Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson. '
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Gagnkrafa
almennings
Ferð fjölmennrar sendi-
nefndar stjórnmála- og
embættismanna og banka-
manna á ársfund Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins og Alþjóðabank-
ans í Washington hefur enn
einu sinni vakið upp umræður
um hvar hin eðlilegu mörk séu
varðandi kostnað við þátttöku
í alþjóðlegu samstarfi.
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra segir í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann
telji ekkert óeðlilegt við ferðina
til Washington. „Hingað koma
menn úr fjármálalífinu alls
staðar að og það er eitt af
stærri verkefnum þeirra sem
sækja þessa fundi að hitta
menn úr fjármálastofnunum.
íslendingar hafa verið hér á
Qolda smærri funda til þess að
fjalla um lánamál stofnana og
íslenska ríkisins. Þessir fundir
eru notaðir í þeim tilgangi.
Þetta er oiginlega markaðstorg
slíkra víðskipta sem hér fer
fram þessa dagana," sagði fjár-
málaráðherrann. Hann tók
einnig fram, að kostnaður við
ferðir og uppihald jafnt aðal-
sem varamanna í stjórnum
þessara stofnana væri greiddur
af stofnununum sjálfum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem gagnrýni á ferðakostnað
opinberra starfsmanna er svar-
að á þennan hátt. Vissulega
er nauðsynlegt og eðlilegt, að
fulltrúar íslands sæki fundi á
borð við þá sem haldnir hafa
verið í Washington í vikunni.
Það er alltaf álitamál, hve
margir þeir fulltrúar eiga að
vera. Er hugsanlegt, að heím-
ingi fámennari sendinefnd
hefði getað sinnt þeim störfum,
sem nauðsynleg eru i tengslum
við fundina án þess að það
skaðaði hagsmuni íslensku
þjóðarinnar? Mætti ekki einnig
virkja sendiráð Islands í við-
komandi ríkjum í auknum
mæli þegar fundir af þessu
tagi eru haldnir þannig að ekki
þurfi að ferja embættismenn
alla leið frá Islandi til að fylgj-
ast með umræðum á fundum?
Höfuðatriði málsins að þessu
sinni er þó þetta: á sama tíma
og stjórnmálamenn gera kröfu
til þess, að almenningur taki á
sig auknar skattgreiðslur og
hærri gjöld vegna margvíslegr-
ar opinberrar þjónustu og
bankarnir gera kröfu til þess,
að viðskiptamenn þeirra greiði
háa raunvexti m.a. til þess að
standa undir útlánatöpum
bankanna, er ekki til of mikils
mælzt, að þeir sýni í verki vilja
til að hið sama snúa að þeim
stofnunum sem þeir stjórna.
Almenningur hefur á undan-
förnum árum þurft að sætta
sig við verulega kjaraskerð-
ingu. Á næstu vikum, mánuð-
um og misserum mun ríkis-
stjórnin áreiðanlega fara fram
á það við þjóðina, að hún axli
enn frekari byrðar, jafnt vegna
niðurskurðar á þjónustu og
aukinnar kostnaðarþátttöku
t.d. í heilbrigðismálum.
Forsendan fyrir því að fólk
taki slíkum ráðstöfunum af
skilningi er sú að dregið verði
úr margvíslegum kostnaði sem
fólk telur óþarfan. Þessi kostn-
aður skiptir ekki sköpum í
krónum talið en hann ræður
úrslitum um það andrúm, sem
ríkir í landinu. Þetta verða ráð-
herrar, embættismenn og
bankastjórar að skilja. Það
verður að sjást að þeir geri
sömu kröfur til sjálfra sín og
annarra. Þess vegna liggur ferð
11 manna úr þessum hópi til
Washington undir gagnrýni.
Norður-
landaráð í
ógöngum
Eitthvert skýrasta dæmið um
fundahald stjórnmála- og
embættismanna, sem komið er
í ógöngur er þing Norðurlanda-
ráðs.
í tengslum við umræður um
meint boð til rússneska þingfor-
setans Rúslans Khasbúlatovs
sendi Norðurlandaráð frá sér
fréttatilkynningu þar sem fram
kemur að boðið til hans sé eitt
af mörgum boðum sem sent var
út vegna væntanlegs aukaþings
í Mariehamn á Alandseyjum.
Fulltrúum frá sex öðrum þjóð-
þingum eða þingmannasamtök-
um er einnig boðið til auka-
þingsins í því skyni að styrkja
„alþjóðleg tengsl“ Norður-
landaráðs. Ærinn kostnaður
fylgir þessum boðum og hefur
til að mynda komið fram að
kostnaður við heimsókn Khasb-
úlatovs á Norðurlandaráðsþing-
ið í Ósló nam um sex hundruð
þúsund krónum. Á móti bjóða
svo væntanlega þessi samtök
norrænum fulltrúum á sínar
samkomur. Og svo koll af kolli.
