Morgunblaðið - 30.09.1993, Side 20

Morgunblaðið - 30.09.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 Leikfimi á meðgöngu á myndbandi LEIKFIMI fyrir þungaðar kon- ur nefnist myndband sem Geir Hólmarsson hefur gefið út. Eins og nafn bandsins gefur til kynna, er þarna á ferðinni kennsla í leikfimiæfingum fyrir barnshafandi konur. Esther Sigurðardóttir sjúkra- þjálfari og Edda Jóna Jónasdóttir ljósmóðir unnu að gerð mynd- bandsins ásamt framleiðanda þess, Geir Hólmarssyni. Að sögn hans er spólan 110 mínútur að lengd með tveimur leikfimiþáttum fyrir þungaðar konur. Kenndar eru æfingingar fyrir konur með bak- og mjaðmagrindarvandamál, auk þess sem fjallað er um stellingar við bijóstagjöf og vinnustellingar. Spólan kostar tæpar 3.000 UPPSKRIFTIN krónur og segir Geir Hólmarsson að ein af ástæðum fyrir gerð myndbandsins hafí verið að mæta þörfum kvenna sem búa á lands- byggðini og hafa ekki aðgang að meðgönguleikfími. Einnig hafí hann verið ósáttur við það efni sem konum stóð til boða varðandi leik- fími á meðgöngu. ■ VERÐLÆKKUN! Afinœliskynning á Ömmukleinum Ömmukleinur - gott íslenskt kaffibrauð! ^Jfrtí*tíng*r í 40 ití jJS, Bakarí Friðriks Haraldssonar sf. Kársnesbraut 96, Kópavogi sími 91-41301 Saltfiskréttur að hætti Jóakims í Lissabon SALTFISKRÉTTIR geta verið hið mesta sæl- gæti. Portúgalar og Spánveijar hafa löngum haft orð á sér fyrir leikni í að matreiða salt- fisk. Þegar ég var í Lissabon og dvaldi á Hótel Altis fékk ég saltfiskrétt í Grillinu þar og mér fannst ástæða til að biðja kokkinn að gefa mér uppskriftina í nestið. Það var auðsótt mál og Jóakim kokkur bað fyr- ir kveðjur og vonaði að mönnum líkaði rétturinn. Það et' afar einfalt að búa hann til og nú hef ég tvívegis haft saltfisk að hætti Jóakims á borðum við góðar undirtektir. hólft kíló beinlaus saltfiskur 1 laukur 3-4 tómatar hólf græn paprika 3 hvítlauksrif 5-7 msk. ólífurolía rifinn ostur 2-3 sneiðar skinka Soðnum saltfískbitum raðað í eldfast mót. Paprikan skor- in smátt, svo og laukur, hvítlaukur og tómatar. Ólífuol- ían sett yfir en má nota smjör ef menn vilja. Einnig- Morgunblaðið/JK má hafa meiri hvítlauk. Látið í 220 gr heitan ofn í um 20 mínútur. Síðan er rifinn ostur og skinkan sett efst og bakað í 10 mínútur til viðbótar við eilítið hærri hita. Með fiskinum má nota hrísgtjón eða kartöflur og Jóakim stakk upp á að mætti skera þær niður og baka þær með í sama formi. Nýtt gróft brauð borið með. Þessi uppskrift dugar fyrir þijá. Efni í réttinn kostar liðlega 600 krónur. ■ Níu varalitir kosta álíka mikið og einn frá þekktu tískuhúsi AUGNHÁRALITUR, andlitsfarði og varalitur sem keypt er í versl- uninni Allt í Breiðholti, kostar tæplega 800 krónur og er þó miðað við að keyptur sé dýrasti augnháralitur í búðinni, með næringu og keratíni. í verðkönn- un Daglegs lífs í síðustu viku kom fram að algengt er að sami „snyrtivörupakki" frá þekktu tiskuhúsunum kosti í kringum 4.000 krónum, þó vitaskuld sé verðið misjafnt. Snyrtivörurnar eru breskar frá fyrirtækjunum Caroll og Gailery. Blaðamenn á Daglegu lífí ákváðu að prófa þessar vörur í nokkra daga til að bera saman við snyrtivörur í snyrtiveskjum okkar. Umbúðir um ódýru