Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
29
Jónína Jóhannsdótt■
ir Briem - Minning
Síðast lék hann með félögum úr
Leikfélaginu og fleirum í „Kirkju-
leik“, sem settur var upp hér í til-
efni af 90 ára afmæli Sauðárkróks-
kirkju í nóvember 1992. Það er
táknrænt að hann skyldi síðast
nýta krafta sína í þágu leiklistar í
kirkjunni okkar, þar sem hann er
nú kvaddur í hinsta sinn, tæpu ári
seinna.
Haukur hefur átt dijúgan þátt í
að koma bænum okkar undir Nöf-
unum á kortið í menningarlegu til-
liti séð, hann hefur með óþijótandi
dugnaði lagt alla sína krafta í að
lyfta leiklistinni á Króknum á
hærra plan og þar hafði hann dygg-
an stuðningsmann, eiginkonu sína
Helgu Hannesdóttur, sem eins og
hann var, er leikari af Guðs náð
og lifði og hrærðist í Leikfélaginu
með honum.
Haukur var ekki aðeins frábær
leikari, hann var líka frábær fé-
lagi, ljúfmennskan. og kímnin
fylgdu honum hvert sem hann fór.
Við félagarnir eigum honum mikið
að þakka fyrir það sem hann kenndi
okkur og miðlaði til okkar, þegar
við vorum ný í félaginu og vorum
að fara á svið í fyrsta sinn. Þá tók
hann okkur á eintal og benti á
hvað betur mætti fara, með föður-
legum og ljúfum tón, svo allur
skrekkur og hræðsla hvarf. Haukur
var svona, alltaf gefandi, ekki bara
okkur félögunum heldur líka á svið-
inu, þar gaf hann sig allan upp til
agna, og var þá stundum eins og
undin tuska á eftir. Það var sama
hvort það voru ungir eða aldnir,
allir hrifust af honum á sviði. Okk-
ur er minnisstætt á Sæluviku í
gamla daga, á barnasýningu, þegar
Bifröst var svo troðfull að börnin
í fremstu röð sátu upp við sviðið
og sum voru jafnvel með Andrés-
blöð, sem þau lögðu upp á senuna
og flettu, þá átti Haukur til að
taka einhveija aukaglennu til að
vekja athygli krakkanna, eftir það
fuku Andrésblöðin og allir voru
með og hrifust með í ævintýraheim
leiklistarinnar.
Haukur var ekki bara góður leik-
ari, hann var frábær hljómlistar-
maður, spilaði á saxafón eins og
engill og mörg meyjarhjörtun
bráðnuðu, þegar hann söng á Sæl-
unni í gamla daga „Ég veit þú
kemur í kvöld til mín“. A árunum
milli fimmtíu og sextíu voru hljóm-
sveitir hans, fyrst Hljómsveit
Hauks Þorsteins, og síðan Flam-
ingó aðal hljómsveitimar í skagf-
irsku skemmtanalífi. Hann munaði
ekkert um að standa á leiksviði í
tvo tíma og leika þar stórhlutverk,
skipta svo um ham og standa á
sviðinu og spila og syngja með
hljómsveit sinni fram eftir nóttu
fjögur kvöld í röð, þegar Sæluvikan
var og hét hér á Krók í gamla daga.
Haukur var ekki ríkur á verald-
legan mælikvarða, en hann var rík-
ur. Hann átti góða og elskulega
konu Helgu Hannesdóttur, saman
eiga þau fimm falleg, mannvænleg
böm og afabörnin hans eru fjögur,
sem hann dáði og talaði um með
sérstökum tón. Svo átti hann leik-
listina og tónlistina. Þetta var hans
fjársjóður og er hann mikill.
Við í Leikfélagi Sauðárkróks vilj-
um senda vinkonu okkar Helgu,
bömum, tengdabörnum, barna-
bömum, aldraðri móður og systkin-
um Hauks, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Við í félaginu erum í
hjörtum okkar glöð yfir að hafa
fengið að kynnast manninum Hauk
og þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta starfskrafta hans og hand-
leiðslu í gegnum árin og við vonum
að við eigum eftir að halda uppi
merki hans um ókomin ár.
