Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
25
Björg Anna Sigvalda-
dóttír — Minning
Fædd 22. október 1915
Dáin 22. september 1993
í dag fer fram útför föðursystur
minnar, Bjargar Önnu Sigvalda-
dóttur, sem varð bráðkvödd 22.
september.
Lóa, eins og Björg Anna var
ætíð kölluð af vinum og vanda-
mönnum, var Húnvetningur að
ætt og uppruna. Foreldrar hennar
voru hjónin Sigvaldi Þorkelsson
frá Barkarstöðum í Svartárdal og
Jónína Guðrún Jósafatsdóttir frá
Litlu-Ásgeirsá í Víðidal. Sigvaldi
var bróðir merkisbændanna Árna
á Geitaskarði og Þorkels á Barkar-
stöðum. Þau hjón bjuggu um ára-
bil á Hrafnabjörgum, fremsta
bænum í Svínadal, og voru böm
þeirra fædd þar og uppalin, en þau
eru í aldursröð: Hermína, f. 1909,
sem nú er ein eftirlifandi þeirra
systkina, Gústav, f. 1911, d. 1986,
Jósafat, f. 1912, d. 1982, ogyngst
var Björg Anna sem hér er kvödd.
Auk þess áttu þau systkin hálf-
bróður, Jón Sigurðsson, sem var
þeirra elstur, f. 1905, en hann
andaðist árið 1972. Foreldrar
þeirra systkina létust með árs
millibili, Sigvaldi árið 1931 og
Jónína Guðrún árið 1932. Þegar
svo var komið yfirgáfu þau systk-
in heimahagana og héldu til náms
og starfa á öðmm vettvangi. Lóa
var því aðeins 17 ára þegar hún
hafði misst báða foreldra sína, en
á móti kom mikil samhjálp og
samheldni systkinanna. Lóa átti
ekki hvað síst hauk í homi þar sem
var systir hennar Hermína og eig-
inmaður hennar Hallgrímur Krist-
jánsson bóndi á Kringlu í Torfa-
lækjarhreppi. Hallgrímur lést árið
1991. Þau hjón reyndust Lóu alla
tíð afar vel og ólst sonur hennar,
Sigvaldi Hrafnberg, upp hjá þeim
ásamt þrem börnum þeirra hjóna.
Lóa giftist Óskari Bergþórssyni
bifreiðastjóra árið 1945 ogeignuð-
ust þau tvær dætur, Ingibjörgu,
f. 21. febrúar 1946, og Jónínu
Báru, f. 7. maí 1949. Ingibjörg
giftist Steingrími Þórarinssyni frá
Gljúfurá í Borgarfirði og eiga þau
fimm börn. Þau áttu heimili sitt á
Hellissandi í mörg ár en slitu sam-
vistir og er Ingibjörg nú búsett
og starfandi í Reykjavík. Jónína
Bára er gift Agli Pálssyni frá Álft-
ártungu á Mýrum og eru þau hjón
búsett í Borgarnesi og eiga fjóra
syni, en urðu fyrir þeirri sáru sorg
að missa átta ára gamlan son sinn
af slysförum fyrir nokkrum árum.
Sigvaldi er búsettur á Hvolsvelli,
kvæntur Huldu Björgvinsdóttur
og eiga þau hjón fjögur börn, en
elsta son sinn, Björgvin, misstu
þau 18 ára gamlan í hörmulegu
vinnuslysi árið 1980. Lóa tók missi
barnabarnanna mjög nærri sér.
Barnabörnum sínum þrettán sem
eftir lifa reyndist hún góð og ástrík
amma.
Lóa og Óskar bjuggu sín fyrstu
búskaparár í Reykjavík. Um 11
ára skeið var heimili þeirra við
Strandgötu í Hafnarfirði en árið
1962 flytjast þau hjón vestur á
Snæfellsnes og undu sér æ síðan
vel þar vestra. Stunduðu búskap
í nokkur ár í Hrossholti í Eyja-
hreppi en árið 1977 festu þau
kaup á húseign á Hellissandi og
áttu þar heimili sitt upp frá því.
