Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
Minning
Kjartan Friðgeir
Þorsteinsson
Fæddur 30. júní 1976
Dáinn 25. september 1993
Laugardaginn 25. september
1993 gerðist sá hræðilegi atburður
að vinur minn og félagi, Kjartan
Friðgeir Þorsteinsson, lét lífið í
hörmulegu slysi. Mann setur hljóð-
an, ótal spurningar vakna, en eng-
in svör. Hvemig getur svona lagað
gerst, ungur maður rétt að byija
lífið, lífsglaður, bjartsýnn og ham-
ingjusamur? Sagt er að þeir deyi
ungir sem guðirnir elska.
Kjartan var fæddur 30. júní
1976, sonur hjónanna Rósu Kjart-
ansdóttur og Þorsteins Sigfússon-
ar, svæðisstjóra Orkubús Vest-
fjarða í Strandasýslu. Hann var
einn af þremur systkinum, eldri
systir Guðný Maríanna gift
Tryggva Tryggvasyni, þau eiga
eina dóttur, Rósu Margréti, og
yngri bróðir hans Kári. Kjartan var
alinn upp sín fyrstu ár á ísafirði
en fluttist til Hólmavíkur ásamt
foreldrum og systkinum mjög ung-
, ur og átti heima þar síðan.
Kynni okkar Kjartans hófust er
ég fór að sækja sumarvinnu til
Hólmavíkur fyrir nokkrum árum.
Heimkynni mín við ísafjarðardjúp
og ferðir mínar þangað á sumrin
urðu til þess að kynni okkar héld-
ust og vinskapurinn jókst, enda
heillaðist hver sá sem kynntist
Kjartani af honum. Hann var alltaf
brosandi sama á hveiju gekk, kom
öllum í gott skap með gríni og
glensi. Hann var orðinn stór vina-
hópurinn okkar bæði í Reykjavík
og fyrir vestan. Ávallt var Kjartan
tilbúinn að hjálpa til við sveita-
störfin, og má segja að síðustu ár
hafi hann verið með mér heima
um flestar helgar í frítíma sínum.
í heyskap á sumrin, réttum á
haustin og við annað það er gera
þurfti, og var Kjartan orðinn góður
vinur allra í fjölskyldunni. Það var
sama hvern eða hvar vantaði að-
stoð, alltaf var Kjartan reiðubúinn.
Kjartan var skynsamur og fram-
sýnn maður. Hann hætti í skóla
eftir grunnskólanám og vann hjá
Orkubúi Vestfjarða undir góðri og
öruggri leiðsögn föður síns. Hann
var búinn að kaupa sér nýlegan
bíl nokkru áður en hann fékk bíl-
prófið. Bfllinn stóð bara fyrir utan
hjá honum og var ansi oft bónaður
og þrifínn þar til ökuprófíð var
loksins í höfn.
Það verður erfítt að sætta sig
við að hafa misst góðan og trygg-
an vin, en við sem eftir sitjum
getum aðeins sætt okkur við það,
Mig langar að minnast ömmu
minnar, Ólafar Ingunnar Bjöms-
dóttur, í örfáum orðum en hún lést
í Landspítalanum 22. september sl.
Amma og afi bjuggu á Kársnes-
braut 24 þegar ég fæddist og áttu
heima þar mestalla sína búskapar-
tíð, en áttu heima síðustu árin á
Ásbraut 15.
Ég man eftir ömmu sem glað-
værri persónu og þegar hún hló
gat maður ekki annað en hlegið
líka, því að hún hafði svo smitandi
hlátur. Ég man eftir að amma var
vön að gefa okkur stundum ristað
brauð og heitt kakó, eða þegar hún
hugsaði um mig þegar ég fékk
hettusóttina af því að mamma og
pabbi þurftu að fara aftur heim á
Höfn. En ég man líka eftir ömm-
unni sem var alltaf að minna mig
á að hjálpa mömmu að passa litlu
systkinin mín og laga til, en ég
að honum hafi verið ætlað eitthvað
meira en lífíð hér á jörðu gefur.
Þar eru margir sem syrgja Kjart-
an, en þyngstur harmur er kveðinn
að foreldrum hans og systkinum
því að ávallt var samband þeirra
mjög gott. Guðný systir Kjartans
býr í Reykjavík ásamt manni sínum
og lítilli dóttur sem var sólargeisl-
inn hans Kjartans stóra frænda.
Það var hreykinn frændi, sem kom
með baðþorð undir hendinni til
systur sinnar eftir að hún kom
heim af fæðingardeildinni. Þær
voru ófáar ferðirnar hans til
Reykjavíkur að hitta systur sína
og fjölskyldu hennar.
