Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Þeir njóta réttinda sem þeir segja þegnana ekki þola að fá - segir Pierre Sané, framkvæmdastjóri samtakanna Amnesty International, um harðstjóra í þriðja heiminum SENEGALMAÐURINN Pierre Sané, framkvæmdastjóri alþjóðlegn mannréttindasamtakanna Amnesty International, er ósammála þeim sem telja að hefðbundin mannréttindi séu vestræn uppfinning sem eigi ekki við í sumum löndum. „Eg bendi á að leiðtogarnir sem halda þessu fram njóta sjálfir allra þessara sömu réttinda sem þeir neita þegnum sínum um, þeir ferðast eins og þeir vilja, lesa það sem þeir vilja og tjá sig með frjálsuin hætti. 011 aðildarríki SÞ hafa sam- þykkt Mannréttindasáttmálann og geta þess vegna ekki skotið sér undan sumum ákvæðum hans“. Framkvaimdastjórinn er staddur á íslandi í þriggja daga heimsókn. I samtali við Morgunblaðið var Sané spurður hverju Amnesty hefði að hans mati áorkað í 30 ára sögu sinni. „Ef við lítum á það sem tekist hefur að gera fyrir einstaklinga þá hefur Amnesty átt þátt í að þúsund- ir pólitískra fanga hafa verið leyst- ar úr haldi. Félögum okkar út um allan heim hefur einnig'tekist ásamt öðru fólki að stöðva eða koma í veg fyrir pyntingar, brottnám einstakl- inga og pólitísk morð í mörgum tilvikum. Sé litið á heiminn í heild sinni tel ég að samtökunum hafi tekist að fá fólk til að skilja að verndun mannréttinda er hlutverk einstaklinganna. Æ fleiri gera sér grein fyrir því að þeirra eigið fram- tak getur haft áhrif til batnaðar, að mannréttindi eru ekki eingöngu mál sem varða ríkisstjómir. Ég hygg að þessi aukna vitund sé ekki síst Amnesty að þakka. Einnig vil ég nefna að ýmis önnur samtök hafa verið stofnuð af fyrr- verandi Amnesty-félögum til að fást við skyld málefni, samtök lækna og lögfræðinga er vilja tryggja mannréttindi svo að ég nefni dæmi. Enn sem komið er höfum við ekki formlegt samstarf við samtökin Læknar án landa- mæra en á nýafstaðinni ráðstefnu okkar í Boston var samþykkt að vinna að auknum samskiptum við samtök af þessu tagi“. Hertar reglur um innflytjendur Sané sagði aðspurður að samtök- in hefðu gagnrýnt nýsett lög í Þýskalandi um takmarkanir á rétti innflytjenda, þ. á m. þeirra sem vilja láta líta á sig sem pólitíska flóttamenn, til að fá landvistar- leyfi. Þessi nýju lög væru í and- stöðu við alþjóðlegar samþykktir á þessu sviði. Amnesty væri ekki að segja að Þjóðveijar ættu að taka við fleiri útlendingum, það væri rétt að þeir hefðu þegar tekið við mun fleira fólki frá átakasvæðun- um á Balkanskaga en önnur ríki. Þýskaland og fleiri lönd væru að lögfesta takmarkanir á réttindum þeirra sem sækja um landvistar- leyfi og það væri áhyggjuefni. „Við viljum reyna að sjá til þess að ríkin noti reglur sem tryggja að kannað sé með réttlátum og traust- um hætti hvort fólkið eigi rétt á landvist, að tryggt sé að fólk sé ekki send heim í pyntingarklefa eða til aftöku. Það skiptir ekki máli þótt sýnt verði fram á að nær allir aðrir íbúar umrædds lands þurfí ekki að óttast slíka meðferð vegna skoðana sinna, ekkert land er ör- uggt í þeim skilningi". Sané var spurður um deilur á alþjóðavettvangi um skilgreiningu mannréttinda. Talsmenn Kína og fleiri