Þar hefur Lóu liðið vel og hefur
hún eignast þar fjölda vina. Mann
sinn missti hún árið 1984.
Lífshlaup Lóu frænku er nú
orðið nær 78 ár og hefur því ýmis-
legt drifið á dagana og hún lagt
gjörva hönd á margt. Hún lá ekki.
á liði sínu við vinnu í frystihúsi
Hellissands á meðan heilsa og
kraftar leyfðu. Nú hin síðari ár
naut hún þess í ríkum mæli að
heimsækja börn sín til skiptis og
dvelja hjá þeim um skeið. Lóa átti
því láni að fagna að eiga létta
lund og sjá ávallt spaugilegu hlið-
arnar á tilverunni. Hún lét and-
streymi og erfiðleika aldrei buga
sig heldur efldist með hverri raun.
Það er því lærdómsríkt og mann-
bætandi fyrir okkur samferðafólk
hennar að hafa fengið að kynnast
og átt vinfengi slíkrar mannkosta-
konu. Lóa var prýðisgreind og
fylgdist ávallt vel með þjóðmálun-
um og undi sér löngum við lestur
góðra bóka. Hún fékk hægt andlát
og sat með pijónana sína með frið-
sælu yfirbragði þegar kallið
kom.
Ég vil fyrir mína hönd og barna
minna þakka henni fyrir samfylgd-
ina og alla vináttu okkur til handa.
Einnig flyt ég kveðjur frá móður
minni, Ásu Pálsdóttur, en þær
mágkonurnar voru alla tíð einkar
góðar vinkonur og höfðu mikið
samband sín á milli, ekki síst hin
síðari ár er báðar voru orðnar
ekkjur. Við flytjum börnum henn-
ar, fjölskyldum þeirra og öðrum
ástvinum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Bjargar
Önnu Sigvaldadóttur.
Jónína Guðrún Gústavsdóttir.
Grein þessi birtist í blaðinu i
gær en vegna mistaka í vinnslu
er hún endurbirt hér. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
Almenna bókafélagið gef-
ur út bókina Sjáðu barnið
í FRÉTTATILKYNNINGU segir:
„Ut er komin hjá Almenna bókafé-
laginu bókin Sjáðu barnið eftir
Desmond Morris í íslenskri þýð-
ingu Ólafar Nordal.
I þessari bók sinni beinir Desmond
Morris sjónum að merkilegasta fyrir-
bæri hinnar lifandi náttúru, manns-
baminu. Að árangrinum þarf ekki
að spyija - skýr og raunar óvænt
mynd af fyrstu tólf mánuðum mann-
legs lífs - mynd sem svarar fjölmörg-
um spumingum sem foreldrar velta
fyrir sér.
Hvers vegna er svo erfitt að fæða
mannanna börn? Hversu vel sjá börn?
Hve vel heyra þau? Hve næm eru
börn á lykt og bragð? Hvers vegna
gráta þau? Hvað róar börn? Hvað fær
bam til að brosa og hlæja? Hve mikil-
væg er móðir bami sínu? Hvernig
læra böm að tala? Hvers vegna eru
drengir klæddir í blátt en stelpur í
bleikt? O.s.frv. Bókin er 190 blaðsíð-
DESMOND MORRIS
S|ÁÐU BARNIÐ
ur og kostar 2.274 krónur. Hún var
prentuð hjá prentsmiðjunni Odda hf.
jHeöóttr
a
morgun
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.00. Guðsþjónusta kl.
14.00. Kaffi eftir messu. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa
kl. 11.00. Foreldrar hvattir til
þátttöku í vetrarstarfinu. Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Einsöngur
Guðrún Jónsdóttir. Fiðuleikur
Laufey Sigurðardóttir. Flautuleik-
ur Gunnar Gunnarsson. Flutt
verður Laudate Dominum eftir
Mozart. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Messukaffi Súgfirð-
inga. Pálmi Matthíasson.
DOMKIRKJAN: Hámessa kl.