Það verður dapurlegt að koma
í sveitina og eiga ekki von á Kjart-
ani framar inn úr dyrunum hlæj-
andi með alla sína bjartsýni og
gleði.-Eitt er það sem enginn getur
frá okkur tekið, en það eru allar
ljúfu og góðu minningarnar.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar bið
ég algóðan Guð að geyma góðan
dreng og styrkja fjölskyldu hans
og aðra ástvini.
Einar Rúnar Kristjánsson,
Kirkjubóli, Langadal.
Að morgni sunnudagsins bárust
okkur þau hörmulegu tíðindi að
Kjartan, kærastinn hennar Álf-
heiðar systur, hefði dáið kvöldið
áður.
Seinast þegar við sáum þau voru
þau glöð og hamingjusöm og áttu
lífið framundan, en skjótt skipast
veður í lofti. Skyndilega er hann
hrifinn á brott frá ástvinum sínum
og erfítt er að skilja hvaða tilgang
það hefur.
Kynni okkar af Kjartani voru
ekki mikil, en við kynntumst hon-
um fyrst í sumar þegar hann fór
að vera með Álfheiði systur. Sáum
við strax að þar fór góður dreng-
ur, sem var bæði hress og
skemmtilegur.
Elsku Alfheiður, guði veri með
þér á þessum erfiðu stundum.
Foreldrum, systkinum og öðrum
aðstandendum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Gíslína og Guðrún
Gunnsteinsdætur.
Kjartan Friðgeir Þorsteinsson
hét hann og var sonur hjónanna
Rósu Kjartansdóttur og Þorsteins
Sigfússonar, sem búsett eru á
Hólmavík, og þar var heimili hans.
Mig langar með örfáum fátæk-
legum orðum að minnast þessa
held að það hafí nú farið inn um
annað eyrað og út um hitt hjá
mér, því að annars hefði hún ekki
þurft að minnast á þetta eins oft
og hún gerði.
En það sem ég held að hafí nú
veitt ömmu mesta gleði seinustu
árin voru langömmubörnin, fjórir
drengir og nú yngst stúlka sem
gefur strákunum ekkert eftir, og
henni hefði örugjglega þótt gaman
að vita að það sjötta er á leiðinni.
En þetta er lífsins gangur, menn
deyja og aðrir koma í staðinn, og
ég vona að amma mín sé komin á
betri stað núna og henni líði betur
en henni gerði síðustu mánuðina.
Um leið og ég vil þakka ömmu
minni samfylgdina bið ég Guð að
styrkja afa, mömmu, Bjössa
frænda og fjölskyldur þeirra.
Hrafnhildur Björnsdóttir.
pilts, sem féll frá í blóma lífsins.
Ég og fjölskylda mín höfðum
af honum kynni í nokkra mánuði,
sem hófst með því að vinátta tókst
með honum og Alfheiði dóttur okk-
ar hjóna. Nokkrum sinnum dvald-
ist hann hér á heimili okkar, og
hún fór einnig í heimsóknir til
hans, og þar var henni vel tekið.
Líklega er það svo, að fullorðið
fólk er að jafnaði gagnrýnið á
unglinga og ungt fólk. En Kjartan
gaf af sér góðan þokka, var hægur
í allri framkomu, þó glaðlyndur,
og það var gott að umgangast
hann.
Það að minnast sautján ára
manns gefur ekki tilefni til langrar
greinar. Fyrir foreldra, sem hafa
alið upp barn frá fæðingu til sautj-
án ára aldurs, er nokkuð löng saga
að baki. Barnsárin með sinni gleði
og áhyggjum eftir atvikum og þeg-
ar hér er komið verður ungi maður-
inn að fara að takast á við lífið.
Flestir eru þó svo heppnir að eiga
foreldrana að lengur, svo var það
hér. Kjartan heitinn bar það með
sér.
Föstudaginn 24. september
héldum við hjónin til Akureyrar
með dóttur okkar, sem ætlaði að
hefja nám við Menntaskólann á
Akureyri. Unga fólkið hafði þá
verið samvistum í tvo daga og
endurfundir voru ákveðnir. En þeir
endurfundir urðu ekki, því að á
sunnudagsmorguninn fékk ég upp-
hringingu og í símanum var faðir
Kjartans, sem tilkynnti mér, að
hann hefði látist í bílslysi kvöldið
áður. Ég dáðist að æðruleysi Þor-
steins, þegar hann tilkynnti mér
svo váleg tíðindi. Þarna var kveð-
inn upp dómur, sem allir verða að
hlíta, hversu þungbær sem hann
er.
Sár harmur er nú kveðinn að
foreldrum og öðrum ástvinum
Kjartans heitins. Harmabót er að
söknuðinum fylgja ljúfar minning-
ar um þann, sem syrgður er. Það
er mikill fjársjóður að eiga góðar
minningar um látinn ástvin, því
að sá, sem ekki hefir átt mikið,
hefír heldur ekki mikið að syrgja.
