Morgunblaðið - 23.09.1993, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FlMMTUDÁGÚR 23. SEPTEMBER 1993
Eruð þið ekki með litasjónvarp? Þú ert að grínast . . .
HÖGNI HREKKVlSI
A& þö HAFIRTEtOÐ 6FTIR
HONUM."
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Minkarnir í Ríkissjónvarpinu
Frá Indriða Aðalstpinssyni:
ÓÞARFI ætti að vera að rifja upp
Hrafnsmálið fyrir lesendum Morg-
unblaðsins, nema þá með þessum
hendingum:
Filmugikkur hrokahress
hæddi undirsáta.
Sumir vildu segja bless
sumir fóru að gráta.
Útvarpsstjóri afrek vann
ólmri fólsku þrunginn.
Fæti slæmdi hiklaust hann
Hrafns í leiða punginn.
Hrafninn flaug því út - og inn
íhaldsfjöðrum blakar.
Dauðans fífl er Davíð minn.
Dómgreindinni hrakar.
Einkavinavæðing sú
veldur flestum klígju.
Gerast varla víti nú
verri á Ítalíu.
Síðan hafa samkvæmt skoðana-
könnun þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar
lýst forakt á þeim gerningi mennta-
málaráðherra að troða Hrafni Gunn-
laugssyni aftur inn á Ríkissjónvarpið.
Eindregnum stuðningi var þar og
lýst við þá ákvörðun útvarpsstjóra
að reka manninn. Þá fór Davíð Odds-
son á taugum vegna þess að Rás 2
leyfði sér þá „ósvinnu“ að útvarpa /
heild umræðum frá alþingi um málið
og talaði hann grátklökkur um róg
og níð í sinn garð á öllum skjám og
rásum. Forsætisráðherra, skáld-
mæltum manninum, hefði verið nær
að hnoða saman raunsæisversi svo
sem í þessum dúr:
Bágt er Hrafni að leggja lið
lengi aukast vítin.
Enda hef ég ekki við
upp að hreinsa skítinn.
Síðast en ekki síst hefur Ríkisend-
urskoðun staðfest að Hrafn Gunn-
laugsson sé einhver mikilvirkasti
sjóðasukkari seinni tíma hérlendis.
Óg í hvað hafa þeir peningar farið,
sem runnið hafa um greipar hans?
Eftir að hafa séð flestar afurðim-
ar, nú síðast „Hvíta víkinginn“, verð
ég að segja að þau milljónahundruð
af almannafé hafa farið fyrir lítið.
Þessa ofbeldis- og öfuguggasagn-
fræði skortir allar flugfjaðrir og er
ekki að undra þó almenningur fái
orðið óbragð í munninn, þegar Hrafn
Gunnlaugsson ber á góma.
En það sem kom mér til að stinga
niður penna var þó ekki þessi for-
saga, heldur yfirstandandi ritdeila
Hrafns við Svavar Gestsson hér í
Morgunblaðinu. í Velvakanda 19.
ágúst kemur semsé til liðs við hús-
bónda sinn og meistara Baldur nokk-
ur Hermannsson. Baldur er frægur
maður að endemum frá því í vor úr
Ríkissjónvarpinu og hafa fróðustu
menn um sögu þjóðarinnar lítið gert
síðan annað en tæta sundur þann
hroða Baldurs, sem nefndur var
„Þjóð í hlekkjum hugarfarsins".
Baldur kann ekki að skammast sín,
það er ljóst fyrir löngu. Vætti hans
um ágæti Hrafns er ekki bara grát-
broslegt, heldur sönnun þess, sem
stundum er kallað að hafa ekki grips-
vit. Einnig sú yfirlýsing frá í vor að
hans nánasta og eina snerting við
landbúnað og sveitafólk hafi verið
Frá foreldri.
„AF HVERJU eru mennirnir að
skjóta litlu börnin,“ spurði bam móð-
ur sína þegar mæðgur vora að horfa
á fréttirnar í sjónvarpinu.
Það var fátt um svör hjá móður-
inni. Síðan kom næsta spurning frá
baminu. „Af hverju er mönnunum
ekki sagt að hætta þessu?“ „Nú skalt
þú fara að sofa vina mín og mundu
að fara með bænirnar,“ sagði móðir-
in. „Getur Guð sagt þeim að hætta
þessu“ spyr litla telpan. „Eg veit það
ekki,“ sagði móðirin.
Stuttu síðar heyrir hún að dóttirin
er komin inn í herbergi sitt og er
byijuð á kvöldbænum sínum. Þá
heyrir hún að sagt er „og mundu
það góði Guð, að segja mönnunum
að hætt.a að skjóta litlu börnin í út-
landinu".
Þegar móðirin kom inn í herbergi
dóttur sinnar sagði dóttirin:
„Mamma, ef öll börn og allar mömm-
ur og pabbar biðja Guð að hjálpa litlu
bömunum í útlandinu, heldur þú að
hann heyri þá ekki í okkur öllum?“
I lok sl. vetrar höfðu nokkrir nem-
er hann eitt sinn í æsku skeindi sig
á töðuvisk.
Fyrir síðustu kosningar minnir
mig fastlega að landsfundir Sjálf-
stæðisflokksins hafi aðeins haft
tvennt á hreinu ef flokkurinn kæmist
til valda; að lækka skatta og selja
Rás 2. Um skattana og þjónustu-
gjöldin getur hver dæmt fyrir sig.
