Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1993 U- Kvikmyndahátíð í dag Kl. 3. White Marriage — Magdalena Lazarkiewicz leikstýrir. Kynþroskadraumar tveggja stúlkna. Zweite Heimat 1 — Edgar Reitz leikstýrir. Kl. 5. Careful — Guy Madd- in leikstjóri verður viðstaddur. Höfundur Gimli-spítala kominn til íslands. Southern Winds — Ýmsir leikstjórar. Fjórar myndir frá Asíu. Ultra — Ricky Tognazzi 'leikstýrir. Fótboltabullur á leik Juventus og Lazio beijast. Vann verðlaun á Felix 1991. Kl. 7. Léolo — Jean Claude Lauzon leikstýrir. Drengurinn Léolo á skrítnustu fjölskyldu sem sést hefur á hvíta'tjaldinu. London Kills Me — Hanif Kureishi leikstýrir. Leit að skóm í undirheimum Lundúna- borgar. Zweite Heimat 2 — Edgar Reitz leikstýrir. Kl. 9. Flaggermusvinger — Emil Stang Lund. Þijár sögur um mannlegt eðli. Simple Men — Hal Hartley leikstýrir. Gamanmynd um bræður er leita föður síns. Life is Sweet — Mike Leigh leikstýrir. Bresk gamanmynd. KI. 11. Autumn Moon — Clara Law leikstýrir. Japansk- ur túristi í Hong Kong, mynd um ást, vináttu og góðan mat. Síðasta sýning á mánudag. Man Bites Dog — Rémy Belvaux leikstýrir. Henry fjöldamorðingi sótti um belgísk- an ríkisborgararétt. London Kills Me — Hanif Kureish. FASTEIGNASALAN Opið laugardag 11-13 SÝNISHORN ÚRSÖLUSKRÁ Austurströnd Flyðrugrandi Seltjnes Austurströnd Granaskjól Boðagrandi Sólheimar Seltjnes Kambsv. Seltjnes Bollagarðar Víkurbakki Grafarv. 2ja V. 6,3 m. 3ja V. 7,5 m. 3ja V. 5,9 m. 3ja V. 8,2 m. 3ja V. 8,0 m. 4ra V. 8,9 m. 4ra V. 8,0 m. 4ra V. 9,2 m. sérh. V. 11,0 m. sérh. V. 11,9 m. einb. V. 16,5 m. raðh. V. 13,0m. einb. V. 15,0 m-. RUNÓLFUR GUNNLAUGSS0N, rekstrarhagfr. KRISTJÁN V KRISTJÁNSSON, viðskiptafr. ■ FYRSTA mánudag hvers mánaðar heldur T aflfélagið Hell- ir mánaðarmót. Mánudaginn 3. október nk. kl. 20 verður því haldið mánaðarmót. Þátttökugjald er 300 kr. fyrir félagsmenn en 400 kr. fyrir aðra. 60% þátttökugjalda verða síðan í verðlaun fyrir sigur- vegarann. Teflt verður í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Tefldar verða 7 umferðir, Monrad, 10 mín- útna skákir. ■ BLÚSBARINN. Hljómsveitin Cuba Libra kemur fram á Blús- barnum við Laugaveg í síðasta skipti, því hljómsveitin er að hætta störfum. HARÐVIÐARVAl J HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Vesturbær Til sölu 207 fm raðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr í Aflagranda 11. Húsið er tilbúið undir tréverk og málningu. Fullfrágengin lóð með hitalögn í bíla- stæði. Afhendist strax. Til sýnis laugardag kl. 14.00-16.00 Birgir R. Gunnarsson hf., sími 32233. 