Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1993 17 Danska hljómsveitin Strámændene til Islands LANDSSAMTÖKIN Þroskalijálp hafa með aðstoð ýmissa félagasam- taka boðið dönsku hljómsveitinni Strámændene til íslands. Hljóm- sveitin er skipuð þroskaheftu fólki að undanskildum stjórnandanum sem er níundi meðlimur hljómsveitarinnar. Hljómsveitin sem spilar einkum dans- og dægurlagatónlist kemur frá Lögstör á Jótlandi og hefur starfað þar í meira en 15 ár. Hún hefur gert garðinn frægan víða um Danmörku en lék einnig í Færeyjum vorið 1991 á þingi norrænu samtak- anna sem vinna að málefnum þroskaheftra. Tilefnið að komu Strámændene til íslands er að Landssamtökin Þroskahjálp halda landsþing sitt þessa dagana og ennfremur til að halda upp á þann merka atburð að þroskaheft fólk á íslandi stofnaði eigin félag 20. september sl. Ennfremur stendur frístunda- nefnd Þroskahjálpar fyrir opnum tónleikum í Félagsheimili Sel- tjarnarness sunnudaginn 3. október kl. 15-17. Aðgangseyrir á tónleik- ana verður 500 kr. Eru allir sem unna góðri dægurlagatónlist hvattir til að koma og njóta skemmtilegrar tónlistar og ekki síður þeirrar gleði sem þetta einstæða tónlistarfólk veitir hveijum þeim er á það hlýð- ir, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Silli Bæjarsljórinn á Húsavík, Einar Njálsson, t.v. tekur á móti skjalda- merki Grimsby úr höndum Stephens J. Norton, borgarsljóra. Húsavík Borgarstjórínn í Grimsby í heimsókn Húsavík. BORGARSTJÓRINN í Grimsby, Stephen J. Norton, sem er nýtek- in við því embætti, er nú staddur hér á landi á vegum Islenskra sjávarafurða hf. og kom til Húsa- víkur í fylgd aðstoðarfram- kvæmdastjóra félagsins, Sæ- mundar Guðmundssonar. Norton hefur áður komið til Húsavíkur á vegum fyrirtækisins Young’s, sem eftirlitsmaður með ferskleika og meðhöndlun fram- leiðslu íslensks fisks en nú komin til að kynnast frekar landi og þjóð, verkefnum dg úrlausnum þeirra. Hann hefur verið mjög víðförull, enda segir hann fiskmarkaðinn í Grimsby vera einn þann stærsta í heimi, nái yfir 29.000 ferfet, og þaðan komi fiskur víða að, frá öllu Englandi,_ Skotlandi, Danmörk, Hollandi, íslandi, Noregi og Færeyj- um. Borgarstjórinn átti fund með bæjarstjóranum á Húsavík, Einari Njálssyni, og skiptust þeir á skoð-- unum og lýsti hvor fyrir öðrum stað- háttum og starfsemi sinna borgar og bæjar. Norton sagði að Grimsby og Humberumhverfið væri ein Nýr brunnur fyrir 250 þúsund VATNSBÓL og brunnar eru víða í lamasessi í Mósambik og því sums staðar erfitt um vatnsöflun. Gróðursetning SKÓGRÆKT er eitt af mikilvægustu verkefnunum í mörguin í Afr- íkuríkjum. I Mósambik eru gestir oft fengnir til að planta trjám og lét framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Framkvæmdastj ór i Hjálparstofnunar um ástandið í Mósambik Verkefnin óþrjótandi eftir áralanga styrjöld „í Mósambik ríkir greinilega bjartsýni og það er mikill hugur í fólk- inu sem nú getur farið til heimkynna sinna á ný, endurreist hús sín og komið ræktun og öðrum atvinnuvegum í gang eftir margra ára borgarastríð, hungursneyð og aðrar hörmungar í landinu," segir Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar sem var nýlega á ferð í landinu. Hjálparstofnun mun á næstu misserum ráðstafa fimm milljónum króna til ýmissa uppbyggingarverkefna í Mósambik en þar er um að ræða framlag frá utanríkisráðuneytinu. En hvernig verður þetta fjármagu notað: þekktasta fiskihöfn í heimi og þar væri stöðugt unnið að betri meðferð og nýtingu hráefnis úr sjó og ört færi vaxandi að framleiðendur ynnu fiskinn í neytendapakkningar fyrir þekkt fyrirtæki, en slíkt væri undir mjög ströngu eftirliti og krefðist mikilla rannsókna, en Grimsby væri á því sviði mjög framarlega. Hann taldi Grimsby margt til ágætis, þangað lægju miklar samgöngu- æðar á sjó, landi og í lofti og þar væri stærsta frystivörugeymslur Evrópu. Borgarstjórinn sagðist hafa þekkt Húsavík sem fiskibæ, en nú væri hann að afla sér þekkingar á fleiri sviðum sem hann hefði fengið hjá bæjarstjóranum, sem að loknum fundi ætlaði að sýna sér nærsveitir Húsavíkur. Að loknum umræðum við bæjar- stjóra, fóru borgarstjórinn, bæjar- stjórinn