einræðisríkja í þriðja heimin- um fullyrða að vestræn ríki leggi eingöngu áherslu tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og önnur hefðbundin lýð- réttindi. Þessi viðhorf eigi ekki við í bláfátækum ríkjum, þar skipti meira máli að tryggja svonefnd efnahagsleg og félagsleg réttindi sem einnig eru nefnd í Mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Amnesty byggir starf sitt fyrst og fremst á Mannréttindasáttmá- lanum og sinnir einkum einstakl- Morgunblaðið/Þorkell PIERRE Sané, framkvæmda- stjóri Amnesty. ingum sem réttindi eru brotin á, tekið er á umræddum félagslegum og efnahagslegum réttindum af öðrum aðilum og á annan hátt“, segir Sané. „En ég lagði áherslu á það nýlega á ráðstefnu í Vín að ekki mætti flokka mannréttindi, þau væru öll mikilvæg. Ég er því algerlega ósammála þeim sem segja að hefðbundin mannréttindi eigi ekki við í löndum þeirra, auk þess fær almenningur í þessum löndum ekki að tjá sig um málið! Þessi ákvæði, sem leiðtogarnir eru á móti, eru ekki vestræn, þau eru alþjóðleg, eiga alls staðar við.“ Morgunblaðiö/Árni Sæberg Nýr Opel Corsa á íslandi BÍLHEIMAR hf. kynna um helgina nýjan Opel Corsa. Bíllinn verður fáanlegur með 1200 og 1400 rúmsentimetra vélum og kostar hann frá 899 þúsund kr. Bíllinn hefur selst vel í Evrópu að undanförnu. Að sögn forráðamanna Bílheima var Opel söluhæsti bíllinn á íslandi 1955 en markaðshlutdeildin á undanförnum árum hefur ekki verið mikil. Einnig verða kynntar nýjar gerðir Opel Vectra, Opel Astra og Opel Calibra. Myndin er tekin við kynningu á nýjum Opel Corsa í Bílheimum í gær. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi haldið í nóvember Fjórir af fimm fulltrú- um gefa áfram kost á sér FJÓRIR af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðismanna í Kópavogi munu taka þátt í prófkjöri flokksins, sem fram fer 13. nóvember næstkom- andi. Þá hefur Bragi Michaelsson, einn bæjarfulltrúa flokksins, lýst yfir andstöðu við tillögu að golfvelli í Fossvogsdal en aðrir fulltrúar vilja ræða málið í sínum hópi áður en endanleg afstaða er tekin. Gunnar Birgisson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Kópa- vogs, segist stefna á efsta sæti flokksins í fyrirhuguðu prófkjöri og Arnór L. Pálsson segist stefna á annað sæti. Aðrir sem gefa kost á sér eru þeir Guðni Stefánsson og Bragi Michaelsson. Bima G. Friðriksdóttir, þriðji mað- ur á lista flokksins við síðustu sveit- arstjórnarkosningar, mun ekki gefa kost á sér. Hún segir að tími sé kom- inn til að hætta eftir átta ár í bæjar- stjóm. Fyrst sem varamaður og síðan sem bæjarfulltrúi. Þá hafa þau Sig- urður Helgason og Kristín Líndal, sem voru varafulltrúar á síðasta kjörtíma- bili, ákveðið að gefa ekki kost á sér. Golfvöllur í Fossvogi Gunnar Birgisson segir, að oft hafi komið til þess að deiliskipulagi hafi verið breytt eins og tillaga að golfvelli í Fossvogi gerir ráð fyrir. „Þegar athugasemdir eru komnar fram eins og nú tökum við pólinn í hæðina en við höfum enn ekki rætt hvað verður gert,“ sagði hann. Guðni Stefánsson tekur í sama streng og segir að skipulagstillaga að Fossvogi hafi verið auglýst til að fólk gæti tjáð sig um hana og ljóst er að um 3.500 manns em