Hvað varðar þá um vatnið,
sem vínið rauða teyga?
Hvað varðar þá um jörðina,
sem himininn eiga?
(Davíð Stefánsson)
Við erum viss um að stórt hlut-
verk hefur beðið Hauks hinum
megin og hann þegar farinn að
skemmta þeim, sem á undan eru
gengnir.
Megi Haukur fara í Guðs friði
og hafa þakkir fyrir allt og allt.
Félagar úr Leikfélagi
Sauðárkróks.
Það er skammt stórra högga á
milli nú þegar Ninna kveður þessa
jarðvist aðeins tæpu hálfu ári á
eftir systur sinni Guðnýju sem lést
í mars sl. Þær systur voru yngstar
systra í átta barna hópi hjónanna
Jóhanns Jónssonar skipstjóra og
Bjarneyjar Friðriksdóttur sem
bjuggu að Auðkúlu í Arnarfírði.
Eftir lifa aðeins Jensína og Friðrik.
Jónína Guðmunda Jóhannsdóttir
hét hún fullu nafni og var fædd á
heimili foreldra sinna að Auðkúlu
hinn 27. nóvember 1917. Þegar
faðir hennar lést úr lungnabólgu
árið 1921 var Ninna aðeins fjögurra
ára og eins og algengt var á fyrri
hluta aldarinnar áttu ekkjur afar
erfítt með að sjá fýrir stórum barna-
hópi þegar heimilisfaðirinn fellur
frá í blóma lífsins. Elstu bræðurnir
voru heima og sáu um búskapinn
ásamt móður sinni en Bjamey varð
að koma hluta af yngstu börnunum
fyrir hjá vinum og vandamönnum
í einhvern tíma. A Álftamýri rétt
utan við Auðkúlu bjó sá þekkti skip-
stjóri og hreppstjóri Gísli Ásgeirs-
son, þjóðkunnur maður og sagna-
maður mikill. Hann var frændi
Bjarneyjar og það var Ninnu til
láns að Gísli og kona hans Guðný
Maren tóku hana að sér. Ninnu ólu
þau upp ásamt sínum börnum, þeim
Sigríði, Jóhönnu, Bjarneyju Rósu
og Hjálmari. Með Ninnu og fóstur-
systkinunum voru ætíð miklir kær-
leikar og samband þar á milli mikið
fram á síðasta dag.
Eftir að Bjamey brá búi og flutt-
ist til ísafjarðar þar sem elstu börn
hennar voru þá búsett hélt Ninna
einnig þangað og hóf nám í kjóla-
saumi. Á Siglufirði mun hún hafa
haft viðdvöl um skeið við störf og
á Sauðárkróki kynntist hún verð-
andi eiginmanni sínum Páli Jakobi
Briem, syni Kristins Briem kaup-
manns á Sauðárkróki og konu hans
Kristínar Björnsdóttur frá Hofs-
stöðum í Skagafirði. Páll sem var
fimm árum eldri var á þeim árum
bankaútibússtjóri Búnaðarbankans
á Sauðárkróki, en lengst af var
Páll útibússtjóri Búnaðarbankans í
Mosfellssveit. Til Reykjavíkur held-
ur hún síðan seint á fjórða áratugn-
um og heldur áfram saumaskap.
Guðný systir hennar hafði þá nýver-
ið stofnað heimili á Grundarstígnum
með eiginmanni sínum Kristjáni og
bjó Ninna hjá henni um skeið eða
þar til hún giftist Páli árið 1942.
Þaú stofnuðu sitt fyrsta heimili við
Snorrabraut en lengst af bjuggu
þau við Sigtún 39.
