Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Þingsetning VIGDÍS Finn- bogadóttir, for- seti Islands, las upp forsetabréf og setti þingið. Þingfundur MATTHÍAS Bjarnason, ald- ursforseti þings- ins, stýrði fyrsta þingfundinum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hlýðir á mál hans úr sæti sínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Setning 117. löggjaf- arþings Islendinga VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, setti 117. löggjafarþing- íslendinga í Alþingishúsinu við Austurvöll í gær. Viðstaddir minnt- ust Eysteins Jónssonar fyrrum þingmanns og ráðherra. Hann andað- ist 11. ágúst, 86 ára að aldri. Þingsetningarathöfnin hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30 og predikaði séra Frank M. Halldórsson sóknarprestur í Nes- kirkju. Hann vék í ræðu sinni að mikilvægi þess að gjæta vel orða sinna, ekki síst í hita stjórnmálanna. Hann hvatti til þess að látið yrði af öllum árásum, kvörtunum, sífri og nöldri út af einskisverðum hlutum. „Þökkum í þess stað Drottni fyrir allt það góða sem við stöðugt verðum aðnjótandi. Við höfum hreint og tært loft - ómenguð vötn og fljót með gnægð fiskjar. Enn sem fyrr veitir landið okkur björg í bú og það svo ríkulega - að við erum í vandræðum með allt það sem við komumst ekki yfir að neyta sjálf. Aldrei hefur verið háð styijöld í nútímamerkingu á okk- ar ástkæra landi. Notum tungu okk- ar til að þakka og vegsama vernd Guðs - náðargjafir hans og hand- leiðslu,“ sagði sr. Frank í ræðu sinni. Að lokinni messugjörð var gengið til þingsalar. Þar las Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, upp for- setabréf um að Alþingi skyldi koma saman til fundar 1. október. Að svo búnu bað hún þess að ættjarðarinnar yrði minnst og leiddi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, þingmennina í fer- földu húrrahrópi til heilla forseta vorum og fóstuijörð. Eysteins Jónssonar minnst Því næst bað forseti íslands Matt- hías Bjarnasson, fyrsta þingmann Vestfjarðakjördæmis og aldursfor- seta þingsins, að stýra þingfundi uns forseti Alþingis yrði kjörinn. Matthí- as bauð þingmenn og starfsfólk Al- þingis velkomið til starfa og lét í ljós þá ósk og von að störf þingsins yrðu landi og þjóð til heilla. Þá minntist hann Eysteins Jóns- sonar, fyrrum þingmanns og ráð- herra, er andaðist á Landspítalanum 11. ágúst, 86 ára að aldri. Hann byijaði á því að rekja ævi Eysteins og störf og sagði síðan m.a. að hon- um hefði á langri og gifturíkri starf- sævi auðnast að eiga gildan þátt í starfi og stríði þjóðar sinnar á leið til sjálfstæðis, framfara og hagsbóta í mörgum efnum. "„Samvinnuhreyf- ingin var honum jafnan hugfólgin og hann var óhvikull forvígismaður hennar um áratugi. I þjóðmálum var hann alla þingmannstíð sína í farar- broddi, oft í flokki landstjórnenda, en stundum í andstöðu við rikjandi stjórn. í ríkisstjórn sinnti hann lengst fjármálum þjóðarinnar og sýndi því starfi gætni og festu. Hann var snjáll ræðumaður, mælskur og rökfastur, traustur málsvari flokks síns og þeirrar stefnumála sem hann bar fyrir brjósti. Undir lok þingferils síi}»- átti hann frumkvæði að setningu laga um náttúruvernd og tók síðan að sér formennsku við framkvæmd þeirra laga. Starfi sínu á Alþingi lauk hann í forsæti sameinaðs þings, ríkur að reynslu og stóð fyrir umbótum í starfsháttum þingsins og starfsað- stöðu þingmanna,“ sagði Matthías. Að ávarpi hans loknu risu þingmenn úr sætum og minntust Eysteins. Þingfundi sem hófst um kl. 14.15 var frestað u.