11.00. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson
prédikar. Sr. Birgir Ásgeirsson
þjónar fyrir altari. Dómkórinn
syngur. Organisti Marteinn H.
Friðriksson. Barnastarf í safnað-
arheimilinu á sama tíma í umsjá
sr. Maríu Ágústsdóttur. Skírnar-
guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur
sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Fundur
með foreldrum fermingarbarna
að guðsþjónustu lokinni. Við báð-
ar guðsþjónusturnar verður tekið
við samskotum fyrir Hjálparsjóð
Dómkirkjunnar.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu-
stund kl. 10.00. Um Pál postula.
Sr. Sigurður Pálsson. Barnasam-
koma og messa kl. 11.00. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Fermd
verður Katla Þöll Guðmundsdótt-
ir, Reykjabyggð 13, Mosfellsbæ.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Fjölskyldu-
messa kl. 11.00. Tómas Sveins-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Messa kl.
11.00. Prestur sr. Flóki Kristins-
son. Organisti Jón Stefánsson.
Kór Langholtskirkju (hópur II)
syngur. Tvísöngur: Harpa Harð-
ardóttir og Stefanía Valgeirsdótt-
ir. Kaffisopi eftir guðsþjónustu.
Bárnastarf kl. 13.00 í umsjá
Hauks Jónassonar og Jóns Stef-
ánssonar.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11.00. Drengjakór
Laugarneskirkju syngur. Organ-
isti Ronald. Turner. Prestur sr.
Þórhallur Heimisson. Barnastarf
á sama tíma í umsjá Þórarins
Björnssonar. Heitt á könnunni
eftir guðsþjónustu.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11.00. Munið kirkjubílinn. Sr.
Frank M. Halldórsson. Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Orgel og kór-
stjórn Reynir Jónasson. Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11.00. Kynning á vænt-
anlegum fermingarbörnum vors-
ins. Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir. Organisti Hákon
Leifsson. Barnastarf á sama
tíma. Umsjón Eirný Ásgeirsdóttir
og Bára Friðriksdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Barnaguðs-
þjónustur í Árbæjarkirkju, Árt-
únsskóla og Selásskóla kl. 11.
Guðmundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa með
altarisgöngu kl. 14. Organisti
Daníel Jónasson. Kaffisala kirkju-
kórs eftir messuna. Samkoma
Guðspjall dagsins:
(Lúk. 14). Jesús læknar
á hvíldardegi.
Ungs fólks með hlutverk kl.
20.30. Gísli Jónasson.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11. Þorbergur Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 11. Umsjón
hafa Guðrún og Guðmundur.
Guðsþjónusta kl. 11 og guðs-
þjónusta með altarisgöngu kl.
18. Prestur sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Organisti Lenka
Mátéová. Prestarnir.
GRAFARVOGSPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Fé-
lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Elín-
borg, Guðmunda, Karítas og Val-
gerður aðstoða. Almenn guðs-
þjónusta kl. 14. Dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson héraðsprestur prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Organ-
isti Sigurbjörg Helgadóttir. Vig-
fús Þór Árnason.
HJALLAKIRKJA: Barna og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Org-
anisti Kristín G. Jónsdóttir. Krist-
ján Einar Þorvarðarson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
starf í safnaðarheimilinu Borgum
kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 14. Ægir Fr. Sigurgeirs-
son.
SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir préd-
ikar. Organisti Kjartan Sigurjóns-
son. Guðsþjónusta í Seljahlíð
laupardag kl. 11. Sóknarprestur.
FRIKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Pavel Smid. Cecil
Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Messa kl. 8.30. Hámessa kl.
10.30. Messa kl. 14. Ensk messa
kl. 20. Laugardaga messa kl. 14
og ensk messa kl. 20. Aðra rúm-
helga daga messur kl. 8 og kl. 18.
KFUM og KFUK: Almenn sam-
koma í Kristniboðssalnum kl.
