Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
3
Framlag til atvinnumála kvenna
Starfshópur skoð-
ar 150 umsóknir
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTINU hafa borist um 150 umsóknir að upp-
hæð um 350 milljónir vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að
veita 60 milljónir til atvinnumála kvenna. Starfshópur hefur unnið úr
umsóknunum og er gert ráð fyrir að hann skili ráðherra tillögum um
úthlutun á næstunni. Hulda Finnbogadóttir, formaður starfshópsins,
segir að áhersla verði lögð á að veita sem flestum vinnu og hugsanlegt
sé að hægt verði að skapa um 300 stöðugildi samtals.
Ríkisstjórriin tók í júlí ákvörðun
um að veita 60 milljónir sérstaklega
til atvinnumála kvenna og rann um-
sóknarfrestur út 1. september. Hulda
sagði að vegna þess hve umsóknar-
frestur hefði verið stuttur hefði verið
tekið við umsóknum fyrstu vikuna í
september og hefðu samtals borist
um 150 umsóknir frá einstaklingum
og sveitarfélögum. Sé aðeins miðað
við uppgefnar kostnaðaráætlanir er
sótt um samtals 306 milljónir en með
umsóknum um verkefni þar sem
kostnaður er ekki áætlaður eða óviss
er kostnaðurinn kominn upp í um
350 milljónir.
Ólík verkefní
Aðspurð sagði hún að umsóknirn-
ar væru af ýmsum toga og nefndi
hún sem dæmi að sótt væri um fé
til að stofna leirkerjasmiðju, sauma-
stofur með hefðbundin saumaskap,
skinn og fískroð, fiskvinnslu og litl-
ar verslanir. Þá væri sótt um styrki
til að sinna aðhlynningu t.d. aldr-
aðra og fatlaðra, flytja tæki og vél-
ar milli staða, markaðsetja og þróa
o.s.frv.
Hulda sagði að verið væri að
vinna að tillögum um úthlutun til
ráðherra og hefði í þeirri vinnu ver-
ið lögð áhersla á að veita sem flest-
um störf. Þannig væri gert ráð fyr-
ir að veitt yrði til yfir 100 stöðu-
gilda á vegum sveitarfélaga og
u.þ.b. 200 stöðugilda til einstakl-
inga.
Framlög ríkisins til aðila vinnumarkaðarins
1990-93 (upphæðir í þús. kr,)
Til BSRB 1990 1991 1992 1993
Fræðslumál 2.300 1.800 2.500
Hagdeild 680 780 650
Orlofshús 1.600 1.700 2.500
Óskipt 3.000
Alls: 4.580 4.280 5.650 3.000
Til BHMR
Fræðslumál 233 400 400
Hagdeild 250 420
Ails: 483 820 400 0
Til ASÍ
Hagræðingarstarfs. 3.598 4.111
Hagdeild 2.548 2.910
Uppl. um kjaramál 513 525 0
Óskipt 10.500 13.000
Alis: 6.659 7.546 10.500 13.000
Til VSÍ
Hagræðingarstarfs. 1.244 1.421
Hagdeild 1.617 1.848
Óskipt 4.550 7.000
Alls: 2.861 3.269 4.550 7.000
Orlofsheimilasjóður launþegasamtaka
Orlofsheimili 4.890 5.000 5.000 0
Samtals framlög: 19.473 20.915 26.100 23.000
23 milljónir til aðila vinnumarkaðarins
Eðlilegt að endur-
skoða ríkisframlög
FRAMLÖG ríkisins til aðila vinnumarkaðarins nema 23 milljónum
króna á yfirstandandi ári. Eins og greint hefur verið frá í Morgun-
blaðinu fær Alþýðusamband íslands hæstu upphæðina eða 13 milljón-
ir kr., og BSRB þrjár milljónir. Til Vinnuveitendasambands Islands
renna á þessu ári sjö milljónir úr ríkissjóði en framlag til BHMR
féll niður á þessu ári en það var 400 þús. kr. á síðasta ári, skv.
upplýsingum sem fengust í fjármálaráðuneytinu í gær.
Framlög ríkisins hafa ekki verið hvílir engin formlega lagaskylda á
sundurgreind til aðila vinnumarkað-
arins á fjárlögum heldur eru undir
safnliðnum vinnumál, og hefur
ýmist fjárlaganefnd eða félags-
málaráðuneytið skipt fjárhæðunum
niður milli samtakanna, skv. upp-
lýsingum Morgunblaðsins.
Engin lögbundin verkefni
ASI eða VSÍ að vinna að tilteknum
verkefnum fyrir ríkisvaldið. Ég tel
því eðlilegt að annað hvort verði
því komið í lögformlegan farveg
hvað það er sem þessir aðilar taka
að sér fyrir ríkisvaldið eða þá að
þessi framlög verði endurskoðuð
með það að markmiði að afnema
þau,“ sagði Sturla.
„Ég tel eðlilegt að við afgreiðslu
fjárlaga fyrir næsta ár verði þetta
mál tekið upp og skoðað sérstak-
lega. Einkum framlögin til ASÍ og
VSÍ,“ sagði Sturla Böðvarsson
starfandi formaður fjárlaganefnd-
ar Alþingis.
Sturla sagði að um framlög til
Búnaðarfélagsins og Fiskifélags
íslands gegndi nokkuð öðru máli
því þeim fylgdu formlegar skyldur
m.a. um upplýsingaöflun og ýmis
verkefni sem Búnaðarfélaginu
væru falin lögum samkvæmt. „Það
25 ára gamall styrkur
Að sögn Hannesar G. Sigurðs-
sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra
VSí, á ríkisframlagið sér um 25 ára
sögu en það rennur til hagdeilda
samtakanna á vinnumarkaði. Var
þetta upphaflega hugsað sem al-
mennur styrkur til stofnunar hag-
deilda samtakanna. „Við höfum
margítrekað að þetta verði fellt nið-
ur en við viljum að sjálfsögu vera
þarna inni á meðan aðrir fá þessi
framlög," sagði Hannes.
Ve ri ð velkomin á
OSTA
DAGANA
UM HELGINA
LJÚFMETI AF LÉTTARA TAGINU
verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar.
KYNNTU ÞÉR ÍSLENSKA GÆÐAMATIÐ
Birtar verða niðurstöður íslenska
gæðamatsins á ostunum sem teknir voru til mats nú í vikunni.
•
Ostameistari íslands útnefndur.
• - ■
Ostameistararnir verða á staðnum og sitja fijrir svörum um allt það sem
lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum.
OSTARNIRVERÐAÁ KYNNINGARVERÐI
- notaðu tækifærið!
OSTALYST 2
- kynning á nýrri bók.
VERÐ LAUNASAMKE PPNI
- stöðugt verið að draga úr pottinum.
OPIÐ HÚS
að Bitruhálsi kl. 1 -6
laugardag 2. okt. & sunnudag 3. okt.
OSTA OG
SMJÖRSALAN SE