknáður í júlí en ekki látinn laus fyrr en í gærmorgun. Ljósmyndari sem var í sömu flug- vél og Demjanjuk sagði að and- rúmsloftið um borð hefði verið afar óvinveitt Demjanjuk, heittrúaðir gyðingar meðal farþega hefðu hóp- ast að honunt. Við komuna til Kennedy-vallar gerðu mótmælend- ur hróp að Demjanuk en fjöldi lög- regluþjóna gætti öryggis hans. Og erfiðleikum Demjanuk er langt í frá lokið. Honum hafa bor- ist morðhótanir frá öfgasinnuðum gyðingum og lýsti tengdasonur hans því yfir að Demjanjuk geti aldrei um fijálst höfuð strokið þar sem hann geti ekki farið út úr húsi án fylgdar. Þá bíða Detnjanjuks önnur réttarhöld þar sem hópar gyðinga og ísraela hafa höfðað mál á hendur honum fyrir bandarískum dómstólum. Saka þeir hann um að hafa verið fangavörð í öðrum út- rýmingarbúðum nasista, þar á með- al Sobibor í Póllandi. Zagreb, Brussel, Sar^jevo. Reuter. STJÓRNVÖLD í Króatíu sögð- ust í gær mundu krefjast brott- flutnings friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna frá landinu í næstu viku nenia samtökin við- urkenndu rétt þeirra til að af- vopna Serba á þeim svæðum sem þeir ráða. David Owen, sáttasemjari Evrópubanda- lagsins og SÞ, segist bera kvíð- boga fyrir framtíðinni fallist múslimar ekki á tillöguna um skiptingu Bosníu. Á þeim fjórum svæðum, sem serbneskir uppreisnarmenn í Kró- atíu ráða, eru nú um 15.000 frið- argæsluliðar samkvæmt vopna- hléssamningum. Á einu þessara svæða, Krajina-héraði, hafa Serbar lýst yfir stofnun lýðveldis. Atlantshafsbandalagið, NATO, hefur ákveðið að senda allt að 50.000 hermenn til Bosníu til að fylgjast með framkvæmd friðarsamninga verði þeir undir- ritaðir. Efamol gegn síþreytu í sjónvarpsþætúnum „Milli svefns og vöku“ úr þáttaröðinni „The Nature of Things" var fjallað um síþreytu (sýndur 25.08.93). Eina efnið sem nefnt var að kæmi að gagni gegn síþreytu er EFAMOL og höfðu þeir sjúklingar sem við var rætt fengið verulegan bata með EFAMOL. Einnig kom fram að rannsóknir skoskra vísindamanna hafa staðfest virkni EFAMOLS gegn síþreytu. EFAMOL er hrein náttúruafurð, unnin úr náttljósarolíu. Guli miðinn trvggir gæðin. Fœst í heilsubúðum, lyfjabúðum og heilsuhUlum matvöruverslanna. Eilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Éh Innanlandslína Flugleiða Farpantanir og sala farmiða í innanlandsflugi. Upplýsingar um ferðargjöld og ferðir innanlands. Opið alla daga frá kl. 08.00 - 18.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.