Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
15
Norræn ráðstefna foreldra-
samtaka gegn vímuefnum
Morgunblaðið/Sverrir
Myndlistarsýning
SÝNING á myndverkum eftir nemendur á listasviði við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti var opnuð í Kringlunni í gær í tengslum við
ráðstefnu norrænu foreldrasamtakanna gegn fíkniefnum. Verkin
voru unnin sem hluti af dagskrá ráðstefnunnar en hana situr fólk
frá öllum Norðurlöndum.
NORRÆN foreldrasamtök gegn
vímuefnum halda nú ráðstefnu í
Reykjavík. Ráðstefnuna sitja um
100 erlendir fulltrúar og milli 30
og 40 íslenskir. I tengslum við
ráðstefnuna var í gær opnuð
myndlistarsýning í Kringlunni á
verkum nemenda á listasviði við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti og
í dag verður fræðslufundur um
einelti á Hótel Loftleiðum.
Foreldrasamtök gegn fíkniefnum
eru starfandi á öllum Norðurlönd-
unum og eru félagsmenn um
25.000. Þau standa fyrir umfangs-
miklu fræðslu- og hjálparstarfi og
starfa einnig með foreldrasamtök-
um víðar í Evrópu og Bandaríkjun-
um. Markmið félaganna eru alls
staðar svipuð, þ.e. fræðslu- og for-
vamarstarf, aðstoð við ofneytendur
og stefnumörkum og víðhorfamót-
un, en áherslur og starfsaðferðir eru
ólíkar að sumu leyti. Aðildarfélag
NMN (Norden mot Narkotika) á
Islandi eru samtökin Vímulaus
æska.
Fræðsla, aðstoð og áróður
Að sögn Árna Einarssonar, ritara
stjórnar Vímulausrar æsku, er starf-
semin hérlendis fjórþætt. Samtökin
gefa út fræðsluefni og standa fyrir
foreldrafræðslu, aðallega með
fræðslufundum. Þau gangast fyrir
hjálparstarfi og hafa opinn foreldra-
síma allan sólarhringinn. Við hann
sitja ráðgjafar sem geta farið inn á
heimili til að aðstoða fjölskyldur í
erfíðleikum. Vímulaus æska aðstoð-
ar vímuefnaneytendur, t.d. með þvi
að hafa milligöngu um meðferð. Þá
reyna samtökin að hafa áhrif á
mótun opinberrar stefnu í vímuefna-
málum og afstöðu almennings til
þeirra.
Fastir félagsmenn Vímulausrar
æsku eru 5-6.000. Flestir félags-
manna eru annars vegar stuðnings-
félagar, sem vilja styðja málstað
þann sem samtökin beijast fyrir
með því að greiða félagsgjöld, og
hins vegar foreldrar sem eiga börn
sem eiga eða hafa átt við vímuefna-
vanda að stríða.
Barátta gegn
lögleiðingu fíkniefna
Dagurinn í dag á ráðstefnunni
verður helgaður baráttunni gegn
lögleiðingu fíkniefna. í gær var
Davíð Oddssyni forsætisráðherra
afhent áskorun frá Vímulausri æsku
um þetta mál. í henni segir m.a.:
„Foreldrafélög á öllum Norðurlönd-
unum og víðar í Evrópu hafa skorið
upp herör gegn öllum áróðri fyrir
lögleiðingu fíkniefna og munu beita
sér af öllum þunga til þess að hrinda
aðför áróðursmanna fyrir slíku. Við
treystum því að íslensk stjórnvöld
muni aldrei leggja eyru við áróðri
um að leyfa beri neyslu á fíkniefn-
um. Með því aukum við enn meira
á vandann."
í dag kl. 13.00 verður fræðslu-
fundur á Hótel Loftleiðum um ein-
elti. Brynjólfur G. Brynjólfsson, sál-
fræðingur hjá Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur, heldur fyrirlestur og
böm lesa úr ritgerðum um einelti.
Árni segir umræðu um einelti hér-
lendis hafa að mestu verið bundna
við einelti sem fram fer í skólum
en það viðgangist einnig inni á heim-
ilum þar sem börn þurfa að axla
óeðlilega ábyrgð, t.d. vegna áfengis-
neyslu foreldra. Vímulaus æska vilji
vekja athygli á þessum vanda og
reyna að opna augu þeirra sem þar
gætu haft áhrif til bóta.
Foreldrasamtökin hafa áhyggjur
af því að þau lönd sem koma til
með að ganga í Evrópubandalagið
þurfi að slaka á löggjöf sinni í fíkni-
efnamálum. Vegna þessa samþykkti
stjóm NMN yfirlýsingu á fundi sín-
um i Ábo í Finnlandi 4. júní sl. að
krefjast þess af ríkisstjórnum Finn-
lands, Noregs og Svíþjóðar að í
engu verði hvikað frá strangri
stefnu í fíkniefnamálum sem fylgt
er í löndunum ef af inngöngu í
Evrópubandalagið verður.