þ.b. hálfri klukkustund síðar til mánudags. j AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL ÞÓRHALLSSON Löggilding lögmanna, tannlækna og lækna hækkaði um 1150% árið 1989 Fæstir fá endurgreitt ólög- mætt gjald fyrir atvinniileyfi GJALDTAKA fyrir leyfi til málflutnings, almennra lækninga og tannlækninga í fjármálaráðherratíð Olafs Ragnars Gríms- sonar var óheimil að mati umboðsmanns Alþingis eins og fram kemur í nýútkominni ársskýrslu hans fyrir árið 1992. Héraðs- dómslögmaður kvartaði yfir gjaldtökunni við umboðsmann Alþingis og fékk hann hluta gjaldsins endurgreiddan eftir athugasemdir umboðsmanns. Indriði Þorláksson skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði ,í samtali við Morgunblaðið í gær að einungis þeir sem greiddu með fyrirvara hefðu feng- ið endurgreitt, þ.e. þrír lögmenn og einn læknir. Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, ákvað með reglugerð nr. 644/1989 um aukatekjur ríkissjóðs að stórhækka gjöld fyrir leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, til almennra lækninga og tannlækn- inga. Nam hækkunin 1.150% eða úr kr. 4.000 í kr. 50.000. Sérfræð- ingsleyfi hækkuðu í 75.000 kr. Starfsleyfi annarra stétta hækkuðu yfirleitt um 60-70%. Umboðsmaður Alþingis lét málið til sín taka vegna kvörtunar frá ónafngreindum hér- aðsdómslögmanni. Það er álit um- boðsmanns að fjármálaráðherra hafi ekki haft fijálsa heimild til að ákveða leyfisgjöld. Reglugerð ráðherra hafði stoð í lögum nr. 79/1979 um auka- tekjur ríkissjóðs. Umboðsmaður tel- ur ljóst að skýra verði lögin svo að heimild til gjaldheimtu fyrir atvinnu- leyfi hafi verið á því sjónarmiði reist að ríkissjóður fengi endurgoldinn eðlilegan kostnað við útgáfu leyf- anna og eftirlit með þeim. Taldi umboðsmaður því að óheimilt hefði verið að byggja ákvörðun fjárhæðar gjaldanna á skattalegum sjónarmið- um um almenna tekjuöflun til ríkis- ins, en fram hafði komið af hálfu fjármálaráðuneytisins að byggt hefði verið á slíkum sjónarmiðum. Um- boðsmaður áleit því að lagagrund- völl hefði skort fyrir gjaldtökunni að því leyti sem um tekjuöflun var að ræða umfram kostnað. Gjaldtak- an væri því ólögmæt. Var þeim til- mælum beint til fjármálaráðuneytis- ins að endurskoða umrædda ákvörð- un og endurgreiða oftekið leyfis- gjald. Skyldi sú leiðrétting látin ná til annarra þeirra sem væru í sömu aðstöðu og héraðsdómslögmaðurinn sem kvartaði. í desember 1991 voru sett ný lög um aukatekjur ríkissjóðs, 1. 88/1991. Fjárhæðir gjalda þar eru að mestu óbreyttar frá því sem var í reglu- gerðinni. Var þar með uppfyllt það skilyrði að lagaheimild væri fyrir skattlagningunni. Á tímabilinu frá því reglugerðin var sett árið 1989 og þar til lögin voru sett árið 1991 var því allnokk- ur fjöldi manna sem greiddi hærra verð fyrir atvinnuleyfi sitt en um- boðsmaður telur lögmætt. Rómarréttarregla Það er sérstakt álitamál sem ekki er tekið á í áliti umboðsmanns hveij- ir eigi rétt á endurgreiðslu. Fjár- málaráðuneytið hefur tekið þá stefnu að greiða einungis þeim sem gerðu fyrirvara í samræmi við rétt- arreglu, sem á ættir að rekja til Rómarréttar (condictio indebiti). Er þar um fjóra menn að ræða, einn lækni og þrjá lögmenn. Fjármála- ráðuneytið getur í þessu efni stuðst við hæstaréttardóm frá 1986 um þungaskatt (H. 1986.462). Dómur- inn taldi álagningu þungaskatts stangast á við stjórnarskrána en meirihlutinn taldi viðkomandi skatt- þegn samt ekki eiga rétt á endur- greiðslu vegna þess að hann greiddi þungaskattinn athugasemdalaust. í sératkvæði Magnúsar Thoroddsens segir hins vegar: „Skattþegnar al- mennt líta svo á, að þeir skattar, sem þeim er gert að greiða, séu lög- lega á lagðir. 