Morgunblaðið - 30.09.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
3í
hvort á móti öðru í baðstofunni því
þá rákust hnjákollar saman. Litlar
slægjur þýddu að aðeins var hægt
að hafa fátt fé og matur því af
skornum skammti. Líka var þá lítið
um ull og fatnaður þess vegna í
lágmarki.
Við nútímafólk getum séð ef við
skoðum minjar í Beruvík hvernig
reynt hefur verið að bæta úr þessu
með meiri ræktun. Örlitlir blettir,
hraunbollar eða sund, hafa verið
varin með garði til að auka heyfeng
um nokkur föng. Þessar litlu bú-
jarðir í Beruvík voru setnar af fjöl-
skyldum sem ekki héldu vinnufólk.
Þetta voru hjón með börnin sín.
Búskaparhættirnir þörfnuðust
margra vinnandi handa. Hin eigin-
lega framleiðsla hvers og eins var
svo lítil umfram það sem viðkom-
andi þurfti til sín. Hver manneskja
mátti því taka til hendi ungir sem
aldnir. Sjálfan sig var ekki hægt
að spara.
Úr þessum jarðvegi koma Karvel
Ögmundsson sem er níræður í dag.
Hann fæddist að Hellu í Beruvík
30. september 1903, sonur hjón-
anna Sólveigar Guðmundsdóttur frá
Purkey og Ögmundar Andréssonar
frá Einarslóni. Þau bjuggu þarna
með barnahópinn sinn sem stækk-
aði ört. Þau urðu fyrir þeim ósköp-
um að bærinn brann ofan af fjöl-
skyldunni sem slapp út á nærklæð-
unum eða öllu heldur á hluta nær-
klæðanna. Þá voru börnin sjö á lífi
en tvö höfðu áður látist úr barna-
veiki. Þarna missti flölskyldan allt
sem hún átti nema bústofninn, hann
slapp. Eins og nærri má geta urðu
næstu ár ákaflega erfið þessari
stóru ijölskyldu. Það leiddi til þess
að þegar Karvel var níu ára fór
hann í fóstur til Eggerts móður-
bróður síns í Bakkabæ á Hellis-
sandi en hann bjó þar með Ingi-
björgu Pétursdóttur frá Malarrifi.
Hjá þeim var hann til fjórtán ára
aldurs. Þá tóku þeir sig til hann
og vinur hans, Sigurður Sveinn Sig-
urjónsson og keyptu sér lítinn opinn
bát. Á þessum bát gátu þeir róið
og lagt aflann á sinn eigin reikn-
ing. Nærri má geta hvort ungir
menn hafi ekki verið sælir og stolt-
ir með innleggið úr fyrstu róðrun-
um.
Nú var skammt atburða á milli
og fímmtán ára var Karvel fyrst
formaður á haustskipi. Nítján ára
verður hann formaður á vetrar-
skipi. Svo tekur hvað við af öðru.
Hann er á skútum, útilegubátum,
lærir siglingarfræði og fær skip-
stjórnarréttindi og er alltaf að róa
frá Sandi milli úthalda. Svo koma
vélar í áraskipin og þar með urðu
þau erfiðari til setningar. Þá varð
að reyna hafnargerð. Sú tilraun var
gerð í Krossavík sem er rétt utan
við Sand. Þar var búin til svolítil
hafnarkví en bátarnir settir upp á
kant meðan hægt var. Þróunin
leiddi til þess að þeir stækkuðu og
þá var reynt að leggja þeim við
múrningar utan við hafnarkvína.
Staðhættir voru mjög erfiðir þarna
í Krossavík enda fór svo að Karvel
missti þar bát sem hann átti. Bátur-
inn sem hét Höfrungur molnaði nið-
ur þar í múrningunni og veiðar-
færi, belgi o.fl. rak til hafs. Þetta
var mikið tjón og allt ótryggt nema
vélin í bátnum. Þegar þetta gerðist
var Karvel tæplega þrítugur,
kvæntur maður með þrjú ung börn
og það fjórða á leiðinni.