Ég kynntist Ninnu fyrir rúmum
tuttugu árum þegar ég giftist inn
í fjölskyldu systur hennar Guðnýj-
ar, sem var mér afar kær. Það var
því eðlileg þróun að mér varð afar
hlýtt til Ninnu ög ekki síst fyrir hve
annt hún lét sér um dætur mínar
þrátt fyrir að sjálf ætti hún barna-
börn sem þörfnuðust hennar. Hún
fylgdist með þeim og átti alltaf eitt-
hvað gott í pokahorninu til að læða
að þeim. Einstakur samgangur var
á milli systranna og leið varla sá
dagur að þær ræddu ekki saman í
síma. Vinátta, hlýja og ekki síst
virðing var rauði þráðurinn í sam-
skiptum þeirra systra Ninnu, Guju
og Jensu eins og þær nefndu hver
aðra. Ég minnist þess aldrei að orði
hafi hallað á milli þeirra og voru
þær afar stoltar hver af annarri.
Allar voru framúrskarandi hús-
mæður og báru heimili þeirra þess
svo sannarlega merki. Aldrei hafði
ég bragðað betri smákökur en þær
sem Ninna bakaði og færði að jafn-
aði Guðnýju systur sinni fyrir jólin.
Ekki aðeins að þær væru lostæti —
heldur voru þær svo listilega gerð-
ar, fallega skreyttar og nettar.
Ekki svo sjaldan ók ég Guðnýju
minni eða sótti til Ninnu í heimsókn-
ir og ekki varð hjá því komist að
setjast að veisluborði og aldrei
stóðst ég freistinguna þrátt, fyrir
að ætlunin hafi ekki verið að staldra
við.
Ninna var falleg kona, hún var
vönd að virðingu sinni og yfír henni
var mikil reisn. Hún var hæglát
kona sem aldrei lagði illt til nokk-
urs manns. Þær systur voru ann-
álaðar fyrir fegurð og hafði ég eft-
ir föður. mínum, sem reyndar var
frændi þeirra systra og var Ninnu
jafnaldra, að hún hefði verið eftir-
sóttur kvenkostur á yngri árum.
Páll varð sá heppni og voru með
þeim miklir kærleikar og gagn-
kvæm virðing. Þau áttu miklu
barnaláni að fagna og öll eru böm-
in vel menntuð og hafa getið sér
gott orð. Elst er Kristín Bjarney
héraðsdómslöginaður, gift Sigur-
jóni Hannesi Olafssyni tannlækni
og lektor. Næst er Sigrún Guðrún
Maren hjúkrunarfræðingur, gift
Jóni Viðari Arnórssyni tannlækni.
Þá er Jóhann Briem rekstrarráð-
gjafi, var kvæntur Ingibjörgu Har-
aldsdóttur og yngst er Hanna Björk
BA í ensku, gift Guðmundi Þor-
björnssyni verkfræðingi.
Eftir að börnin uxu úr grasi og
hurfu að heiman átti Ninna sínar
ljúfustu stundir í garðinum við Sig-
túnið. Þar undi hún sér við blóma-
og tijárækt og er vandfundinn fal-
legri og snyrtilegri garður hér í
borg. Þrátt fyrir hæglætið var
Ninna atorkusöm kona og síðari ári
starfaði hún í sjálfboðavinnu á veg-
um Rauða krossins á sjúkrahúsum
borgarinnar. Þar nutu sjúklingar
hennar fáguðu framkomu og hlýja
viðmóts.
Með ótímabæru andláti Ninnu
er gengin yndisleg kona sem verður
sárt saknað. Við útför systur henn-
ar í mars var ljóst að Ninnu var
brugðið. Hún hafði þegar tekið
þann sjúkdóm er dró hana til dauða,
en ekki var það á henni að sjá. Ég
hitti hana síðast um mitt sumar og
ekki datt mér þá í hug að svo stutt
væri í endalokin. Missir Páls og
bamanna er mikill, en víst er að
Guðný, hennar kæra systir, fagnar
komu hennar og vísar henni veginn
og gerir henni umskiptin eins þægi-
leg og henni er unnt.
Bergljót Davíðsdóttir.
