Morgunblaðið - 30.09.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
Páll Reynisson
Páll Reynisson: „Hestur - einn á ferð.“ Páll Reynisson: „Nótt - Snæfellsnes.“ 1990.
1992.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Ljósmyndin hefur stöðugt verið
að styrkjast undanfarin ár sem
blómlegur meiður myndlistarinn-
ar. Því til vitnis má nefna að ljós-
myndir ýmissa þeirra meistara
sem störfuðu á fyrri hluta aldar-
innar, t.d. Man Ray og Imogen
Cunningham, hafa farið á sífellt
hærra verði á uppboðum erlendis
upp á síðkastið. Hér á landi hef-
ur íjöldi ljósmyndasýninga einnig
aukist undanfarin ár og hafa þær
beint sjónum manna í auknum
. mæli að þessari listgrein og þeim
möguleikum, sem hún býður upp
á.
Þetta kemur upp í hugann
þegar skoðuð er ljósmyndasýning
Páls Reynissonar í Listasafni ASI
við Grensásveg. Þar eru nýjustu
tilbrigði tækninnar hins vegar
ekki í aðalhlutverki, heldur er
tekist á við myndefnið með mark-
vissum, tímafrekum vinnubrögð-
um, sem hafa einkennt Ijósmynd-
ina sem Iistgrein alla tíð; aðall
sýningarinnar er fyrst og síðast
sú nákvæmni og þolinmæði, sem
sýningargesturinn finnur strax,
að liggur að baki.
Páll Reynisson staðfestir þetta
í einfaldri en fagmannlegri sýn-
ingarskrá. Þar kemur fram að
nú er áratugur síðan hann hélt
sína fyrstu einkasýningu á Kjarv-
alsstöðum; þessi sýning er árang-
ur þriggja til fjögurra ára undir-
búningsvinnu. Á sama tíma hefur
Páll unnið sem kvikmyndatöku-
maður hjá Sjónvarpinu, þar sem
hann hefur átt þátt í gerð ótölu-
legs fjölda innlendra sjónvarps-
þátta í gegnum árin.
En ljósmyndin er ólík hreyfí-
myndinni þrátt fyrir skyldleik-
ann, því þar er frysting augna-
bliksins algjör; ljós, skuggar,
form og litir eru þar fest fyrir
eilífðina. Því mætti ætla erfitt
fyrir listamann að hlaupa milli
þessara miðla, en af sýningunni
að dæmá virðist Páli takast það
með ágætum. Hér sýnir hann
alls 65 myndverk, sem ýmist eru
unnin í lit eða svart/hvítt; í
nokkrum hluta verkanna er
myndin samsett úr ímyndum sem
eru teknar af tveimur eða fleiri
filmum og þannig búinn til nýr
myndheimur.
Myndbygging Páls í verkunum
er afar hnitmiðuð og markvisst
samspil heildar og hluta sett fram
í hveiju tilviki. Myndskurðurinn
ræður þar mestu; þannig eru
myndirnar hér í mörgum tilvikum
skornar út úr stærri mynd, til
að hin einstöku atriði fái sem
best notið sín. Sem dæmi um vel
heppnaðar myndir af því tagi
má nefna „Kaðlar - ísafirði" (nr.
6), þar sem trosnaðir, sjódregnir
vafningarnir bera með sér styrk
og þéttleika efnisins, og „Strá í
vatni“ (nr. 40), þar sem lífið
sprettur fram, þó það sé aðeins
í formi fáeinna veiklulegra stráa.
En stundum er það þó sterkur
heildarsvipur augnabliksins sem
ræður öllu, líkt og í „Nótt - Snæ-
fellsnes" (nr. 58).
Samsettu verkin lýsa sömu
natni við myndbygginguna. I
borgarmyndunum frá New York
er sjónarhornið ætið upp á við
og lýsir þannig smæð mannsins
innan um þá háreistu kassa stáls
og glers, sem einkenna stórborg-
ina; inn í þetta umhverfi setur
Páll hins vegar tré og fugla, líkt
og til að minna áhorfendur á að
lífið í öllum sínum óreglulegu
formum er undirstaða þess, sem
þarna getur að líta.
