Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Uppsögn á leikskólaplássum hjá starfsfólki sjúkrahúsa Deilt um hvort brotið sé gegn ráðningarsamningi LÖGFRÆÐINGUR Ríkisspítalanna segir að uppsögn á leikskólaplássum feli ekki í sér slit á ráðningarsamningi starfsmanna. Foreldrar barna á leikskólum Ríkisspítalanna telja leikskólaplássin hluta af ráðningarsamn- ingi og líta svo á að þeim hafi verið sagt upp störfum. Starfsmannafé- lag ríkisstofnana mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum sem heilbrigðis- ráðherra hefur viðhaft varðandi uppsagnir starfsfólks á leikskólum sjúkrahúsanna. Þingflokkur Kvennalista hefur sent frá sér ályktun þar sem boðuðum breytingum á rekstri leikskólanna er harðlega mótmælt. „Við erum ekki sammála þeirri lög- skýringu að uppsögn á leikskóla feli í sér slit á ráðningarsamningi", sagði Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræðing- ur Ríkisspítalanna, í samtali við Morg- unblaðið. „Við treystum því að þessi mál verði leyst þannig að ekki þurfi að reyna á þetta og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þetta verði leyst á næstu vikum“. Jóhannes Pálmason, framkvæmda- stjóri Borgarspítala, sagði alveg Ijóst að Borgarspítalinn fallist ekki á það sjónarmið að hækkun á dagvistar- gjöldum eða lækkun á greiðslum til starfsmanna vegna vistunar bama feli í sér uppsögn, enda ekki um kjör að ræða sem bundin séu með kjara- samningi. Hann sagði að ekki feiigist úr þessu skorið nema fyrir dómstól- um. Brot á ráðningarsamningi Fundur foreldra bama á leikskólum og skóladagheimilum Ríkisspítalanna mótmælti harðlega uppsögnum á leik- skólaplássum bama starfsmanna Rík- isspítalanna. Þess er krafist að heil- brigðisráðherra afturkaili nú þegar þessar uppsagnir þar sem um brot á ráðningasamningi sé að ræða og ör- yggi bamanna í húfí. Mótmæla vinnubrögðum Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur sent frá sér tilkynningu þar sem mótmælt er harðlega þeim vinnu- brögðum sem heilbrigðisráðherra hef- ur viðhaft varðandi uppsagnir starfs- fóiks á leikskólum sjúkrahúsanna. Félagið bendir á að ef gera á rekstrar- breytingar á stofnunum ríkisins og fiytja viðkomandi stofnanir frá ríkinu til sveitarfélaga þyrfti samkomulag að liggja fyrir milli viðkomandi aðila áður en til framkvæmda kemur. Starfsmannaráð endurhæfíngar- og hæfíngardeildar Landspítalans í Kópavogi hefur lýst áhyggjum sínum vegna breýtinga á rekstri leikskóla Ríkisspítalanna. Með þessu sé skapað óvissuástand í rekstri spítalanna, því fastlega megi gera ráð fyrir að þeir starfsmenn sem missi bamaheimilis- pláss muni segja upp störfum. Bent er á að starfsemi leikskólanna sé snið- in að þörfum sjúkrahúsanna. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 2. OKTOBER YFIRLIT: Skammt vestur af landinu er grunnt lægðardrag sem þokast vestur. Yfir Norður-Grænlandi er heldur vaxandi 1027 mb hæð. Við suðurströnd írlands er 976 mb djúp og víðáttumikil Iægð sem þokast austnorðaustur. -— SPÁ: Austlæg átt, víðast gola eða kaldi en sums staðar stinningskaldi síðdegis. Þokuloft og dálítil rigning eða súld öðru hverju austanlands og einnig norðantil á Vestfjörðum en skýjað að mestu og úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti verður á bilinu 5-9 stig víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustan strekkingur og fremur svalt. Víða léttskýjað sunnanlands og vestan en skýjað og dálít- il rigning eða slydda um norðan- og norðaustanvert landið. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Norðaustan gola eða kaldi og fremur svalt. Skýjað og smáskúrir norðaustanlands en annars víðast lóttskýjað. Nýir veðurfregnatímar: 1.30,. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsfmi Veðurstofu ísjands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskyjað Halfskyjað Skyjað Snjokoma Skunr Slydduel Slydda Alskýjað * Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig FÆRÐA VEGUM: <ki. 17.30 igær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Viða er þó unniö að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabflum, Gæsavatna- leið er fær til austur frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 ígær hiti UM HEIM að ísl. tíma veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavlk 11 þokumóða Bergen 12 skýjað Helsinki 9 léttskýjað Kaupmannahöfn 10 skýjað Narssarssuaq 1 skýjað Nuuk vantar Osló 8 akýjað Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 20 skýjað Amsterdam 14 rigning Barceiona 22 skýjað Berlín 11 léttskýjað Chicago 14 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 17 skýjað Glasgow 11 rígning á sið.klst. Hamborg 11 skýjað London 13 rigning Los Angeles 19 heiðskírt Lúxemborg 14 skýjað Madrtd 17 skýjað Malaga 24 skýjað Mallorca 23 háifskýjað Montreal 3 léttskýjað NewYork 9 léttskýjað Orlando 17 léttskýjað Parfs 15 skúrásfð.klst. Madelra 22 léttskýjað Róm alskýjað Vín 17 léttskýjað Washington 8 léttskýjað Winnipeg 1 snjóél IDAGkl. 12.00 Heímild: Veöurstol (Byggt á veöurspé kl. 16. Strokufanginn ARNAR Már Víglundsson sem strauk úr Hegningarhúsinu á Skólavörðu- stíg sl, fimmtudagskvöld. Þrátt fyrir mikla leit. lögreglu hefur Arnar Már ékki fundist. Arnar 'er 22 ára að aldri, grannur, 171 sm á hæð, með mjög sítt ljósskollitað hár. Arnar er með hring í nefinu. Hann var klæddur í gallabuxur og bláa vinnuskyrtu. Þeir sem hafa orðið varir við Arnar Má eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Strok fanganna þríggja úr Hegningarhúsinu Söguðu í sundur rimil á baðherbergisglugga Fangelsið er í niðumíðslu, segir forstöðumaðurinn JÁRNSAGARBLAÐ fannst í baðherbergi Hegningarhússins á Skóla- vörðustíg þaðan sem þrír fangar struku að kvöldi fimmtudags. Þeir söguðu í sundur rimil á glugga og komust yfir fangelsisvegginn. Tveir þeirra fundust um kl. 2 sömu nótt í íbúð á Kaplaskjólsvegi en lögregl- an leitar enn þriðja mannsins. 19 fangar eru í Hegningarhúsinu. Þrír fangaverðir voru á vakt þegar strokið átti sér stað. Fangarnir höfðu troðið aðskotahlut í læsingu á dyrum út í fangeisisgarðinn og komust fangaverðir ekki út til að stöðva flótt- ann. Guðmundur Gíslason forstöðu- maður Hegningarhússins telur lík- legt að sagarblaðinu hafi verið smy- glað inn í fangelsið. „Auðvitað er alltaf hægt að smygia hlutum sem lítið fer fyrir. Leit á gestum er ekki það nákvæm," segir Guðmundur. Guðmundur kvaðst sáttur við framgöngu fangavarða þrátt fyrir strokið, en hann ætti þó eftir að fara betur í gegnum málið allt og hann sjálfur bæri ábyrgð á atburðunum. „Allir sem hafa kynnt sér þessi mál vita að öryggismál í 125 ára gömlu húsj er aldrei