Morgunblaðið - 30.09.1993, Page 1
80 SIÐUR B/C/D
221. tbl. 81.árg.
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Stimpast í snjókomunni
TIL nokkurra ryskinga kom í Moskvu í gær með lögreglumönnum og stuðningsmönnum þingsins og
var eitthvað um um meiðsl, Hefur lögreglan verið að þrengja hringinn um húsið og nálægar götur eru
lokaðar öðrum en þeim, sem við þær búa. Hefur þingmönnunum, sem enn eru í húsinu, um 150 talsins,
verið gefinn frestur til mánudags að fara burt en þeir heita á móti að gefast aldrei upp. Verulega er
farið að kólna í Rússlandi og féll fyrsti snjórinn í Moskvu í gær.
Samningar í Bosníu dragast á langinn
Þing' múslima
setur skilyrði
Sarajevo, Brussel. Reuter.
ÞINGIÐ í Bosníu, þar sem múslimar eru þorri fulltrúa, samþykkti
í gær að nafninu til síðustu friðaráætlun sáttasemjaranna Owens
lávarðar og Thorvalds Stoltenbergs en setti skilyrði sem að áliti
stjórnmálaskýrenda jafngilda höfnun. Þingmenn krefjast þess að
yfirráð á „landsvæðum sem tekin hafa verið með hervaldi" verði
látin af hendi.
Samkvæmt friðartillögunum er
gert ráð fyrir að þjóðabrotin fái
hvert sitt smáríki og Króatar hafa
samþykkt að múslimar fái aðgang
að hafi. Jafnt Serbar sem Króatar,
sem ráða samanlagt yfir um 90%
alls landsvæðis í landinu, hafa neit-
að að láta múslima hafa meira land
en kveðið er á um í tillögunum.
Múslimar hafa krafist þess að fá
4% meira land í austurhluta Bosníu
þar sem Serbar hafa töglin og
hagldirnar.
Varaforseti Bosníu, músliminn
Ejup Ganic, sagði eftir síðasta fund
deiluaðila að nú bæri að ræða afsal
þeirra svæða sem tekin hefðu verið
með valdi og þar sem þjóðarmorð
hefði verið framið. Þingið hefði vilj-
að skapa skilyrði fyrir því að alþjóð-
legt friðargæslulið gæti komist á
vettvang.
----♦-.-----
Heilsugæslukostn-
aður í Frakklandi
Útgjöld tí-
földuðust
á 12 árum
París. Reuter.
Rússneskir þingmenn fá frest til mánudags til að yfirgefa Hvíta húsið
Varað við banatilræð-
um og hryðjuverkum
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKA stjórnin hefur gefið þingmönnum nýjan frest til að
yfirgefa þinghúsið í Moskvu, eða til mánudags 4. október. Pavel
Gratsjev, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær, að herskáir
harðlínumenn rækju áróður fyrir árásum á og tilræðum við leið-
toga landsins og kvað hann hugsanlegt, að til blóðsúthellinga kæmi.
Leiðtogar ýmissa héraða í Síberíu hótuðu í gær að stofna þar sjálf-
stjórnarlýðveldi tæki Borís Jeltsín, forseti Rússlands, ekki aftur
tilskipunina um að leysa þingið upp en hann svaraði fyrir sig með
því að boða sambandsráðið, sem fulltrúar héraðanna skipa, til fund-
ar um kreppuna í stjórnmálum landsins.
Rússlands, endurskoðaði Jeltsín
ekki ákvörðunina um að leysa upp
þingið og létu að því liggja, að þing-
inu yrði fundinn staður í Síberíu.
Miklar efasemdir komu þó fram á
fundi leiðtoganna um þessa sam-
þykkt en sagt er, að undirrót henn-
ar sé fyrst og fremst óánægja með
miðstjórnarvaldið í Moskvu, sem
krefjist skattanna en láti lítið sem
ekkert koma í staðinn.
/tar-Tass-fréttastofan hafði í
gær eftir Gratsjev, varnarmálaráð-
herra Rússlands, að hann hefði
upplýsingar um, að ofstækisfullir
andstæðingar Jeltsíns rækju áróður
fyrir hryðjuverkum og tilræðum við
ráðamenn. Kvað hann ekki útilok-
að, að til blóðsúthellinga kæmi en
sagði herinn óskiptan með Jeltsín.
