Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
stjórnarmönnum og öðrum trúnað-
armönnum fólksins ráðin til að
halda þingmönnum sínum við efn-
ið. Bæjarstjórnirnar og héraðs-
nefndirnar þurfa að taka málið til
umræðu og álykta. Fjórðungsþing
sveitarstjórna og kjördæmisþing
stjórnmálaflokka koma gjarna
saman að haustinu. Þar þarf að
álykta. Mikilvægast er þó, að al-
menningur, hver einasti kjósandi í
viðkomandi umdæmum, fái að
segja sitt álit. Til þess er nú ein-
stakt tækifæri. Það verður víðast
hvar á landinu kosið um samein-
ingu sveitarfélaga hinn 20. nóvem-
ber nk. Hvað er á móti því að spyija
þá kjósendur einnig um óskir
þeirra um breytingar á stjórnsýslu-
umdæmum ríkisins? það væri í
anda lýðræðis og þeim ráðherra
til sóma er viðhefði slíka nýbreytni.
En hvort sem það verður gert
eða ekki, hljóta kosningar um sam-
einingu sveitarfélaga að verða leið-
beinandi. Setjum svo að fram-
komnar sameiningartillögur nái
fram að ganga á norðarverðum
Vestfjörðum eða í Eyjafirði. Þá
væru komin rök fyrir því að stjórn-
sýsluumdæmi ríkisins fylgdu
breyttum sveitarstjómarumdæm-
um. Meðan niðurstaða atkvæða-
greiðslu 20. nóvember um sveitar-
stjórnarumdæmi liggur ekki fyrir,
er ótímabært að afgreiða frumvarp
til breytinga á lögum nr. 92/1989,
11. gr., um umdæmi og aðsetur
sýslumannsembætta.
Höfundur er dómari við
héraðsdómstól Reykjaness, en var
frá 1972 héraðsdómari við
sýslumanns- og
bæjarfógetaembættið í
Hafnarfirði og sýslnmaður og
bæjarfógeti þar 19S7 1992, er
umdæmið var skert og dómsvaldið
tekið af embættum sýslumanna
og bæjarfógeta.
Sýslumannsembættin
Síðari grein
eftirMá Pétursson
Dómsmálaráðherra beitir sér nú
fyrir því að þriðjungur sýslumanns-
embættanna í landinu verði lagður
niður. Þetta eru stórtíðindi. Sýslu-
mannsembættin eru lang mikil-
vægustu umboðsaðilar ríkisvalds-
ins í héraði og þá jafnframt mikil-
vægustu þjónustustofnanir hins
skipulagsbundna ríkisvalds í hér-
aði. Sýslumenn eru umboðsaðilar
héraðanna gagnvart miðstjórnar-
valdinu í ríkum mæli. Tii þeirra
sækja menn lögfræðilegar leið-
beiningar og margháttaða aðstoð
til að rata um myrkviði kerfisins.
Sýslumenn eru mikilvægir banda-
menn sveitarstjórnarmanna og
þingmanna í starfi þeirra við að
gæta hags og velferðar fólksins í
byggðum landsins. Raunhæfasta
leiðin til stofnanaflutnings er að
færa verkefni til sýslumannsemb-
ættanna.
Hagkvæmar rekstrareiningar
Allir sem þekkja, þar á meðal
Hagsýsla ríkisins, eru sammála um
að sýslumannsembættin eru
undantekningarlaust vel rekin.
Mismunandi vel, en eiga það þó
sammerkt að sinna mjög fjölþætt-
um verkefnum með hagkvæmum
og skilvirkum hætti. Þar er hag-
sýni gætt og vel unnið. Við athug-
un Hagsýslu ríkisins á rekstri
þeirra árið 1991 kom í ljós sú at-
hyglisverða staðreynd, að stærsta
sýslumannsembættið í landinu,
sem jafnframt var með fjölþætt-
ustu starfsemina, stóra tolladeild,
sjúkrasamlag, gjaldheimtu, dóm-
stól með 5 sjálfstæðum héraðs-
dómurum og mjög umfangsmikla
löggæslu auk alls annars, var með
lægstan rekstrarkostnað á íbúa.
Meðalkostnaður allra embættanna
utan Reykjavíkur vegna skrifstofu
var þá, 1991, kr. 6.886 á íbúa.
Hjá Hafnarfjarðarembættinu var
hann kr. 3.369. Næst lægst var
Akureyri með kr. 4.089 og síðan
Kópavogur með kr. 4.880. Ég tel
þetta sýna mjög glöggt, að menn
þurfa ekki að óttast að fela sýslu-
mannsembættum fjölþætt verk-
efni, sundurleit að eðli og umfangs-
mikil. Þau hafa ráðið við það sem
að þeim hefur verið rétt og munu
gera það, ódýrar og betur en aðrir.
Jafnframt sýndu kostnaðartölur
að í Reykjavík, þar sem vérkefni
sýslumannsembætta voru hjá 6
stofnunum: dómstól, lögreglu-
stjóra, borgararfógeta (sem nú
heitir sýslumaður), tollstjóra,
gjaldheimtu og tryggingarstofnun,
var kostnaður á íbúa miklu hærri,
hvernig sem reiknað er. Það skal
þó játað, að Reykjavík hefur af
mörgum ástæðum þá sérstöðu, að
hún er ekki samanburðarhæf.
Samanburður við hana staðfestir
það eitt, að sýslumannsembættin
á landsbyggðinni eru hagkvæmar
rekstrareiningar og að þau eru vel
rekin, best þó tvö af þeim stærstu
sem nú á bæði að leggja niður, í
Hafnarfirði. og Kópavogi.
Sýslumannsembættið á
höfuðborgarsvæðinu verði í
Hafnarfirði
Það er oft háttur stjórnmála-
manna að setja fram tillögur sem
ganga lengra en þeir í raun og
veru ætla sér, en slá síðan af þeim.
Dómsmálaráðherra er líklega al-
vara með að leggja niður embættin
í Búðardal, Bolungarvík, á Ólafs-
firði og Eskifirði. Seyðisfjarðarem-
bættið yrði þá væntanlega flutt í
Egilsstaði. Vafamál hvort honum
er alvara með Akranes, Neskaup-
stað og Vík. Keflavíkurflugvöllur
er sérmál. Það er auðvitað fráleitt
að honum hafi í alvöru dottið í hug
að leggja niður tvö stærstu og
best reknu embætti landsins, í
Hafnarfirði og Kópavogi. En setj-
um svo að honum takist það. Hann
er maður sem ekki vefur hlutina
fyrir sér. Varla tilviljun að hann
er nú hvorki formaður Sjálfstæðis-
flokksins né forsætisráðherra.
Verði af sameiningu þá vil ég
benda Hafnfirðingum og Garðbæ-
ingum á, að þeir eiga að gera þá
skýlausu kröfu, að sýslumanns-
embættið í hinu sameinaða höfuð-
borgarumdæmi fái aðsetur í Hafn-
arfirði. Til þess liggja bæði sann-
girnisrök og söguleg rök.
Sanngirnisrökin eru þessi: Hér
eiga við sömu sanngirnissjónarmið
og t.d. þegar sveitarfélög eru sam-
einuð. Hér væri verið að sameina
stjórnsýsluumdæmi. í slíkum til-
vikum er fráleitt að taka allar
stofnanir í minni sveitarfélögunum
sem sameinast og færa starfsemi
þeirra í það stærsta. Einkum ef
nokkurt jafnræði hefur verið með
hinum sameinuðu sveitarfélögum,
þá er sanngjarnt að dreifing sé
áfram á þjónustustofnunum.
Ef umdæmin yrðu sameinuð svo
sem dómsmálaráðherra leggur til
og sýslumannsembættin tvö lögð
niður í núverandi mynd, þá flyttist
tiltekin starfsemi . þeirra óhjá-
kvæmilega til Reykjavíkur, þ.e.
lögreglustjórn, tollstjórn, almanna-
tryggingaumboð og gjaldheimta.
Þeir þættir sem áfram heyrðu und-
ir sameinað sýslumannsembætti
yrðu þeir sömu og nú heyra undir
sýslumannsembættið (borgarfóg-
etaembættið) í Reykjavík, þ.e.
einkum þinglýsingar, aðfarargerð-
ir í víðustu merkingu, skipti og
sifjamál.
Ég get ekki komið auga á neitt
sem ætti að vera því til fyrirstöðu
að þessi síðarnefnda starfsemi hins
nýja sameinaða sýslumannsemb-
ættis yrði í Hafnarfirði.
Hin sögulegu rök eru þessi: Með
lögbókunum Járnsíðu og Jónsbók
og réttarþróun eftir lögtöku Jóns-
bókar 1281, voru hinar fornu þing-
hár gerðar að landfræðilegum
umdæmum, þ. á m. Kjalarnesþing,
sem tók yfir núverandi Gullbringu
og Kjósarsýslu, þ. á m. allt höfuð-
borgarsvæðið. Umboðsmaður kon-
ungs, sem oftast var goðinn í
fyrstu, nefndist sýslumaður.
Akvæði um sýslumenn eru í 3.
þætti Jónsbókar um konungs
þegnskyldu, 2 kapítula. í aldanna
rás sátu sýslumenn 'sjaldnast í
Reykjavík.
Síðustu tvær aldirnar hefur hið
forna umdæmi sýslumanns verið
að skerðast. Reykjavík gekkundan
og var gerð að sérstöku lögsagnar-
umdæmi 1803, en fyrstu þtjú árin
var sýslumaðurinn í Gullbringu og
Kjósarsýslu jafnfram bæjarfógeti
í Reykjavík. Kópavogur fékk sér-
stakan bæjarfóg'eta 1955, og 1992
„Það verður víðast hvar
á landinu kosið um sam-
einingu sveitarfélaga
hinn 20. nóvember nk.
Hvað er á móti því að
spyrja þá kjósendur
einnig um óskir þeirra
um breytingar á stjórn-
sýsluumdæmum ríkis-
ins?“
voru Seltjarnarnes, Mosfellsbær og
uppsveitirnar lögð undir Reykjavík
að því er varðar umboðsstjórn
ríkisins og dómgæslu.
Það er þannig ljóst, ef menn á
annað borð virða söguleg rök ein-
hvers, þá hníga þau ekki í þá átt
að sýslumaður fyrir sameinað um-
dæmi sitji í Reykjavík. Þvert á
móti, þau 700 ár sem sýslumenn
hafa setið hér í umdæminu, þá
hafa íbúar innan núverandi borgar-
marka Reykjavíkur lengst af þurft
að sækja út fyrir þau mörk til fund-
ar við sinn sýslumann, og það eru
aðeins tæp 200 ár síðan Reykjavík
fékk sérstakan bæjarfógeta og
aðeins fáein ár síðan svo varð um
Kópavog.
Verður
sýslumannsembættunum níu
bjargað?
Dómsmálaráðherra eða að-
stoðarmaður hans lét nýlega svo
um mælt á einni útvarpsstöðinni,
ef ég heyrði rétt, að vegna knýj-
Már Pétursson
andi nauðsynjar á niðurskurði á
útgjaldahlið fjárlaga væri nú rétti
tíminn til að fækka sýslumanns-
embættum. Rétt er það, það er
aldrei auðveldara að handjárna
þingmenn stjórnarliðs en við af-
greiðslu fjárlaga. En þar með er
málið ekki í höfn fýrir ráðherrann.
Samkvæmt 11. gr. laga nr.
92/1989 eru sýslumannsembættin
lögbundin. Þau verða ekki lögð
niður með fjárlögum. Til þarf sam-
þykki sérstaks lagafrumvarps. Þá
standa hinir almennu þingmenn
betur að vígi og geta síður velt
af sér ábyrgð gagnvart kjósendum
en við fjárlagagerð.
Það þarf ekki að kenna sveitar-
Skeifunni 13 Auðbrekku 3 Norðurtanga3
Reykjavík Kópavogi Akureyri
(91) 68 74 99 (91) 4 04 60 (96) 2 66 62
Líf eyrissjóður bænda
hefur flutt aðsetur sitt.
Nýtt póstfang sjóðsins er
Laugalækur 2a, 105 Reykjavík.
Nýtt símanúmer sjóðsins er 91 -68841 1.