Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.1993, Blaðsíða 39
39 í dag kveðjum við með söknuði kæra vinkonu okkar, Ingibjörgu Magnúsdóttur. Kynni okkar hófust í hópi ferða- langa í ferð um Austurlönd nær og Biblíuslóðir sumarið 1967. Þar vöktu athygli okkar glæsileg hjón sem af miklum áhuga þræddu slóð- ir hinnar miklu sögu. Lotning þeirra fyrir helgum stöðum hinnar fyrstu kristni var auðsæ. Hermann Þorsteinsson og Inga voru ljúfir og góðir ferðafélagar í þessu sögulega ferðalagi okkar. Hið glaða viðmót Ingu og innileg mann- gæska átti eftir að gleðja okkur og uppörva til frekari samfunda þau 26 ár sem síðan hafa runnið sitt skeið. Erfitt er að sjá á bak þessari miklu mannkostakonu, bjarta bros- ið er horfið og dillandi hláturinn þagnaður. Eftir standa hugljúfar minningar sem eru öllu gulli dýr- mætari. Hermanni sendum við inniiegar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að blessa honum minninguna um ástríka eiginkonu. F.h. ferðafélaga, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Kveðja frá KFUK í Reykjavík í dag kveðjum við félagskonur í KFUK Ingibjörgu Magnúsdóttur, eina af trúsystrum okkar, sem and- aðist eftir erfið veikindi hinn 19. þessa mánaðar. Inga var virkur félagi í KFUK og helgaði kristilegu starfi krafta sína. Á kveðjustundu og þegar litið er yfir farinn veg koma orð Davíðs- sálma sterkt í hugann. Orðin hljóma: „Ég vil lofa Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til!“ (Sálm. 146:2). Þessi órð eru í hnotskurn yfirskrift yfir líf Ingu og benda á það sem hún vann fyrir. Söngurinn var líf hennar og yndi og í söngnum vitnaði hún um trú sína á Jesúm Krist. Inga hóf að syngja í KFUK um fermingaraldur. Þá söng hún í Ungmeyjakórnum ásamt vinkonum sínum. Síðar er kvennakór KFUK var stofnaður var Inga þar á meðal og söng með þeim kór svo lengi sem hann starfaði. Jafnframt var hún virkur þátttak- andi í söngstarfi með hinum bland- aða kór KFUM og KFUK. Þess má einnig geta, að aðrir kórar fengu að njóta krafta hennar og söng hún m.a. með Dómkórnum í Reykjavík. Inga gaf starfinu í KFUK mikið með söng sínum auk þess sem hún var þekkt fyrir frábæran upplestur. Inga sat í stjórn KFUK, fyrst í varastjórn árin 1955-56, en síðan var hún gjaldkeri árin 1956-58. Störf kristniboðanna voru Ingu hugleikin og var hún alla tíð með- limur í kristniboðsflokki KFUK. Hún var mikill kristniboðsvinur og studdi við kristniboðið af alhug. Það sem einkenndi hana var ljúfmann- leg framkoma og traust vinátta. Ekki er hægt að minnast Ingu án þess að nefna eiginmann henn- ar, Hermann Þorsteinsson. Inga og Hermann voru einsaklega samhent og studdu þau hjón hvort annað í lífi sem og í öllu starfi. Við sendum Hermanni innilegar samúðarkveðj- ur nú er hann stendur frammi fyrir sárum missi eiginkonu sinnar. En við vitum að Hermann deilir með okkur fullvissu trúarinnar, trúar- innar á Jesúm Krist, sem gefur okkur huggun, gefur okkur eilíft líf. Því getum við á stundu sem þessari tekið undir orð Opinberun- arbókarinnar og sagt: „Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja.“ (Op. 14:13.) KFUK vill þakka Ingu fyrir öll störf hennar í þágu félagsins. Við kveðjum hana með virðingu og þökk. Guð blessi Hermann og alla aðstandendur og gefi þeim styrk sinn og kraft. Stjórn KFUK í Reykjavík. Hvellur hlátur, biksvart hárið og ijörleg augun gæddu fas og tal lngibjargar Magnúsdóttur sér- stæðu lífi, hún kvað sterkt að orð- um, bar mál sitt hratt fram af gleði og ákefð, henni var alltaf mikið ðöl VlMIIMM'ríl'lr ,0í: UUDAUUTWMW QIUAJflMUílMOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 niðri fyrir og glæddi mál sitt sterku yfirbragði, slíkt var lífsafl hennar og sá lífskraftur sem hún lagði inn í allt sem hún sagði og gerði. En blíðlyndi hennar var einn snarast! þáttur persónunnar, og gat hún komið á sáttum og forðað árekstr- um þegar svo stóð á. Söngurinn var hennar yndi og var þaðan sprottinn sá frískleiki sem einkenndi hana alla tíð. Allt frá æskudögum var hún meðlimur hinna aðskiljanleg- ustu söngsveita, einkum innan KFUK og dómkirkjunnar. Inga; en svo nefndu vinir hana, var fædd 28. febrúar 1921, dóttir hjónanna Magnúsar Gíslasonar og Ólafar Magnúsdóttur, og hafði því lifað full 73 ár starfssamrar ævi er hún féll fyrir vágestinum mikla, krabbameininu. En hún var samt svo ung í anda að okkur vinum hennar fannst sem hún ætti mörg ár ólifað. Á sjötugsafmælinu var hún hyllt af félögum sínum í Dóm- kórnum sem komu og fylltu Þórs- götuna söng. Hún átti heima á Þórsgötu 9 alla sína ævi (að þeim árum frátöldum sem þau hjón dvöldu í Kaupmannahöfn), fyrst í föðurhúsum og síðan í eigin húsi er þau Hermann eignuðust það hús. Þar fæddist hún og þar tók hún síðasta andvarpið, sem innsigl- aði starfsama ævi og staðfesti hennar glaðværu trú. Á banabeði sýndi hún fádæma þolgæði og hugs- aði ætíð, einnig þá, meira um vel- ferð annarra en líðan sjálfrar sín. Inga gekk sína venjulegu skóla- braut að hætti barna þeirra tíma. Á barnsaldri missti hún móður sína og fór um skeið í fóstur til föður- systur sinnar í Hafnarfirði, og þar naut hún fyrstu tilsagnar í lestri, raunar af systur sinni, Þóreyju, lærði af sjálfri sér að lesa um leið og eldri systirin og varð furðu snemma læs. Lestur og meðferð texta áttu síðar eftir að verða eitt af höfuðviðfangsefnum hennar. Þær voru óaðskiljanlegar, systurn- ar, en Þórey (Eyja), sú glaðværa og trúfasta kona, lést, einnig af völdum krabbameins, 1958, þá fer- tug. Var hún rnikill harmdauði syst- ur sinni og vinum öllum. Þegar Magnús, faðir Ingu, tók telpuna til sín aftur hér í Reykjavík naut hún undirbúningskennslu fyrir barnaskólanámið hjá snillingnum Samúel Eggertssyni. Hún gekk í Kvöldskóla KFUM (en þar nutu margir upphafskennslu á þeim árum) en gekk síðan í Kvennaskól- ann í Reykjavík og stundaði þar nám 1936-1939. Þar sýndi skóla- stýran, fröken Ingibjörg H. Bjarna- son, henni mikla tiltrú, og var það fyrirboði þess sem koma skyldi um samviskusemi, nákvæmni og ötula framgöngu við hvert það verk sem henni var trúað fyrir. Inga fór nú að vinna skrifstofustörf, en fór síð- an vestur til ísafjarðar og stundaði þar nám- veturinn 1943-1944 við Húsmæðraskólann. Var hún efst námsmeyjanna á burtfararprófí. Söngurinn var Ingu líf og yndi. Vinkonur hennar voru allar í söng og þær komu varla saman án þess að syngja margraddað, kristilega söngva og sálma. Frá yngri árum er hún mér minnisstæðust sem þátt- takandi í ýmsum