Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
9
íslensk
Mjólk
— vildir þú
venz ún hennar? íslenskir bændur
Hvíldar- OQ skrifborðsstölar
Mikið úrval af leður hvíldarstólum.
Verð frá kr. 25.000,- stgr.
Teg. Megara Teg. Palermo Teg. Parma
kr. 7.300,- stgr. kr. 14.900,- stgr. kr. 11.300,- stgr.
Allt úrvalsstólar með hæðarpumpum
OPIÐ í DAG TIL KL. 16.00.
Visa-Euro raógreidslur
nnranmn
Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði,
sími654100
Stjórnmálamenn og fjölmiðlaathygli
í ræðu sem Douglas Hurd hélt um miðjan september ÍTravell-
ers Club í London gagnrýndi utanríkisráðherra Bretlands breska
fjölmiðla fyrir fréttaflutning þeirra af borgarastyrjöldinni í Bosn-
íu. Sagði hann mjög erfitt fyrir stjórnmálamenn að móta stefnu
á meðan fjölmiðlaathyglin væri jafn mikil og raun bæri vitni.
Flestir fréttamannanna væru alltof hlynntir hernaðaríhlutun í
Bosníu og sagði ráðherrann þá vera stofnfélaga í samtökum
þeirra sem krefðust þess að „eitthvað verði gert“. John Simp-
son, yfirmaður erlendra frétta hjá breska ríkissjónvarpinu BBC,
svaraði ráðherranum í ræðu sem hann flutti hjá Royal Television
Society skömmu síðar. í henni birtast mjög athyglisverð viðhorf
varðandi fréttaflutning sjónvarpsstöðva í málum á borð við Bosn-
íu.
Burtfrá
Bosníu
John Simpson sagði í
ræðu sinni að hann teldi
Hurd líklega vera þann
breska utanríkisráðherra
sem mestum árangri
hefði náð við mótun utan-
ríkisstefnu frá því Ernest
Bevin lét af embætti.
Þrátt fyrir að Bretar
hefðu gengið í gegnum
langvinna efnahags- og
stjórnmálakreppu hefði
Hurd tekist að móta utan-
ríkisstefnu sem gæfi
stefnu Frakka, Banda-
ríkjamanna eða Þjóðverja
ekkert eftir, að minnsta
kosti þangað til Ma-
astricht og Bosnía komu
til sögunnar. Hurd væri
þó ekki einn um það að
hafa klúðrað Bosniumál-
inu og nú væri hann að
reyna að iæðast í burtu
frá því.
Bosnía væri líka farin
að skipta minna máli í
hugum fólks; það væru
ekki bara utanríkisráð-
herrar sem til lengdar
yrðu leiðir á hreinni villi-
memisku. Hingað til hefði
enginn komið niður á
lausn, sem gæti orðið til
að leysa deUuna og Hurd
hefði greinilega Uthm
áhuga á að koma Bretum
í sömu klípu og Banda-
ríkjamenn væru komnir í
í Sómalíu. Þeir hefðu
haldið þangað tU að
hjálpa heimamönnum en
nú væru þeir hataðir af
öUum og aUir krefðust
þess að þeir hyrfu á brott.
Simpson segir að það
hljóti að hafa verið erfitt
fyrir Hiu-d að fylgja þess-
ari stefnu í Ijósi þess að
virt blöð hefðu krafist
þess að Bretar skærust í
leikinn og að á hveiju
kvöldi hefði þjóðin horft
upp á hörmungamar í
sjónvarpi og spurt hvers
vegna þetta væri látið við-
gangast.