011 Kfl 01 07A ^ÁRUS VALDIMARSSON framkvæmdastjóri . LI iJV’LlO IV KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli Glæsileg efri hæð - frábært verð Endurnýjuð 5 herbergja efri hæð um 130 fm við Rauðalæk. Nýtt park- et, hýtt gler o.fl. Forstofuherb. með sér snyrtingu. Tvennar svalir. Góður bílskúr. Mikil og góð langtímalán. Verð aðeins kr. 10,8 milljónir. Góðar 4ra-5 herbergja íbúðir Með bílskúrum. M.a. við Lyngmóa, Safamýri, Stelkshóla, Háaleitis- braut og víðar. Skammt frá Hlemmtorgi Neðri hæð með lítilli 3ja herbergja íbúð í tvíbýlishúsi-steinhúsi. Nýleg eldhúsinnrétting. Geymsla o.fl. í kjallara. Laus strax. Tilboð óskast. Af sérstökum ástæðum er til sölu á vinsælum stað í austurborginni glæsileg 6 herbergja efri hæð í þríbýlishúsi með bílskúr. Ákveðin sala. Sérstakt tækifæri fyrir traustan kaupanda. Hentugirgreiðsluskilmálar. Nánari uppl. á skrifst. Á vinsælum stað í smáíbúðahverfi í tvíbýlishúsi 3ja herbergja endurnýjuð neðri hæð. Allt sér. 40 ára húsnæðislán 3,6 millj. Tilboð óskast. Einbýiishús eða raðhús óskast til kaups. Má þarfnast endurbóta. Skipti möguleg á endur- byggðri 4ra herbergja íbúð í lyftuhúsi. Nánar á skrifstofunni. Hveragerði - einbhús - hagkvæm skipti Til sölu mjög gott einnar hæðar timburhús, tæpir 120 fm auk bílskúrs og geymslu, 30 fm. 4 rúmg. svefnherbergi. Skipti möguleg á litlu einbýl- ishúsi á Selfossi eða lítilli íbúð á höfuðborgarsvæðinu. • • • Opiðídagkl. 10-15 Teikningar á skrifstofunni. Almenna Fasteignasalan sf., var stof nuð 12. júní 1944. ALMENNA FASTEIGNASAIÁH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 TÓNVAKAHÁTÍÐ _________Ténlist______________ Jón Ásgeirsson Ríkisútvarpíð og Sinfóníuhljóm- sveit íslands stóðu að hátíðartón- leikum í Háskólabíói sl. fimmtudag, þar sem veitt voru svonefnd Tón- vakaverðlaun, sem að þessu sinni féllu í hlut þriggja listamanna. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari vann keppni tónflytjenda og lék einleik í píanókonsert nr. 3 eft- ir Rakhmaninov. Haukur Tómas- son hlaut Fálsverðlaunin, sem nú eru veitt í fyrsta sinn í tilefni 100 ára fæðingarafmælis Páls ísólfs- sonar tónskálds, fyrir hljómsveitar- verkið Strati. Páll P. Pálsson hlaut heiðursverðlaunin fyrir tónlistar- störf, stjórnaði tónleikunum og lokaverki tónleikanna, Concerto di Guibileo, sem hann samdi 1989. Þriðji píanókonsertinn eftir Rakhmaninov er mjög erfitt píanó- verk en eitt af því sem gagnrýnend- ur fundu fyrrum að því, var hversu píanóhlutverkið var nær hvíldar- laust ráðandi út allt verkið og hljómsveitin því oftast í hlutverki undirleikara, með einstaka ein- leiksstófum hér og þar. Verkið er samið 1909 og þá er tekið að halla degi hinnar rómantísku sólar og tilfinningabyltingin mikla að missa lit sinn og kraft. Þorsteinn Gauti lék þetta erfíða verk af öryggi og var útfærsla hans mjög fáguð og yfirveguð en vantaði þó stundum þann háska, sem tekur í, þegar öllu er stefnt fram á ögurbrún mannlegrar getu og ástríðufullrar túlkunar. Strati eftir Hauk Tómasson er gott verk og mjög vel unnið, á stundum helst til um of, sérstak- lega þar sem margröddun snýst upp í klasakenndan klið. Þáttaskil eru oft mynduð með algerri kyrrun tónefnis og þá verður verkið „sta- tískt“ og form þess ákaflega ein- hæft. Annaðhvort leikur nær öll hljómsveitin mjög þéttan tónvef eða að kyrrðarefnið verkar eins og bið eða niðurlag.' Átökin verða „kaotísk" samfella og oft án innri andstæðna og í heild var mjög