Umbúðirnar í kringum Norð-
urlandaráðsþingin verða sífellt
meiri og dýrari á sama tíma
og innihaldið heldur áfram að
rýrna. Er ekki kominn tími til
að taka þessa starfshætti til
endurskoðunar?
„Kjarni málsins“
eftirLáru V.
Júlíusdóttur
Misskilningur Morgunblaðsins
í forystugrein Morgunblaðsins í
dag, 1. október, er fjallað um það
að á fjárlögum þessa árs er 13 millj-
ónum varið til Alþýðusambandsins
af því fé sem félagsmálaráðuneytið
leggur til vinnumála. í viðtali við
blaðamann Morgunblaðsins á mið-
vikudag greindi ég honum frá helstu
ástæðum þess að eðlilegt sé að sam-
tök launafólks eins og Alþýðusam-
bandið njóti opinberra framlaga.
Morgunblaðið leggur síðan út af
þessu viðtali og segir það liðna tíð
að hagsmunagæslusamtök sem
gegni mikilvægu hiutverki í þágu
umbjóðenda sinna eigi kröfu til fjár-
framlaga úr ríkissjóði. í þessu felst
misskilningur Morgunblaðsins.
Samfélagslegt hlutverk ASÍ
Alþýðusamband íslands gegnir
ekki einungis mikilvægu hlutverki í
þágu umbjóðenda sinna heldur hefur
það mikilvægu þjóðfélagslegu hlut-
verki að gegna. Það er til ráðuneytis
og aðhalds stjórnvöldum í öllum
málum sem lúta að heill almennings,
og tekur þátt í mótun reglna sem
brýnt er að þjóðfélagsleg sátt sé um.
Það tekur til umfjöllunar aðgerðir
stjórnvalda, bæði fræðilega og
tæknilega og veitir póiitískt aðhald.
Sem dæmi um slíkt starf er undir-
búningsvinna að samningi um evr-
ópskt efnahagssvæði. Án virkrar
þátttöku fulltrúa ASÍ í því starfi
hefði ekki tekist að aðlaga okkar
reglur þeim kröfum sem þar voru
gerðar. Annað dæmi um hlutverk
ASÍ er þátttaka í mótun landbúnað-
arstefnu. Þar var um afar viðkvæmt
verkefni að ræða sem nauðsyn var
á að næðist breið samstaða um, verk-
efni sem stjórnmálamenn höfðu
löngu gefist upp á en nú hefur náðst
bærileg sátt um. Sú víðtæka sam-
staða sem náðist með þjóðarsáttar-
samningum stuðlaði að hagsbótum
fyrir þjóðfélagið í heild. Á vettvangi
hagræðingar í fiskvinnslu og út-
færslu á afskastahvetjandi launa-
kerfum hefur ASÍ haft á að skipa
sérfræðingum, sem með vinnu sinni
hafa skapað það traust milli aðila
að verulegur þjóðhagslegur ávinn-
ingur hefur náðst á þessum vett-
vangi á umliðnum árum. Þannig
hefur starf ASÍ leitt til verulega
aukinnar hagræðingar á ýmsum
sviðum og skapað þann trúverðug-
Ieika sem nauðsynlegur hefur verið
svo að sættir tækjust.
Samráðsvettvangur
Stjórnvöldum er undir slíkum
kringumstæðum nauðsyn á að geta
leitað til Alþýðusambandsins og feng-
ið það til þátttöku. Sú þekking, tengsl
og yfirsýn sem ASÍ hefur á málum
Lára V. Júlíusdóttir
„Spyrja má að því í lokin
hvers vegna Morgun-
blaðið fer hamförum yfir
13 milljónum króna til
ASÍ á meðan verið er að
færa samtökum atvinnu-
rekenda í iðnaði einn
milljarð króna af eigum
þjóðarinnar í morgun-
gjöf með því að afhenda
þeim Iðnlánasjóð, samtök
atvinnurekenda í sjávar-
útvegi gera kröfu til
þriggja milljarða í Fisk-
veiðasjóði og bændur á
annan milljarð úr Stofn-
lánadeild landbúnaðar-
ins.“
er ekki til staðar innan ráðuneytanna
og á ekki að vera þar til staðar. Þetta
er hluti af þeirri þríhliða samvinnu
stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar-
ins sem nauðsynleg er og íslensk
stjórnvöld eru í raun skuldbundin til
að viðhafa skv. 96. gr. samningsins
um evrópska efnahagssvæðið og sam-
þykkt alþjóðavinnumálastofnunarinn-
ar (ILO) nr. 144.
Það er almennt viðurkennt að
þessi þríhliða samvinna stjórnvalda
og aðila vinnumarkaðarins sé mjög
árangursrík. Stjórnvöld hafa haft
skilning á þeim kostnaði sem þetta
starf krefst, og skilning á því að
ekki er hægt að ætlast til þess að
fá þetta starf unnið án þess að leggja
eitthvað að mörkum. Það er ekki
eðlilegt að félagsgjöld launafólks séu
látin standa undir þessum kostnaði.
Kostnaði við vinnu sem unnin er
fyrst og fremst í þágu heildarinnar
en ekki einungis launafólks.
