Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 31 Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurrós hlúir hér að fuglinum sem flaug á stofugluggann heima hjá henni í Vestmannaeyjum. DYRALILF Signrrós bjarg- ar steindepli LEIKARAR Fórnarlamb ástsjóks manns Leikkonan Theresa Saldana átti sér einskis ills von þegar hún var að koma úr tónlistartíma kvöld nokkurt fyrir tæpum tíu árum. Hún stóð við bílinn og hugðist opna dyrnar þegar ókunnur maður birtist skyndilega og spurði hvort hún væri Tehresa Saldana. Áður en hún náði að svara dró hann fram stóra sveðju og stakk leik- konuna í bijóstið nokkrum stung- urh. Einnig skar hann á slagæð á hálsi, stakk hnífnum í Iærið og í handleggina. Þegar Theresa bar hönd fyrir höfuð sér skar hann í höndina, þannig að sinar, taugar og vöðvar sködduðust. Það vildi Theresu til happs að nærstaddur maður heyrði hróp hennar og kom henni til hjálpar. Gekkst undir fimm stóra uppskurði Theresa var langt leidd af blóð- missi þegar hún kom á spítalann og á næstu dögum þurfti hún á 12 lítrum blóðs að halda. Hún gekkst jafnframt undir fjölda að- gerða í kjölfar árásarinnar, meðal annars fimm stóra hjarta- og lungnaskurði. Þegar hún fékk að fara heim eftir rúma þtjá mánuði var fjöl- skyldan enn svo slegin yfir því sem gerst hafði að hún var Theresu ekki mikil stoð. Eiginmaðurinn var ein taugahrúga og að lokum varð hann að segja starfinu upp. Faðir hennar fékk hjartaslag í kjölfar árásarinnar og lést skömmu síðar og það tók móður hennar mörg ár áður en hún gat farið að brosa, eftir því sem Theresa segir. Vildi deyða Theresu til að vera með henni í Paradís Ástæða árársinnar var sú, að Arthur Jackson, fyrrverandi geð- Theresa Saldana og Michael Chiklis leika hjón í sjónvarps- þáttunum Lögreglustjóranum. sjúklingur frá Skotlandi, hafði séð myndina „Raging Bull“ sem frum- sýnd var árið 1982, en þar lék Theresa á móti Robert De Niro. Arthur varð svo heillaður af feg- urð Theresu en vissi að hann hafði enga möguleika á að ná athygli hennar. „Ég ákvað því að lífláta hana, þannig að við gætum verið saman í Paradís,“ útskýrði hann fyrir lögreglunni eftir handtökuna. Arthur fékk 12 ára fangelsis- dóm og þegar átti að sleppa honum árið 1988 vegna góðrar hegðunar uppgötvaðist að hann hafði sent sjö hótunarbréf til Thcrcau, þar af eitt upp á 89 síður. Var því áfram litið á hann sem hættulegan umhverfi sínu og verður hann í haldi til ársins 1997, en þá verður Theresa segist ekki þora annað en gæta dóttur sinnar, Tianna, mjög vel. honum að öllum líkindum sleppt og hann sendur til Skotlands, þar sem hann fæddist. Þar er hann jafnframt eftirlýstur fyrir morð. Ánægð með hlutverk sitt í Lögreglusljóranum Theresa býr nú með seinni eiginmanni sínum, leikaranum Phil Peters, og fjögurra ára dóttur þeirra, Tianna, í Vancouver, Kanada. Hún segist ennþá bera ótta í bijósti gagnvart ódæðis- mönnum og þorir ekki að fara al- ein í verslanir. „Ég er samt ekki lengur fórnarlambið Theresa held- ur sjónvarpsstjarnan í. þáttunum Lögreglustjóranum,“ sagði hún í samtali við norska blaðamannin Gry Eriksen. Þó að mannfólkið njóti þess að hafa stofugluggana fulla af blómum og tijám getur það truflað fuglana einkum ef stór tré eru utanhúss líka. Þannig fór fyrir steindepilskerlingunni sem Sigur- rós heldur á á myndinni. Dynkur heyrðist á glugganum og þegar betur var að gáð lá hún hálfrotuð fyrir neðan gluggann. Eftir að Sigurrós hafði hlúð að fuglinum jafnaði hann sig og flaug aftur burt fijáls og leitandi. ano Verð 36.000,- stgr Opið laugardaga 10-16. Síðumúla 20, sími 688799. NU ERU 10 AR SIÐAN STORSYNINGIN ROKK '83 SLÓ SVO RÆKILEGA í GEGN Á AF ÞVÍ TILEFNI OG VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA SETJUM VIÐ UPP SÝNINGUNA ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ A HOTEL ISLANDI KYNNIR ER ÞORGEIR ÁSTVALDSSON. GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT STÓRHUÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐARSONAR SEM SKIPA: Næstu sýnini 2. okt. 16. okt. 23. okt. yiMiiiiSiÉs Miða- og borðapontanir milli kl. 13.00 -17.00 alla daga i S - 68 71 11 K Verð kr. 3.900.- m/sýningu og mat Verð kr. 1.500.- m/sýningu Verð kr. 1.000.- eftir sýningu FRÆGASTA HUOMSVEIT ★ ALLRATÍMA HLJÓMAR LEIKA FYRIR DANSIÁSAMT ★ ROKKSTJÖRNUNUM ★ TILKL3.00 kortönu Kaffiís TILVALIÐ FYRIRT.D VINNUSTAÐAHÓPA FÉLAGASAMTÖK OG SAUMAKLÚBBA Mr Nielsen Hnrold G. Hnrnlds Stefðn Jðnsson Mjöll Hðlm Gorðnr Guðmunds. SiggiJohnny Annn Vilhjðlms BertlMöller Astrid Jensdóttir Einar Júltuss. Þorsteinn Eggerlss. Sigurdór Sigurdórss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.