Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
5
Sauðfjárslátrun í
A-Húnavatnssýslu
Fallþungi
dilka meiri
en í fyrra
Blönduósi.
í SLÁTURHÚSI Sölufélags Aust-
ur-Húnvetninga er áætlað að
slátra 30.100 fjár á þessu hausti.
Slátrun hófst 15. september og
var búið að slátra 8.850 dilkum
I lok vikunar. Meðalfallþungi
dilkanna reyndist vera 15,20 kg
þurrvigt sem er 0,6 kg meira en
í fyrra.
Gísli Garðarsson sláturhússtjóri
á Blönduósi sagði í samtali við
Morgunblaðið að dilkarnir væru
feitari í ár og því flokkaðist meira
af kjötinu í B-flokk heldur en í fyrra
og munar þar 5-6%. Gísli sagði
ennfremur að töluverður munur
væri á flokkun fallanna eftir upp-
runa og án nokkurs vafa þá flokk-
aðist Strandaféð best. En á undan-
förnum árum hefur verið keypt
mikið af fé inn í héraðið því bænd-
ur hafa verið að endurnýja fjár-
stofninn eftir riðuveiki og er því
aðkeypti fjárstofninn orðinn nokkuð
stór hluti heildarijárstofnsihs í A-
Húnavatnssýslu.
Slátrun lýkur 21. október
Gísli sagði að slátrað væri 1.200
kindum á dag og væri það mikill
munur frá því þegar mest var árið
1979 en þá var slátrað alls um
70.000 fjár og 2.400 kindum á
dag. Gísli Garðarson sagði ennfrem-
ur að ef allt gengi samkvæmt áætl-
un þá myndi sauðíjárslátrun ljúka
um 21. október.
Jón Sig.
-----♦—♦—♦—*--
Lagning Ólafsvíkurvegar
Borgarverk
átti lægsta
tilboðið
BORGARVERK hf. í Reykjavík
átti lægsta tilboð í lagningu á 8,4
kílómetra löngum kafla á Ólafs-
víkurvegi. Tilboð Borgarverks
var 74% af kostnaðaráætlun
Vegagerðar ríkisins.
Um er að ræða vegarkafla frá
Reiðhömrum að Staðará. Kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar var
47.159.000 krónur en tilboð Borg-
arverks var 34.853.000 krónur.
Fjögur tilboð hljóðuðu upp á rúmar
35 milljónir króna, frá Jarðefni hf.
í Reykjavík, Kolla hf. Stykkishólmi,
Jörva hf. á Hvanneyri og Steingrími
Þórarinssyni í Reykjavík. Hæsta
tilboðið var rúmar 65 milljónir.
-----♦—♦—♦----
Lausn verði
fundin fyrir
hestamenn
BORGARRÁÐ samþykkir að
hvetja Vegagerð ríkisins til að
finna nú þegar lausn á umferð
hestamanna milli hesthúsahverfa
Fáks og Harðar.
í samþykkt borgarráðs segir, að
samkvæmt aðalskipulagi Reykja-
víkur eigi að vera undirgöng undir
Vesturlandsveg fyrir hestamenn,
enda sé það algjör nauðsyn út frá
umferðaröryggismálum miðað við
sívaxandi fjölda hestamanna á
þessu svæði. Þá segir, „Vegagerð-
inni ber að vinna samkvæmt aðal-
skipulagi og í nánu samráði við
Borgarskipulag og umferðardeild
borgarinnar, það er því ótækt að
Vegagerðin loki núverandi reiðvegi
um Grafargil með uppfyllingu, öll-
um að óvörum.“
ÞAÐ ER BJART YFIR...
Nissan síbreytiskipting (N.CVTJ Háþróuö sjálfskipting
N.CVT Háþróuö Nissan
sjálfskipting meö tölvustýröri
kúplingu, sem gefur mjúkt
þrepalaust viöbragö. Býöur uppá einstaka
sparneytni og fyrirhafnarlausan akstur.
..NYJA BILNUM FRA NISSAN
ÞETTA ER AUÐVITAÐ BILL ARSINS 1993, GLÆIMYR OG SPRÆKUR
STÓRSÝNING UM
HELGINA FRÁ
KL. 14 -17
VERIÐ VELKQMIN.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföi 2,112 Reykjavík
Sími674000
VERÐ AÐEINS 855.000.- KR. STGR.
Fólk með viti les smáa letrið og notar öryggisbeltin alltaf