20.30. Ræðumaður verður sr.
Ólafur Jóhannsson. Upphafs-
bæn: Halla Gunnarsdóttir. Þáttur
frá Vindáshlíð: Þórunn Arnar-
dóttir. Sönghópur syngur. Munið
kaffisölu Hlíðarmeyja á sama
stað kl. 15—18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga
messa kl. 18.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad-
elfía: Brauðsbrotning kl. 11. Al-
menn samkoma kl. 16.30.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11
helgunarsamkoma og sunnu-
dagaskóli. Kl. 20 hjálpræðissam-
koma. Brigader Ingibjörg og Ósk-
ar Jónsson stjórna og tala.
FÆR. sjómannaheimilið: Sam-
koma sunnudag kl. 17. Ræðu-
maður Jacob Hendrik Hansen.
GARÐASÓKN: Fjölskylduguðs-
þjónusta í Kirkjuhvoli kl. 13.
Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason.
Organisti Ferenc Utassy. Kenn-
arar úr Tónlistarskóla Garðabæj-
ar flytja tónlist. Barnastarf
Garðasóknar hefst við þessa at-
höfn. Foreldrar hvattir til að
koma með börnum sínum. Sókn-
arprestur.
VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 14 í Víði-
staðakirkju. Kór Víðistaðasóknar
syngur. Órganisti Úlrik Ólason.
Ólafur Jóhannsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Helgi Bragason. Gunn-
þór Ingason.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Einar
Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa kl.
8.30. Rúmhelga daga messa kl.
8.
KÁLFATJARNARSÓKN: Fjöl-
skylduguðsþjónustá í Stóru-
Vogaskóla kl. 11. Bragi Friðriks-
son.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Messa (altarisganga) kl. 11. Org-
anisti Steinar Guðmundsson.
Baldur Rafn Sigurðsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 árdegis. Munið
skólabílinn. Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 14. Biskup íslands, herra
Ólafur Skúlason, prédikar. Prest-
ar sóknarinnar þjóna fyrir altari.
Prófastur, sr. Bragi Friðriksson,
ávarpar söfnuðinn. Karen Stur-
laugsson leikur einleik á blásturs-
hljóðfæri og kór Keflavíkurkirkju
syngur. Sóknarnefnd býður
kirkjugestum til kaffidrykkju í
Kirkjulundi eftir messu. Sóknar-
prestur.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 16.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Lágafellskirkju kl. 14.
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl.
11. Bíll frá „Mosfellsleið" fer
venjulegan hring. Jón Þorsteins-
son.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Árlegur hér-
aðsfundur Kjalarnesprófasts-
dæmis verður haldinn í dag laug-
ardag, í samkomuhúsinu í Garði
og hefst kl. 9.15. Aðalefni fundar-
ins verður „vinna og velferð með
sérstakri áherslu á þeim vanda
sem atvinnuleysi veldur". Fram-
sögumenn verða þeir Karl Stein-
ar Guðnason og Sæmundur Haf-
steinsson. Fundaslit verða að
lokinni messu í Útskálakirkju sem
hefst kl. 17.30. Sunnudagaskóli
í kirkjunni kl. 13.30 sunnudag.
Nýtt efni. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa kl.
14. Fundur með foreldrum ferm-
ingarbarna eftir messu. Tómas
Guðmundsson.
SELFOSSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Sóknarprestur.
STRANDARKIRKJA: Messa kl.
14. Organisti Róbert Darling.
Rúta fer frá grunnskóla Þorláks-
hafnar kl. 13.15 og til baka að
messu lokinni. Svavar Stefáns-
son.
STOKKSEYRARKIRKJA:Messa
kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir
messu.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barna-
guðsjónusta kl. 11.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj-
um: Barna- og fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Almenn guðs-
þjónusta kl. 14. Boðiðverðurupp
á akstur frá Hraunbúðum. Munið
barnagæsluna. KFUM&K Landa-
kirkju, unglingafundur kl. 20.30.
AKRANESKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta í dag laugardag kl. 11.
Kirkjuskóli yngstu barnanna
sama dag í safnaðarheimilinu kl.
13. Messa sunnudag kl. 14.
Björn Jónsson.