lítið leikið með tónandstæður hinna ýmsu hljóðfærahópa hljómsveitar- innar. Lokaverkið á tónleikunum, Concerto di Giubileo eftir Pál P. Pálsson, er litríkt og skemmtilegt verk og t.d. var hrynleikur Páls í lokakaflanum glæsilega útfærður. Hljómsveitin lék mjög vel, bæði verk Hauks og sérstaklega þó verk stjómandans. í heild voru tónleikarnir ánægju- legir og um margt merkilegir. Rík- Þorsteinn Gauti Sigurðsson isútvarpið hefur fundið skemmti- lega leið til að draga upp mynd af íslensku tónlistarlífi og kemur þar við sögu Sinfóníuhljómsveit Is- lands, ungur og efnilegur einleik- ari, tónskáld, sem er að hefja sinn starfsferil, listamaður, sem þegar hefur skilað löngum starfsdegi og síðast en ekki síst er minnst þess manns, sem á stóran þátt í frum- sköpun þess, sem kalla má íslenskt tónlistarlíf. Þannig voru tónleikarn- ir tíminn sem var, sem er að líða og sem ókominn er. ____________________________flfeíEÍM siáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 712. þáttur Örnólfur Thorlacius heldur áfram að vera í senn skemmti- legur og fræðandi. Ég má víst ekki segja í þessu sambandi skemmtilegur og „fróðlegur". Látum svo Örnólf taka við: ,jKæri Gísli! Ég sá fyrir skemmstu kvik- myndina um Júragarðinn þar sem stóreðlur léku lausari hala en eigendur garðsins höfðu ætl- að. A einum stað í myndinni kom eitt skrímslið — sem betur fer meinlaus gróðuræta — nærri þremur sögupersónum og hnerr- aði framan í stúlkubarn. Bróðir stúlkunnar bað fyrir finngálkn- inu: God bless you. Þetta var í texta myndarinnar lagt út „Guð blessi þig“. Það hefur lengi tíðkast hér- lendis að biðja fyrir þeim sem hnerra. Ein skýring á þessu er að upphafseinkenni svartadauða hafi verið hnerri. Raunar er heimild til um þennan sið frá því fyrir plágu: Kölski á að hafa mútað griðkonu í Odda til að biðja ekki fyrir Sæmundi fróða þótt hann hnerraði. Að sjálf- sögðu sá Sæmundur við þeim fetótta í þessu sem öðru og hnerraði svo ákaft í návist kon- unnar að hún stóðst ekki mátið en mælti: „Ærstu ekki, séra Sæmundur; guð hjálpi þér.“ „Ekki held eg þú fáir köku og smjör í kvöld,“ svaraði klerk- ur, en það var þóknun pokursins til konunnar, enda hefur þessi kollega minn, rektor Svartaskóla í París, væntanlega getað flutt ódýrar evrópskar iandbúnaðar- afurðir óátalið til íslands. Hvort sem siðurinn varð til í upphafi fímmtándu aldar eða fyrr hefur það haldist hérlendis fram undir miðjan ágúst 1993 að biðja guð að hjálpa hnerrand- anum. En allt stendur til bóta. Auglýsendur segja að mannkyn- ið hafi beðið 65 milljón ár eftir mynd Spielbergs og þá hlýtur undan að láta hefð sem aðeins verður rakin nokkrar aldir aftur. Þegar við vorum ungir var aldrei íslenskur texti á kvik- myndum og málvemdarmenn voru þeirri hneyksluninni snauð- ari. Fyrir þá sem vildu vita hver drap hvern í myndinni var samt til sölu prentað „prógramm". En í þá daga voru kvikmyndir alltaf auglýstar með íslensku nafni. Þetta er nú á undan- haldi. . . Ég var nýskeð að kaupa handa okkur sonardóttur minni miða á teiknimynd sem styðst við Dýrheima Kiplings. Barn á undan mér í röðinni bað um miða og nefndi íslenskt heiti myndarinnar, Skógarlíf. Miða- salinn leiðrétti barnið: „Já, Jungle Book.