Davíð og Hannes Hólmsteinn hafa
ekki ennþá þorað til við RÚV vegna
þess yfirburðatrausts og vinsælda,
sem stofnunin hefur notið meðal
þjóðarinnar.
Því er gripið til þess ráðs að troða
þar inn á gafl mönnum á borð við
Hrafn og Baldur. Tiigangur einka-
vinavæðingarliðsins er augljós; þeim,
sem er annt um gagnsemi og lang-
lífi hænsnanna sinna, setja nefnilega
ekki minka inn í kofann til þeirra.
INDRIÐI AÐALSTEINS SON
Skjaldfönn við Isafjarðardjúp
endur í Hagaskóla rætt sín á milli
að láta reyna á mátt bænarinnar og
hvetja alla íslendinga til að hugsa
til fólksins í Bosníu, á sama degi og
sömu mínútu. Hugmynd þeirra var
að fá fjölmiðla til liðs við sig og hvetja
áhrifamenn í þjóðfélaginu, svo sem
forseta íslands, biskupinn yfir ís-
landi, þingmennina o.fl. til að koma
þessu til leiðar og ákveða tímann.
Hugmynd nemenda var að vekja
athygli umheimsins á því að ein lítil
þjóð stæði heilshugar saman í bæn
fyrir friði í Bosníu. Bæn, sem fólkið
færi með á sömu stundu, sömu mín-
útu. Þingmenn hefðu þögn í eina
mínútu, ökumenn stöðvuðu ökutæki
sín og fólk gerði hlé á vinnu sinni í
þessa einu mínútu.
Því miður féll þessi hugmynd niður
hjá nemendum Hagaskóla, en ef til
vill taka núverandi nemendur upp
þráðinn.
í þeirri von að einhveijir haldi
áfram með þessa hugmynd nemenda
og komi henni í framkvæmd er þessu
hér með komið á framfæri.
Foreldri.
Getum við stöðvað
stríðið í Bosníu?
Víkverji skrifar
A
Ifréttum Morgunblaðsins síðast-
liðinn laugardag var sagt frá
því að Ásgeir Guðbjartsson og fé-
lagar hans í Hrönn hf. á ísafirði
hefðu ákveðið að láta smíða fyrir
sig fullkomið frystiskip í Noregi
og væri smíðaverðið áætlað rúm-
lega 1,4 milljarðar króna. Norskar
niðurgreiðslur lækka verðið eitt-
hvað og er búist við að endanlegt
verð verði 1.275 milljónir íslenskra
króna. Því er á þetta minnst hér
að í nýju tölublaði af Ægi, riti
Fiskifélags íslands, birtist viðtal
við Guðmund Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Hrannar og
aðaleiganda fyrirtækisins ásamt
Ásgeiri skipstjóra Guðbjartssyni.
Guðmundur er 77 ára gamall og
þekkir því tímana tvenna í útgerð
og veiðum. í viðtalinu í Ægi rekur
hann smíðina á fyrstu Guðbjörg-
inni árið 1956.:
„í upphafi tókum við á leigu
bát í tvær vertíðir, en síðan ákváð-
um við að láta smíða. Við fórum
til Marsellíusar Bernharðssonar og
báðum hann að smíða fyrir okkur
48 tonna bát. Þetta var mun ein-
faldara þá en nú og engir fjallháir
skjalabunkar til að undirrita.
Handsalið dugði í þá daga. Eftir
um það bil tólf mánuði skilaði
Marsellíus bátnum og lagði inn
reikning upp á eitt stykki bát. Eg
er með reikninginn innrammaðan
upp á vegg hjá mér.“
Þar kemur fram að fyrsta Guð-
björgin kostaði 1.264.308,77
krónur. Fyrsti liður á reikningum
er An.: Bátur m/kostnaði fyrir 823
þúsund krónur, aðalvélin kostaði
210 þúsund, vindur 70 þúsund,
niðursetning á vél og vindum 69
þúsund og dýptarmælirinn kostaði
53 þúsund krónur. Verðið á nýja
2.100 tonna skipinu er um það bil
1.000 sinnum hærra en á fyrstu
56 tonna Guðbjörginni frá Marsell-
íusi árið 1956, en tölur eru jú af-
stæðar.
xxx
Ríkissjónvarpið á hrós skilið
fyrir að senda beint út Ryder-
keppnina í golfi, sem fram fer um
helgina. Þetta einvígi Bandaríkj-
anna og Evrópu er tvímælalaust
einn af hápunktunum í golfíþrótt-
inni þau ár sem keppnin fer fram.
Útsendingar beint frá íþróttavið-
burðum eru vinsælt sjónvarpsefni
um allan heim og sem dæmi um
áhuga má nefna að á þriðja hund:
rað manns mætti í kaffiteríu ÍSÍ
í Laugardal á sunnudag til að
fylgjast með beinni útsendingu á
leik í ensku úrvalsdeildinni.
xxx
Suðaustanáttin í gær var full-
komlega í samræmi við árs-
tímann og ekkert við því að segja
að haustið minnti á sig. Hvaðan
hins vegar veðurblíðan á Suð-
vesturlandi, að minnsta kosti, á
þriðjudaginn var ættuð veit skrif-
ari ekki. Annað eins veður og þá
hefur varla komið í sumar og var
þó ekki yfir sumarveðrinu að
kvarta hér sunnanlands. Eldri
kona sem Víkverji talaði við á
þriðjudag hafði á orði að veðrið í
sumar hefði verið eins og oft á
árunum fyrir og um 1940.