Morgunblaðið - 23.09.1993, Side 48

Morgunblaðið - 23.09.1993, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA ÚRSLIT Lokastaða Lokastaðan í 2. flokki karla í knattspymu. A-deild: á íslandsmótinu Fram 14 10 3 1 40:13 33 ÍA 14 10 1 3 34:14 31 KR 14 8 1 5 35:21 25 ÍBV 14 6 4 4 33:27 22 UBK 14 6 0 8 24:28 18 KA 14 4 4 6 21:26 16 Stjaman 14 3 0 11 20:50 9 VÖdngurR. 14 2 1 lí 20:48 7 C-deild: Fylkir 14 11 2 1 64:23 35 Leiknir R. 14 11 1 2 57:15 34 HK 14 7 2 5 47:28 23 Grindavík 14 7 2 5 44:26 23 Reynir S. 14 7 1 6 48:33 22 Afturelding .14 4 1 9 28:55 13 Fjölnir 14 3 2 9 34:71 11 Sindri 14 0 1 13 12:83 1 Staðan í C-deiId éins og hún birtist sl. fimmtudag var röng þar sem einn leikur var færður vitlaust inn. Lokastaðan er þessi [ riðlinum en Fylkir og Leiknir færast upp í B-deild. Fram - íslandsmeistari í 2. flokki karla í knattspymu. Aftari röð frá vinstri: Ingimundur Magnússon liðsstjóri, Soffía Guðmundsdóttir, Ólafur Lúther Einars- son, Kristinn Hafþór Sæmundsson, Runólfur Benediktsson, Aron Haraidsson, Elvar Jónsson, Helgi Sigurðsson, Guðmundur Ægir Ásgeirsson, Ámi Ingimundar- son, Jóhann Wathne, Þorbjörn Sveinsson, Magnús Jónsson þjálfari, Ólafur Órrason liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Sigurgeir Kristjánsson, Rúnar Sigmunds- son, Hörður Gíslason, Þorvaldur Ásgeirsson fyrirliði, Guðmundur Guðmundsson, Amar Arnarsson, Ólafur Kristjánsson, Valur F. Gíslason, Helgi Áss Grétarsson. Þijú mörkog þrjú rauð spjöld á lofti þegar Fram sigraði ÍBV Áhugi og keppnis- gleði í fyrirmmi - í keppni þeirra yngstu á Suðurlandi FRAMARAR tryggðu sér um síðustu helgi íslandsmeistara- titilinn í 2. flokki karla með sigri á ÍBV 3:0 á heimavelli sínum á sunnudag. Fram nægði jafn- tefli í leiknum til að hreppa titil- inn en liðið gerði gott betur með þremur mörkum sem öll komu í síðari hálfleiknum. Lið Eyjamanna tefldi fram öllum sínum sterkustu leikmönnum þar á meðal fimm leikmönnum úr meistaraflokkshópnum enda áttu Eyjamenn möguleika á þriðja sæt- inu. Sama var upp á tengingnum hjá Frömurum sem tefldu Helga Sigurðssyni í fyrsta sinn upp í bytj- unarliðinu. Segja má að leikur lið- anna hafí verið í járnum allt fram að fyrsta markinu sem kom þegar stundarfjórðungur var liðinn af síð- ari hálfleiknum. Þorbjörn Sveinsson átti allan heiðurinn af markinu, hann „stal“ knettinum af varnar- manni ÍBV og lék inn í vítateiginn, þar renndi hann knettinum á Helga Sigurðsson sem var einn og óvald- aður og skoraði fyrsta markið. MIKIL keppnisgleði og geisl- andi áhugi einkenndi héraðs- mót yngstu aldursflokkanna á Suðurlandi í knattspyrnu sem fram fór nýlega á Selfossi. 60 strákar kepptu Í7. flokki og 120 í 6. flokki. Yngri drengirnir hófu keppni klukk- an tíu um morguninn og luku henni um hádegi en þeir eldri í 6. mmtmmtm flokki kepptu frá Sigurður hádegi og fram til Jónsson klukkan fimm. táSelfossi Keppnin var mjög vel skipulogð af Héraðssambandinu Skarphéðni og aðstæður á Selfossvelli voru mjög góðar. Þjálfarar liðanna í keppninni standa greinilega vel að sínu starfi því drengimir voru vel agaðir í leikj- unum og höfðu greinilega fengið góða tilsögn. Mátti hvað'eftir annað sjá meistaralega takta hjá hinum ungu knattspyrnumönnum þegar þeir gáfu boltann snilldarlega fyrir markið eða til samhetja sem hafði leikið sig frían. Selfyssingar urðu Skarphéðins- meistarar í báðum flokkunum, eða Suðurlandsmeistarar eins og marg- ir vilja segja, en þeir sendu tvö lið í 7. flokk og fjögur lið í sjötta. í 7. flokki varð Hamar í Hveragerði í öðru sæti og A lið Ægis frá Þor- lákshöfn í því þriðja en Ægir sendi tvö lið í keppnina. I 6. flokki