Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 36
“1 36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Þessi gólfdúkur hentar sér- staklega vel með tilliti til þess að börn eru á heimilinu. Sjúklingar sem þjást af minnisleysi eru alltaf beðnir að greiða fyrirfram. Því miður. HÖGNI HREKKVISI S I /VT| , E6 HELÞ AE> þAO SÉO AV> TALA SAMAN • ' BEEF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Skemmdar star fsemin í heilbrigðiskerfinu Frá Aðalheiði Jónsdóttur: Hér hefur margt verið að gerast á síðustu tímum sem vert er að hug- leiða og meta að verðleikum, ef fólk vill lifa í heilbrigðu og réttlátu samfé- lagi. Vítt og breitt um þjóðfélagið gýs upp spilling, athyglisvert er að kratarósimar þrífast þar einkar vel. — í tíð þessarar ríkisstjómar hafa kratar hreiðrað um sig víðsvegar í kerfinu, — hæfileikar skipta ekki máli, kratar skulu það vera. Ömur- legast er að oft er um æviráðningu að ræða, svo að hætt er við að kratar geti enn um sinn haft óskemmtilega mikil áhrif á þjóðfélagsgerðina, þótt þeir hverfi úr ríkisstjóm. Svo virðist sem kratar hafi haft forystu í að umtuma og rústa vel- ferðarkerfinu og finna upp nýjar og nýjar leiðir til að spilla kjörum hinna verst settu. — En Islendingar geta sjálfum sér .um kennt. Margir áratug- ir em síðan Alþýðuflokkurinn átti að geispa golunni. Sumir gerðu sér vonir um að skárra ástand mundi skapast í heil- brigðismálum, þegar eðalkratinn úr Hafnarfirði tillti bossa sínum í stól heilbrigðisráðherra. En líklega hefur Guðmundur Árni haft öllu meiri hug á utanlandsferðum og dagpeningum en að ráða bót á skemmdarverkum fyrirrennara síns og flokksbróður, því að aldrei hefur hjól heilbrigðis kerfisins snúist með meiri hraða rangsælis en nú: Nýir skattar á sjúkl- inga, heilsukort og annað slíkt, sem þú borgar eða þú færð enga sjúkra- húsvist hvað sem við liggur nema greiða allt að fullu. — Islendingar hafa talið fram að þessu að það væri ekkert gustukaverk, þótt ríkið héldi uppi heilbrigðiskerfinu, þá fjár- muni, sem til þess færu, hefðu skatt- borgaramir greitt gegnum tíðina og væru alltaf að greiða. fram á næsta þingi hveijir styðja heilbrigðisráðherrann, nema hann verði búinn að ganga frá öllu áður en þing kemur saman og Guðmundur Árni geti gert allt upp á sitt eindæmi eða ódæmi eins og utanríkisráðherra. í öllu þessu kratafargani væri gaman að skoða örlítið biðlaunabatt- eríið, sem er svo rausnarlegt við sína menn að það kann sér ekkert hóf að margra dómi, ef vinnuveitendur í einkageiranum væru svo örlátir við sitt fólk væru engir láglaunahópar til á íslandi. Sagj, er að biðlaun Guðmundar Árna séu tæpar 300 þús. kr. á mán- uði. Biðlaun miðast reyndar við að menn þurfi að bíða eftir að fá starf, • en það er eins og menn eigi erfitt með að átta sig á því. Spillingin slær um sig Biðlaunabatteríið Enginn flokkur hefur sýnt annan eins fantaskap í velferðarkerfinu sem kratar. — En væntanlega kemur það Samfundur fermingarbama í Olafsvallakirkju á Skeiðum Frá Axel Arnasyni Það er von mín og ósk að koma á sérstökum samfundi ferming- arbama Stóra-Núpsprestakalls fýrsta sunnudag í október ár hvert héðan í frá, eins konar dag endumýj- unar játningar og einnig til að huga sérstaklega að því sem játað var á fermingardeginum. Þessi stund sem verður, er og tækifæri til að koma saman til samfundar og samfélags Guðs og manns. Fermingarundirbúningur hefst þann sama dag í prestakallinu. Ferm- ingarböm er fermast í Ólafsvalla- kirkju ogStóra-Núpskirkju árið 1994 taka þá á móti Biblíum sem söfnuð- irnir gefa þeim. Ég vil því sérstaklega hvetja ferm- ingarböm liðinna ára til að fjölmenna og taka einhvern með sér til kirkj- unnar til að eiga uppbyggjandi stund við borð Drottins. Hún hefst kl. 14. Á næsta ári verður samfundur I Stóra-Núpskirkju í Gnúpveijahreppi. Ólafsvallakirkja á Skeiðum er um 80 km frá Reykjavík. Altaristafla kirkjunnar er máluð af listamannin- um Baltasar. Hún er áhrifarík mynd sem dregur fram merkingu altarisins í kirkjunni og nærveru Jesús við borðið sem hann hefur blessað. Þátt- taka í hinni heilögu máltíð verður mönnum ljós. Hún er því kjörinn sunnudagsbíltúr fyrir þá sem utan sóknanna búa og vilja huga sérstak- lega að játningu sinni. AXEL