Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 23. SfePTEMBER 1993 Glæsilegur útifatnaður fyrir íslenska veðráttu Opið á fostudögurn til kl. 19 og á laugardögum frá kl. 10-17. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opib ó laugardögum kl.ll-16 fclk f fréttum Tinna Gunnarsdóttir myndlist- arkona og- Gréta Guðmunds- dóttir mannfræðingur ræðast við. Ulrik Arthursson fuglafræðing- ur ásamt flugfreyjunum Guð- rúnu GuðmundsdóttuTr og Köru Pálsdóttur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg LIST Samspil mynda, ljóða og tónlistar Brunahvammur nefnist mynd- og ljóðlistarsýning, sem tveir ungir menn, Börkur Arnarson ljós- myndari og Svanur Kristbergsson hljómlistarmaður og ljóðskáld, opnuðu í sýningarsal Sólon Island- us síðastliðinn laugardag. Sýning- in er sérstæð að því leyti að hún myndar samspil mynda, ljóða og tónlistar, og er ætlað að orka á öll skilningarvit. Leitast er við að skapa þannig stemmningu að sýn- ingargestir hafi það á tilfinning- unni að þeir séu staddir í miðju listaverki, en líti ekki á sig sem utanaðkomandi. Sýningin er opin á opnunartíma kaffihússins og stendur til mánaðamóta. Aðstandendur sýningarinnar Börkur Arnarson ljósmyndari og Svanur Kristbergsson hljóm- listarmaður og ljóðskáld. Richard Jordan í sjónvarps- myndinni „The Equalizer" árið 1987. STJÖRNUR Leikarinn Richard Jordan látinn Leikarinn Richard Jordan, 56 ára, lést 30. ágúst síðastlið- inn af völdum æxlis í heila. Vegna veikinda sinna hafði Richard þurft að hætta við þátttöku í kvikmynd- inni „The Fugitive", sem nýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum og væntanleg er til sýningar innan skamms hér á landi. Átti hann að leika Dr. Charles Nichols í mynd- inni. Richard var einna þekktastur fyrir leik sinni í sjónvarpsþáttun- um „Captains and the Kings“, en þar lék hann írskan innflytjanda sem komst til metorða. Fyrir leik sinni hlaut hann Golden Globe verðlaunin. SKURÐAÐGERÐ Limurinn skorinn af o g saumaður á aftur Menn rekur eflaust minni til þeirrar einstöku fréttar eem birtist í sumar um eiginkonuna Lorenu Bobbitt sem skar getn- aðarliminn af eiginmanni sínum í kjölfar þess að hann nauðgaði henni. Nú hefur komið í ljós, að skurðiæknirinn sem saumaði lim- inn á aftur hefur öðlast óvænta og að eigin mati óæskilega frægð í kjölfarið. Forsaga málsins var sú, að John Bobbitt kom drukkinn heim til konu sinnar aðfaranótt 23. júní og neyddi hana til samfara. Eftir á fór hún fram í eldhús til að fá sér vatnssopa, þá djúpt særð yfir framkomu eigin- mannsins, að því er hún sagði síð- ar. Það var þá sem hún sá hníf- inn, tók hann og sneri aftur til svefnherbergisins til að ógna hon- um, en varð bijál- uð þegar hún sá að karlinn var steinsofandi. Þá lét hún til skarar skríða, skar liminn af, þeysti út í bílinn og ók af stað — með líminn í hendinni. Limurinn fannst úti á akri Þegar John var kominn á spítal- ann fékk hann að vita að einungis ef limurinn fyndist væri hægt að gera tilraun til björgunar. Það vildi John til happs að eiginkonan hringdi í millitíðinni til Iögreglunn- ar og útskýrði nokkurn veginn hvar hún hafði hent limnum, en það var úti á akri. Aðgerðin á John tók níu klukku- stundir og heppnaðist vel, að því að best er vitað. Skurðlæknirinn James Sehn, sem hefur hvorki fyrr né síðar staðið frammi fyrir slíkri aðgerð, segir að honum hafi í fyrstu orðið hálfflökurt, en sú Lorena Bobbitt viðurkennir að hún hafi ekki brugðist rétt við, en leggur áherslu á að eigin- maðurinn John hafi heldur ekki komið rétt fram. tilfinning hafi horfið fljótlega eftir að aðgerðin hófst. Konurnar vildu fá að vita allt Það sem kom James einna mest á óvart voru viðbrögðin sem fylgdu í kjölfarið. Nokkrum dögum eftir aðgerðina fór hann í veislu og kvenmennirnir vildu fá að vita allt um aðgerðina, en karlmennimir hurfu inn í hom með krosslagða fætur, að því er læknirinn segir. En þetta var bara upphaf hinna óvelkomnu vinsælda. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar voru á höttun- um eftir James og vildu fá hann Hnífurinn sem notaður var til verknaðarins. Fómarlambið, John Bobbitt, kemur til réttarsalarins eftir að hafa fengið nærri því fullan bata. í viðtal. Þegar hann óskaði eftir að fá að sjá spurningarnar fyrir- fram minnkaði áhuginn hjá flest- um. Eiginkona James Sehn var ekki heldur laus allra mála. Hún varð einn daginn að yfirgefa snyrtistof- una þar sem hún vinnur vegna þess að fjöldi viðskiptavina hafði ráðist að henni. „Það var engu lík- ara en þær væru óánægðar með að aðgerðin hefði heppnast," sagði hún. Það þarf ekki að geta þess, að þau hjón Lorena og John eru nú fráskilin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.