Hér eru góðar minningar að baki.
Ég vona að góður guð gefi þeim,
sem hér syrgja, styrk til að kom-
ast út í lífið á ný. Því svo best
rækjum við skyldur við þann látna,
að lífíð geti haldið áfram á sinn
eðlilega hátt. Við hjónin og fjöl-
skylda okkar sendum ástvinum
Kjartans okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu Kjartans
Friðgeirs Þorsteinssonar.
Gunnsteinn Gíslason,
Norðurfirði.
Laugardagurinn 25. september
sl. rann upp fremur dimmur og
drungalegur, þó ekkert frábrugð-
inn þeim haustdögum sem
Strandamenn rnega vænta á þess-
um árstíma. Áður en þessi dagur
var á enda hafði syrt að í brjóstum
mannfólksins þegar fréttir bárust
um að ungur piltur hefði látist í
hörmulegu bílslysi rétt utan við
Hólmavík.
Kjartan Friðgeir Þorsteinsson
var aðeins 17 ára þegar hann hvarf
á vit almættisins svo óvænt og upp
í hugann koma brennandi spurn-
ingar, en fátt er um svör. Mikill
harmur er kveðinn að vinum og
ættingjum, en sárust er sorg for-
eldra og systkina sem sjá á bak
syni og bróður.
Kennarar og starfsfólk Grunn-
skóla Hólmavíkur minnist fyrrum
nemanda, glaðlynds pilts sem átti
sína framtíðardrauma, drauma er
rætast í nýjum heimkynnum, þar
sem ljósið er eilíft.
Orð eru lítils megnug, en minn-
ingin er sterk, hún varir út yfir
gröf og dauða.
Elsku Rósa og Steini, systkini,
aðrir aðstandendur og vinir. Megi
þessi minning um ljúfan dreng
verða ykkur styrkur á sorgar-
stundu.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Kennarar og starfsfólk
Grunnskóla Hólmavíkur.
Kjartan Friðgeir Þorsteinsson
fæddist á ísafirði 30. júní 1976
og var því aðeins 17 ára þegar
hann lést í bílslysi að kvöldi laugar-
dagsins 25. þ.m. Hann var eitt
þriggja barna hjónanna Rósu
Kjartansdóttur frá Eskifirði og
Þorsteins Sigfússonar frá ísafírði
sem búið hafa á Hólmavík síðan
1985.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
sorg og söknuð sem að fjölskyld-
unni er kveðinn þegar ungur mað-
ur er hrifínn burtu á þennan hátt,
enda fá engin orð lýst sorg og
söknuði. Kjartani kynntumst við
fyrir þremur árum. Hann var ein-
staklega elskulegur ungur maður,
glaðlyndur og viðræðugóður og bar
með sér mikla hlýju. Tal hans var
allt svo laust við sífur og böl en
lýsti áhuga og gleði. Hann var að
vísu óráðinn, eins og ungir menn
gjarnan eru, en hann var ókvíðinn
og undi lífinu vel og framtíðin beið
hans. Hann sagði okkur á dögun-
um að honum hefði líkað vel á sjón-
um. Sjórinn heillaði hann og helst
var það nám í vélstjórn sem hann
vildi stunda til þess að geta verið
á sjónum.
I sumar kynntist Kjartan ungri
stúlku sem enn jók á gleði hans
og það var glaður ungur maður
sem mætti okkur laugardaginn
fyrir fjórum vikum þegar við kom-
um til Hólmavíkur að líta á systur-
dóttur hans og sonardóttur okkar.
En „meðan hjörtun sofa býst sorg-
in heiman að — og sorgin gleymir
engum,“ segir Tómas í kvæði sínu
Þjóðvísu og við vöknuðum við
vondan draum. En minningin um
Kjartan Friðgeir Þorsteinsson ber
með sér birtu sem endast mun
lengi.
Við sendum ykkur, Rósa, Þor-
steinn, Kári, Guðný og Tryggvi,
samúðarkveðjur svo og öllum ætt-
ingjum og vinum sem sakna. Megi
Guð blessa minningu góðs drengs.
Margrét og Tryggvi.
Eg fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma,
og ljúfa engla geyma
öll þömin þín svo blundi rótt.
- (M. Joch.)
Það var svo fjarlægt í mínum
huga að hugsa um dauðann, þegar
ég talaði við hann Kjartan vin
minn í síðasta sinn á föstudags-
kvöld. En aðeins sólarhring síðar,
laugardagskvöldið 25. september.
barst okkur sú fregn að Kjartan
hefði látist í bílslysi, skammt fyrir
sunnan Hólmavík. Og við stöndum
eftir ráðþrota og finnst þetta ekki
geta hafa gerst og finnst það eng-
an veginn sanngjarnt að hrífa í
burtu á einni svipstundu ungt fólk
í blóma lífsins. En við sem eftir
stöndum getum engu breytt. Og
ekkert er sem áður var. En eitt
eigum við þó sem aldrei verður frá
okkur tekið og við getum glatt
okkur við; það eru minningar lið-
inna daga og. ára.