urðu Stokkseyringar í öðm sæti og HB sem er sameigin- legt lið Hellu og Hvolsvallar í þriðja sæti. Ægir, Hamar og HB vom með tvö lið í þessum flokki en auk þeirra sendu Hrunamenn eitt lið og einnig Gnúpveijar. Foreldrar fylgdu liðunum og hvöttu drengina til dáða og greini- legt var að þeir kunnu vel að meta það að hafa stuðning og fá hvatn- ingu. Segja má að markið hafi hleypt miklu lífi í leikinn. Þorbjöm fékk að sjá rauða spjaldið stuttu síðar fyrir olnbogaskot. Það kom ekki að sök, Helgi Sigurðsson hljóp af sér varnarmenn IBV og gaf knöttinn á Kristinn Sæmundsson sem skoraði annað mark Fram. Helgi bætti síð- an þriðja markinu við af stuttu færi og sigur Fram aldrei í hættu. Tveir leikmenn IBV fengu að sjá rauða spjaldið í síðari hálfleiknum. Tryggvi Guðmundsson fékk gult spjald fyrir að sparka knettinum í burtu og annað slíkt fyrir óprúð- mannlega framkomu. Davíð Hall- grímsson, varamaður ÍBV fékk rauða spjaldið fyrir brot. Bikarúrslit Fram á möguleika á að sigra tvöfalt í þessum aldursflokki. Liðið leikur til úrslita í bikarkeppninni gegn KA á miðvikudaginn í næstu viku. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 4:4 eftir framlengdan leik. Ljóst er að íjórir af leikmönnum Fram geta ekki leikið með liði sínu. Þorbjörn Sveinsson, Arnar Arnars- son og Ólafur Lúther verða allir í leikbanni og þá verður Rúnar Sig- mundsson í Noregi þar sem hann er til reynslu hjá norska liðinu Sogndal. Einn leikmaður KA, Brynjólfur Sveinsson er í leikbanni. Láms þjátfar Fjölnismenn Mikil hreyfing á þjálfurum yngri flokka LÁRUS Grétarsson, þjálfari ís- landsmeistara Fram ífjórða aldursflokki og þess fimmta tekur við þjálfun hjá Fjölni í Grafarvogi íhaust. Lárus mun taka við þremur drengjaflokk- um, þriðja, fjórða og sjötta flokki auk þess sem hann mun sjá um knattspyrnuskóla fé- lagsins. Ljóst er að enginn af þjálfurum i íslandsméistara Fram mun halda áfram störfum hjá félaginu. Magnús Jónsson þjálfari 2. flokks og Vilhjálmur Sigurhjartarson þjálfari 3. flokks ætla báðir að taka sér frí frá þjálfun. Þremenningarnir hófu allir þjálfun hjá Fram fyrir fjórum árum. Sigurður Þorsteinsson hefur ver- ið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Fylki og hann mun jafnframt þjálfa 4. flokk félagsins. Sigurður var áður hjá ÍR og Gróttu. Ljóst er að mikil hreyfmg er á þjálfurum í yngri flokkum og marg- ir ætla að taka sér hvíld. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Efstu liðin í 7. flokki: A lið Selfoss aftast, þá lið Hamars í Hveragerði og lið Ægis frá Þorlákshöfn er fremst á myndinni. Þrjú efstu liðin í 6. flokki: A lið Selfoss aftast, þá lið Stokkseyringa og fremst er A lið HB frá Hellu og Hvolsvelli. Víðavangshlaup: U-18ára lidið leikurvið Leikni ÍSLENSKA landsliðið skipað leik- mönnum sautján ára og yngri leikur æfingaleik gegn meistara- flokki Leiknis á laugardag. Leikur- inn fer fram kl. 13:30 en hann er jafnframt vígsluleikur á nýju gervigrasi sem Breiðholtsfélagið hefur tekið í notkun. Leikurinn er einnig liður í undir- búningi unglingaliðsins sem heldur um mánaðarmótin til Wales þar sem liðið mun leika við heimamenn og Eistlendinga um réttinn til að keppa í 16-liða úrslitum Evrópu- keppninnar hjá þessum aldurs- flokki. Islands- meistarar Íslandsmóti yngri aldursflokka í knattspymu lauk með leik Fram og ÍBV í 2. flokki. Meistarar urðu þessir í einstökum aldursflokkum: 2. flokkur karla: FRAM 3. flokkur karla: FRAM 4. flokkur karla: FRAM 5. flokkur karla: ÍBK 6. flokkur karla: ÞRÓTTUR 2. flokkur kvenna: UBK 3. flokkur kvenna: UBK 4. flokkur kvenna: VALUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.