Sýningu að ljúka á Sóloni
UNDANFARIN hálfan mánuð hefur staðið yfir á efri hæð Sólon
íslandus við Bankastræti sýning á verkum Barkar Arnarsonar og
Svans Kristbergssonar. Sýningin heitir Bmnahvammur og hefur
aðsókn verið mjög góð. Börkur er ljósmyndari í London en Svanur
er tónlistarmaður og Ijóðskáld. Sýningunni lýkur nk. sunnudags-
kvöld kl. 22.
Þorsteinn Davíðsson
formaður Heimdallar
Hjartans þakkir sendi ég Jjölskyldu minni, svo
og öllum sem mundu eftir mér d afmœlisdag-
inn 18. september.
Þið gerðuð mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Vilborg Eiríksdóttir.
Nýkomið ótrúlegt úrval
af úlpum með og anhettu.
Ullarjakkar atilboði.
Langur laugardagur.
N#Hþl5IÐ
Laugavegi 21, sími 25580.
Það er svo margt...
Vestfirskur harðfiskur • Geisladiskar frá 100 kr
Hákarlalýsi • Hermannafatnaður (army surplus) •
Rússneskar loðhúfur • Saumavélar 2.500 kr •
Pillubox • Slæður • Gallabuxur frá 100 kr •
Körfuboltabolir • Saltfiskur 300 kr/kg • Myndbönd
frá 200 kr • Fínir antíkmunir • Blazer jakkar 4.990
kr • Peysur frá 900 kr • Leikföng í úrvali • Síld frá
Fáskrúðsfirði • Handunnir dúkar frá 150 kr •
Lófalestur • Úlpur • Kókosbollur á
verksmiðjuverði • Handklæði frá 200 kr • Hákarl •
Gallajakkar • Gott grænmeti beint úr garðinum •
Augnskuggar 250 kr • Topplyklasett frá 290 kr •
Nikkelfríir eymalokkar • Okeypis skóhreinsum •
Leggins • Maskarar 320 kr • Skíðahanskar 250 kr •
Standborvél 8.900 kr • Rósanælur • Stakir
dömujakkar • Hálsfestar frá 90 kr • Rúmföt •
Helíumblöðrur • Kleinur og kökur • Lesgleraugu
790 kr • Sokkabuxur 150 kr • Humar • Nuddolíur
• Vöggusett • Tangir 195 kr • Hjallþurrkaður
harðfiskur frá Önundarfirði • íslensk tréleikföng •
Reyktur lax 1200 kr/kg • Kompudót • Pottaplöntur
• Egg 19 kr/stk • Verðbréfaspilið 590 kr • Sælgæti •
Hamrar frá 135 kr • Gullkeðjur í metratali •
Bæjarins bestu sokkakaup • Grafinn lax •
Silfurskartgripir • Flatkökur og skonsur • Bækur •
Broddur • Avextir og grænmeti • Eftirlíkingar
frægra ilmvatna • Srúíjám frá 10 kr • Dömu- og
herraúr frá 1200 kr • Varalitir 200 kr og fleira og
fleira ogfieira...
LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA FRÁ KL 104
— VÖRUÚRVAL..
..STEMMNING ..OG GOTT VERD! 66
SJÁLFKJÖRIÐ var til embættis
formanns og í stjórn Heimdallar,
félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, á aðalfundi félagsins
sem haldinn var á fimmtudags-
kvöld. Þorsteinn Davíðsson, laga-
nemi og varaformaður félagsins
siðastliðin tvö ár, var kjörinn
formaður en Kjartan Magnússon,
sem hefur verið formaður félags-
ins undanfarin tvö ár, gaf ekki
kost á sér til endurkjörs.
í stjórn voru kjörin: Andrés And-
résson, menntaskólanemi, Áslaug
Magnúsdóttir, lögfræðingur, Gunn-
laugur Jónsson, verzlunarskóla-
nemi, Harpa Halldórsdóttir, við-
skiptafræðingur, Hákon Sveinsson,
háskólanemi, Kristinn Tryggvi Þor-
leífsson, laganemi, Kristján Jóhann
Steinsson, menntaskólanemi, Ragn-
ar Hannes Guðmundsson, við-
skiptafræðinemi, Sigutjón Pálsson,
verkfræðinemi, Vala Ingimarsdótt-
ir, verzlunarskólanemi, og Þórður
Þórarinsson, háskólanemi.
Formaðurinn
ÞORSTEINN Davíðsson, nýkjör-
inn formaður Heimdallar.
Efamol gegn síþreytu
í sjónvarpsþættinum „Milli sveíhs ög vöku“ úr þáttaröðinni „The Nature of Things''
var fjallað um síþreytu (sýndur 25.08.93).
Eina efiiið sem nefnt var að kæmi að gagni gegn síþreytu
er EEAMOL og höfðu þeir sjúklingar sem við var rætt
fengið verulegan bata með EFAMOL. Einnig kom frant
að rannsóknir skoskra vísindamanna hafa
staðfest virkni EFAMOLS gegn síþreytu.
EFAMOL er hrein náttúruafurð, unnin úr náttljósarohu.
útm
Gull miðlnn trvggir yæðln.
t heilsubúöum, lyfjabúðum og
heilsuhillum matvöruverslanna.
Eilsuhúsið
Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966