Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Fjórtán ára gamall bandarískur piltur slasast lífshættulega í Vogastapa Hrapaði tíu metra ístórgrýti BJÖRGUNARMENN piltsins sem féll í klettunum stumra yfir hinum særða i fjörunni við Vogastapa. Á innfelldu myndinni sést hvar gúmmíbátar frá Landhelgisgæslunni eru skammt undan landi þar sem slysið varð, en bátur frá varðskipi sem var í nágrenninu var sendur á slysstaðinn með mann sérþjálfaðan í sjúkraflutningum. Hjá umboðsmanni Alþingis voru skráð 192 ný mál á árinu 1992 Ymis dæmi um að stjórnvöld taki gjöld án lagaheimildar FJÓRTÁN ára gamall banda- rískur piltur var fluttur lífs- hættulega slasaður með TF- SIF, þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, til Borgarspítalans í gær. Pilturinn hrapaði um tíu metra niður í grýtta fjöru eftir að hafa klifrað upp í hamravegg við Vogastapa á Reykjanesi. Þyrlan var komin á staðinn rétt fyrir kl. 15 í gær og voru aðstæð- ur á slysstað nokkuð erfiðar, að sögn Landhelgisgæslunnar. Piltur- inn var þarna að leik með þremur öðrum bandarískum piltum. Hann klifraði upp í hamravegginn og var kominn í um tíu metra hæð þegar hann missti fótanna og hrapaði niður í grýtta fjöruna. Félagar hans gerðu lögreglu í Keflavík aðvart og óskaði hún aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Hraðbátur sendur frá varðskipi Tilviljun réði því hve fljótt þyrl- an komst á slysstað því kl. 14 í gær barst tilkynning frá farþega- flugvél yfir Breiðafirði sem heyrði í neyðarsendi. Fokker-vél gæsl- unnar var.í eftirlitsflugi um þetta leyti og fór hún til að kanna upp- runa merkjanna frá neyðarsendin- um. Þyrlan var einnig á gæslu- flugi yfir Breiðafirði en var kominn yfir Faxaflóa þegar merkin fóru að berast og var ákveðið að hún héldi áfram til Reykjavíkur. Kl. 14.30 þegar kall barst um aðstoð vegna slyssins við Vogastapa var þyrlan rétt ólent í Reykjavík og var henni flogið á slysstað. Varðskip, sem var statt sunnar- lega í Faxaflóa, sendi út hrað- skreiðan gúmmíbát að slysstað með tvo skipverja, sem hlúðu að hinum slasaða í fjörunni þar til þyrlan kom á vettvang með lækni innanborðs. Skipveijarnir kveiktu einnig í reykblysum til að gefa til kynna vindáttina á slysstað. UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir í nýútkominni skýrslu að árið 1992 hafi sér borist fleiri kvart- anir út af gjaldtöku og skatt- heimtu en árin á undan. Það hafi vakið athygli hans hve stjórnvöld virðist oft grípa til setningar reglugerða eða annarra ráðstaf- ana, þótt til þess sé ekki viðhlít- andi grundvöllur í lögum. Ymis mál á sviði gjaldtöku og skatt- heimtu séu dæmi um slíkt. Eðli- legra sé að stjórnvöld leiti fyrir- fram eftir skýrri lagaheimild frá Alþingi. Á árinu 1992 voru skráð 194 ný mál hjá umboðsmanni Alþingis. Kvartanir sem bárust voru 190 og fjögur mál tók hann upp að eigin frumkvæði. Málum hefur fjölgað jafnt og þétt hjá umboðsmanni. Árið 1991 voru þau 170, árið 1990 voru þau 152, árið 1989 154 og árið 1988 70 talsins. I skýrslu umboðsmanns er sagt frá nokkrum málum þar sem stjórn- völd heimtu skatta eða gjöld án nauðsynlegrar lagaheimildar. í einu máli var kvartað yfir álagningu sér- staks gatnagerðargjalds, svokallaðs B-gatnagerðargjalds. Segir hann að vafi rísi um gildi margra reglugerða af þessu tagi auk þess sem lög 51/1974 um gatnagerðargjöld séu óskýr. Umboðsmaður telur gjald það sem fjármálaráðuneytið gerði lög- mönnum, læknum og tannlæknum að greiða fyrir atvinnuleyfi í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar ólög- mætt vegna þess að þar hafi verið um skatt að ræða sem ekki hafi verið iagaheimild fyrir. Einnig kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að of hátt gjald hafi verið tekið fyrir löggildingu endurskoðenda. Rök hans eru þau að sökum villu í lögum hafí tvær upphæðir verið nefndar í sömu lög- unum og eðlilegra sé að miða við lægri upphæðina. Þeir endurskoð- endur sem greiddu of mikið hafa fengið endurgreitt. Sjá bls. 21 „Fæstir fá endur- greitt ..." Fimm tilfelli heilahimnu- bólgn greinst á tíu dögum FIMM tilfelli heilahimnubólgu hafa greinst hérlendis á síðustu tíu dögum sem er óvenjulega mikið. Sjúkdómurinn, sem er smit- sjúkdómur, leggst einkum á ungt fólk. Tilfellin eru þó ekki öll af sömu tegund og af þeim sökum er ekki hægt að tala um að faraldur sé í gangi. Síðastliðin þijú ár hafa greinst 18-21 tilfelli heilahimnubólgu á ári. Það sem af er þessu ári hefur heilahimnu- bólga greinst í 17 einstaklingum. Heilahimnubólgubakteríur, svo- nefndir meningokokkar, valda þeim sjúkdómstilfellum sem greinst hafa að undanfömu. Þær eru af annarri tegund en þær sem bólusett er gegn hjá ungbörnum, sem eru svo- nefndar hemophilus af hjúpgerð B. Innan tegundarinnar meningo- kokkar eru þrír aðalflokkar sem valda sýkingum, A, B og C-flokk- ar. Tvö tilfellanna sem greinst hafa síðustu daga eru af flokki C og þtjú af flokki B. Einstök tilfelli „Hefðu þessi tilfelli í september öll verið af sama flokki þá hefðum við haft af því áhyggjur. Þetta lítur því ekki út eins og faraldur því til- fellin eru af tveimur flokkum og allt einstök tilfelli," segir Karl Kristinsson, sýklafræðingur á Landspítalanum. Hann segir að margir heilbrigðir einstaklingar geti borið í sér meningokokka af B-flokki án þess að verða nokkru sinni veikir. „Hvers vegna sumir verða veikir en aðrir ekki, er óút- skýrt,“ segir Karl. Karl segir að til sé bóluefni gegn C-flokki meningokokka en þar sem engin tengsl séu milli tilfellanna tveggja sé ekki ástæða til að bólu- setja. Hins vegar er ekki til bólu- efni gegn B-flokknum. Hár hiti og húðblæðingar Síðasti heilahimnubólgufaraldur gekk hér 1975-1977 og voru tiifell- in þá verulega mörg, að sögn Karls. Tiðnin lækkaði síðan mikið 1978 en þó hafa tilfellin síðan verið nokkru fleiri hérlendis en í sumum nágrannalandanna, þó ekki í Norð- ur-Noregi. Einkenni heilahimnubólgu er hár hiti, höfuðverkur og húðblæðingar hvar sem er á líkamanum. „Svo eru ýmis tilfelli sem falla ekki ná- kvæmlega undir þetta. Það ber allt- af að hafa hugfast að ef veikindi eru mikil að leita þá til læknis," segir Karl. Á árunum 1975-1992 hafa 404 tilfelli heilahimnubólgu greinst og hefur dánartíðnin verið um 9%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.