Mér varð hugsað til þess þegar
Kjartan og félagar hans komu í
heimsókn í eldhúsið til mín. Þá var
oft glatt á hjalla og skrafað og
skeggrætt yfír kakóbolla eða
mjólkurglasi. Og mörg voru málin
sem bar á góma og voru brotin til
mergjar og aldrei þraut umræðu-
efni. Það er svo ómetanlegt fyrir
okkur sem eldri erum, þegar börn
og unglingar gefa sér tíma til að
líta inn til okkar og stoppa um
stund.
Ég man líka eftir vormorgni
fyrir nokkrum árum þegar Kjartan
og litli bróðir hans hann Kári komu
til mín með bros á vör og blóm í
potti sem mamma þeirra hafði
gefið þeim til að færa mér. Minn-
ingasjóðurinn er ótæmandi fjár-
sjóður sem við getum ornað okkur
við á þessum döpru dögum.
Við þökkum honum Kjartani
samverustundirnar á liðnum árum
og biðjum honum blessunar á nýju
tilverustigi við ný störf því það er
trú mín og vissa að þegar okkar
jarðvistarlífi lýkur, þá bíði okkar
annað og enn betra líf og þar er
nóg að starfa guðs um geim. Og
ég er viss um að við hittumst öll
hinumegin þegar þar að kemur.
Elsku Rósa, Steini, Guðný og
Kári og aðrir ástvinir. Við Sverrir
sendum ykkur okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja ykkur og gefa ykkur aftur
bjarta daga.
Rósa og Sverrir.
I dag, laugardaginn 2. október,
er systursonur minn Kjartan Frið-
geir Þorsteinsson lagður til hinstu
hvílu.
Það var á laugardagskvöld fyrir
viku sem okkur bárust þau hörmu-
legu tíðindi norðan frá Hólmavík
að Kjartan hefði látist í bílslysi þá
fyrr um kvöldið. Skyndilega
smeygir sorgin sér í hús og maður
ste'ndur andspænis henni bæði
agndofa og reiður.
Hvers vegna er 17 ára piltur í
blóma lífsins hrifinn burt svo
harkalega, svo fyrirvaralaust?
Hann sem var svo jákvæður og
hress og alltaf til í að gera öllum
greiða ef hann gat. Hann sem öll
börn hændust að og tilbáðu. Hver
er tilgangurinn með því að hrifsa
svona ungan, fjörugan og vinsælan
dreng úr hópi okkar? En fátt er
um svör. Mér verður hugsað til
þess hvað amma sagði við mig
þegar ég missti föður minn: „Veiga
mín, þetta er allt fyrirfram ákveð-
ið og allt hefur þetta sinn tilgang.“
Það er er bara svo erfitt að
sætta sig við að svona ungur og
heilbrigður drengur hverfi frá
svona skjótt. Við sem eftir sitjum
verðum að hugga okkur við þær
góðu minningar sem hann gaf okk-
ur og ekki verða frá okkur teknar.
Okkur er ætlaður mislangur tími
hér á jörðu og við verðum að trúa
því að Kjartani sé ætlað stærra
og mikilvægara hlutverk á öðru
tilverustigi, hlutverk sem ekki er
sýnilegt okkur sem eftir lifum. Þar
sem Kjartan var gæddur óvenju
miklum mannkostum er e.t.v. unnt
að skilja þennan vilja almættisins.
Ég fylgdist með æsku og upp-
vaxtarárum Kjartans úr fjarska
þar sem ég bjó í öðrum landshluta
og var það eftirminnilegt hversu
yndislegt barn hann var. Hann fór
snemma að fylgjast vel með öllu
og þá sérstaklega því sem pabbi
hans aðhafðist. Hann var ekki hár
í loftinu þegar hann þekkti flestar
tegundir bíla, enda áttu bílar hug
hans allan er fram liðu stundir.
Það var stoltur og ánægður frændi
sem kom til að sýna mér bílinn
sinn nú í sumar.
Kjartan minn nú þegar komið
er að kveðjustund langar mig til
að þakka þér fyrir samverustund-
imar og hversu góður þú varst
bömunum mínum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Elsku Rósa, Steini, Guðný og
Kári, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð og bið góðan Guð að veita
ykkur og öðrum aðstandendum
styrk í þessari miklu sorg.
Sigurveig María
Kjartansdóttir.
Olöf Ingunn Bjöms-
dóttir - Minning