Þó orð fái engu breytt, get ég
ekki látið hjá líða að minnast örfá-
um orðum jafn hrífandi konu og
Jónínu Briem.
Ég man hve mér þótti hún fal-
leg, þegar ég sá hana fyrst, fimm
ára gömul við upphaf skólagöngu
okkar Hönnu dóttur hennar. Síðan
em liðin nær þijátíu ár og enn var
hún jafn glæsileg og yndisleg í við-
móti, þó langþjáð væri, þegar við
sáumst síðast, fyrir fáum vikum á
Landspítalanum. Hún átti eflaust
stóran þátt í því hve góður vinskap-
ur tókst með okkur Hönnu frá upp-
hafi og ef við fórum út af sporinu
var hún ekki lengi að beina okkur
aftur á rétta braut á sinn rólega
og yfirvegaða hátt, sem henni var
eiginlegur.
Ninna hafði einstakan hæfileika
til að umgangast fólk og láta því
líða vel í návist sinni. Þeir sem
hana þekktu gleyma ekki fallega
hlýja brosinu og blæbrigðunum í
röddinni þegar hún sagði einfalt
„halló“. Ég man hana ekki öðhivísi
en glaða og sátta við lífið og tilver-
una. Ég man heldur ekki eftir því
að hún felldi dóm um menn eða
málefni né fengist um það, sem
miður fór i þjóðfélaginu eða í fari
annarra. Vettvangur hennar var
annar og árangursríkari og fólst í
því að styrkja það sem hún trúði á
og hlú að þeim og hvetja, sem henni
voru kærir. Framgangsmáti hennar
einkenndist af varfærni og mildi,
sem fól í sér svo ótrúlegan styrk.
Við sem henni kynntumst búum
ævinlega að því veganesti, sem hún
töfraði fram fyrir okkur. Það er
fáum gefið að horfast í augu við
harðan veruleika að jafn mikilli
sálarró og Ninna gerði og það ber
gleggst vitni um þann djúpa styrk
og jafnvægi sem hana einkenndu.
Við Steve sendum nánustu aðstand-
endum hennar hugheilar samúðar-
kveðjur.
Margrét Harðardóttir.
Jónína, af vinum ætíð kölluð
Ninna, var fædd 27. nóvember 1917
að Auðkúlu við Arnarfjörð, næst-
yngst af níu systkinum. Foreldrar
hennar voru Bjamey Friðriksdóttir
og Jóhann Jónsson. Hún missti föð-
ur sinn á barnsaldri og upp úr því
tvístraðist systkinahópurinn.
Ninna ólst upp hjá Gísla Ásgeirs-
syni og Guðnýju Kristjánsdóttur í
Alftamýri. Árið 1942 giftist hún
frænda mínum Páli J. Briem, Skag-
firðingi og hestamanni, síðast úti-
bússtjóra Búnaðarbanka íslands í
Mosfellsbæ. Þau eignuðust fjögur
börn og eru barnabörnin nú orðin
morg. Allt er þetta fyrirmyndarfólk.
Ég kynntist Ninnu í sambandi
við hestamennsku, en Páll átti stór-
an hlut að því að ég og mín fjöl-
skylda heillaðist af hestum og
ferðalögum á hestum um landið.
Um langt árabil höfum við notið
samvista við Pál og Ninnu ásamt
nokkrum fleiri vinum og hesta-
áhugafólki þar sem gleði og góðvild
ríkti. Seinna fór ég með Ninnu í
sjálfboðastarf í Kycnnadeild
Reykjavíkurdeildar R.K.Í. þar sem
hún hafði lengi starfað við handa-
vinnu til fjáröflunar og einnig við
sjúkrabókasafnið á Landspítalan-
um. Ninna naut sín vel með okkur
félagskonum í R.K.I. Hún var mjög
afkastamikil og laghent og munum
við konurnar í handavinnudeildinni
(föndrinu) sakna hennar mjög, ekki
aðeins fyrir hve dugleg hún var og
ósérhlífin, heldur einnig hennar
ljúfa viðmóts, hún var gleðigjafi
hvar sem hún kom. Hún var mjög
fróð um menn og málefni og hafði
áhuga á mannfólkinu. Þess vegna
var alltaf svo gaman að ræða við
hana.