Hinn 14. apríl 1928 höfðu þau
gengið í hjónaband Karvel og Anna
Margrét Olgeirsdóttir. Hún var
dóttir hjónanna Maríu Guðmunds-
dóttur frá Stóru-Hellu á Sandi og
Olgeirs Oliverssonar frá Gröf í
Grundarfirði. Missi bátsins tók Kar-
vel með æðruleysi eins og öðru.
Hann sá að framtíð vélbátaútgerðar
yrði erfið þarna í hafnleysinu. Þetta
var um vor 1933. Um haustið voru
börnin orðin fjögur og þá tók Ijöl-
skyldan sig upp og fluttist suður í
Njarðvík. Þar bjuggu þau fyrst í
Narfakoti í Innri-Njarðvík en 1937
fluttust þau í íbúðarhúsið Bjarg í
Ytri-Njarðvík.
Börnunum fjöigaði. Þau urðu sjö
í þessari röð: Ölga María, Guðlaug
Svanfríður, Líneik Þórunn, Ester,
Ögmundur, Sólveig og Eggert. Tvö
úr hópnum eru nú látin, Eggert sem
drukknaði 3. maí 1962 og Ester sem
lést 15. maí 1989. Anna Margrét,
kona Karvels lést 26. apríl 1959
aðeins 55 ára gömul. Hún hafði þá
í átta ár glímt af ótrúlegum dugn-
aði og æðruleysi við afleiðingar
heilablóðfalls og náð allgóðum bata
er sjúkdómurinn gerði aðra atlögu.
Samband þeirra hjóna hafði verið
mjög náið og hún alltaf hollur ráð-
gjafi. Miklum umsvifum fylgir mik-
ill gestagangur. Þeirra heimili stóð
opið stórum hópi fólks víða að sem
enn í dag minnist reglusemi og
myndarskapar húsmóðurinnar.
Víkjum nú aftur að umsvifum
Karvels. Bræður hans Einar, Þórar-
inn, Daníel, Karl og Jóhannes flutt-
ust suður um svipað leyti og sett-
ust að í Njarðvíkum. Þetta var sam-
hentur hópur. Þeir Karvel og Þórar-
inn komu upp stórveldi í fiskverk-
un. Þeir byggðu frystihús, söltunar-
hús fyrir fisk ðg annað fyrir síld,
verkuðu skreið og þurrkuðu saltfisk
í þar til gerðu húsi með rafhituðum
blæstri. Hjá þeim var sett upp færi-
band við síldarsöltunarkassana, lík-
lega það fyrsta á landinu. Einar
bróðir þeirra sá um vélarnar í frysti-
húsinu, Daníel var skipstjóri og
meðeigandi í einum bátnum því að
bæði gerðu þeir út sjálfir og voru
með báta í viðskiptum. Þessi mikli
atvinnurekstur var landsþekktur og
skaffaði fjölda manns vinnu alls
staðar að af landinu.
Það var svo 3. maí 1962 að báð-
ir synir Þórarins, Einar og Sævar,
ásamt Eggerti, syni Karvels,
drukknuðu af trillunni Maríu. Þeir
höfðu landað fiski úti í Garði og
lögðu þaðan í vaxandi norðanveðri
áleiðis inn í Njarðvík. Þeir komu
ekki fram. Trillan fannst marandi
í kafi en hún var mannlaus. Þetta
var mikið áfall og Þórarinn náði sér
aldrei síðan. Tveim árum áður höfðu
þeir missti Daníel bróður sinn úr
krabbameini. Um þetta leyti hægist
um öll atvinnuumsvif en um félags-
málin gegndi öðru.
Það hafði verið svo að fljótlega
eftir að Karvel fluttist til Njarðvík-
ur hlóðust á hann félags- og trúnað-
arstörf bæði fyrir hans eigið frum-
kvæði og annarra. Hann var í
hreppsnefnd Keflavíkur frá
★ DcROPniNT,
TIME HECOROER CO.