ÚTGJÖLD franskra fjölskyldna
vegna heilsugæslu tífölduðust
hvorki meira né minna á 12
árum, frá 1979 til 1991. Kom
þetta fram hjá frönsku hagstof-
unni í gær en nú fara 12,2% af
útgjöldum franskra heimila í
þennan kostnað.
í skýrslu hagstofunnar segir, að
hugsanlega megi skýra útgjalda-
sprenginguna að nokkru með því,
að almenningur leggur nú meiri
áherslu en áður á alls konar for-
varnir og það virðist svo aftur hafa
valdið því, að innlögnum á sjúkra-
hús fækkaði á fyrrnefndum tíma.
Hagstofan telur hins vegar, að það
stefni í að franskar fjölskyldur fari
með 17-19% útgjalda sinna í heilsu-
.gæsluna verði ekkert að gert.
Útgjaldavöxturinn í heilbrigðis-
kerfinu, fjölgun aldraðs fólks og
atvinnuleysi hafa lagst á eitt um
að valda gífurlegum halla á franska
sjúkratryggingakerfinu og hafa
stjórnvöld því boðað verulegan nið-
urskurð í þessum málaflokki.
í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði,
að þingmenn og starfsmenn þeirra
hefðu frest til mánudags til að af-
henda vopn sín og koma sér burt
úr þinghúsinu. Voru þeir varaðir
við „alvarlegum afleiðingum" þess
að óhlýðnast skipuninni. Nokkru
áður hafði Albert Makashov upp-
gjafahershöfðingi, sem stjórnar
sjálfboðaliðasveitum þingsins, sagt,
að menn sínir mundu grípa til vopna
kæmu hermenn rússneska innan-
ríkisráðuneytisins of nálægt þing-
húsinu.
Rússneskur lögreglumaður lést í
fyrrinótt vegna meiðsla, sem hann
hlaut þegar hann varð undir bíl í
átökum við stuðningsmenn þings-
ins. Hafa þá alls þrír menn látið
lífið í átökum eftir að Jeltsín leysti
upp þingið.
Síberíumenn hafa í hótunum
Leiðtogar og frammámenn í 14
héruðum í Síberíu hótuðu í gær að
stofna til sjálfstæðs lýðveldis innan
John Smith, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar mikilvægum sigri
Verulega losað um tengsl flokks-
ins við verkalýðshreyfinguna
Brighton. Reuter.
JOHN Smith, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, vann nauman
en mikilvægan sigur á ársþingi flokksins í Brighton í gær þegar
samþykkt var að losa verulega um tengsl flokksins og verkalýðs-
hreyfingarinnar. Hingað til hafa verkalýðsfélögin sem stofnanir
ráðið mestu um skipan framboðslista flokksins í kosningum en
hér eftir gildir reglan einn maður, eitt atkvæði. Smith lagði allt
að veði í þessu máli.
Verkamannaflokkurinn hefur
tapað fernum kosningum, verið í
stjórnarandstöðu í 14 ár, en skoð-
anakannanir sýna, að miðstéttar-
fólk, einkum í Suður-Englandi,
hefur vara á sér vegna tengsla
hans við verkalýðshreyfinguna.
Lykill að landsstjórninni
Smith lagði á það áherslu í
máli sínu á flokksþinginu, að
tengsl flokksins við verkalýðs-
hreyfinguna yrðu
áfram mikil þótt
teknir yrðu upp
lýðræðislegri
hættir við val á
frambjóðendum
en það var þó John
Prescott, talsmað-
ur Verkamanna-
flokksins í sam-
göngumálum, sem tók af skarið
um það, sem í húfi væri. Það
væri einfaldlega hvort flokkurinn
kæmist nokkurn tíma í stjórn.
„Við skulum átta okkur á því, að
með þessari umræðu er fylgst um
allt Bretland,“ sagði hann við
mikil fagnaðarlæti.
Verkalýðsfélögin verða þó
áfram valdamikil innan Verka-
mannaflokksins. Þau ráða þriðj-
ungi atkvæða í leiðtogakjöri, 70%
atkvæða á flokksþingi og hafa
12 af 29 mönnum í stefnuskrár-
nefnd flokksins.