Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 m Andið rólega! eftir Ingibjörgv Sólrúnu Gísladóttur Engan hóp þekki ég í íslensku samfélagi sem lifir jafn þaulskipu- lagðri tilveru þar sem jafn lítið má út af bregða, og útivinnadi foreldra ungra barna. Eg held líka að fáir eigi jafn mikið undir högg að sækja á vinnumarkaði og mæður ungra barna. Fáir hafa jafn lítið frelsi til að haga störfum sínum, vinnutíma og lífi að eigin geðþótta. Fáa er jafn auðvelt að setja í illleysanlega klípu með vanhugsuðum aðgerðum vinnu- veitenda eða stjórnvalda. Svo kemur heilbrigðisráðherra og segist treysta því að foreldrar 700 barna „andi rólega“ og horfi á það „með sann- girni og skynsemi í huga“ þegar hann boðar það bara rétt si svona að hann ætli að hafa endaskipti á tilveru þeirra! Hann ætli að leggja dagvistarplássin þeirra undir í ein- hverju verkaskiptaþrefi milli tíkis og Reykjavíkurborgar. Hyggindi sem í hag koma Það er engin tilviljun að það eru sjúkrahúsin, sem byggjast að veru- legu leyti á sérhæfðu vinnuafli kvenna, sem bjóða upp á dagvistun fyrir börn. Hópurinn sem til greina kemur í viðkomandi störf er tak- markaður, vinnan er erfið, vinnutím- inn afbrigðilegur og launin ekki til að hrópa húrra fyrir. Gulrótin hefur því verið að bjóða viðkomandi starfs- hópum upp á gæði sem eru af skom- um skammti í íslensku samfélagi — örugga dagvistun fyrir börnin. Um leið hefur þetta verið mikilvægt stjórntæki fyrir sjúkrahúsin og skap- að öryggi og festu í rekstri þeirra. An dagsvistarheimilanna ættu sjúkrahúsin t.d. mun erfiðara að 'fá konur í fullt starf eða fá þær til að vinna fram yfir daglegan vinnutíma eða taka aukavaktir. Það hljómar ekki vel að nýta dag- heimili með þessum hætti og Guð- mundur Árni hefur valið að kalla þessi dagheimili — öðrum fremur — geymslustaði. Þetta er óverðskuld- aður stimpill því á þessum heimilum fer ekki fram ómerkara uppeldis- starf en á öðrum heimilum. En ráð- herrann er búinn að læra alla fras- ana og talar réttilega um leikskólann sem forskólastig sem eigi að reka sem slíkt. Ekki verður betur séð en að baki þessu tali búi hyggindi sem í hag koma. Ráðherrann hefur brugðið sér í hiutverk riddara hins góða málstaðar sem kýs að líta langt yfir skammt til að sjá ekki þá erfið- leika sem steðja að venjulegu fólki. Skortur á metnaði Ég hef aldrei verið hrifin af því sem stefnumiði að einstök fyrirtæki eða stofnanir reki dagvistarheimili fyrir starfsfólk sitt. Ástæðan er ekki síst sú að ég hef verið þeirrar skoð- unar að aðstæður á vinnumarkaði gætu ráðið of miklu um rekstur þeirra en ekki þarfir foreldra og barna. Þá hef ég alltaf óttast að geðþóttaákvarðanir misviturra at- vinnurekenda í dagvistarmálum gætu ógnað atvinnuöryggi mæðra eða veikt réttarstöðu þeirra á vinnu- stað. Því miður virðist ótti minn á rökum reistur. Ég átti samt ekki von á því að krataráðherra riði á vaðið. Auðvitað er það rétt hjá heilbrigð- isráðherra að leikskólinn er forskóla- stig og rekstur hans er í verkahring sveitarfélaganna en ekki ríkisins. Og ég vil bæta því við að það ætti auðvitaðð að vera skylda sveitarfé- laganna að veita öllum börnum sem á þurfa að halda aðgang að leik- skóla. En þannig er það bara alls ekki í dag og ég dreg stórlega í efa að ráðherra mæli af heilindum þegar hann segist vita að borgaryfirvöld í Reykjavík hafi metnað til að sinna dagvistarmálum. Sá metnaður er þá nýtilkominn hjá Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík. Það er ekki síst vegna þess að þennan metnað hefur skort að foreldrar hafa átt í ómæld- um erfiðleikum með að fá pössun fyrir börnin sín og oft þurft að bjóða börnunum upp á þvæling og aðstæð- ur sem ættu ekki að viðgangast. Vegna metnaðarleysis borgaryf- irvalda hafa stofnanir, félög og ein- staklingar reynt með ýmsum hætti að leysa það vandamál sem skajiast með atvinnuþátttöku foreldra. I því sambandi má nefna dagmæðrakerfi sem borgin hefur tekið litla sem enga ábyrgð á og foreldrarekin dag- heimili sem hafa átt erfitt uppdrátt- ar m.a. vegna mikils stofnkostnaðar. Heilsdagsvistun fyrir barn, hvort heldur sem er hjá dagmóður eða á foreldrareknu dagheimili, kostar nú um 30 þúsund krónur á mánuði. Það er því af og frá að þetta úrræði nýtist öðrum en þeim sem hafa meðaltekjur og ríflega það. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Otímabærar yfirlýs- ingar og aðgerðir heil- brigðisráðherrans í dagvistarmáium sjúkrahúsanna hafa hins vegar skapað mik- ið óöryggi. Um 1.400 útivinnandi mæður og feður standa ráðvillt með rúmlega 700 börn og vita skyndilega ekk- ert hvernig vetrinum verður háttað hjá sér.“ Óleystur vandi Þeir hópar sem verst hafa orðið úti í dagvistarkerfi Reykjvíkurborg- ar — og reyndar á þetta við um önnur sveitarfélög líka — eru börn á aldrinum 0-2 ára og skólabörn á aldrinum 6-10 ára. Ef miðað er við árið 1990 var aðeins 641 heilsdags- pláss fyrir 0-2 ára börn á dagvistar- heimilum sveitarfélaganna. Á sama tíma voru 240 slík pláss á vegum sjúkrahúsanna. Á landinu öllu eru um 14 þúsund börn á þessum aldri. Á skóladagheimilum sveitarfélag- anna voru aðeins 409 pláss fyrir 6-10 ára börn en á sama tíma voru 152 slík pláss á vegum sjúkrahús- anna. Fjöldi barna á þessum aldri er um 20 þúsund. Þetta segir auðvit- að sína sögu um það að sjúkrahúsin eru m.a. að bregðast við vanda sem skapast vegna þess að sveitarfélög standa sig ekki í dagvistarþjón- ustunni. Hugmynd heilbrigðisráðherra um að sjúkrahúsin hætti rekstri dagvist- arheimila leysir engan vanda. Verði hún að veruleika fjölgar ekkert dag- vistarrýmum og það verða ekkert fleiri börn sem þjónustunnar njóta. Hún leysir heldur ekki vanda sjúkra- húsanna vegna þess að það er alveg fráleitt að sveitarfélögin geti vistað börn inn á dagvistarheimili sín eftir þörfum einstakra sjúkrastofnana. Ótímabærar yfirlýsingar og að- gerðir heilbrigðisráðherrans í dag- vistarmálum sjúkrahúsanna hafa hins vegar skapað mikið óöryggi. Um 1.400 útivinnandi mæður og feður standa ráðvillt með rúmlega 700 börn og vita skyndilega ekkert hvernig vetrinum verður háttað hjá sér. Hvernig atvinnu, ijármálum, heimilisrekstri og dagvistun barna mun reiða af. Og þau eru beðin að „anda rólega". Hvað varð um „sann- girni“ og „skynsemi" Guðmundar Áma Stefánssonar? Höfundur er þingkona Kvennalistans. Ofurdýrar einkatölvur eftir Sverri Ólafsson „Ekki er nú öll vitleysan eins“ varð kerlingu einni norður á Langa- nesi að orði, þegar hún las það í fréttabréfi RUT nefndarinnar svo- nefndu (Ráðgjafanefnd um upplýs- inga- og tölvumál), til forstöðu- manna ríkisstofnana frá 1. júní sl., að illa fengin forrit hefðu fundið sína leið inn í tölvur löggjafans og Hæstaréttar án þess að greiðsla kæmi fyrir. Mér hefur jafnan sýnzt full ástæða til að hlusta grannt, þegar konur tjá sig um mikilsverð mál- efni, því að þær eru oft nákvæm- ari, samvizkusamari og með ríkari réttlætiskennd en vér karlar. Það er augljóst, að hér hafa menn farið á yztu nöf við að draga úr eignarhaldskostnaði einkatölv- unnar og mun greinilega ekki af veita. í sama fréttabréfí kemur fram, að eignarhaldskostnaður net- tengdrar einkatölvu, þ.e. stofn- kostnaður að viðbættum reksturs- kostnaði í þijú ár, er hvorki meira né minna en 800.000 krónur eða 22.000 krónur á hvern notanda á mánuði. Ekki er meðtalinn kostn- aður við aðgang að mið- eða stór- tölvu eða gagnabönkum, en hann getur orðið umtalsverður. Væntan- lega þarf svo að endurnýja búnað- inn að þremur árum liðnum þar sem hann er orðinn úreltur og einkatölv- urnar sjaldan stækkanlegar með hagkvæmu móti. Hér eru dregin fram í dagsljósið sannindi, sem mönnum hafa verið að opinberast á síðustu misserum. Að dómi hinna virtustu umsagnar- aðila er ekki allt sem sýnist. Kostn- aður við fjárfestingu og rekstur einkatölvunnar er margfaldur á við það sem talið var í upphafi. Ráð- gjöf hefur brugðist í tölvumálum eins og í fískeldi og loðdýrarækt af því að ráðgjafarnir bara vissu ekki betur. Sú einkennilega stað- reynd blasir við, að framleiðni starfa í skrifstofuhaldi fyrirtækja og stofnana hefur nánast ekkert aukist í tíu ár þrátt fyrir tilkomu einkatölvunnar. „Þetta er nú meira ástandið", sagði enda téð kona að norðan. I Bandaríkjum Norður-Ameríku tala menn um fíktfaktorinn (The Fiddling Factor), sem talinn er nema 2 af hundraði af þjóðarfram- leiðslu þarlendra. Enginn smápen- ingur það. Fiktfaktorinn er það, þegar starfsmenn eru að reyna að finna út úr einhveijum vandamálum í einkatölvunni sinni, netinu, forrit- inu, öryggisafritinu, prentarateng- ingunni o.s.frv. án þess að það tak- ist almennilega, eða prófa þetta og prófa hitt og prófa þetta aftur án eiginlegs tilgangs eða sýnilegs árangurs, slást við vírusana, ellegar þá að menn eru að sinna einhverri Sverrir Ólafsson „Stór- og millitölvur hafa samkvæmt tölvu- bókmenntunum sjaldan verið fastari í sessi, gildi þeirra óvefengjan-- legra og yfirburðir í kostnaðarlegu tilliti meiri.“ óarðbærri starfsemi annarri svo sem að leggja kapal í vinnutím- anum. En líklega er fíktfaktorinn lítið öðruvísi á Fróni en í Flórída. Oft hafa íslenzkir tölvuráðgjafar vakið undrun og aðdáun fyrir ráð- gjöf sína. Sumir eru hreint ófeimn- ir við að veita faglega ráðgjöf um val á tölvubúnaði þótt þeir samtím- is séu verktakar í kerfisfræði og forritun. Aðrir gera sig bera að því að kunna ekki skil á þeirri tækni, sem bezt þykir og hagkvæmúst í tölvuheiminum í dag. Enn aðrir hafa víðsýni á við vagnhross með augnaleppa. Stjómendur hafa svo tilhneigingu til að láta þessum eftir ákvarðanir, af því að þeir telja sig bara ekki hafa vit á þessu eða mega ekki vera að því að setja sig inn í málin. Og æðstu menntastofnanir í þessu efni veita þrönga innsýn í tölvuvísindin og gleyma veigamikl- um þáttum bæði í tæknilegu og kostnaðarlegu tilliti. „Ekki er það efnilegt", sagði konan. Vissi þó sem var, að þetta var ekki algilt. Fyrir hálfu þriðja ári var það ofarlega í umræðunni um tölvumál í heiminum, að dagar stór- og milli- tölvanna væru á enda. Einkatölv- urnar væm orðnar svo öflugar, að þær gætu tekið við. Reyndin hefur orðið önnur. Stór- og millitölvur hafa samkvæmt tölvubókmenntun- um sjaldan verið fastari í sessi, gildi þeirra óvefengjanlegra og yfírburð- ir í kostnaðarlegu tilliti meiri. Þetta staðfesta fjölmargar athuganir virtra alþjóðlegra sérfræðihópa, sem íslenzkt atvinnulíf gæti fært sér í nyt. Um framangreindan faktor, fíktfaktorinn, væri fróðlegt að vita meira. Stjómarráð íslands sem og önnur opinber fyrirtæki og stofn- anir auk margra margra einkafyr- irtækja áforma útvíkkanir í einka- tölvuvæðingunni án þess að gefa tilhlýðilegan gaum að yfirburða- kostum milli- og stórtölvunnar til að lágmarka fiktfaktorinn og þar með kostnað. „Það er munur að hafa ráð á þessum spandans,“ sagði sú að norðan. Skildi þetta annars ekki almennilega, því hún hafði nýlega keypt notaða einkatölvu fyrir slikk, sem keyrði ágætlega í hennar um- hverfi. Ekki er örgrannt um að hug- sjónaeldur netlausnarmanna og áhrif reynslulausra lærimeistara og fræðimanna hafi villt mönnum sýn þannig að þýðingarmiklir faktorar hafí hreinlega gleymst í ákafanum, nema þá ef vera skyldi að menn hafi aldrei gert sér grein fyrir til- vist þeirra eins og séra Bjarni forð- um, er hann þreytti inntökupróf í stærðfræði í hinn Lærða skóla í upphafi aldarinnar. Ólafur Dan spurði um hina og þessa stærð- fræðifaktora en séra Bjarni kvaðst aldrei hafa heyrt á þá minnst og ekki þekkja neina faktora nema faktorinn hjá Thomsen og faktorinn hjá Bryde. Rétt eins og tölvuráðgjafarnir. Höfundur er markaðsstjóri hjá Nýherja hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.