Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 39
íH&m FOLK ■ BJARNI Á. Friðríksson varð í níunda sæti í -95 kg flokki á heims- meistaramótinu í Hamilton í Kanada. Hann vann eina glímu. Bjarni keppir í opnum flokki á morgun, en Halldór Hafsteinsson keppir í -86 kg flokki í dag. ■ ALLY McCoist, markaskorari Glasgow Rangers, sem fótbrotnaði í landsleik með Skotlandi í Lissa- bon fyrir fímm mánuðum, leikur með Rangers í dag í skosku deild- arkeppninni. ■ ARSENAL mætir Liverpool á Anfield Road í dag, en þar hefur félagið unnið þrjá af síðustu fimm leikjum liðanna. Frægasti leikur lið- anna var í maí 1989, þegar Arsenal „stal“ meistaratitlinum frá Liverpool með marki, 2:0, Michael Thomas á síðustu mín. Thomas er nú leikmaður Liverpool. ■ PETER Reid, 37 ára, fyrrum leikmaður Everton og fram- kvæmdastjóri Man. City, mun leika sinn fyrsta leik með Southampton gegn Sheff. Utd. í dag. I LES Ferdinand, miðheiji QPR, leikur ekki með liðinu gegn Ipswich í dag, _þar sem hann er meiddur á nára. Óvíst er hvort hann verði orð- inn góður fyrir landsleik Englend- inga gegn Hollendingum í Rott- erdam 31. október. H VINNY Samways hjá Totten- ham skrifar að öllum líkindum und- ir nýjan fimm ára samning við félag- ið eftir helgina. KARFA Malev leikur á íslandi Ungverska körfuknattleiksliðið Malev er kominn til íslands í boði KR og mun félagið leika fjóra leiki í ferð sinni. Fyrsti leikurinn verður gegn ÍA á Akranesi í dag kl. 14, en síðan verður leikið gegn UMFS í Borgarnesi á morgun kl. 16. Á mánudaginn kl. 20 leikur Malev gegn UMFT á Sauðárkróki og síðasti leikurinn verður gegn KR á þriðjudaginn kl. 20.30. UM HELGINA Handknattleikur Laugardagvr: Evrópukeppni knrla Höllin: Valur-Tatra.........kl. 16.30 Evrópukeppni kvenna Höllin: Valur-SGLandhaus....kl. 18.30 1. deild kvenna: Vestm.: ÍBV-Vfkingur........kl. 16.30 Sunnudagur: Evrópukeppni karla Seljaskóli: 1R-Virum...........kl. 18 Höliin: Valur-Tatra............kl. 20 Kaplakriki: FH-Stavanger........kl 20 2. deild karla: Austurberg: Fylkir-ÍBK.........kl. 14 Strandgata: ÍH-UBK.............kl. 14 Austurberg: Ánnann - Fjölnir...kl. 20 Seltj’nes: Grttta-Fram.........kl. 20 Blak Laugardagur: 1. deiid karla: Ásgarður: Stjaman-ÞrótturN..kl. 15.30 1. deiid kvenna: KA-húsið: KA-Sindri.........kl. 17.30 Sund Afmælismót SH fer fram í Sundhöil Hafnar- fjarðar f dag, laugardag. Mótier er haldið í tilefni af 50 ára afmæli Sundahallar Hafn- arfjarðar. Móitð er opið. Körfuknattleikur Úrslitaleikur Reykjavikurmótsins í körfu- knattleik karla verður milli Vals og KR að Hlíðarenda í dag kl. 16.30. Knattspyrna Knattspymudeild Breiðabliks og erlendu leikmennimir í tslensku knattspymunni ætla að taka höndum saman og leika ágóða- leik fyrir hjálparstarf Rauða kross íslands, og fer hann fram á sandgrasvellinum í Kópavogi á morgun, sunnudag 3. október og hefst kl. 14. Þar keppa Breiðablik, sem sigraði í 2. deild í sumar, og úrvalslið er- lendu leikmannanna sem ieika hér á landi. Þar munu Serbar og Múslimar leika saman í liði til að sýna samstöðu og um leið til að mótmæla þeirri vargöld sem ríkir í fyrr- um heimalandi þeirra, segir í fréttatilkynn- ingu frá knattspyrnudeild Breiðabliks. Að- gangseyrir verður ekki innheimtur en fólki verður boðið að styrkja hjálparstarfið með fijálsum framlögum meðan á leik stendur. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 39 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN Komast Valsmenn, FH-ing ar og ÍR-ingar áfram? FH-ingar í 24 sæti á styrkleika handknattleiksliða í Evrópu Manchester Uníted til Tyrklands Manchester United leikur gegn tyrkneska félaginu Galatas- aray í 2. umferð Evrópukeppni meist- araliða og fer fyrri leikur liðanna frám á Old Trafford. Man. Utd. hef- ur aldrei áður leikið gegn tyrknesku félagi í Evrópukeppni — eða í 103 Evrópuleikjum frá 1956. Sex fyrrum Evrópumeistarar eru með í 16-liða úrslitum og stefna all- ír a ao Komast i nma erarsotiu íoKa- keppni átta liða, en þá leika fjögur félög í tveimur riðlum. Evrópumeist- ararnir eru auk Man. Utd. Porto frá Portúgal, meistara 1987, sem mætir Feyenoord, meisturunum frá 1970, Steaua Búkarest, 1986, AC Milan, 1963, 1969, 1989, 1990 og Barce- lona, 1992. Guöjón Árnason, leikstjómandi FH-inga, hefur verið einn mesti markahrók ur FH-inga í Evrópukeppninni undanfarin ár. Ólafur Stefðnsson og Dagur Sigurósson. Þessir ungu leikmenn eru nú orðnir lykilmenn Valsliðsins. Þeir verða í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni í dag og annað kvöld. ÞRJÚ 1. deildarlið karla eiga góða möguleika á að feta ífót- spor Selfyssinga og tryggja sér sæti í 2. umferð Evrópukeppn- innar um helgina. íslands- meistarar Vals, ÍR-ingar og FH-ingar verða í sviðsljósinu. Valur leikur báða leiki sína gegn Tatra Koprivnice frá Tékklandi í Laugardalshöllinni í Evrópukeppni meistaraliða. „Við þekkjum ekkert til tékk- lenska liðsins, en reiknum með að leikirnir verða erfiðir — og þá sérstaklega seinni leikur- inn,“ sagði Jón Kristjánsson hjá Val. FH-ingar þurfa að vinna norska liðið Stavanger með þriggja marka mun til að komast áfram í Evrópukeppni borgarliða — ef Stavanger gerir ekki fleiri en 24 mörk, annars þurfa FH-ingar að vinna með fjögurra marka mun, þar sem þeir töpuðu 24:27 í Stavanger. FH hefur áður leikið fimm leiki gegn norskum liðum á Islandi í Evrópu- keppninni — og unnið alla leikina; gegn Fredensborg, Oppsal, Kolbotn og Fredensborg/Ski. ÍR-ingar, sem leika sinn fyrsta leik á heimavelli í Evrópukeppni, leika gegn danska félaginu Virum í EHF-keppninni. Danska liðið vann fyrri leikinn 21:19, þannig að ÍR-ing- um nægir tveggja marka sigur ef Virum skorar ekki meira en 20 mörk, en annars þurfa þeir þriggja marka sigur til að komast áfram. Það má búast við mikilli stemmningu í Seltja- skóla, eins og nú í vikunni er ÍR lagði KA að velli. Þá voru áhorfendur með á nótunum og veitu leikmönnum ÍR mikinn stuðning. Brynjar Kvaran sagði að liðin