Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR LESBOK/C 223. tbl. 81.árg. LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dönsk lán leysa ekki vanda Færeyinga Vaxandi fylgi við gj aldþr otaleiðina Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEIRRI skoðun vex fylgi í Færeyjum, að vænlegra hefði verið að fara strax gjaldþrotaleiðina, lýsa færeyskt samfélag og landssjóðinn gjaldþrota, í stað þess að þiggja mikil lán frá Dönum. Þau hafa að mestu farið aftur til Danmerkur, til danskra kröfuhafa, en ekki til uppbyggingar í Færeyjum. Fjármáianefnd danska þingsins er nú í Færeyjum og í gær var hún á borgarafundi með 800 manns. Kom þar fram mikil reiði í garð færeyskra stjórnmálamanna, ekki síst Atla Dams, og margir höfðu á orði, að betra hefði verið að lýsa samfélagið allt gjaldþrota strax og Hamfarirnar í Indlandi Tala lát- inna kom- iní 21.000 Umarga, Indlandi. Reuter. LJÓST þótti í gær, að 21.000 manns að minnsta kosti hefðu beðið bana í jarðskjálftum sem riðu yfir vesturhluta Indlands aðfaranótt fimmtudagsins. Var keppst við það í gær að brenna lík fórnarlamba til að koma í veg fyrir drepsóttir. Indverska nkissjónvarpið sagði í gær, að tala látinna væri komin í 21.000 og áætlað væri, að 30.000 manns hefðu slasast. Var líkum fórnarlamba hrúgað upp á stóra bálkesti í þorpunum 50 sem jöfnuð- ust við jörðu og þau brennd til að draga úr hættu á drepsóttum. Hersveitir unnu að leit og björg- unarstörfum á skjálftasvæðunum í gær og aðstandendur leituðu að ástvinum með því að grafa í rústum með berum höndum. Vegna skjálft- anna, sem eru þeir mannskæðustu á Indlandi í hálfa öld, hefur öllum opinberum athöfnum og veisluhöld- um verið aflýst út næstu viku. ljóst var til hvers fjármálaóreiðan og lántökur erlendis höfðu leitt. Þá hefðu landsmenn orðið að byrja aftur og leiðin aðeins getað legið upp á við. Kirsten Jacobsen, þing- maður danska Framfaraflokksins, styður þetta sjónarmið margra Færeyinga og vill, að færeyskir stjórnmálamenn verði dregnir til ábyrgðar á óráðsíunni. Bankanum sendur húslykillinn Dönsku þingmennirnir voru mjög snortnir af máli fólks á borgara- fundinum, einkum unga fólksins, sem sér enga framtíð í landi sínu. í fyrra fluttu 4% Færeyinga burt og búist er við, að brottflutningur- inn verði 6% á þessu ári. Sumir, sem vilja fara, segjast ekki geta það vegna skulda en aðrir senda bara bankanum húslykilinn í pósti og kveðja ættjörðina. Árangurslausar viðræður Reuter ENGINN árangur varð í gær af viðræðum stjórnvalda í Rússlandi við fulltrúa þingsins en til þeirra var efnt fyrir milligöngu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þeim verður haldið áfram í dag. í fyrrinótt náðist að vísu samkomulag um að verðir og sjálfboðaliðssveitir þingsins afhentu öll sín vopn og í framhaldi af því var opnað fyrir vatn og rafmagn til þinghússins og hermenn innanríkisráðuneytisins fluttir burt. Þingið felldi hins vegar samkomulagið og voru þá hermenn látnir umkringja húsið á nýjan leik. Sýnir myndin þegar verið var að flytja þá á vettvang. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær, að ekki yrði samið fyrr en þingið hefði afvopnast og ljóst þykir, að hann muni aldrei fallast á þá meginkröfu þess, að ákvörðun- in um að leysa upp þingið verði tekin aftur. Sjá „Rétttrúnaðarkirkjan ...“ á bls. 18. Borís Jeltsín varar við útfærslu Atlantshafsbandalagsins til austurs Ríki í A-Evrópu stefna enn að aðild að NATO Prag, Varsjá. Reuter. MARGAR ríkisstjórnir í Austur-Evrópu lýstu í gær yfir áhyggjum vegna bréfs, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur sent vestrænum rikisstjórnum en þar varar hann við því, að Atlantshafsbandalagið verði víkkað út til austurs. Þrjú Austur-Evrópuríki, Pólland, Ungverja- land og Tékkland, hafa lýst yfir, að þau hafi hug á NATO-aðild. Embættismenn í rússneska utanríkisráðuneytinu sögðu í gær, að Rúss- ar teldu RÖSE vera besta vettvanginn til að tryggja frið i Evrópu. Fréttum af fundi Gro Harlem og A1 Gore vísað á bug Enginn samningur um að fresta hvalveiðum Boston, Ósló. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. NORSKIR embættismenn sögðu í gær, að ekkert væri hæft í frétt- um um, að norsk stjórnvöld ætluðu að hætta við hvalveiðar á næsta ári gegn því, að Bandarílqastjórn beitti þau ekki refsi- aðgerðum. í fyrradag skoruðu 12 öldungadeildarþingmenn á Bill Clinton, forseta Bandarikjanna, að banna innflutning á norskri framleiðslu vegna hvalveiðanna en hann verður að taka ákvörðun um refsiaðgerðimar ekki síðar en á mánudag. „Vangaveltur um, að hvalveið- um í atvinnuskyni verði hætt, eru út í hött,“ sagði norskur embætt- ismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, og aðrir minntu á, að þótt Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, hefði ekki enn tekið af skarið um veiðarnar 1994, hefði hún margoft lýst yfir, að ekki yrði gefist upp fyrir þrýst- ingi erlendis. Dagblaðið Verdens Gang sagði hins vegar í fyrradag, að á fundi sínum með A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, hefði hún fallist á, að engar hvalveiðar í atvinnuskyni yrðu á næsta ári gegn því, að Bandaríkjastjórn félli frá refsiaðgerðum. A fundinum með Gore fór Gro Harlem mjög hörðum orðum um hugsanlegar refsiaðgerðir og líkti þeim við „innrás Sovétmanna í Afganist- an“. Áskorun öldungadeildarþing- mannanna 12 kemur fram í bréfi, sem þeir skrifuðu Clinton, en starfsmaður viðskiptanefndar deildarinnar, Joe Riley, segir, að treglega hafí gengið að fá þing- menn til að skrifa undir það. Meðal þessara 12 er aðeins einn repúblikani. Ladislav Pistoria, talsmaður tékk- nesku ríkisstjórnarinnar, sagðist telja, að skýringuna á bréfi Jeltsíns væri að finna í þeirri valdabaráttu, sem nú ætti sér stað í Moskvu. „Ef rétt er, að Rússar séu að gefa út misvísandi yfirlýsingar um aðild fyrrum kommúnistaríkja [að vest- rænum bandalögum] þá verður að setja það í samhengi við pólitísku kreppuna í Rússlandi, sem nú birtist í valdabaráttu,“ sagði Pistoria. Tékkneskir embættismenn segja samt sem áður í einkasamtölum, að ríkisstjórn Tékklands ætli ekki að hætta að sækjast eftir aðild að vest- rænum stofnunum á borð við NATO þrátt fyrir andmæli Jeltsíns. Tékkar óháðir Rússum Lucile Pilipova, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins, sagði Tékka ekki sjá neina ástæðu til þess að bera markmið sín í utanríkismálum undir Rússa. Tékkland hefði hætt að vera hluti af áhrifasvæði þeirra árið 1989. Þá minnti Ladislav Spacek, talsmað- ur Vaclavs Havels forseta, á þær yfirlýsingar sem Jeitsín hefði gefið er hann heimsótti Prag og Bratislava í ágústmánuði. Sagði Rússlapdsfor- seti þá að það væri sjálfstæð ákvörð- un þessara fullvalda ríkja hvað þau gerðu í þessum málum. Utanríkisráðuneyti Slóvakíu gagnrýndi einnig stefnubreytingu Jeltsíns í yfirlýsingu. Slóvakar hafa lýst því yfir að þeir hafi hug á NATO-aðild, en þeir hafa einnig gert samkomulag um hernaðarsam- vinnu við Rússa. Pólskir embættismenn sögðu í gær að sú stefna Pólveija að ætla að gerast aðilar að Atlantshafs- bandalaginu væri enn óbreytt. „Af- staða Pólveija til NATO hefur ekki breyst," sagði talsmaður Lech Wal- esa forseta. Alexander Kwasni- ewski, leiðtogi fyrrum kommúnista- flokksins, SLD, sem vann sigur í þingkosningum í síðasta mánuði, tók enn harðar til orða. Sagði hann þetta bréf Jeltsíns fara í taugarnar þar sem ekkert væri eins óþolandi í póli- tik og ósamkvæmni. Fyrir orð Walesa Þegar Jeltsín heimsótti Varsjá í síðasta mánuði sagði hann Rússa ekki setja sig upp á móti því að fyrr- um Varsjárbandalagsríki gengju í NATO. Sögðu vestrænir diplómatar í dag að svo virtist sem það hafi verið Walesa er fékk forseta Rúss- lands til að lýsa þessu yfir. Hin opinbera fréttastofa Ung- veijalands, MTÍ, skýrði í gær frá því að Pavel Gratsjev, varnarmála- ráðherra Rússlands, hefði lýst þeirri skoðun í viðræðum við ungverska ráðamenn að það væri óheppilegt ef gömlu Varsjárbandalagsríkin gengju of fljótt í NATO þar sem þá myndu Rússar einangrast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.