“ Eins og þið Kjartan Ragnars sæi ég eftir orðinu bjarndýr úr málinu. Samt komumst við vart hjá því að tala stundum og rita um hvítabjörn - eða þá ísbjörn - þegar orkar tvímælis hvort um er að ræða Ursus maritimus eða aðra birni. Þetta sýnist mér Kjartan staðfesta í ágætu bréfi í 706. þætti þínum: „Reyndar er landbjörn einnig bjarndýr, en þá nefnist hann skógarbjörn." Ég styð tillögu þína, fram komna í 707. þætti, að marka- skorarar verði titlaðir skyttur tii hátíðabrigðis um helgar. Auk þess legg ég til að byssumönnum verði í það minnsta einn dag í viku valið þetta heiti. Lifðu heill.“ ★ Tíningur: 1) Ég er svona stór, sagði skáldið sem frægt er orðið. Jón úr Vör, og enginn annarra mál- spakra manna, hefði sagt: „Ég er af þeirri stærðargráðu/ 2) Ófögur er sú athöfn, og sem betur fer úrelt hér á landi, að ganga milli bols og höfuðs á náunganum. Mönnum er því kannski að vissu leyti vorkunn, þegar þeir segja í staðinn: „að ganga til bols og höfuðs á ein- hverjum“. 3) Snjóa leysir, og snjó tek- ur upp. Þetta gerir eitthvert ópersónulegt afl (guð, náttúran), en „snjórinn tekur“ ekkert upp, enda lítið gefínn fyrir kraftlyft- ingar. 4) Ógeðslegur ofvöxtur hefur hlaupið í sögnina að selja, og virðist nú eitt og annað kunna þá athöfn sem ekki er til þess fært: „Auglýsing getur verið hið mesta augnayndi [sem nú mun sjaldgæft] en hún þarf líka að selja.“ Til frekari áréttingar er þetta merkilega samtal: „Hvern- ig er með útstillinguna? Selur hún mikið? Nei, hún selur ekki mikið, en ég fæ góða horfun á gluggann." Rétt myndað nafn- orð af sögninni að horfa á er áhorf. Þá erum við líka teknir að apa eftir enskumælandi mönnum, stundum kannski í gamni (sem kann að fylgja alvara), að nota sögnina að kaupa um eitt og annað sem við föllumst á eða samþykkjum. Klukkan öskrar. Tími til að vakna. Klukkan er sjö. Litlir hausar og litlar lappir sem vakna á morgnana og ganga í grunnskóla. (Rapar Orri Benediktsson, 12 ára.) ★ Stefán minn, Stefán minn, stingdu inn, stingdu inn þínum, þínum fríðum, fínum afbragðshaus einmitt hér eitthvert sinn. ★ Til er sögnin að fjargviðrast (fjárgviðrast) út af einhveiju eða út í eitthvað. Hún merkir að fjasa eða hafa mörg og stór vanþóknunarorð um eitthvað. Nafnorðið fjargveður (fjarg- viður) er = rekistefna, orða- skak. Maður nokkur hefur lík- lega séð fyrir sér fugla með leið- inlegu vængjablaki eða fjaðra- skaki, þegar hann sagðist livað eftir annað ekki vilja „fjaðrast út í þetta“. Auk þess heyrði kunningi minmeitthvað á þessa leið: Ferð- in gekk lengi fyrir sig, enda hafið þið lagt þránd í götu manna. ★ Hlymrekur handan kvað: Dauð er nú Sigríður sagan, södd lífdaga fékk hún í magann. Það hafði enginn grátið, þegar höfðu þeir látið í hinsta sinn kápuna á snagann. ★ Vilfríður vestan kvað:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.