söngsveitum KFUK sem spiluðu á gitara og sungu á kristilegu og kirkjulegu mótunum í Hraungerði í Flóa og síðar á Akranesi og á samkomum í Reykjavík. í þeim söng þeirra söngsystranna fannst mér ungum sem opnast himins hlið. - í söngn- um var Inga af lífi og sál, og í kór dómkirkjunnar í Reykjavík, þar sem hún söng í mörg ár af mikilli kost- gæfni, eins og þeir geta borið um sem til þekkja. Þar fann Inga sína köllun og lagði sinn lífskraft inn í það söngstarf. Hún var réttnefnd dómkirkjukona, og þaðan er útför hennar gerð í dag. Inga giftist þann 10. maí 1947 Hermanni Þorsteinssyni sem gerst hafði fulltrúi hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga í Kaup- mannahöfn 1946, en unnustan lá þá á Landakoti, lá í heilt ár. Að þeim reynslutíma loknum gengu þau í hjónaband og fluttust til Kaupmannahafnar og dvöldust þar hið fyrra sjnnið 1947-1949. Vorið 1949 áði ég hjá þeim á leið minni frá Árósum til Lundar í Svíþjóð til að taka fil. kand. próf í arabísku og hebresku. Ég átti eftir að fín- pússa sumt efnið og við Inga undum vel í stofunni þeirra þann dag, ég las og hún vann handavinnu. Ingu fannst það merkilegast af öllu merkilegu sem ég var að fást við því að hún bar svo mikla virðingu fyrir öllu akademísku. Þannig var það í KFUM og K í gamia daga og er enn meðal eldri félaga, andi séra Bjarna og Páls ísólfssonar mótaði þau ár. Þá voru aðrir tímar en nú eru. Hið síðara sinnið voru þau hjón í Kaupmannahöfn 1958-1960, og var Hermann þá orðinn skrifstofu- stjóri Sambandsins í Kaupmanna- höfn. Voru þá gestakomur miklar og fyrirgreiðsla veitt Islendingum sem til Kaupmannahafnar komu og þurftu einhvers við. - Eftir heim- komuna var Hermanni brátt falið yfirgi’ipsmikið starf, forstaða lífeyr- issjóðsins, en þá knúðu einnig önn- ur störf á, sem áttu eftir að taka sinn toll hjá þeim báðum. 1965 var svo komið um byggingu Hallgríms- kirkju að búið var að gera sökklana undir aðalskip kirkjunnar og verið að grafa fyrir miðturninum. Mikið hafði mætt á forystumönnum þessa verks og fengu þeir Hermann til þess að taka við forstöðu bygging- arframkvæmdanna og ijáröflunar- innar. Ingu leist ekki á. Hún hafði unnið að verkefnum með manni sín- um, m.a. gerð Ársskýrslu Sam- bandsins, og var sá prófarkalestur allannasamur. Höfðu þau í nógu að snúast fyrir. Sinna þurfti lífeyris- sjóðamálum þúsunda manna. Og brátt var meira færst í fang. Tveir biskupar og fjöldi stjórnarmanna Hins íslenska Biblíufélags höfðu í mörg ár haft á pijónum áform um nýja prentun Biblíunnar allrar en hvorki gengið né rekið, að því frá- töldu að þijú guðspjöll höfðu verið þýdd að nýju. Nú var leitað til Her- manns og gekkst hann undir það ok einnig, að koma útgáfumálum Bibiíunnar í nýjan farveg. Hermann kvaddi okkur í Háskólanum til starfa og fann ný ráð um fjármögn- un starfsins, sem dugðu. Við unnum að því vestur á Melum að búa text- ann í hendur lesendum en Inga lá yfir próförkum uppi á Þórsgötu 9. Engin laun þáði hún fyrir þáð verk, og hvorugt þeirra. Va.nn hún að því verki af stakri nákvæmni og vand- virkni og lagði oft nótt við dag. Þannig var hennar vinnulag og lund- erni. Það hefði glatt Ingu mjög að upplifa framhald þeirrar vinnu í því sem nú er verið að gera