væru mjög jöfn að styrkleika, þannig að leikurinn ætti að verða tvísýnn. FH ofariega á styrkleikalista Evrópu FH-ingar og Valsmenn komust í 8-liða úrslit i Evrópukeppninni sl. keppnistímabil og hafa örugglega liug á að endurtaka leikinn í vetur. FH-liðið er ofarlega á styrkleikalista Evrópu, sem nær yfir tíu síðustu ár - 1983-1993. Liðið er í 24. sæti, með 30 stig. Barcelona er í .efsta sæti með 257 stig, síðan kemur Metalo- plastica með 195 stig, Essen 177, SKA Minsk 153, ZSKA Moskva 130, Fotez Veszprem, Ungveijalandi, 116, Teka 115, RK Zagrep 100, Dukla Prag 85, Atletico Madrid 83, Steaua Búkarest 82. Fyrir neðan FH eru lið eins og Venissieux, Frakklandi, Kolding, Danmörku, SC Magdeburg, Þýska- landi, Dússeldorf, ASK Frankfurt, Víkingur og Valur. Valsstúlkur leika síðari leik sinn gegn Landhaus frá Austurríki og Stjömustúlkur leika báða leiki sína gegn Alcala Pegaso á Spáni. Evrópudrátturínn Dregið var í Evrópukeppninni í knattspyrnu í gær: Evrópukeppni meistaraliða FC Porto (Portúgal) - Feyenoord (Hollandi) Mónakó (Frakklandi) - Steaua Búkarest (Rúmeníu) Levski Sofía (Búlgaríu) - Werder Bremen (Þýskalandi) FC Kaupmannahöfn (Danmörku) - AC Milan (Ítalíau) Sparta Prag (Tékklandi) - Anderlecht (Belgíu) Manchester United (Englandi) - Galatasaray (Tyrklandi) Lech Poznan (Póllandi) - Spartak Moskva (Rússlandi) Barcelona (Spáni) - Austria Vín (Austurríki) Evrópukeppni bikarhafa Besiktas Istanbúl (Tyrklandi) - Ajax (Hollandi) Parma (Ítalíu) - Maccabi Haifa (Israel) FC Innsbruck (Austurríki) - Real Madrid (Spáni) Torínó (Ítalíu) - Aberdeen (Skotlandi) Benfica (Portúgal) - CSKA Sofía (Búlgaríu) Arsenal (Englandi) - Standard Liege (Belgíu) París St. Germain (Frakklandi) - Craiova (Rúmeníu) Panathinaikos (Grikklandi) - Bayer Leverkusen (Þýskalandi) UEFA-keppnin Átletico Madrid (Spáni) - OFI Crete (Grikklandi) Bayem Múnchen (Þýskalandi) - Norwich City (Englandi) Lazio (Ítalíu) - Boavista (Portúgal) Bordeaux (Frakklandi) - Servette Gefn (Sviss) Glasgow Celtic (Skotlandi) - Sporting Lissabon (Portúgal) Trabzonspor (Tyrklandi) - Cagliari (Italíu) Mechelen (Belgíu) - MTK Búdapest (Ungveijalandi) Valencia (Spáni) - Karlsruhe (Þýskalandi) Inter Mílanó (Ítalíu) - Apollon Limassol (Kýpur) Tenerufe (Spáni) - Olympiakos Piraeus (Grikklandi) Frankfurt (Þýskalandi) - Dnepr (Úkraínu) Austria Salzburg (Austurríki) - Antwerpen (Belgiíu) Kóngsvinger (Noregur) - Juventus (Italíu) Kuusysi Lahti (Finnlandi) - Bröndby (Denmörku) Deportivo La Coruna (Spáni) - Aston Villa (Englandi) Borussia Dortmund (Þýskalandi) - Maribor Branik (Sloveníu) ■Fyrri leikirnir fara fram 19.-20. október, en seinni leikimir fara fram 2.-3. nóvember. 'fR Firmakeppni Gróttu Árlega innanhússmót GRÓTTU í knattspyrnu veróur haldið dagana 8., 9. og 10. október í stóra sal íþróttahússins ó Seltjarnarnesi. Skróning: Kristjón, s. 611937, Kristjón, s. 611201, Kjartan, s. 611184, fax: 679201. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.