Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1993 Harmonikuimnendur Skemmti- fundur SAUTJÁNDA starfsár harmon- ikuunnenda í Reykjavík er nýhaf- ið. Fyrsti skemmtifundur félags- ins verður haldinn nk. sunnudag í Templara'höllinni við Eiríksgötu. Á þessum fyrsta fundi koma fram nokkrir af þeim sem áttu iög í dans- lagakeppni félagsins sl. vetur. Einnig koma fram tveir einleikarar af lands- móti harmonikufélaganna, sem fór fram á Egilsstöðum í sumar sem leið. Þá leikur hljómsveitin Léttir tónar undir stjóm Karls Adólfssonar. Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur að hver skemmtifundur verður tileinkaður íslensku tónskáldi. Meðal tónskálda _sem kynnt verða í vetur má nefna Ágúst Pétursson, Jóhannes Jóhannesson,_ Valdimar Auðunsson og Jónatan Ólafsson. Félagar í Félagi harmonikuunnenda. Norræna húsið Heimildarmynd frá Bosníu SÝNING á nýrri breskri heimildarkvikmynd verður í Norræna húsinu laugardaginn 2. október kl. 14. Myndin fjallar um breytingar á dag- legu lífi fólks í Bosníu í kjölfar stríðsins og er þetta átakanleg mynd sem lætur engan ósnortinn, segir í frétt frá Félagi áhugafólks um mannfræði. Mannfræðilegur ráðgjafi við gerð ar HI sl. vetur. myndarinnar var dr. Tone Bringa Ásamt sýningu myndarinnar mun sem hélt fyrirlestur um fyrrum Júgó- Irena Kojic verða með kynningu á slavíu á vegum Félags áhugafólks ástandi mála í fyrrum Júgóslavíu. um mannfræði og félagsvísindadeild- Aðgangseyrir er 300 krónur. 200 hundar á sýmngn Hundaræktarfélagsins 200 hundar af ýmsum hunda- tegundum voru sýndir á hundasýningu Hundaræktar- félags Islands í Víkinni Reykja- vík sunndaginn 26. sept. sl. Dómarar voru Marlo Hjernqu- ist frá Svíþjóð og Rodi Hubent- hal frá Noregi. Urslit sýning- arinnar eru sem hér segir: Bestu hundar sýningar: 1. sæti: M. Eðal-Darri. írskur setter. Ræktandi: Hreiðar Karls- son. Eigendur: Jóna Viðarsdóttir og Magnús Jónatansson. 2. sæti: Snælands-Ari. Enskur springer spaniel. Ræktandi: Ragn- ar Kristjánsson. Eigandi: Heiðdís Sigursteinsdóttir. 3. sæti: Nalinas Nooni. Tibetian spaniel. Ræktandi: Agneta Reis. Eigandi: Guðrún Guðjohnsen. 4. sæti: Sperringgaardens Chutney. Cavalier King Ch. spani- el. Ræktandi: Leni Louise Nyby. Eigandi: María Tómasdóttir. Besti öldungur sýníngar: M. Skrugga. írskur setter. Ræktandi: Ómar Runólfsson. Eig- andi: Ásta Björnsdóttir. Besti hvolpur sýningar: Jökla-Brútus Hrannar. Enskur springer spaniel. Ræktandi: Rúnar Halldórsson. Eigandi: Gísli Bene- diktsson. Besti afkvæmahópur sýning- ar: Arna Dís. Enskur springer spaniel. Sýnd með fimm afkvæm- um. Ungir sýnendur (10-16 ára): 1. sæti: Monika Emilsdóttir. 2. sæti: Gerður Leifsdóttir. 3. sæti: Helma Þorsteinsdóttir. Bústjóri við Holda- nautastöðina í Hrísey Bústjóri óskast við Holdanautastöðina í Hrísey frá 1. janúar 1994. Umsóknarfrestur rennur út 1. nóvember næstkomandi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í meðferð og meðhöndlun nautgripa, búfræðimenntun æskileg. Umsóknir sendist til, sem einnig veita meiri upplýsingar: Formanns, Guðmundar Lárussonar, Stekk- um, 801 Selfossi, sími 98-21811. Framkvæmdastjóra, Valdimars Einarssonar, Hvanneyri, 311 Borgarnesi, sími 93-51392. Útboð Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, f.h. Málningarþjónustunnar hf., Akranesi, óskar eftir tilboðum í smíði og afhendingu glugga, glers og útihurða fyrir Stjórnsýsluhúsið, Stillholti 16-18, Akranesi. Verkinu skal lokið 1. mars 1994. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reýkja- vík, gegn 6.225 kr. óafturkræfu gjaldi. Tilboðum skal skila til Verkfræðistofu Sigurð- arThoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, fyrir kl. 11 f.h. föstudaginn 15. október 1993, en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf Ármúli 4, 108 Reykjavík Sími: (91) 69 50 00 Símabréf: (91) 69 5010 Stangaveiðimenn ath Flugukastkennslan hefst næstkomandi sunnudag í Laugardalshöllinni. Við leggjum til stangir. Kennt verður 3., 10., 17., og 31. október. ATH. aðeins þetta eina námskeið fyrir jói. KKR og Kastnefndirnar. Til sölu í Suðurhlíð 35 (Garðshorni), Reykjavík, 160 fm á 1. hæð og 290 fm í kjallara. Hentugt fyrir ýmis konar verslanir, lagera, skrifstofur og léttan iðnað. Upplýsingar í síma 16541, Magnús. AUGLYSINGAR Uppboð Framhaldssala á skipinu Bjarma HU-13 fer fram á skrifstofu sýslu- manns Húnavatnssýslu, þriðjudaginn 5. október nk. kl. 14.00. Sýslumaður Húnavatnssýslu, Blönduósi, 30. september 1993. Aðalfundur Aðalfundur neytendafélags höfuðborgar- svæðisins verður haldinn fimmtudaginn 14. október kl. 19.00 í Rúgbrauðsgerðinni, Borg- artúni 6. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Að aðalfundi loknum verður haldinn opinn fræðslufundur um óréttmæta samningsskil- mála (verður nánar auglýstur síðar). Stjórnin. Píanókennsla Kenni börnum og fullorðnum I.—IV. stig. Tónfræði og stigpróf innifalin. Guðrún Birna Hannesdóttir, sími 73277 kl. 9.00-10.30 og eftir kl. 19.00. Greiðsluáskorun Gjaldheimtan í Mosfellsbæ skorar hér með á gjaldendur í Mosfellsbæ, Kjalarneshreppi og Kjósarhreppi, sem ekki hafa staðið skil á eftirfarandi opinberum gjöldum, þ.e. tekju- skatti, útsvari, eignarskatti, sérstökum eign- arskatti, kirkjugarðsgjaldi, gjaldi í fram- kvæmdasjóð aldraðra, sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, iðnlána- sjóðs- og iðnaðarmálagjaldi, slysatryggingu skv. 36. gr. almannatryggingarl., slysatrygg- ingargjaldi v/heimilisstarfa, útflutningsráðs- gjaldi, verðbótum af tekjuskatti og útsvari, sem voru álögð 1993 og féllu í gjalddaga 1. ágúst 1993 ásamt eldri gjöldum, að greiða þau nú þegar og eigi síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á staðgreiðslu fyrir 8. tímabil 1993, með eindaga 15. september 1993, svo og ógreiddri staðgreiðslu frá fyrri tímabilum. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðum gjaldanna að þeim tíma liðnum. Mosfellsbæ 1. október 1993 Gjaldheimtan í Mosfellsbæ VEGURINN y Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoman fellur niður í kvöld vegna móts unga fólksins í Kirkjulækjarkoti. fomhjólp Opið hús í dag kl. 14.00-17.00 er opið hús i Þríbúðum, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Litið inn og rabbið um lífið og tilveruna. Heitt kaffi verður á könnunni. Ki. 15.30 tökum við lagið og syngjum saman kóra. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Samhjálp. Auðbrcklta 2 • Kópavoqur Miðnætursamkoma í kvöld kl. 22.00 með Judy Lynn. Athugið breyttan samkomutíma. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.30 með Judy Lynn. Vestrakvöld á Hard Rock Café kl. 21.00 með Judy Lynn. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning. Almenn samkoma kl. 16.30. Miðvikudagur: Skrefiðkl. 18.00. Vegna útgáfutónleika Guðnýjar og drengjanna í Bústaðakirkju færum við biblíulesturinn með Frank Martin fram á fimmtu- dagskvöld. Fimmtudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. UTIVIST Hallveigarstig 1 • slmi 614330 Dagsferðir sunnudag 3. okt. kl. 10.30. Tóar- stígur Skemmtileg og róleg ganga eftir stígum í Afstapahrauni, gangan hefst við Kúagerði og lýkur við Höskuldarvelli um 8 km. löng leið. Brottför frá BSÍ bensínsölu, verð kr. 1000/1100. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd full- orðinna. Helgarferð 9.-10. október á Fimmvörðuháls. Gengið á laug- ardegi upp með Skógá að Fimm- vörðuskála og á sunnudag áfram niður í Bása við Þórsmörk. Nán- ari upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðvikudaginn 6. októ- ber í salnum á Hallveigarstíg 1. Útivist. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir sunnudaginn 3. október: 1) Kl. 8.00: Haustlitaferð til Þórsmerkur. Nú eru haustlitirnir í algleymingi. Verð 2.500 (hálft gjald fyrir 7-15 ára). 2) Kl. 10.30: Tintron - Hrafna- björg - Gjábakki. Góð fjall- ganga. Útsýni m.a. yfir haustlit- ina á Þingvallasvæðinu. Verð 1.100 kr. 3) Kl. 13: Þingvellir - haustlita- ferð. Hrauntún - Skógarkot - Vatnskot. Gönguleið á milli eyði- býlanna, aldrei skemmtilegri en á haustin. Verð 1.000 k[. 4) Kl. 13: Kræklingaferð í Hval- fjörð. Fjöruganga og kræklinga- tínsla fyrir alla fjölskylduna. (Ferð í samvinnu við Vöku- Helgafell). Kræklingur steiktur á staðnum. Allir velkomnir í ferðirnar. Ferðir fyrir unga sem aldna. Verð 1.100 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför f ferðirnar frá BSf, austanmegin og Mörkinni 6. Opið hús f Mörkinni 6 (risl) þriðjudagskvöldið 5. október kl. 20.30. Hugmyndabanki fyrir ferðaáætlun 1994 verður opinn. Fyrsta myndakvöldið í vetur veröur miðvikudags- kvöldið 13. október f Sóknar- salnum, Skipholti 50a. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.