Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu Flamenco - dans og söngnr „FLAMENCO er ekki það afbrigði sem ferðamenn fá að sjá á Costa del Sol,“ er haft eftir Gabrielu Gutarra. „Eg vil sýna hvað flamenco- dansinn er í raun og veru.“ Gabriela verður gestur Þjóð- leikhússins á fimmtudag og föstudag í næstu viku en þá stendur hún fyrir danssýn- ingu þar sem fluttir verða flamenco-dansar og klassísk- ir spænskir dansar (Baile Espagnol). Aðalmótdansari Gabrielu verðúr Juan Polvillo. Flamenco byggist nú á dögum ekki ein- göngu á dansinum sjálfum og því er veigamikill þáttur sýning- arinnar í höndum söngvarans Juans Manuels P. og gítarleik'ar- ans Antonios Bernals. Gabriela Gutarra hefur helgað sig dansinum frá unga aldri og sótti þjálfun sína til þekktra dansara í Madrid eins og Pacos Romeros, Carmen Cortez, Ped- ros Azoríns og fleiri. í Sevilla dansaði hún meðal annars með Manolo Marín og Farruco, sem er þekktur dansari af sígauna- ættum. Þar samdi hún einnig dansa fyrir flamencohóp José Gabriela Gutarra dansar í Þjóð- leikhúsinu 7. og 8. október. Galváns og ferðaðist með honum um suðurhluta Spánar og Frakk- land. Gabriela semur sjálf sína eigin dansa en flamencodansinn bygg- ist á langri hefð sem hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Drjúgur hluti dansins er saminn eins og andinn blæs henni í bijóst meðan á sýning- unni stendur. Gabriela er nú búsett í Svíþjóð og hefur staðið fyrir danssýning- um þar og víðar á Norðurlöndum svo og í Þýskalandi. Hún hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir frábæra túlkun og dansstíl. Danssýningar hópsins verða á Stóra sviði Þjóðleikhússins 7. og 8. október. „Út úr myrkrinu“ frumsýnt í Norræna húsinu Leikþáttur um alnæmi Ingrid Jónsdóttir og Steinn Ármann í hlutverkum sínum. í NORRÆNA húsinu verður frumsýhdur leikþátturinn „Út úr myrkrinu" eftir Valgeir Skagfjörð, þriðjudaginn 5. október. Leikþátturinn hlaut verðlaun í samkeppni sem landsnefnd um alnæmisvarnir stóð fyrir á síðastliðnu ári. Leikþátturinn tekur tæpar 30 mínútur í flutningi og er ætlun- in að sýna hann á vinnustöðum á höfuðborgarsvæðinu fyrst í stað, en síðar er fyrirhugað að fara með hann út á lands- byggðina. Leikþátturin fjallar um sjúk- dóminn alnæmi og fordóma þá sem honum tengjast. Leikurinn gerist á auglýsingastofu þar sem starfs- fólkið hefur fengið það verkefni að búa tiþ auglýsingaherferð gegn alnæmi. Áhorfendur fylgjast með starfsfólkinu, fremur illa upplýstu, reyna að gera sér í hugarlund hvað muni höfða til almennings og hvers konar auglýsingar muni hitta í mark. En vágesturinn reyn- ist vera nær en nokkurn grunar og starfsfólkið þarf að horfast í augu við sjúkdóminn í nágvígi og jafnframt sína eigin vanþekkingu og fordóma. Þrátt fyrir alvarlegan undirtón verksins tekst hofundi að ijalla um efnið á léttan og mannlegan hátt. í umsögn dómnefndar um leik- þáttinn kom eftirfarandi fram: „Dómnefndin ákvað að veita þessu verki viðurkenningu vegna þess að höfundi tekst að sýna fram á að alnæmi er raunverulegur sjúk- dómur sem snertir fólk persónu- lega. Höfundur hefur greinilega kynnt sér vel viðfangsefni sitt og viðhorf fólks til alnæmisvandans. Hann fjallar bæði um það fólk sem á tilfinningalega um sárt að binda og hefur mælst HlV-jákvætt og þá sem telja sig víðsfjarri allri hættu.“ Leikþátturinn hentar vel til sýn- ingar í kaffi- eða matartímum á vinnustöðum og er það von að- standenda sýningarinnar að takast megi að koma af stað umræðum um alnæmi, orsakir þess og afleið- ingar, því fræðsla og upplýst um- ræða er grundvöllur þess að forð- ast megi sjúkdóminn og jafnframt að lífið sé bærilegra þeim sem smitast hafa eða veikst af alnæmi. Það eru Menningar- og fræðslu- samband alþýðu, landsnefnd um alnæmisvarnir, þjóðkirkjan og Al- þýðuleikhúsið sem standa að upp- v færslunni. Leikendur era Ingrid Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Steinn Ármann Magnússon og Ingvar Sigurðsson. Gerla sér um leikmynd. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Menningar- og fræðslusamband alþýðu sér um sölu á leikþættinum og eru allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. (Fréttatilkynning) Vetrarstarfið í Breiðholtskirkju hefst á morgun Fjölbreyttara starf en fyrr SEGJA má að vetrarstarf Breiðholtssafnaðar hefjist fyrir al- vöru á morgun, sunnudag. Kl. 11 verður barnaguðsþjónusta, en kl. 14 verður síðan messa með altarisgöngu. Að henni lok- inni verður kaffisala kirkjukórsins. Óhætt mun að fullyrða, að safnaðarstarfið verður í vetur fjölbreyttara en nokkru sinni. Guðsþjónustur og barnastarf Guðsþjónustan er eins og í hveij- um kristnum söfnuði miðpunktur safnaðarstarfsins, þar sem allir eru boðnir velkomnir og menn geta í sameiningu tilbeðið Guð og átt sam- félag hver við annan. Eins og sl. vetur verða að öllu jöfnu guðsþjón- ustur í Breiðholtskirkju hvern helgan dag kl. 11 og barnaguðsþjónustur í safnaðarheimilinu á sama tíma. Er þessi háttur hafður á til að gefa allri fjölskyldunni tækifæri til að koma samtímis til kirkju. Fyrsta sunnudag- inn í hveijum mánuði verður þó messa með altarisgöngu kl. 14 og að henni lokinni stendur kirkjukórinn síðan fyrir kaffisölu til fjáröflun^r fyrir starf kórsins. Einnig verða nokkrar fjölskylduguðsþjónustur í vetur. Bænaguðsþjónustur Bænaguðsþjónustur verða, eins og Lögreglan leitar vitna LÖGREGLAN í Reykjavík leitar vitna að ákeyrslu sem varð á bíla- stæðinu við Miklagarð á miðviku- dag, 29. sept., milli kl. 16.30 og 17. Ekið var á blágráa Toyotu Cor- ollu, árgerð 1992. Talið er að háum bíl hafi verið ekið á Toyotuna, þar sem skemmdir eru aðeins á vélarhlíf. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um atburðinn eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. undanfarin ár, alla þriðjudaga kl. 18.30. Er hér um að ræða stuttar helgistundir með lesmessuformi þar sem m.a. er beðið fyrir nauðstöddum, sjúkum og öðrum þeim sem óska fyrirbænar safnaðarins. Kyrrðarstundir í hádegi Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur, að hafa sérstakar kyrrðar- stundir í hádeginu á miðvikudögum. Kyrrðarstundin hefst með tónlist kl. 12, en síðan er ritningarlestur, altar- isganga og fyrirbænir. Eftir stundina í kirkjunni er hægt að fá léttan málsverð í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Eiga þessar stundir í Breiðholtskirkju að geta hentað þeim, sem starfa eða búa í austur- hluta borgarinnar og óska eftir að eiga slíka kyrrðar- og samfélags- stund mitt í önnum dagsins. Samkomur Almennar samkomur verða í kirkj- unni öll sunnudagskvöld kl. 20.30 í umsjá samtakanna Ungt fólk með hlutverk (UFMH). Starfa þessi sam- tök innan þjóðkirkjunnar. Er fyrir- hugað að gera tiiraun með að hafa kvöldguðsþjónustu með altarisgöngu eitt sunnudagskvöld í mánuði. Verða þessar guðsþjónustu með nokkru öðru yfirbragði en venjulegar mess- ur, t.d. hvað tónlistina varðar. 10-12 árastarf(TTT) í vetur hefst starf fyrir 10-12 ára börn. Verður það á þriðjudögum kl. 16.30. Á dagskránni verður efni bæði fyrir stelpur og stráka. Aðalum- sjónarmaður með barnastarfi safnað- arins er Ólafur Schram. Unglingastarfið Ten-Sing Ten-Sing starfið hefst nú á ný eftir eins árs hlé. Er hér um að ræða smvinnuverkefni safnaðarins við KFUM&K og Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmum. Byggist þetta starf mikið á því, að nota þá tónlist sem höfðar til unglinga í dag. Þau syngja sam- an, stofna hljómsveit og æfa leik- ræna tjáningu. Samverur Ten-Sing hópsins eru á miðvikudögum kl. 20. Stjórnandi er Hrönn Jónasdóttir. Mömmumorgnar Mömmumorgnarnir verða eins og áður á föstudagsmorgnum kl. 10-12. Samveran byggist aðallega á því að vera saman og spjalla yfir kaffibolla á meðan börnin leika sér, en öðru hvoru koma gestir og halda fyrir- lestra. Tónlistarstarf Kórs Breiðholtskirkju bíða mörg verkefni í vetur og má í því sam- bandi nefna, að stefnt er að utan- landsferð næsta vor. Er því mikil þörf á nýju söngfólki í allar raddir. Organisti er Daníel Jónasson. Barnakórinn er tekinn til starfa á ný og starfar nú í tveimur deildum. Yngri kórinn er fyrir 6-8 ára börn, en eldri kórinn fyrir 9 ára og eldri. Eru æfingar tvisvar i viku. Stjórn- endur eru Anna Birgitta Bóasdóttir og Árný Albertsdóttir. Kvenfélag Kvenfélag Breiðholts hefurTundi í safnaðarheimilinu annan þriðjudag í mánuði og verður fyrsti fundur á þessu hausti þriðjudaginn 12. októ- ber kl. 20.30. Eru þær konur sem áhuga hafa á að kynna sér félagið hvattar til að koma á fundina. Annað starf Þá er þess að geta, að á mánudög- um kl. 12-15 verður í safnaðarheimil- inu „opið hús“ fyrir atvinnulausa og AA-fundir eru á mánudögum kl. 21. (Fréttatilkynning) Flugukast Námskeið í fluguköstum. Nýtt námskeið hefst í íþróttahúsi Kennara- háskólans sunnudaginn 3. október kl. 10:30. Skráning fer fram á staðnum, allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir. Stangir á staðnum. r Armenn Y Stærsta leikfanga- verslun landsinser í Fákafeni 9 (gengt Mc Donalds). 10% kynningarafsláttur l til 10. október. LEIKFÖNG Fákafeni 9 - Sími 684014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.