Auk þessa gegnir ASÍ víðtæku
upplýsingastarfí ekki bara fyrir fé-
lagsmenn sína heldur þjóðfélagið allt.
Vegna fyrirspurna um réttindamál
og annað er ekki spurt í hvaða félagi
fyrirsþyijandi er, heldur er reynt að
greiða götu allra eftir bestu getu.
Aðstöðumunur
Mikilvægt er að benda á þann
aðstöðumun sem er milli samtaka
atvinnurekenda og samtaka launa-
fólks þegar kemur að þeirri sérfræð-
ingsvinnu sem inna þarf af hendi.
Samtök atvinnurekenda geta kallað
til stárfa við tiltekin verkefni alla
þá sérfræðinga sem þeir þurfa,
launakostnaður vegna þeirra borinn
upp af fyrirtækjunum sjálfum og
frádráttarbær þar sem kostnaður,
enda fara hagsmunir fyrirtækjanna
yfirleitt saman við stefnu samtaka
vinnuveitenda á opinberum vett-
vangi. Vilji ASÍ hins vegar kalla á
fólk úr hreyfingunni til starfa, þýðir
það í flestum tilvikum vinnutap og
frádrátt í launum'. Verra er þó að
ASI hefur almennt ekki aðgang að
sérfræðingum í röðum félagsmanna
og því verða heildarsamtökin að hafa
á að skipa hæfu starfsfólki. Til þess
verður að búa vel að samtökunum,
svo að þau njóti jafnræðis á við sam-
tök_ atvinnurekstrarins
Á hinum Norðurlöndunum gegna
heildarsamtök launafólks svipuðu
þjóðfélagslegu hlutverki og hér á
landi. Þar hafa stjórnvöld viðurkennt
hlutverk samtakanna með framlagi
til þeirra sem hefur numið stórum
hluta af heildarkostnaði við rekstur
þeirra.
Aukin verkefni
Margt bendir til þess að a kom-
andi árum muni hlutverk ASÍ í þjóð-
félagslegu tilliti enn aukast. Með til-
komu EES samningsins og aukinna
skuldbindinga íslenskra stjórnvalda
verður í auknum mæli kallað eftir
tillögum, áliti, samvinnu og samráði
heildarsamtaka launafólks í landinu.
Fjárlagavaldið verður að sjá til þess
eins og hingað til að gera samtökun-
um kleift að sinna þessu hlutverki
sínu.
Spyija má að því í lokin hvers
vegna Morgunblaðið fer hamförum
yfir 13 milljónum króna til ASÍ á
meðan verið er að færa samtökum
atvinnurekenda í iðnaði einn milljarð
króna af eigum þjóðarinnar í morg-
ungjöf með því að afhenda þeim Iðnl-
ánasjóð, samtök atvinnurekenda í
sjávarútvegi gera kröfu til þriggja
milljarða í Fiskveiðasjóði og bændur
á annan milljarð úr Stofnlánadeild
landbúnaðarins. Ekkert þessara at-
riða hefur Morgunblaðið fjallað um
og hvers vegna skyldi það nú vera?
Er það ekki hluti af kjama málsins?
Höfundur er framkvæmdastjóri
ASÍ.
Forréttinda-
hópur eða hvað?
Hvers vegna reka spítalarnir leikskóla?
eftir Köllu Malmquist
í umræðunni um leikskólamál
spítalanna gleymist gjarnan upphaf-
legt grundvallaratriði þ.e. hvers
vegna leikskólarnir eru tilkomnir og
þeim stjórnað frá spítulunum sjálf-
um.
Sem yfirmaður eins svokallaðs
„forréttindahóps" leyfi ég mér að
fullyrða, að ekki hefði verið mögu-
legt að starfrækja góða sjúkraþjálf-
un á Borgarspítalanum án þess
hjálpartækis sem leikskólar Borgar-
spítalans eru.
Það er misskilningur að ein ákveð-
in starfsstétt komi ávallt sínum börn-
um inn á leikskólana, því að þar gild-
ir markaðslögmálið um framboð og
eftirspurn og getur verið breytilegt
frá ári til árs hvar þörfin er brýnust
að mati stjórnenda.
Það er erfitt á þessum síðustu og
verstu tímum að fá vinnufrið á Borg-
arspítalanum og lítill sparnaður er í
því. Spurningin er e.t.v., þegar upp
er staðið: 1) Hver sparar? 2) Hvað
er sparað? Ef breyta á stjórnarfyrir-
komulagi leikskólanna þarf að
tryggja að lausnin sem valin verður,
komi ekki niður á þeim sem síst
skyldi þ.e. sjúklingunum og svo
blessuðum börnunum.
Að mínu mati er heldur ekki rétt
vinnuaðferð að þyrla fyrst upp mold-
viðri og reyna svo að fóta sig og
Kalla Malmquist
rata rétta leið, eins og nú virðist
vinsælasta aðferð stjórnmálamanna.
Höfundur er yfirsjúkraþjálfari
Borgarspítalans.