Morgunblaðið - 30.09.1993, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993
félk í
fréttum
STJÖRNUR
Nastassja vill fá 25 milljónir dollara
Nú þegar slitnað hefur upp úr
sambúð leikkonunnar Nast-
assju Kinski og tónlistarmannsins
Quincy Jones hefur Nastassja farið
fram á að Quincy greiði henni 25
milljónir dollara (1,8 milljarða ísl.
kr.) í framfærslueyri vegna eins árs
dóttur þeirra, Kenya.
Sögur herma að eftir að þeim
fæddist dóttirin hafi rifrildi heyrst
sífellt oftar á heimilinu, sem endaði
með því að Nastassja yfirgaf Quincy.
Hann var ekki lengi að finna sér
aðra unga konu, Emmie, og brá sér
ásamt henni til St. Tropez. 28 ára
aldursmunur er á Nastassju og Qu-
incy og þó svo að ekki hafi enn kom-
ið í ljós hversu gömul Emmie er má
leiða að því líkur að aldursmunurinn
sé svipaður.
Quincy á fjögur hjónabönd að baki
og sjö börn, en Nastassja eitt hjóna-
band og þrjú börn.
Hluti þátttakendanna í Miss World University-keppninni. Unnur
Guðný Gunnarsdóttir sem keppti fyrir íslands hönd er á miðri mynd-
inni. Ungfrú Pólland sem vann í keppninni er önnur frá hægri í
miðröð.
Quincy Jones var ekki lengi að finna annan kvenmann í stað Nast-
assju. Hér er hann ásamt nýju vinkonunni Emmie (t.v.). Þykir hún
minna mjög á Nastassju í útliti.
★ *
0 •ÍVz>RANV>'
PUBLINAR5TEMMNINC
OC BINCO
FYRiR ELDRI BORGARA FÖSTUDAGSKVÖLD
Samvinnuferðir-Landsýn (y&'
Ferðakynninq. DUBLIN í máli og myndum. Fyrirhuguð ferð
Lanassambands eldri borgara með Samvinnuferðum
Landsýn til Dublinar á írlandi.
BINGÓ. 2 ferðavinningar til Dublin, kvöldverðir
á HóteíSögu o.fl.
l'rsk tónlist. Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson leika Ijúfa
írska tónlist. ^
é
LITIRÓFIKD) kynnir litgreiningu og silkislæður.
Hljómsveitin SAGA KLASS ásamt
söngvurunum Berqlindi Björk og Reyni Guðmu
leika gömlu dansana fram eftir nóttu.
Húsið opnar kl 19.00
Miðaverð 600 kr.
Upplýsingar í söludeild Hótel Sögu , sími 29900. - lofar góðu!
SAMKEPPNI
Eins og að ganga
ínn í Dallasþátt
Unnur Guðný Gunnarsdóttir
hlaut titilinn ungfrú Evrópa
í keppninni Miss World University,
sem fram fór í Kóreu 18. septem-
ber sl., þar sem þátttakendur voru
um eitt hundrað. Sú sem reyndist
sigursælust var stúlka frá Póllandi
og var hún krýnd af Heiðrúnu Önnu
Björnsdóttur, sem vann í keppninni
í fyrra.
Yngsti þátttakandinn
Unnur, sem varð 18 ára 25. sept-
ember var yngsti þátttakandinn, en
stúlkurnar voru yfirleitt á aldrinum
19-24 ára. Hún hóf nám á ijölmiðla-
braut í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti en ákvað um áramót að taka
sér frí frá námi og vinnur nú hjá
Framtíðarsýn.
Aðspurð hvernig staðið hefði á
því að hún var valin í keppnina
sagðist hún hafa starfað í Módel-
samtökunum undanfarin fjögur ár.
„Henný Hermannsdóttir sem er
umboðsmaður keppninnar á Islandi
bauð mér að taka þátt. Fram til
þessa hefur fargjald og uppihald
verið 'greitt af þeim sem halda
keppnina, en svo bárust þær fréttir
að þeir ætluðu bara að greiða uppi-
haldið að þessu sinni. Það er dýrt
að fljúga til Kóreu, svo ég hugsaði
Frank
Sinatra
syngnr enn
Oft getur verið erfitt fyrir fólk
sem stendur framarlega í tón-
listar- eða skemmtibransanum að
átta sig á því hvenær tími sé kom-
inn til að hætta. Þannig lýsti Tina
Turner því yfir fyrir nokkru, að hún
vonaðist til að einhver benti henni
á hvenær hennar tími væri kominn,
því ekki vildi hún standa sem gam-
alt skar á sviðinu. Nú finnst mörg-
um hins vegar tími til kominn fyrir
Minnisleysis er farið að gæta hjá
söngvaranum. Ekki undarlegt,
þar sem hann er orðinn 77 ára.
COSPER
Herdís! Ég held hann sé þyrstur núna!
i#1 piKrgS itMsifófr
" Metsölublad a CO hverjum degi!
Unnur kemur hér frá því að taka
við viðurkenningarskjali.
með mér að ekkert yrði úr ferð-
inni. Síðar tókst mér að fá Ingólf
Guðbrandsson til að kosta ferðina,"
sagði Unnur.
Fínu fötin og greiðslurnar
Unnur dvaldist í Kóreu í hálfan
mánuð við undirbúning og segir að
sá tími hafi verið mjög skemmtileg-
ur. Hún minnist þess með brosi
þegar hún mætti í fyrsta skipti nið-
ur í morgunmat. „Eg fór ein niður
og var klædd í gallabuxur og bol.
Þegar ég kom inn í salinn var til-
finningin eins og að ganga inn í
Dallasþátt. Stelpurnar voru allar í
fínum fötum með greiðsluna í lagi.
Mér leið ekkert sérstaklega vel,
fékk mér bara eitt djúsglas, dreif
mig aftur upp og klæddi mig í önn-
ur föt.“
Unnur fékk „bunka af tilboðum
um að taka þátt í öðrum fegurðar-
samkeppnum út um allan heim,“
eins og hún orðaði það. „Til dæmis
fékk ég boð um þátttöku í Miss
International, sem fram fer á Sri
Lanka 9. október næstkomandi, líka
í keppni sem Donald Trump heldur
og nefnist Calendar Girl og mér
finnst mjög spennandi. Auk þess
var dómari úr Hawaii Tropical-
keppninni sem bauð okkur Heið-
rúnu Önnu að taka þátt þar. Það
allt mjög óákveðið hvort ég taki
þátt í einhveijum keppnum, en það
verður örugglega ekki á næstunni,"
sagði Unnur.
SKEMMTUN