Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993 27 Ing’ibjörg Magnús- dóttir - Minning Fædd 28. febrúar 1921 Dáin 19. september 1993 Á fögrum sunnudegi fyrir rúmri viku skein sólin og umvafði okkur. Við stóðum þrjú í heimkeyrslunni á Þórsgötu 9 og horfðum á er líkami Ingu okkar var borinn út í líkbílinn, er flutti hann á brott. Hún hafði fæðst í þessu húsi, vaxið þar úr grasi, lifað þar og dáið. Nú var æfi hennar lokið og aldrei framar mund- um við sjá hana hér á jörð né heyra. Mitt í sárum og döprum hugsun- um okkar tóku klukkur Hallgríms- kirkju að hringja. Okkur fannst sem loftið fylltist englasöng og gleði. Guð var að minna okkur á að Inga var nú komin heim í himin Guðs, heim til hátíðar. Það var heldur ekki líkt Ingu að dvelja í döprum húgsunum. Alltaf var svo stutt í brosið, gleðina og dillandi hláturinn. Við erum rík að hafa fengið að kynnast Ingu. Gleði og umhyggja fyrir öðrum einkenndi líf hennar. Til hinstu stundar hélt hún gleðinni og hjarta hennar var fullt af friði og æðruleysi. Hún átti hjartalag Jesú og hugsaði ekki um sjálfa sig og þær þjáningar sem hún bar. Umhyggjan fyrir þeim sem í kring- um hana voru sat í fyrirrúmi og brann í hjarta hennar allt fram á síðustu stundu. Það var Hrönn mikil blessun að vera hjá Ingu síðustu dagana og síðustu nóttina hennar hér á þess- ari jörð. Þær töluðu um það sem í vændum var, um gjöf Guðs í Jesú Kristi og um föðurland okkar sem er á himni. Hrönn spurði hana hvort hún kviði því að deyja. „Nei,“ var svarið. Inga hristi höfuðið af ein- beitni. „Jesús er hér hjá mér.“ Inga var vissulega því viðbúin að ganga inn til fagnaðar herra síns, þó svo hún hefði vel getað hugsað sér að fá að lifa lengur og eiga gleði- og ánægjustundir með Hermanni, okk- ur og öðrum vinum sínum. Ingu kynntist Ragnar snemma, enda alinn upp á Þórsgötunni og foreldrar hans voru meðal vina Amma Ingeborg er dáin 89 ára gömul. Við kynntumst henni seint og þekktum hana sem ömmu Inge- borg, en það er sama, við áttum aldrei erfitt með að ímynda okkur hana sem fallega unga konu eins og hún var þegar hún varð eldri. Ingeborg Kirstine Hoe-Jensen var hin unga gullfallega kennarafröken frá Bjerringbro, sem hitti afa í kenn- araháskólanum í Kaupmannahöfn. Það segir sig sjálft, að þegar ungt fólk er saman „saa er der amoriner í luften“ eins og amma sagði. Afí var kynntur fyrir fjölskyldunni á Jótlandi og foreldrar ömmu hugsuðu eflaust: „Hann er ágætur hann Hermann frá íslandi, en hvenær ætlar hún að fínna sér góðan dansk- an mann?“ Mikil varð undrun þeirra þegar amma Ingeborg tilkynnti, að hún ætlaði að giftast afa og að hún ætlaði að flytjast til íslands. „Man kan da ikke flytte til Island" voru viðbrögð fjölskyldunnar, en amma var ákveðin, til íslands skyldi hún. Við erum fegnir því hversu ákveðin hún var, að hún vildi fara frá „dejlige Danmark", að hún vildi fara út í óvissuna til íslands. Amma var eiginlega alltaf ákveð- in. „Kultiveruð" og ákveðin í að kenna fjölskyldunni að vera „kulti- veruð" líka. Amma var ein af þeim fáu sem vildi fá fjóra villta stráka í heimsókn, ein af þeim fáu sem afskrifaði ekki þessa fjóra stráka, en reyndi að siða þá. Við gátum alltaf hringt í ömmu og spurt hvort þeirra hjóna úr KFUM og K. Tengsl Ragnars við Hermann og Ingu styrktust er hann vann nokkur ár fyrir Biblíufélagið. Frá upphafi myndaðist gott samband milli Hrannar og Ingu. Hún reyndist okk- ur sem móðir og börnunum okkar sem besta amma, þó hún gæti ekki sinnt yngri börnunum síðasta árið eins og hana langaði vegna veikinda sinna. Hermann og Inga heimsóttu okk- ur til Pókot í Keníu haustið 1983. Það var okkur öllum mikils virði. Þar voru þau hjónin viðstödd skírn nafna síns, Hermanns Inga. Kristni- boðið hafði alltaf átt sterk ítök í Ingu og nú styrktust þau til muna. Bænir þeirra, bréf og kveðjur fylgdu okkur alla daga. í huga okkar er þakklæti fyrir dýrmæta vináttu, umhyggju og kærleika sem Guð gaf okkur í Ingu. Fyrir það lofum við hann. Hermanni vottum við samúð okkar. í Ingu eignaðist hann gersemi og hlaut náðargjöf af Drottni (Orðskv. 