Þegar ég hugsa til baka finnst
mér að Ninna hafi stöðugt verið
að liðsinna öðrum. Oft tók hún að
sér heimili dætra sinna meðan þær
brugðu sér frá. Þær gátu svo sann-
arlega verið öruggar um börnin sín
í hennar höndum. Hún var einnig
mjög umhyggjusöm við systkini sín
og fóstursystur. Og eins og áður
er lýst bættist við sjálfboðastarfið
í R.K.
Æðrulaus mætti hún örlögum
sínum þegar úrskurður lá fyrir um
alvarlegan sjúkdóm. Þann tíma sem
hún háði veikindastríðið eða síðan
í fyrra vor, var hún sem fyrr, glað-
leg og sjálfri sér lík, tilbúin að
ræða um daginn og veginn og miðla
okkur vinum sínum gleði og kær-
leika.
Hún var ekki aðeins góð móðir,
heldur líka mikill vinur barnanna
sinna, og eins ungleg og falleg og
dæturnar. Mér fannst Ninna alltaf
eins og mínar jafnöldrur þó að ald-
ursmunur væri þónokkur og var það
vegna þess hve vel hún hélt sér til
og var ungleg í anda.
Við leiðarskil flyt ég kveðjur og
þakklæti frá Handavinnudeild
Kvennadeildar Rvíkurd. R.K. og frá
mér og mínu heimili, fyrir þá gleði
og allt það góða sem hún gaf.
Pálína Hermannsdóttir.
Þegar fregnir berast af andláti
góðs vinar er eins og tíminn stöðv-
ist. Síðan koma minningarnar fram
í hugann ein af annarri.
Það var árið 1979 að glæsileg
kona vatt sér inn um dymar á sjúkl-
ingabókasafni Landspítalans,
kynnti sig og sagðist „vera komin
til að reyna að gera hér eitthvert
gagn“. Þetta var Jónína Briem.
Frá þeim tíma vann Jónína óslit-
ið á safninu, þar til hún þurfti að
hætta sökum veikinda fyrri hluta
árs 1992. Lengi vel vonuðum við
samstarfskonur hennar að heilsa
hennar leyfði að hún gæti komið
aftur til starfa, en sú von brást og
nú er komið að kveðjustund.
Jónína var alla tíð fyrirmyndar
starfskona, prúð og hógvær í allri
sinni framkomu, samviskusöm og
traust. Þá var hún góður félagi, sem
notalegt var að vera samvistum
við. Hennar verður sárt saknað í
okkar hópi.
Jónína var einstaklega fríð og
höfðingleg kona, fas hennar bar
með sér allt í senn, reisn, fágun og
ljúfmennsku, þannig munum við
ávallt muna hana. Við erum þakk-
látar fyrir ógleymanlegar samveru-
stundir með henni og biðjum henni
Guðs blessunar.
Við sendum aðstandendum henn-
ar okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Samstarfskonur á Sjúklinga-
bókasafni Landspitalans.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar,
FRIÐRIK GUÐMUNDSSON
áður til heimilis á Skúlagötu 68,
lést aðfaranótt 1. október á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Örn Friðriksson, Unnur M. Guðmundsdóttir
og börn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
NANNA GESTSDÓTTIR,
Skaftahlíð 10,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 4. október kl. 15.00.
Oddný Ólafsdóttir Frederiksen, Jens Frederiksen,
Jóhannes Ólafsson,
Gestur Ólafsson, Monika Gudrun Koss,
Elín Þorgerður Ólafsdóttir, Grétar Ottó Abraham Róbertsson,
Jóna Ólafsdóttir, Helgi Valdimarsson,
Yngvi Ólafsson, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
Óttar Ólafsson, Sigriður Guðbjörg Valdimarsdóttir
og barnabörn.