hér vest- urfrá til undirbúnings nýrrar biblíu- þýðingar. Hefur biskup landsins stutt mjög að því að okkur í Háskól- anum væri falin öll forsjá þess verks, en nokkuð langt er í land í þeim róðri. Ingu og Hermanni varð ekki barna auðið. Er það sárt hverri konu sem fyrir því verður, og var Ingu sérstaklega annt um böm sinna nánustu vina. En vart hefðu þau afkastað þeim fyrnum sem raun varð á hefði fjölskyldan verið stærri en þau tvö. Guð gefur brauð með barni, segir máltækið. En því má einnig snúa við um hið gagnstæða. Lífsorka Ingu, blíðlyndi hennar og góðleikur beindist að störfum þeim sem Hermann hafði ýmist tekið að sér eða verið þröngvað upp á hann af „tilviljun" atburðarásarinnar. Hermann er skapmaður mikill, og oft þurfti Inga að stijúka burt starfshörku manns síns með blíð- lyndi sínu. Hún var einstök kona og er hennar sárt saknað af fjöld vina og ættingja. Flyt ég Hermanni Þorsteinssyni, manni hennar, inni- legustu samúðarkveðjur okkar hjón- anna. Þórir Kr. Þórðarson. Fleirí minningagreinar um Ingi- björgu Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLÖF INGUNN BJÖRNSDÓTTIR, Ásbraut 15, Kópavogi verður jarðsungin frá Kópavogskirkju á morgun, föstudaginn 1. október, kl. 15.00. Magnús A. Magnússon. Kolbrún D. Magnúsdóttir, Björn Ólafsson, Björn M. Magnússon, Steinunn Torfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA JÓHANNSDÓTTIR BRIEM, Sigtúni 39, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 30. sept- ember kl. 15.00. PállJ. Briem, Kristín Briem, Sigurjón H. Ólafsson, Sigrún Briem, Jón Viðar Arnórsson, Jóhann Briem, Jóhanna Björk Briem, Guðmundur Þorbjörnsson og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, bróðir, fyrrv. eigin- maður, tengdafaðir, afi og langafi, HÁLFDÁN DAÐI ÓLAFSSON frá Bolungarvik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. október kl. 13.30. Margrét, Hlédís, Stefán, Kristján, Jóna Daðey og Guðrún, Jódís Stefánsdóttir, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systur hins látna. t Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ÖNNU AÐALHEIÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Gnoðarvogi 54, (áður Oddabraut 17, Þorlákshöfn). Árni St. Hermannsson Eðvarð P. Ójafsson, Jóhanna L. Árnadóttir, Magnea Á. Árnadóttir, Ólafur Árnason, Sigurlaug Árnadóttir, Jón Ingi Árnason, Hermann Valur Árnason, Þórunn Árnadóttir, Klara Georgsdóttir, Lára Ólafsdóttir, Jón H. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, POULS O. BERNBURG hljómlistarmanns. Sérstakar þakkirfærum við FIH og heimahlynningu Krabbameins- fétagsins. Ingunn Bernburg, Gunnar Bernburg, íris H. Bragadóttir, Kristján Bernburg, Thérése De Cauwer, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa, BALDVINS SIGURÐSSONAR, Hvassaleiti 58. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 3C á Landakotsspítala. Guðrún Þórðardóttir, Stella Björk Baldvinsdóttir, Magnús Guðmundsson, Birkir Baldvinsson, Guöfinna Guðnadóttir, Vilhelmína Baldvinsdóttir, Ólafur Stefánsson, Örn Scheving, Jakobína Guðmundsdóttir og barnabörn. Ólafur L. Baldursson, Sveinn S. Gíslason, Rannveig Guðjónsdóttir, Árni Jón Eyþórsson, Guðni Indriðason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.