Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 lí Hvítir S-Afríkubúar bera alræðisstjórnina til grafar Höfðaborg. Frá Anthony Heard, fréttaritara Morgunblaðsins. STUNDIN er loksins runnin upp. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa fallist á að deila valdinu með blökkumönnum og þekkt- ustu hreyfingu þeirra, Afríska þjóðarráðinu (ANC). Nú er komið að því að heimsbyggðin verði við ákalli Nelsons Mand- ela, leiðtoga ANC, og að refsiaðgerðum verði aflétt tafarlaust. Þegar litið er til sögu Suður-Afr- íku er ekki að undra að margir eigi erfitt með gera sér grein fyrir þýðingu þeirra umskipta sem átt hafa sér stað í landinu á undanförn- um vikum. Þing Suður-Afríku hef- ur nú formlega samþykkt að stofn- að verði sérstakt framkvæmdaráð (TEC) sem á að starfa samhliða ríkisstjórninni og undirbúa lýðræð- islegar kosningar í landinu er fram munu fara 27. apríl á næsta ári. í raun þýðir þessi ákvörðun að stjórn hvíta minnihlutans, sem á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1652 er hvítir landnemar settust að í Suður-Afríku, hefur verið bor- in til grafar. Framkvæmdaráðið verður í hlutverki útfararstjórans og mun í raun hafa neitunarvald yfir ákvörðunum stjórnar Þjóðar- flokksins á ýmsum mikilvægum sviðum svo sem á vettvangi efna- hags-, utanríkis- og varnarmála. Þótt ríkisstjórn hvítra muni formlega hafa stjórn landsins með höndum er ljóst að ráðamenn munu ekki geta hundsað stjórnarmið framkvæmdaráðsins en í því situr einn fulltrúi frá samtökum þeim sem þátt tóku í samningaviðræðun- um en þau eru um 20 að tölu. Sem dæmi má nefna að líklegt má telja að samþykki ANC og annarra hópa blökkumanna þurfi nú að liggja fyrir áður en gengið verður frá fjár- lögum næsta árs. I þessu felst stór- brotin breyting því allt fram til þessa hafa hvítir talið að þeir séu hæfastir til þess að leggja mat á hvað blökkumönnum er fyrir bestu. Þing Suður-Afríku, sem skipt er í þijár deildir eftir litarhætti þing- manna, þurfti að staðfesta stofnun ráðsins og má það að sönnu kallast kaldhæðnisleg staðreynd. Svarti meirihlutinn á enga fulltrúa á þingi og vald hvítra á þessum vettvangi hefur verið óskorað. Þar sem Suð- ur-Afríka nýtur viðurkenningar sem sjálfstætt ríki kom það í hlut hvítra að staðfesta þessi umskipti, ekki var um að ræða að valdboð í þessa veru kæmi erlendis frá, t.a.m. frá tiltekinni alþjóðastofnun eða tilteknu nýlenduveldi. Þingdeildir svonefndra „kyn- blendinga" og fólks af asískum uppruna (Indverja) samþykktu stofnun ráðsins og þokkalegur meirihluti var og fyrir hendi í þing- deild hvítra ef undanskildir eru fulltrúar hægri vængsins sem örk- uðu út af þingi og hótuðu borgara- styijöld. Mótspyrna hægri öfgamanna Sú hatramma andstaða sem fram hefur komið á hægri vængn- um við umbótastefnu F.W. de Klerks forseta er að sönnu skugga- legt tákn um það sem í vændum kann að vera. Ofbeldisverkum hvítra öfgamanna fer fjölgandi en þeir telja að verið sé að svíkja þá með sama hætti og gerðist í Alsír á sínum tíma. Fréttir gefa til kynna að hvítir öfgahópar séu raunveru- lega teknir að búa sig undir borga- rastyijöld. Á hinum vængnum hafa hópar róttækra blökkumanna gerst sekir um níðingsverk gagnvart hvítum. Sá sem þetta ritar er þeirrar hyggju að þegar kosningar fara fram á næsta ári muni liggja fyrir að öfgamenn á hægri vængnum eru ekki tilbúnir til að hleypa af stað raunverulegri borgarastyijöld líkt og gerðist í Bandaríkjunum á síðustu öld og í Biafra á þeirri sem við nú lifum. Hins vegar er tæpast við öðru að búast en að einstakir hópar verði reiðubúnir til að standa fyrir hryðjuverkum til að leggja áherslu á málstað sinn. Afstaða Inkhata-hreyfingar Zulu-manna og leiðtoga hennar Mangosuthu Buthelezi veldur einn- ig óvissu og spennu. Buthelezi hef- ur neitað að taka þátt í samninga- viðræðum hvítra og svartra og kosið að standa utan framkvæmd- aráðsins nýja þrátt fyrir að hann hafi sætt miklum þrýstingi frá stuðningsmönnum sínum í Evrópu og víðar. Ef til vill mun De Klerk með stuðningi Nelsons Mandela boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær breytingar sem við blasa í því skyni að leiða í ljós hversu fámenn- ur hópur er í raun andvígur þeim þegar litið er til landsins alls. I skugga ofbeldisins Ofbeldisverkin eru sem skuggi yfir þjóðlífinu og það er yfir allan vafa hafið að þau munu reynast stærsta hindrunin á vegi lýðræðis- ins. Hryllingurinn er daglegt brauð. Orðið „fjöldamorð" hefur glatað þunga sínum og inntaki vegna þess hversu oft það kemur fyrir í fréttum fjölmiðla. Orðið gæti allt eins verið ofnotað hugtak í íþróttamáli. Suður-Afríkubúar eru teknir að venjast því að komast ekki leiðar sinnar yegna mótmæla hinna ýmsu hópa. Á degi hveijum berast fréttir úr hverfum blökkumanna af því að menn hafi ýmist verið skotnir, grýttir eða brenndir til bana. Á heimilum hvítra í úthverfunum er það vinnufólkið sem segir síkar sögur. Af og til eru slík níðings- verk unnin í hverfum hvítra og þá ganga fjölmiðlar af göflunum'. Suður-Afríkubúar geta þó hugg- að sig við eitt. Flest eru ofbeldis- verkin unnin á skika sem svarar til um ,eins prósents af landi því sem heyrir Suður-Afríku til. Þá hefur framkvæmdaráðið ákveðið að koma á fót sérstökum friðar- gæslusveitum sem m.a. er ætlað að fylgjast með framferði öryggis- sveita þeirra sem nú eru starfrækt- ar. Nýju sveitirnar kunna að reyn- ast færar um að draga úr ofbeldis- öldunni ekki síst þar sem allir deilu- aðilar munu taka þátt í rekstri þeirra. Og nú hefur Nelson Mandela loks hvatt samfélag þjóðanna til að aflétta viðskiptaþvingunum gagnvart Suður-Afríku. Þörfin er augljós. Refsiaðgerðir hafa ekki einungis orðið ríkisstjórninni og kynþáttastefnunni að fjörtjóni. Þær hafa lagt efnahag Suður-Afríku í rúst. Atvinnutækifæri fyrir unga Mandela og de Klerk Hugsanlegt er að F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, boði til þjóðar- atkvæðagreiðslu um þátttöku blökkumanna í stjórn landsins með stuðningi Nelsons Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (t.v), sem margir telja að verði næsti forseti landsins. blökkumenn að loknu námi eru engin. Hvítir menn íhuga að flýja landið vegna efnahagsástandsins sem grefur undan afkomu þeirra. Vilji samfélag þjóðanna tryggja að lýðræðistilraunin í Suður-Afríku heppnist og friður haidist ber í senn að aflétta refsiaðgerðum og stuðla að fjárfestingum í landinu. Það er tímabært. Þjóðhátíð- ai’dagiirinn frídagur Ztírich. Frá Önnu Bjarnádóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MEIRIHLUTI Svisslendinga samþykkti í þjóðaratkvæða- greiðslu á dögunum að þjóð- hátíðardagurinn 1. ágúst yrði lögbundinn frídagur. Kantónurnar hafa hingað til ráðið því sjálfar hvort 1. ág- úst væri frídagur. 84% kjós- enda greiddu atkvæði með frídegi fyrir alla þjóðina. 39% Svisslendinga tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Um 7.200 kjósendur í bænum Brig í kantónunni Vallis gátu ekki greitt atkvæði vegna flóða eftir óveður í Ölpunum í lok síðustu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem óveður kemur í veg fyrir atkvæðagreiðslu í sögu svissneska sambandslýðveldis- ins. Meirihluti kjósenda í Zúrich- borg felldi tillögu um lengri opnunartíma verslana. Versl- anir eru nú opnar til 18.30 fjóra daga vikunnar, til 21 á fimmtu- dagskvöldum og 16 á laugar- dögum. Lagt var til að verslan- ir yrðu opnar til kl. 20 í framtíð- inni. 54% kjósenda greiddu at- kvæði gegn því. T K O ÍSLAND h.f. vrsA VISA ÍSLAND UIÐWERÐW^5*' SÉRTILBOÐUUNá FULLORÐNIB^'2'250 nn KYNNA: © 1993 HARLEM GLOBETROTTERS GEGN WASHINGTON GENERALS LAUGARDALSHOLLIN 14. OKt 1993 KL. 20:30 ÍÞRÓTTAHÖLLIN AKUREYRI 13. OKT. 1993 KL. 20:00 ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KAPLAKRIKA 12. OKT. 1993 KL. 20:30 Sölustaðir: STEINAR MYNDBANDALEIGA HAFNARFIRÐI STEINAR AUSTURSTRÆTI, STEINAR MJÓDD SKÍFAN KRINGLUNNI SPORTHÚSIÐ AKUREYRI ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KAPLAKRIKA UPPL. OG SALA MEÐ KREDITKORTUM: í SÍMA 99 66 33 / v/ Eg heiti Iris Telma og það er mynd afmér og mörgum öðrum krökkum í BORGARKRINGLUNNI - Sjáumst!! UOSMYNDARINN Lj I MJODDINNI SIMI 79550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.