og forstjóri Fiskiðjusam- lagsins, Tryggvi Finnsson, að Hveravöllum til að kynna borgar- stjóranum frekar hitaveitu Húsa- víkur og síðan var farið til Mývatns í sumarblíðunni sem fyrst nú á haustdögum er að sýna sig. - Fréttaritari. „Við tökum einkum að okkur endurbyggingu og nýbyggingu á skólum og vatnsbólum en það kost- ar kringum 250 þúsund krónur að grafa nýja vatnsbrunna og heldur minna ef hægt er að gera við þá sem fyrir eru. Annars eru verkefnin óþijótandi því eftir 15 ára borgara- stríð er landið í rúst og uppskeru- brestur og hungursneyð hefur einn- ig stökkt mönnum á flótta. Skólar og önnur mannvirki eru stór- skemmd og víða ónýt og samgöng- ur eru í molum af sömu ástæðum. Engin ræktun hefur verið stunduð og búpeningur hefur verið étinn eða honum stökkt til næstu landa. í stríðinu flýði fólkið milljónum sam- an frá heimabyggðum, ýmist til næstu héraða þar sem friðvænlegra var eða til nágrannalandanna. Þetta fólk er nú allt að snúa til baka og snýst uppbyggingarstarfið um að hjálpa því að koma sér fyrir og heíja eðlilegt líf í landinu sínu á ný.“ Jónas Þórisson segir að mikið hjálparstarf sé nú unnið á vegum Lútherska heimssambandsins en undir það fellur aðstoð frá hjálpar- stofnunum lútherskra kirkna. Gert er ráð fyrir að veija nærri 900 milljónum króna alls til aðstoðar í Mósambik fram til ársins 1997. Auk kirkjuhjálparstofnana eru margar aðrar hjálparstofnanir að verki í Mósambik. Menn vilja bjarga sér sjálfir „Eins og fram hefur komið í fréttum frá Mósambik þarf að koma milljónum flóttamanna til síns heima,“ segir Jónas Þórisson. „Þessu fólki hefur á undanförnum mánuðum vérið komið fyrir til bráðabirgða í flóttamannabúðum þar sem menn búa við slæmar að- stæður og því er áríðandi að koma mönnum til heimkynna sinna sem fyrst. Þess vegna þarf að byggja upp það sem skemmst hefur og hjálpa fólkinu fyrstu skrefin. Við þurfum bæði að útvega búpening og sáðkorn og síðan þarf að fæða marga fram í mars-apríl á næsta ári þar til uppsker.an fer að gefa eitthvað af sér. í þessari ferð minni sá ég glöggt að fólkið bíður eftir því að geta tekið til hendinni og menn vilja vit- anlega helst bjarga sér sjálfir strax og þeim hefur verið aðeins hjálpað af stað. Mósambik er gjöfult land, þarna eru góð landbúnaðarhéruð og .fremur stutt er niður á grunn- vatn sem auðveldar mjög öflun á neyslu- og áveituvatni. Viðhorfin eru líka allt önnur og breytt eftir að friður komst á og menn vona að hann haldist og eru bjartsýnir á að landið rísi úr öskustónni," segir Jónas Þórisson að lokum. Happdrætti Hjartaverndar n DRÖGUM 8. OKT. Þú geturgreitt miðan þinn með greiðslukorti (D SÍMI813947 r* Wesper SnyderGenerol Corporotion HITABLASARARIMIR, voru ekki á sjávarútvegssýningunni, en þeir eru í notkun, í öllum sjávarplássum landsins og hafa verið í hart nær 30 ár. Þeir eru líka og hafa verið í notkun í flestum Igreinum íslensks atvinnulífs, í jafn mörg ár. iPípurelementanna íWESPER blásurum, eru úr „CUPRO NICKEL“ - blöndu, sem ersnöggt- um sterkari en pípur annarra gerða. iNokkurstykki, af 7 kw., 10 kw., og 19/24 ikw., eru fyrirliggjandi, á óbreyttu verði, frá því |fyrir gengislækkun. i Ný sending sem er væntanleg í næsta mán- uði kemur til með að hækka svolítið í verði, því miður. Element og mótorar, eru oftasttil á lager. WESPER UMBOÐIÐ Sólheimum 26,104 Reykajvík, sími 91 -34932, fax 91-814932. Sögustund á síðdegi í Viðeyjarstofu sunnudaginn 3. október 1993 í ár eru 200 ár frá því Viðey varð stiftamt- mannssetur, æðsta embættissetur landsins. Af því tilefni er nú efnt til sögustundar á sunnudag og hefst hún kl. 14.00. Sr. Þórir Stephensen setur samkomuna, en Jón Böðvarsson flytur erindi um Ólaf Stef- ánsson stiftamtmann. Marteinn H. Friðriksson og Martial Narde- au leika á píanó og flautu, lög frá því um 1800. Þá verða kaffiveitingar, en að lokum verður helgistund í leirgerðarstíl, í Viðeyjarkirkju. Sr. Jakoþ Ág. Hjálmarsson þjónar fyrir alt- ari og sr. Þórir Stephensen flytur prédikun. Bátsferðir verða úr Sundahöfn kl. 13.30 og 13.45. Samverunni lýkur um kl. 16.30. Staðarhaldari. X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.