mótfalln- ir golfvellinum. Sagði hann að þegar umræða um deiliskipulag Fossvogs verður tekin upp í bæjarráði og bæj- arstjóm þá muni hann taka afstöðu ásamt sínum félögum. „Ég er ekki vanur að hlaupa útundan mér og tala því fyrst við mína félaga áður en ég gef yfirlýsingar í fjölmiðlum," sagði hann. Arnór L. Pálsson, segist hafa ver- ið því fylgjandi að byggður verði golfvöllur í Fossvogi. Akvörðun hafi enn ekki verið tekin en könnun sem gerð hefur verið hafi kallað fram harkaleg viðbrögð fólks gegn golf- vellinum og það verði að sjálfsögðu skoðað. Hann hafí verið fylgjandi golfvelli og finnist það góð nýting á austurhluta dalsins. „En maður þröngvar engu upp á fólk,“ sagði hann. Álits bæjarbúa leitað Bragi Michaelsson segist standa við þann fyrirvara sem hann hefur gert um að þegar breytt deiliskipulag var auglýst hafi um leið verið leitað álits bæjarbúa á tillögunni. Hann hafí því áskilið sér rétt til að skoða niðustöðuna þegar hún lægi fyrir. „Ég tel ekki fært að ganga gegn vilja yfír 3.000 manna í þessum efn- um og tel því ekki möguleika á að halda áfram með þessa tillögu og mun því ekki staðfesta hana í bæjar- stjóm," sagði hann. Þetta Glæsilega Sumarhús Er Til Sölu Húsið er 65,8 fm2 og er staðsett á einstaklega fallegum og rólegum stað með fallegu útsýni yfir Sogið. Á sama stað er til sölu 50,5 fm2 sumarhús. Upplýsingar á skrifstofu í síma 98-22333 Kvöld og helgarsími 98-21127 SAMTAK f Fl HUSEININGAR LJ GagnheiSi 1, 800 Selfossi. Sími 98-22333, fax 98-22329. Gróðrarstöðin á Hallormsstað 90 ára í TILEFNI af því að 90 ár eru liðin síðan Gróðrarstöð Skógræktar rikisins á Hallormsstað tók til starfa efnir Skógræktin til afmælishátíð- ar á Hallormsstað laugardaginn 2. október kl. 14.00. í afmælinu verð- ur saga gróðrarstöðvarinnar kynnt og farið í skoðunarferð um Mörk- ina, þar sem sérstætt trjásafn með innlendum og erlendum trjáplöntum var opnað formlega í sumar. Saga ræktunartækninnar sl. 90 ár verður skýrð með tilliti til hinna mismunandi tijátegunda og reynt að gera sér í hugarlund hvers megi vænta í þeim efnum í framtíðinni. Farið verður undir leiðsögn Jóns Loftssonar, skógræktarstjóra, inn í Guttormslund, sem tengist áætlun- um Skógræktarinnar á Héraði. Gestum hátíðarinnar er boðið í afmæliskaffi í íþróttahúsi Hallorms- staðaskóla kl. 16.00, þar sem verða flutt ávörp og ræður. I tilefni afmælisins mun Bjarni Snæbjörn Jónsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Skeljungs, af- henda Skógræktinni síðari hluta áætlaðs framlags fyrirtækisins í ár, um 4 milljónir króna, til samstarfs- verkefnis þessara tveggja aðila, sem heitir Skógrækt með Skeljungi. Hluti framlagsins, hálf milljón króna, er sérstök gjöf Skeljungs til hins sér- stæða tijásafns í Mörk. Sigurður Blöndal, segir frá hinu víðtæka menningarhlutverki gróðrarstöðvar- innar fyrir allt Austurland og opnuð verður sýning þar sem saga gróðrar- stöðvarinnar er skýrð í máli og mynd- um. Á sýningunni verður þróun reits- ins lýst með uppdráttum, hvernig hann hefur breyst og stækkað í ár- anna rás, hvemig tijátegundunum hefur fjölgað og fleira. Heiðursgestur hátíðarinnar verður frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.