ÁRNASON, sóknarprestur, Stóra-Núpsprestakalli. Alltaf leggur leiðan daun af spill- ingunni en átakanlegast er þó þegar hún blómstrar innan veggja Alþing- is. — Fjölmiðlar hafa allmikið rætt um biðlaun að undanförnu, bæði bið- laun Guðmundar Áma svo og biðlaun þeirra krataþingmanna sem sögðu upp þingmennsku til að ganga inn í önnur störf. Svo var helst að heyra að eitthvað merkilegt væri að ger- ast, því að þeir hefðu hafnað biðlaun- um. Undarlega að orði komist, að þeir hafi hafnað. Er það rétt máls- meðferð að tala um að hafna því sem menn eiga engan rétt á. Guðmundi Árna fannst reyndar ólíku saman að jafna, þar sem þeir hefðu allir fengið betur launuð störf en þeir áður höfðu hann aftur á móti lægri laun. — En til þess að fá vinnufrið við að bæta ástandið í heilbrigðiskerfinu ætlaði hann að afsala sér biðlaunum!! Varla trúi ég öðru en Vigdís for- seti fylgist með öllu því sem þessir menn gera fyrir þjóð sína, svo fram- arlega sem hún er á landinu og veiti þeim fálkaorðu. Það er alltaf yndis- legt að fá að veita heiðursmerki eins og allir vita. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. Víkveiji skrifar Sparnaður er það, sem allir leggjá áherzlu á nú um þessar mund- ir. Tekjur þjóðarinnar og fólksins í landinu dragast saman og þá er ekki um annað að ræða en að draga úr útgjöldunum á móti, enda litlir sem engir möguleikar til að auka tekjurnar með yfírvinnu eða öðrum slíkum hætti. Þetta er sjálfsagður hlutur í heimilishaldi hverrar fjöl- skyldu og gengur væntanlega vel hjá flestum. Fólkið heimtar einnig sparnað hjá hinu opinbera, en þá vandast málið. Sparnaður þar á bæ, kemur nefnilega niður á fólkinu. Minni vinna verður í boði og sérrétt- indin eru skorin niður. Það vill svo til að starfsfólk hins opinbera hefur í mörgu notið ýmissa sérréttinda umfram almenning í landinu og má þar nefna ódýr rnötuneyti og sér- staka dagvist barna á ríkisspítölum. Sú einkennilega aðferð hefur verið notuð í kjaramálum opinberra starfs- manna að halda grunnlaunum þeirra niðri, en bæta lág laun upp með ýmsum fríðindum og óunninni yfir- vinnu. Þegar þenslan ríkti í þjóð- félaginu, var sérstök dagvistun við ríkisspítalana notuð til að laða konur í vinnu þar, en fram hefur komið að spítalarnir hafi greitt um 30.000 krónur á ári með hveiju barni í dag- vist á vegum þeirra. Þarna verður hið opinbera við kröfunni um að spara í rekstrinum, en þá bitnar sparnaðurinn á fólkinu, sem sparn- aðarins krefst og allt verður vit- laust. Hér ríkir nefnilega gamla góða viðkvæðið, sparnaður á að bitna á öðrum en mér. Þetta mál snýst enn fremur um það, að mati Víkveija, af afnema óeðlileg fríðindi opinberra starfsmanna, hvar í hópi sem þeir eru. Opinberir starfsmenn eiga að sitja við sama borð og aðrir, fá sín laun og lifa af þeim eftir beztu getu, og vafalaust mættu laun margra þeirra vera hærri. xxx um“ úr fjarlægð, í stað þess að leita samvinnu við fólkið um úrlausnir vandasamra mála. xxx Ahinn bóginn er það svo til marks um enn eitt klúðrið hjá valda- mönnum þessarar þjóðar, að starfs- fólk dagvista ríkisspítalanna fær fyrst að vita það í fjölmiðlum að til stendur að segja því upp. Það er eins og okkar háu herrar hafi dreg- ið einhvers konar múr milli sín og fólksins og vilji helzt sitja í fíla- beinsturni sínum og stjórna „puplin- Talandi um sparnað hins opin- bera má svo benda á að um 11 manns frá ríkinu og bönkunum sóttu ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washing- ton í Bandaríkjunum á dögunum. Kostnaður við för þeirra liggur ekki fyllilega ljós fyrir, en þar koma til flugfargjöld og uppihaldskostnaður. Tvær milljónir króna er þó líklega ekki fjarri lagi. Hæpið má telja að nauðsynlegt hafi verið að senda allan þennan flokk manna vestur um haf til að sækja tvær ársskýrslur. Vilji menn ekki nota póstþjónustuna, hefði líklega verið nóg að senda einn eftir bunkanum og dreifa honum svo hér heima. Þó má reyndar gera ráð fyrir því að menn hafi sinnt einhveij- um öðrum erindum í þessari för. Þess má líka geta að miðað við höfðatölu, hefði þátttaka Banda- ríkjamanna á þessum ársfundum verið um 11.000 manns, þar sem sú mikla þjóð er þúsund sinnum fjöl- mennari en við. í í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.