1 þessu efni gildir hið fornkveðna „Konungurinn gerir ekki rangt“. Því er það svo, að skattborg- arar eru seinþreyttir til vandræða í þessum efnum og greiða almennt skatta sína fyrirvaralaust í þeirri trú, að þeir séu löglega á lagðir.“ Reglan sem meirihlutinn sló fastri og fjármálaráðuneytið beitir er afar hallkvæm ríkinu en óhagstæð borg- urunum auk þess sem vafasamt er að gjaldkerar hjá hinu opinbera kunni yfirleitt að taka við fyrirvara sem gjaldendur jnlja gera. Loks segja kunnugir að þeir sem t.d. hara viljað gera fyrirvara um greiðslu gatnagerðargjalda hafi fengið þau svör að ekki yrði tekið við greiðsl- unni með fyrirvörum. í öðru máli sem umboðsmaður fjallaði um árið 1992, og sagt er frá í nýju skýrslunni, fengu allir þeir sem greiddu of mikið endurgreitt óháð því hvort þeir gerðu fyrirvara eður ei. Málavextir voru þeir að þau mis- tök urðu við setningu áðurnefndra laga 88/1991 um aukatekjur ríkis- sjóðs að löggiltum endurskoðendum var á einum stað gert að greiða 25.000 kr. en á öðrum 75.000. Taldi umboðsmaður af ýmsum ástæðum eðlilegra að miða við lægra gjaldið. Að sögn Indriða Þorlákssonar hefur öllum þeim sem greiddu of mikið verið endurgreiddur mismunurinn. Grundvallarreglur áréttaðar Þann lærdóm má draga af skýrslu umboðsmanns Alþingis að stjórnvöld hugi ekki nægilega vel að því við álagningu svokallaðra þjónustu- gjalda að gæta löglegra aðferða. i Umboðsmaður tekur enga afstöðu til þess hvort eða hvenær eigi að taka þjónustugjöld. Þegar slíkt er ákveðið verður aftur á móti að gera það á stjórnskipulega réttan hátt. Umboðsmaður vekur í skýrslu sinni athygli á réttarheimildalegum eðlis- mun á þjónustugjöldum og sköttum. Þannig segir í formála að ársskýrslu umboðsmanns: „Um gjaldtöku, eða töku svonefndra „þjónustugjalda", verður að ganga út frá þeirri grund- vallarreglu, að almenningur þurfi ekki að greiða sérstakt gjald fyrir afgreiðslu eða úrlausn stjórnvalda, nema heimild sé í lögum til heimtu gjalds. Þá er það meginregla, að lög þurfi að setja til að gjald megi taka fyrir þjónustu, sem hefur verið veitt almenningi að kostnaðarlausu eða byggt hefur verið á í lögum, að veita skuli endurgjaldslaust. Þar sem heimild er í lögum til þess að taka gjald fyrir opinbera þjónustu, verður að gæta þess við ákvörðun fjárhæðar gjaldanna, að þau séu ekki hærri en sá kostnaður, sem almennt hlýst af því að veita umrædda þjónustu. Forsenda þess að stjórnvöldum sé heimilt að taka hærri fjárhæð fyrir opinbera þjón- ustu, sem lið í almennri tekjuöflun ríkisins, er sú, að fyrir sé að fara skattlagningarheimild í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e.a.s. að í lögum sé meðal annars kveðið á um skattskyldu og skatt- stofn og þar séu reglur um ákvörðun umrædds skatts,“ segir í skýrslu ' umboðsmanns. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.