Aðrar samsetningar koma
jafnvel meira á óvart, enda velur
listamaðurinn sér þar íslensk
náttúrfyrirbæri og setur í ný
samhengi; einkum gildir þetta
um notkun hans á ólíkum birtu-
skilum himins og hafs. Sú sam-
setning sem vekur þó mesta at-
hygli er „Snæfellsjökull + tré“
(nr. 17), þar sem kræklótt hríslan
skyggir á veldi jökulsins; það er
líklegt að þessi gáskafulla mynd
veki misjafna hrifningu manna,
vegna virðuleika fjallsins.
I nokkrum tilvikum hefur Páll
gert bæði litmyndir og
svart/hvítar ljósmyndir út frá
sama myndefninu, eins og t.d. í
myndum nr. 3 og 36, sem báðar
heita „Stuðlaberg - Vesturdalur";
annað slíkt par mynda er frá
Jökulsárlóni. Hér gefst áhorfand-
anum gott tækifæri til að bera
saman ólíkar vinnuaðferðir jafnt
sem eigin viðbrögð; hvort heillar
meira, blæbrigði biitunnar eða
mynstur og áferð myndefnisins?
Einangrun myndefnisins er einn-
ig mikilvægt viðfangefni lista-
mannsins, og þar kemst hann
einna næst hinni fullkomnu
mynd, sem.leitin stendur að; eitt
besta dæmið um þetta er „Hestur
- einn á ferð“ (nr. 53), sem dreg-
ur áhorfendur að sér aftur og
aftur.
Við stækkun nokkurra svart/
hvítra mynda, sem flestar sýna
gömul og úr sér gengin hey-
vinnslutæki, hefur listamaðurinn
notað tæknina á nýstárlegan
hátt til að mýkja andstæðurnar;
með því að setja ákveðinn ljós-
myndafilter á stækkarann sjálfan
hefur hann náð fram afar sér-
stæðri áferð á myndirnar, eins
og í „Rakstrarvél" (nr. 22). Þann-
ig er áferðin ákveðin í úrvinnsl-
unni, en ekki ljósmynduninni
sjálfri.
Það er ekki hægt að ljúka
umsögn um þessa sýningu án
þess að bera lof á frágang henn-
ar- og uppsetningu. Hver ljós-
mynd er römmuð inn af svörtum
pappa, sem er þó hvítur þar sem
hann er skorinn í kringum mynd-
ina; þannig verður til skýr innri
rammi, sem markar myndskurð-
inn afar vel og þar með myndina
í heild. Svartur pappinn gefur
myndinni síðan virkari bákgrunn
en gæti nokkurn tíma tekist með
hvítu kartoni, þar sem hlutleysið
er of mikið.
Páll hefur þannig lagt áherslu
á að leysa hvert einasta smáat-
riði, allt frá myndatöku til þess
tíma að myndin kemur fyrir sjón-
ir sýningargesta. Þetta hefur tek-
ist vonum framar, eins og góð
aðsókn að sýningunni getur von-
andi borið vitni um.
Ljósmyndasýning Páls Reynis-
sonar í Listasafni ASÍ við Grens-
ásveg stendur til sunnudagsins
3. október og er rétt að hvetja
fólk til að láta hana ekki fram
hjá sér fara.
DREGIÐ VERÐUR 8. OKTÓBER
MIÐAVERÐ AÐEINS KR. 600
Happdrætti Hjartaverndar
1995
1. vinningur:
Mitsubishi Lancer með aldrifi. Verð kr. 1.600.000.-
2. vinningur:
Mitsubishi Colt 1600. Verð kr. 1.300.000.-
20 skattfrjalsir vinningar að verðmœti kr. 9.000,000,=
10 „Út í heim"- vinningar með Flugleiðum,
hver á kr. 140.000.-
Greiðslukortaþjónusta
Þú getur greitt heimsenda miðann þinn með greiðslukorti! Sími 813947 (E) HwSP
HJARTAVERND
- í þína þágu
I 1
HEKLA
Laugavegi 170 - 174 • Sími 69 55
ÁRATUGA RANNSÓKNIR OG FORVARNIR í ÞÍNA ÞÁGU
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA