Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 7 Blómaval opnar nýja deild! Þurrskreytingar Þurrkaðir vendir og skreytingarefni. Náttúrufræðistofnun Hrútasýning í Árneshreppi á Ströndum Kynbótastarfið skilar áransrri Trékyllisvík. ^ ^ J BÆNDUR í Árneshreppi á Ströndum efndu til árlegrar hrútasýningar nýlega. Sýningin var haldin í fjárhúsunum á Melum í Trékyllisvík. Flestir bændur í sveitinni tóku þátt í sýningunni og komu þeir með sína myndarlegustu hrúta, alls voru sýndir 29 hrútar. Yfir- skoðunarmenn voru Jón Viðar Jón- mundsson frá Búnaðarfélagi ís- lands og Brynjólfur Sæmundsson, héraðsráðunautur í Strandasýslu. Þegar verið er að meta hrúta er tekið tillit til bijóstmáls, spjald- breiddar, legglengdar og þyngdar. Séu öll þessi mál í góðu samræmi telst hrúturinn góður til undaneldis og fær góða einkunn. 13 hrútar hlutu 1. verðlaun A, 13 fyrstu verð- laun B og 3 hlutu 2. verðlaun. Þeir hrútar sem einna best komu út eru frá bæjunum Árnesi og Melum. Bændur voru mjög ánægðir með útkomuna og telja kynbótastarfið vera á réttri leið og hafa skilað umtalsverðum árangri. Einhveij- um varð þó að orði að sér stæði á sama um allt kynbótastarf, sæt- ustu hrútarnir væru þeir Hnöttur og Rani hans Kristjáns á Melum. - V. Hansen - Morgunblaðið/Vilmundur Hansen Frá hrútasýningunni í Árneshreppi á Ströndum. Islendingar til friðargæslu TVEIR Islendingar voru nýlega ráðnir til friðargæslustarfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í Júgóslavíu og Sómalíu. Starfs- menn þessir, Magnús Bjarnason og Björn Jónsson, voru valdir af lista sem íslensk stjórnvöld komu á framfæri við SÞ í kjöl- far tilmæla samtakanna um til- nefningu. Einnig segir: „Einnig var utan- ríkisráðuneytið við beiðni Samein- uðu þjóðanna um tilnefningu aðila sem til greina gætu komið við kosn- ingaeftirlit á vegum Sameinuðu þjóðanna. Einn íslendingur, Ólafur Þ. Harðarson, var fyrr á þessu ári valinn af hálfu samtakanna til að fylgjast með fyrstu frjálsu kosning- unum í Afríkuríkinu Eritreu." Atta sækja umstöðu forstjóra RUNNINN er út umsóknar- frestur um stöðu forstjóra Nátt- úrufræðistofnunar íslands og forstöðumanna setra hennar í Reykjavík og á Akureyri. Atta sækja um stöðu forstjóra. Þeir eru: Arnór Þórir Sigfússon, Einar Valur Ingimundarson, Gísli Jón Kristjánsson, Jón Gunnar Ott- ósson og Kristinn J. Albertsson. Þrír umsækjendur óska nafnleynd- ar. ^ Átta sækja um stöðu forstöðu- manns seturs í Reykjavík. Þeir eru: Arnór Þórir Sigfússon, Ágúst H. Bjarnason, Gísli Guðmundsson, Gunnar Ólafsson, Hólmfríður Sig- urðardóttir, Hrefna Kristmanns- dóttir, Ólafur K. Nielsen og Ævar Petersen. Þrír sækja um stöðu forstöðu- manns seturs á Akureyri. Þeir eru: Gísli Guðmundsson, Gunnar Ólafs- son og Hörður Kristinsson. ---------- % Viðskiptajöfnuður Hagstæður fyrstuátta mánuðina FYRSTU átta mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir rúm- lega 59,2 milljarða króna, að því er kemur fram í útreikning- um Hagstofu íslands, en inn fyrir tæplega 51,9 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuður var því hagstæður sem nemur 7,4 milljörðum kr. en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður sem neraur 5,1 milljarði kr. í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 7,2 milljarða kr. en á sama tíma nam innflutningur 7,4 milljörðum kr, eða var óhagstæður um 200 milljónir. Á sama tíma í fyrra var hann hins vegar hag- stæður um 1,6 milljarða kr. á sama gengi. Fyrstu átta mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 5% minna á föstu gengi en á sama tíma fyrir ári. Sjávarafurðir voru 81% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra um 4% minna en í fyrra. Útflutningur á áli var 18% minni en útflutningur kísiljárns hins vegar 27% meiri en í fyrra, miðað við fast gengi. Hausthátíð Um helgina verður sannkölluð hátíðarstemning. Komið í Blómaval og geríð góð kaup. Sýnikennsla laugardag og sunnudag kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.