snyrtivörurnai' eru ekki jafn glæsilegar og traustvekjandi og utan af Christian Dior, YSL, Chanel og Clinique, svo dæmi séu nefnd. Varalitur frá Gallery kostaði 179 krónur. Hann þakti varirnar jafn vel og YSL-varalitur sem fannst í einu snyrtiveskinu, auk þess sem hann hélst vel á. Hins vegar var lykt af honum sem ekki þótti sér- Iega góð. Þess má geta að YSL- varaliturinn hafði verið keyptur á 1.700 krónur skömmu áður. Verð- munur er því kringum 1.500 kr. Andlftsfarðlnnn ekkl sambærilegur Andlitsfarði frá Caroll lenti í sam- anburði við farða frá Christian Dior. Sá fyrrnenfdi kostar 249 krónur og sá síðarnefndi rúmlega 2.200 krón- ur í fríhöfninni. Ekki þótti Caroll- farðinn sambærilegur, því hann er þykkari og jafnast ekki jafn auð- veldlega út og farðinn frá Cristian Dior. Aftur á móti erti hann ekki húðina og með lagni varð áferðin jöfn. - Naglalakk frá Caroll var borið Morgunblaðið/RAX Ódýrar snyrtivörur. Þær eru ekki að öllu leyti sambærilegar við vörur þekktra tískuhúsa, en gott er að vita af valkostinum. saman við Christian Dior-lakk. Þægilegt var að bera báðar tegund- ir, en Dior-lakkið hélst lengur án þess að flagna. Glas af Christian Dior-naglalakki* kostaði í kringum 1.500 krónur, en glas af Caroll-lakk- inu 199 krónur. Um 1.300 krónu verðmunur gæti því hugsanlega haft áhrif næst þegar keypt verður naglalakk. Sambærilegir augnskuggar Augnskuggar frá Caroll voru prófaðir en þeir eru til í ýmsum lit- um. Til prufu voru notaðir 2 litir í nokkra daga og var auðvelt að bera þá á auk þess sem þeir héldust prýði- lega á augnlokunum. Ekki var áber- andi munur á þeim og Christian Dior-skuggum sem notaðir voru til samanburðar. Tveiv litir í öskju kosta 199 krónur, en 12 litir í öskju kosta 449 krónur. Varablýantar frá Gallery eru til í mörgum litatónum. Þeir kosta 169 krónur og reyndust prýðilega. Hið f ^ íslenskt ® vjKEiinicti vildir þú vera án þessi ISLENSKIR BÆNDUR sama er að segja um augnabrúna- blýanta sem kosta 125 krónur og augnlínublýanta sem eru á sama verði. Púður frá Gallery þótti sam- bærilegt við aðrar tegundir. Leitin að hinu ódýra Vigdís Stefánsdóttir eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Daglegt líf að henni þætti líklegt að verðmunurinn fælist í hagstæð- um innkaupum. Auk þess væri ekki mikill kostnaður í umbúðum og háum ijárhæðum ekki eytt í auglýs- ingar. „í innkaupaferðum í útlönd- um leitum við að ódýrum en fram- bærilegum vörum og lítum ekki við öðru. Til að finna þær notum við bæði handbækur og fæturna, aðal- lega þó fæturna." Þó þessar vörur séu ekki að öllu leyti sambærilegar við snyrtivörur frá stóru tískuhúsun- um, verðui1 því ekki neitað að það er góð tilfinning að vita af þessum valkosti í þeirri sparnaðartíð sem nú stendur yfir. ■ BT Ný tísku- fataverslun á Grensásveg NÝ tískufataverslun hefur verið opnuð á Grensávegi. Verslunin sel- ur bæði kven- og karlmannsföt og einnig snyrtivörur. Að sögn eiganda verslunarinnar seíur verslunin há- tískufatnað frá París og eru fötin komin í búðir á sama tíma hérlend- is og í París. Eigendur verslunarinn- ar eru Olafur Bjarnason og Kol- beinn Pétursson. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.