Engin
einföldun
„Við höfum hins vegar
ekki, Líkt og suntar aðrar
evrópskar sjónvarps-
stöðvar, tekið afstöðu í
deilunni. Við höfum ekki
reynt að einfalda hlutina
líkt og sumar bandarísk-
ar sjónvarpsstöðvar hafa
gert, jafnvel með því að
ganga svo langt að banna
fréttariturum sínurn að
tala um Bosníu-Serba og
krefjast þess í staðinn að
einungis sé talað um
Serba. Breska sjónvarpið,
sérstaklega með frétta-
flutningi Penny MarshaU
hjá ITN, vakti athygU
umheimsins á hroðaverk-
um Bosníu-Serba í garð
múslima. Við tókum líka
aUir mikla áhættu til að
geta sýnt fram á glæpi
sem framdir voru af Kró-
ötum og músUmum.
Hurd hefur sem utan-
ríkisráðherra ekki mik-
inn tíma til að horfa á
sjónvarp svo líklega hefur
einhver annar sagt hon-
um frá þvi sem þar var
að sjá. Það að horfa ekki
á sjónvarp hefur þó aldrei
hindrað breska sljóm-
málamenn frá þvi að gera
sínar athugasemdir við
fréttaflutninginn eða að
reyna að skipta sér af
honum, oft með hörmu-
legum afleiðingum. Það
er þrátt fyrir það rétt af
Hurd að beina athyglhmi
að því hversu tilviljana-
kennd fjölmiðlaathyglin
er. Ekki síst sjónvarpið
er n\jög undarlegt fyrir-
bæri. Það hefur gífurlegt
afl, er tiltölulega nærsýnt
og á erfitt með að beina
athyglinni að hlutum í
lengri tíma. Margir okkar
em mjög meðvitaðir uin
þetta eðli og gera ’sitt
besta til að vinna gegn
því.“
Almenningur
en ekki frétta-
menn
Simpson heldur áfram:
„Ég held þó að það sem
fari mest í taugamar á
Hurd sé . það hversu
greinilega sjónvarpið
sýnir fólki fram á hvað
er að gerast á stöðum á
borð við Sarajevo þar sem
það gerir honum miklu
erfiðara fyrir að komast
hjá því að gera eitthvað.
Hann ætti þó nð veita þvi
áthygli að þa<I er áhorf-
andinn, í ljósi þess sem
hann sér á skjánum, en
ekki fréttamaðurinn, sem
setur fram þá kröfu að
„eitthvað verði gert“. Ég
myndi gjaman vilja sýna
Hurd einhveija samúð í
þessum efnum en get það
ekki. Líkt og allir stjóm-
arerindrekar og flestir
breskir stjómmálamenn
vill hami sinna sinni vinnu
án afskipta almennings.
Afstaða breskra stjóm-
mála- og embættismanna
til okkar er: „Þið skuluð
ekki hafa áhyggjur af
þessu, greyin. Við emm
sérfræðingarnir, við skul-
um stjóma þessu landi
fyrir ykkur.“ Eina hlut-
verk almenningsálitsins í
þeirra augum er að styðja
s1jómarstefnuna.“
HEIM5PEKILEGT ÆVINTYRI FYRIR BORN
aO gM*a‘°8
0reldrar ceW
ín. Bókin er
aagnWa ■
óttir, press"n,M
Hér er á fer6 óvenjulegt ævintýri sem er í senn bráðskemmtilegt og örvandi
fyrir börn. Draumi e&a veruleika er ætlað að vekja börnin til umhugs-
unar um heimspekileg viSfangsefni, þjálfa hugsun þeirra á skemmtilegan
hátt og örva með þeim gagnrýna og sjálfstæða hugsun. Fengist er við
hugtök eins og vináftu, sanngirni, rétflæti og ranglæti.
Inn í ævintýrið er fléttað heimspekilegum viðfangsefnum og verkefnum
við hæfi ó - 9 ára barna. I bókinni er að finna leiðbeiningar fyrir for-
eldra og kennara um hvernig hún nýtist best til þroskandi samræðna
barna og fullorðinna.
Höfundurinn, SigurSur Björnsson,
hefur lokiS framhaldsnámi í heim-
speki fyrir börn og stundar kennslu
vi5 Heimspekiskólann. Bókin er skreytt
myndum eftir Erlu Siguröardóttur.
á
í
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F