Stimpilklukkur fyrir
nútíð og framtíð
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ - NAMSTÆKNI
Viltu margfalda afköst í starfi og námi um alla framtíð?
Viltu lesa meira af góðum bókum? Viltu lesa góðar bækur
með meiri ánægju?
Skráðu þig þá strax á næsta hraðlestrarnámskeið sem laust
pláss er á, en það hefst miðvikudaginn 6. október nk.
Næsta námstækninámskeið sem laust pláss er á , hefst
23. október.
Skráning alla daga í síma 641091.____
HRAÐLESTRARSKOLINN
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
1938-42 og oddviti Njarðvíkur-
hrepps í tuttugu ár frá 1942, for-
maður Útvegsbændafélags Kefla-
víkur í átján ár og formaður Olíu-
samlags Keflavíkur og nágrennis í
þijátíu ár. Hann var einn af stofn-
endum Vinnuveitendafélags Suður-
nesja og formaðut' þess í tíu ár,
einn af stofnendum barnastúkunnar
Sumargjafar og gæslumaður henn-
ar í fimmtán ár, einn af stofnendum
Ungmennafélags Njarðvíkur og í
fyrstu stjórn þess og einn af stofn-
endum Rotaryklúbbs Keflavíkur.
Hann var formaður Sjálfstæðisfé-
lags Keflavíkur og síðar einn af
stofnendum og formaður Sjálfstæð-
isfélagsins Njarðvíkings og er nú
heiðursfélagi þess.
Karvel var einn af stofnendum
Samvinnutrygginga og stjórnar-
maður frá upphafi og einn af stofn-
endum Olíufélagsins hf. og hefur
verið í stjórn þess fram á þennan
dag. Karvel hefur gegnt mörgum
öðrum stjórnunar- og trúnaðar-
störfum um dagana. Þetta er mik-
ill bálkur og sýnir það traust sem
samferðamenn hafa borið til hans.
Árið 1963 hóf Karvel sambúð
með Þórunni Maggý Guðmunds-
dóttur og eignuðust þau soninn
Eggert. Þórunn átti fyrir fimm börn
á æskuskeiði. Þau Karvel bjuggu
saman í ijórtán ár en þá skildu leið-
ir.
Það var svo 1969 að hann hóf
að rita ævisögu sína og það urðu
þijár merkilegar bækur, Sjómanns-
ævi, 1., 2. og 3. bindi. Þessar bæk-
ur eru heimildir um aldarfar, sjó-
sókn, veðurfræði, fiskimið, sam-
ferðarmenn og margt fleira. Eitt
er þó alveg sérstakt. Það eru frá-
sagnir af sjóslysinu í Krossavík og
í því sambandi þegar gengið var frá
líkum þeirra sem fórust. Einnig frá-
sögnin af því þegar hann gekk frá
líki föður síns sem drukknað hafði
í Hólmkelsá en rak síðar inn með
Ólafsvík. Báðar þessar frásagnir
eru einstæðai' og mjög þroskandi
aflestrar. Þessar bækur vitna líka
um jákvæða afstöðu höfundarins
til lífsins og samferðarmanna.
Engan sem þekkti Karvel undr-
aði þó hann skrifaði frambærilegar
bækur. Hann er nefnilega sögumað-
ur sem hefur stundað það af íþrótt.
Hann var uppalinn við sagna-
skemmtan og hefur ailt sitt líf náð
til hlustenda á hvaða aldri sem þeir
hafa verið. Sem dæmi um það minn-
ist ég þess að fyrir fáum árum fór
Karvel í nokkra barnaskóla og sagði
frá sjóróðrum á opnum árabátum
og lífsbaráttu fyrri tíma. Þar hreif
hann unga hlustendur sem iifðu sig
inn í frásögnina. Það fór líka svo
þegar Karvel tók þátt í samkeppni
á vegum Námsgagnastofnunar að
þar kom út bókin Refir. Hún er
bráðskemmtileg, enda veit ég*um
börn sem lesa bókina aftur og aft-
ur. Að auki er bókin full af þekk-
ingu á lifnaðarháttum refsins og
hefur þess vegna mikið náttúru-
fræðilegt gildi. Þá er höfundur líka
málsvari refsins og þeir voru fáir
til skamms tíma. Þá er enn frá því
að segja að Karvel skrifaði bók um
seli og hún er væntanleg bráðlega.