eins og í fangelsum sem byggð eru í dag. Við búum við það að fangelsið er í niðurníðslu." Guðmundur segir að eigi að halda uppi fullkomnu öryggi í fangelsinu starfi þar ekki nægilegur fjöldi fangavarða. Sigurður Gísli Gíslason lögfræð- ingur Fangelsismálastofnunar sagði að óskað yrði eftir ítarlegri skýrslu frá Guðmundi Gíslasyni forstöðu- manni Hegningarhússins, um við- brögð innan fangelsins og um strok- ið. Þá verður leitað eftir rannsókn RLR um refsiþátt stroksins því það kann að varða við 110. grein hegn- ingarlaga sem kveður á um að refsi- vert sé að sammælast um að hjálpa hver öðrum við að strjúka. Há- marksrefsing fyrir að sammælast um strok getur varðað fangelsi allt að þremur árum. Einnig verður farið fram á rannsókn á viðbrögðum og aðgerðum fangavarða í tengslum við strokið. Sigurður sagði að unnið hefði ver- ið að því í Hegningarhúsinu, Litla Hrauni og öðrum fangelsum að herða öryggiskröfur og allt sem lýtur að þeim málum. Þær hefðu m.a. beinst að auknum umgangi fangaverða inn á fangagang og auknum tækjabún- aði. Sigurður Gísli sagði að enginn mannanna hefði verið dæmdur fyrir fíkniefnaafbrot heldur hefðu þeir all- ir setið inni vegna auðgunarbrota og skjalafals. Vistheimilinu í Guimarsholti lokað um áramót 26 langlegusjúk- lingar verða að leita annarrar vistunar VISTHEIMILINU í Gunnarshoiti á Rangárvöllum verður lokað frá og með næstu áramótum að tillögu heilbrigðisráðherra. Þar dvelja 26 langdvalarsjúklingar og starfsmenn eru tólf. Rekstrarkostnaður er 35-40 milljónir á ári. Starfsmannaráð Ríkisspítalanna hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun ráðherra um að leggja niður starfsemi vistheimilis- ins. Tómas Helgason, yfirlæknir geðdeildar Landspítalans, segir að vistheimiiið svari í raun til hjúkrunarheimilis fyrir langlegusjúklinga. Tómas sagði að afleiðingar lokun- ar færu eftir því hvort þeir sem búa í Gunnarsholti hafi að einhveiju að hverfa. Ráðherra hafi sagt að ráð- stafanir verði gerðar til þess að vista sjúklingana hjá SÁÁ í Víðinesi og í athvarfi fyrir alkóhólista. Það ætti að geta blessast en ef ekki þá yrðu viðkomandi sveitarstjórnir eða svæð- isstjórnir að sjá þeim fyrir húsnæði og liðveislu. Sagði hann að lítil hreyfing væri á vistmönnum og að margir væru langdvalarsjúklingar. „Þetta svarar í raun til hjúkrunarheimilis fyrir iík- amlega sjúka,“ sagði hann. „Þarna er um að ræða menn sem ekki hefur tekist að hjálpa á öðrum deildum eða með þekktum aðferðum og þá er þeim útvegaður samastaður, um- mönnun og svolítil vinna, þeim sem það geta, í vímulausu umhverfi í Gunnarsholti." í frétt frá Starfsmannaráði Rík- isspítala er ákvörðun ráðherra harð- lega gagnrýnd. Með þessari ákvörð- un sé verið að svipta fjölda fólks atvinnu og skapa óöryggi og óvissu fyrir vistmenn sem eiga hvergi höfði að halia. Þá segir: „Starfsmannaráð Ríkisspítalanna telur þessa ákvörðun vera vanhugsaða og tekna í fljót- færni og hvetur ráðherrann til að draga ákvörðun sína til baka hið fyrsta. Ljóst er að flestir þeir sem nú dvelja að Gunnarsholti þurfa lang- tímavistun og ekki verður séð að fé sparist við að flytja þá af einni stofn- un á aðra." Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Guðmund Árna Stefáns- son, heiibrigðismálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.