Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Tekjur af sölu eigna ríkisins á árinu 1993 Eignasala talin skila 2-300 millj. í stað 1.500 millj. LJÓST er orðið að ríkissjóður raun ekki afla nema 200-300 milljóna króna vegna sölu eigna ríksins á þessu ári en í fjárlögum ársins var gert ráð fyrir að eignasaia skilaði ríkissjóði 1.500 milljónum króna. Stafar þetta fyrst og fremst af því að engar ákvarðanir hafa verið teknar um sölu á hlut ríkisins í lánastofnunum á árinu eins og ráð- gert hafði verið. Samkvæmt upplýsingum Skarp- héðins B. Steinarssonar í fjármála- ráðuneytinu nemur sala á hlut ríkis- Fékk inn- göngu í Tsjajkovskíj tónlistar- háskólann ARINBJÖRN Árnason, píanó- leikari, hefur fengið inngöngu í Tsjajkovskíj tónlistarháskól- ann í Moskvu eftir að hafa þreytt þar inntökupróf í haust. Aðalkennari hans verð- ur prófessor Lev Naumov. Arinbjörn hlaut jafnframt rússneskan námsstyrk sem nægir fyrir skólagjöldum. Arinbjöm er fæddur árið 1971. Hann lauk einleik- araprófi í píanóleik frá Tónlistarskól- anum f Reykjavík árið 1991 og stundaði síðan framhaldsnám í tvö ár við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow í Skotlandi. Undanfarin tvö sum- ur hefur Arinbjöm sótt nám- skeið í Þýskalandi hjá prófessor Lev Naumov, sem mælti með því að hann sækti um skólavist við þennan virta skóla í Moskvu. Þess má geta að Þómnn Ashkenazí stundaði nám við Tsjajkovskíj tónlistarháskólann á sínum tíma. Arínbjöm Ámason ins í íslenskri endurtryggingu 167 millj. króna. Einnig hefur tekist að selja hlutabréf ríkissjóðs í Jarðbor- unum hf. fyrir um 10 millj. króna og er búist við að takist að selja hlut ríkisins í fyrirtækinu fyrir ára- mót en hann er nú 32%. Einnig er ráðgert að seld verði hlutabréf ríkis- ins í Þormóði ramma hf. fyrir ára- mót en ríkið á 20% hlut í félaginu. Á fjárlögum fyrir árið 1992 var áformað að afla 1.100 millj. króna með sölu eigna en niðurstaðan varð sú að söluverðmæti eigna nam um 600 milljónum króna. Þar af voru um 300 millj. bókfærðar sem eigin- legar sölutelqur, en afgangurinn var færður sem eignabreyting í efnahagsreikningi. Gengið til þings Morgunblaðið/Árni Sæberg ALÞINGI íslendinga, 117. löggjafarþing, var sett í alþingishúsinu við Austurvöll að lokinni guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni í gær. Að ofan sjást Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hr. Ólafur Skúlason, biskup Islands (fremst), séra Frank M. Halldórsson, sóknarprestur í Neskirkju, sem predikaði við guðs- þjónustuna, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga úr kirkju í þinghús. Lögreglu- menn stóðu að venju heiðursvörð meðan á setningu þingsins stóð. Sjá bls. 21 „Setning ..." Hlutabréf fyrir 32,5 milljónir seld í Skeljungi að undanförnu UNDANFARNA daga hafa töluverð viðskipti verið með hlutabréf í Skeljungi hf. Þannig hafa samtals verið seld bréf fyrir um 7,9 milljónir króna að nafnverði á genginu 4,1. Markaðsvirði bréfanna nemur því um 32,5 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er seljandi bréfanna Fram hf. c/o Sigurður Einarsson í Vestmannaeyj- um. Sigurður Einarsson vildi hins vegar ekki staðfesta það í samtali við blaðið í gær. Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti hluta bréfanna, en ekki fékkst uppgefið hvaða aðra kaupendur væri um að ræða. Sjópróf eftir 10-12 daga SJÓPRÓF verða haldin innan skamms vegna ásiglingar sem varð þegar danska skipið Sathelit sigldi á Björgu VE 5 út af Surtsey árdegis á miðvikudag. Kristján Torfason hjá Héraðsdómi Suðurlands sagði að rannsóknarlög- reglan í Vestmannaeyjum hefði mál- ið til athugunar en sjópróf færu fram eftir 10 til 12 daga. Samkvæmt hluthafalista á síðasta aðalfundi Skeljungs 12. mars sl. átti Fram hf. 3,03% í félaginu, en frá þeim tíma og til þessa hefur lítið verið um stærri við- skipti með Skeljungsbréf eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá Verðbréfaþingi. Fram var þá áttundi stærsti hluthafinn, en er nú ekki lengur meðal þeirra 15 stærstu með 1,34% hlutafjár eftir að hafa selt sem nemur 1,69%. Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að lífeyris- sjóðurinn hefði keypt hlutabréf í Skeljungi 23. september að nafn- virði 3 milljónir króna eða 12,3 milljónir á markaðsvirði. Þá voru skráð viðskipti með Skeljungsbréf 29. september að fjárhæð 2,5 milljónir á nafnverði á genginu 4,1 og daginn eftý- 2,4 milljónir að nafnverði á sama gengi. Ekki er ljóst hver keypti þessi bréf. A síðasta aðalfundi átti Líf- eyrissjóður verslunarmanna 2,0% af heildarhlutafé Skeljungs sem að nafnverði nam þá 469 milljón- um króna að teknu tilliti til út- gáfu 10% jöfnunarhlutabréfa sem samþykkt var á aðalfundinum. Hlutafjáreign lífeyrissjóðsins var að nafnvirði 9,38 milljónir og var hann 11. stærsti hluthafinn. Mið- að við þessar upplýsingar og hlutafjárkaupin fyrir viku er hlutafjáreign sjóðsins 2,64% og tekur hann sæti Fram sem átt- undi stærsti hluthafinn. JHorcnnlilablb í dag Gunnarsholti lokað 26 langlegusjúklingar leita annarr- ar vistunar 4 Amnesty lnternational____________ Pierre Sané framkvænidastjóri deilir á harðstjóra í þriðja heiminum 14 Einfoldir mcnn í drougolest Mósambik Verkefnin óþijótandi eftir áralanga borgarastyrjöld 17 Leiðari Gagnkrafa almennings 20 Lesbók ► Álfar og vættir á Borgarfirði eystra - Fyrsti íslenzki verkfræð- ingurinn - Ari Trausti skrifar um Monserrat - Vandi ísl. bóka í íþöku - Rabb: Gísli S. Menning/Listir ► Hvað býðst á kvikmyndahátíð? - Tríó Reykjavíkur - Ungir tónlist- armenn í Camerartica - Ástarbréf í Þjóðleikhúsi - Elin Helena í Borgarleikhúsi Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Veggöng FRÁ framkvæmdunum á svokallaðri Ófæru á Óshlíðarvegi. Miklar vegabæt- ur á Oshlíðarveed Bolungarvík. - * ALLMIKLAR framkvæmdir á Óshlíðarvegi hafa staðið yfir í sumar en gert er ráð fyrir að unnið verði þar að vegabótum fyrir um 115 millj. króna í þessum áfanga. Meginverkefnið er bygging tveggja vegskála í svokölluðum Hvanngjám en þar að auki verður vegurinn lækkaður verulega á um 450 metra kafla á þessum stað. í sumar hefur fyrri vegskálinn verið byggður, hann er 65 m lang- ur og stendur við gil sem heitir Hvanngjá innri. J.P.E. bygginga- þjónustan annaðist framkvæmdir við þá byggingu og var því verki lokið 15. september sl. Nú stendur yfir vinna við lækk- un vegarins og er af þeim sökum verulegt jarðrask á þessum slóðum og vegurinn því torfarinn á stutt- um kafla. Það er verktakafýrirtæk- ið Jón og Magnús á ísafirði sem annast verkið og er gert ráð fyrir að því ljúki 1. nóvember nk. Vega- gerðin mun síðan leggja slitlag á vegarspotta þennan fyrir veturinn. Seinni vegskálinn á Hvanngjáar- svæðinu verður boðinn út nú um mánaðamótin en ekki er gert ráð fyrir að hann verði byggður fyrr en næsta vor. Þegar sá skáli hefur risið verða þrír vegskálar á þessu svæði með um 80 metra millibili. Oryggi eykst Að þessum framkvæmdum lokn- um hefur öryggi vegfarenda aukist umtalsvert en talsverð snjóflóða- hætta hefur verið á þessum slóðum þar sem snarbrött gil liggja niður- undir veg. Með tilkomu þessara þriggja vegskála í Hvanngjá á veg- farendum ekki að stafa hætta af srqóflóðum. Vegskálamir fjórir liggja á Óshlíðarvegi; þ.e. 90 metra vegskáli á Steinsófæru, 30 metra vegskáli við Hvanngjá ytri og ann- ar 65 metra skáli við Hvanngjá innri. Vegskálinn sem nú verður boðinn út mun rísa á svokallaðri Ófæru með stiga en heitið er dreg- ið af því að á þeim tímum er menn gengu gjarnan þessa leið til að komast á milli byggða var komið fyrir stiga til að komast yfir kletta þá sem Ófæra er nefnd eftir. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.