Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 Af misskilningi hjákátlegum Frá Bjarna Kjartanssyni: ÞAÐ ER með algerum ólíkindum, hversu sumir stjórnmálamenn eru illa að sér um hlutverk sitt sem alþingismenn og ráðherrar. Þeir eru komnir með kæk. Kækur sá er í þá veru að ef til ákvarðana þarf að koma, leita þeir einatt til „sér- fræðinga" úti í bæ. Nú síðast tók út yfir allt, þegar ráðherra utanrík- ismála fór í pólitíska fýlu og vildi ná höggstað á forsætisráðherra. Kjósendur eru ekki það vitlausir að þeir láti þyrla ryki í augu sín með svoddan loddaraskap. Þeir vita sem er að virðing ber þeim sem sannir eru af drenglyndi og varfærni í allri framkomu. Kjósendur muna hvern- ig sá hinn sami ráðherra fór að ráði sínu gagnvart Þorsteini Páls- syni á sínum tíma, einnig eru sum- ir þeirrar skoðunnar að ýmis sá vandi sem nú er ill-leysanlegur eigi rætur í þeim jarðvegi sem þá var plægður með sjóðasukki og yfir- borðstjasli. Það er krafa til manna að þeir leggist saman á árarnar en leggi ekki hver til annars þá komið er í brimlendinguna. Vestfirðingar vita þetta og svo er einnig um flesta landsmenn. Stjórnmál í hnífs- stungu-stíl, veit ég að eiga ekki hljómgrunn hjá íslendingum. Jón Sigurðsson, núverandi bankastjóri, skaut allillyrmislega yfir markið, þegar hann ætlaði að leggja nafna sínum Hannibalsbur lið með hjásögli, ef ekki ósannind- um, þá hann greindi frá samskipt- um sínum við þingmenn er hann var að leita fulltingis við lagasetn- ingu um innflutningsmál á síðasta þingi. Ef hægt væri að sanna svo óyggjandi væri að téður Jón hafi farið með blekkingum að þing- mönnum eða að hann segi ekki satt nú þegar skýringa er leitað á skilningi laganna, þá ber að víkja honum samstundis úr embætti ný- fengnu. íslendingar hafa alls engin efni til að hafa amlóða í því sæti. Síðan er það umhugsunarefni hvort þetta síðasta upphlaup um að senda ágreiningsmál milli ráð- herra til umsagnar til ríkislögmanns eða dómstóla sé ekki lokakaflinn í því ferli er kjósendur hafa horft upp á hin síðari ár, þ.e. þingmenn boða lagafrumvarp sem á að hafa tiltekn- ar breytingar í för með sér, allir hlakka til en þegar þingmenn hafa farið með frumvarpsdrögin til sér- fræðinga til umíjöllunar er það oft- ar en ekki að niðurstaðan er bæði tann- og gagnslaus. Minnir þetta ekki á þættina „Já ráðherra“? Munur er þó á, annað er fyndið, hitt sárgrætilegt og rán- dýrt fyrir kjósendur. Ég hvet Davíð Oddsson að auka húsaga hjá sér og láta ekki hina ýmsu merði fara stórum innan stjórnar sem í kerfinu. Ekki er völ á réttlátari og ger- hyglari mönnum en fara með hús- bóndavald í Sjálfstæðisflokknum, það er ekki áhittingur að sá flokkur ber ægishjálm yfir aðra flokka í kosningum, áratugum saman, það VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Hanski tapaðist SVARTUR skinnhanski með pijónastroffi tapaðist, líklega í kringum Laufásveg 12 eða í Kolaportinu, sl. laugardag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 24688. Leðurjakki fannst SVARTUR unglingaleðuijakki fannst í Mosfellsbæ. Upplýsingar í síma 667418. GÆLUDÝR Kettlingar TVEIR tveggja mánaða kettling- ar, fress og læða, óska eftir að komast á heimili hjá dýravinum. Upplýsingar í síma 11264. Myndbandsspóla í óskilum FYRIR alllöngu fannst JVC- myndbandsspóla í Breiðholtsúti- búi Landsbanka íslands. Inni- hald: Brynjólfur Bjarnason, við- tal, 1976, o.fl. Vitjist hjá hús- verði. GÆLUDÝR Kettlingur í óskilum Á ÞJÓRSÁRGÖTU 1 er fluttur inn grár kettlingur með hvítar loppur og hvítan hökutopp, ómerktur. Eigandinn er vinsam- lega beðinn að sækja hann. Sim- inn er 13323. helgast eins og allir vita af því að þegar menn í þeim flokki hafa náð saman um málefni er næsta víst að það samkomulag gengur í gegn- um þjóðfélagið allt. Allar atvinnu- stéttir eiga samnefnara þar, ekki þarf að leita út fýrir raðir flokksins til að finna þau sjónarmið er heil- brigð geta talist og eru án öfga. BJARNI KJARTANSSON, Tálknafirði. LEIÐRÉTTINGAR Heiðdís á Snæ- lands-Ara Springer spaniel hundurinn Snæ- lands-Ari, sem hlaut dóminn 2. besti hundur sýningar Hundaræktarfé- lags íslands sl. sunnudag, er í eigu Heiðdísar Sigursteinsdóttur en ekki Sigrúnar Haraldsdóttur eins og mishermt var í blaðinu í gær. Sig- rún á annan hund, sem er bróðir Ara. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Kjötið dýrara í dálkinum helgartilboð sem birtist í blaðinu á fimmtudag, nánar tiltekið hjá Bónus, var sagt að nautafile kostaði 119 krónur kílóið. Var um misritun að ræða því kílóið kostar 1.199 krónur. Súkkulaðistykk- in eru 48 Þá slæddist önnur villa inn í helg- artilboðin, Kit kat kassinn hjá F&A sem kostar 1.528 krónur inniheldur 48 stór súkkulaðistykki en ekki 18. Beðist er veivirðingar á mistökunum. Rangur tími í grein Árna E. Valdimarssonar, „Hugleiðingar um veðurstofu og veðurfréttir" misritaðist veður- fréttatími. Rétt er setningin svona: „Það var orðinn rótgróinn vani að hlusta á veðurfregnir á þessum föstu tímum í marga áratugi, eink- um á tímana kl. 10.10 og 18.45.“ Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Tunnur, ekki tonn í frétt um síldarsölu Sprota hf. til Rússlands í blaðinu í gær var talað um 250.000 tonn. Þetta eiga að vera 250.000 tunnur. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.