Ég vil ekki segja neitt um efni bók-
arinnar en er viss uin að bæði börn
og fullorðnir muni njóta hennar í
ríkum mæli.
Hvernig er svo maðurinn sem svo
lengi hefur lifað og starfað? Hallast
hann ekki fram á staf sinn og telur
nóg komið? Satt að segja fer því
fjarri. Hann á kannske staf ein-
hvers staðar inni í skáp, en sé svo
ætlar Karvel líklega að nota prikið
þegar hann verður gamall. Hann
hefur alla tíð verið öðrum stoð og
stytta og hafi það breyst, hefur það
skeð núna síðustu daga.
Hann er eins og fleiri af hans
kynslóð ákaflega minnisgóður. Það
var hér um árið að hann var að
riija upp fyrir sér Grettisljóð séra
Matthíasar. Hann hafði læit þetta
einhvern tíma um tíu ára aldur. Ég
seildist upp í skáp og fletti upp í
ljóðunum. Viti menn, hann vék til
einstaka smáorði en hvergi þannig
að meining breyttist.
Áður hef ég getið um jákvæða
afstöðu hans til lífsins. Hér er frá-
sögn til marks um það. Hann var
með slæmsku í lungum fyrir tveim-
ur árum eða svo. Fundum okkar
bar ekki saman í nokkrar vikur en
við ræddum saman í síma. Þegar
ég vék talinu að heilsu hans, hafði
hún alltaf lagast talsvert frá því
við ræddum saman síðast og stund-
um bara mikið. Svona liðu vikurn-
ar. Þá fór ég að hugsa um allar
þessar stöðugu framfarir og leggja
saman eftir því sem ég gat. Niður-
staðan varð sú að fáir myndu heilsu—-
betri um þær mundir. Karvel hefur
- aldrei sparað sjálfan sig hvorki fyrr
né síðar og trúlega er þar m.a. að
finna skýringu á hans góðu heilsu,
líkamlegi'i og andiegri.
Nú fer ég að slá botninn í. Af-
mælisbarninu óska ég alls góðs í
framtíðinni og bið forlagadísir að
launa vel farsælan lífsferil. í dag
ætla Njarðvíkingar að bjóða heið-
ursborgara sínum í kaffi og gleðj-
ast með honum á þessum merkis-
degi. Við sem erum álengdar kom-
um líka og hlökkum til. Sjálfur
hlakka ég enn meira til samfunda
með honum í framtíðinni. Ég trúi
líka að lengi enn muni vinir hans
leita á hans fund eftir stuðningi og*
uppörvun í mörgum vanda. Af
reynslu veit ég líka að ef hann seg-
ir: „Við skulum sjá,“ stendur enginn
einn með vandræði sín.
Það er tilhlökkunarefni að sjá þig
í dag, Karvel, í fylkingu afkom-
enda. Slíkar stundir hljóta að vera
þær sælustu í lífi hverrar mann-
eskju.
Sigurður Pálsson.
I J.L. húsinu
Leikfimi: Fyrir byrjendur
og iþróttafólk, eldri
borgara, ófrískar konur
og konur með barn á brjósti
Topp-timar fyrir þá
sem uilja grennast
Þolfimi. Funk
Brennslutimar.
vaxtamótun
Kuennatimar.
Pallatímar.
Þrekhringur.
Kraftganga.
Hlaupahópur.
J L húsið, Hringbraut 121 simi: 91- 624561