18:22). Sá stuðningur sem Inga var Hermanni í öllu hans starfi er ómet- anlegur. Inga vann sitt starf í auð- mýkt og kærleika. Drottinn blessi minningu hennar. Hrönn og Ragnar. f dag kveðjum við Ingibjörgu Magnúsdóttur. Eg vissi að hveiju stefndi er ég vitjaði hennar á sjúkra- hús fyrir nokkrum vikum, en trúði ekki að svo nærri væri kveðjustund- in. Á slíkum stundum rennur hugur- inn yfir farinn veg. Hvar hittumst við fyrst? Áreiðan- lega í nánd við kirkjuorgelið. Þar áttum við samleið í mörg ár. Sung- um báðar alt-rödd. Ingibjörg hafði reynslu og kunnáttu sem ég hafði ekki er við hittumst fyrst. Því er það ekki tilviljun að á öllum kór- myndum stöndum við hlið við hlið. Gott að njóta hennar trausts. Það eru áreiðanelga margir sem Ingi- björg leiddi fyrstu sporin í kirkju- að hún byði í mat í „ködboller og persillesovs“ og ribsbeijagraut í „desert“. Amma bruggaði besta eplavín í heimi. Hún stóð okkur aldrei að verki, en hana hefur eflaust granað að „strákarnir hennar" væru að fikta í eplavíninu. Amma lagaði líka mjöð nokkurn, sem hún kallaði saki. Þann mjöð þorðum við þó ekki að leggja okkur til munns. Ommu þótti mjög góður Peter Heering líkjör og þegar hún fékk tækifæri til að heilsa upp á herra og frú Peter Herring í Danmörku eitt sumar þóttust sumir heyra hana kynni sig „Ingeborg Saki“. Þegar maður minnist hennar kemst maður ekki hjá því að nefna að hún hafði sitt eigið tungumál. Við kölluðum það hrognamál og vorum meðal þeirra fáu, sem skildu allar merkingar, beygingar og þessa „smaa fmesser" sem tungumál hennar hafði. Vinir okkar voru allt- af voða stoltir af að þeir gætu talað dönsku og skildu aldrei hvernig við gætum talað íslensku við hana svo að hún skildi. Maður þorir varla að nefna, að amma skildi aldrei af hveiju vinir okkar töluðu dönsku við hana, þar sem hún talaði ís- lensku við þá. Nei, það var ekki alltaf auðvelt að vera Dani á íslandi. Við komumst ekki hjá því að nefna, að amma var mikið „sel- skabsmenneske“ og að henni þótti sérstaklega gaman að spila á píanó- ið. Við verðum að viðurkenna, að við höfðum ekki alltaf jafn gaman söngnum. Alltaf var þvi tekið ljúf- lega ef stungið var upp á að „fara aðeins yfir“ okkar rödd heima hjá henni á Þórsgötunni. Ég minnist góðra stunda í æf- ingabúðum og ferðalögum með Dómkórnum þar sem ég leitaði eftir hennar félagsskap. Ingibjörg var vinsæl meðal félaga kórsins, þar var ekki kynslóðabil. Alltaf var hún glaðleg og elskuleg. Mikið og óeig- ingjarnt starf Ingibjargar í þágu Dómkórsins til margar ára voru innt af hendi með stakri samviskusemi sem bækur og reikningar þeirra tíma bera fagurt vitni. Með þessum fáu kveðjuorðum fylgja kærar þakkir fyrir samveru- stundir. Hermanni votta ég mína innileg- ustu hluttekningu. Sigríður María Guðjónsdóttir. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. (P. Jónsson) Elsku hjartans amma okkar! Mikið var það gott er þú söngst fyrir okkur þetta vers og mörg önn- ur þegar þú svæfðir okkur á kvöld- in. Svo lastu fyrir okkur, baðst með okkur, straukst kollana okkar með mjúku, hlýju höndunum þínum — og þú kallaðir okkur bræðurna hjartans kútana þína. En það er svo langt síðan. Þú ert búin að vera veik svo lengi og við búnir að sakna þín svo mikið. Skemmtilegustu dagar vikunnar voru þegar Hermann afi kom heim til að ná í okkur. Oftast var það eftir hádegi á laugardögum. Hann fór með okkur í fótbolta eða fræðslutúr. Hann sýndi okkur Frið- rikskapellu, Háskólann, Alþingis- húsið og fleiri staði. Við urðum um margt fróðari. Á meðan varst þú að undirbúa komu okkar, og svo fengum við að vera allan daginn hjá ykkur. Það var svo gaman. Við sprelluðum mikið og þú hlóst inni- Iega með okkur. Við lásum, spiluð- um, töluðum saman og þið afi kennduð okkur svo margt. Manstu hvað við borðuðum alltaf mikið af vöfflunum þínum? Við höfðum alltaf svo góða lyst hjá þér. Nú ertu farin, amma. Við söknum af að hlusta á píanóið einkum á jólunum, þegar við gátum varla beðið eftir að opna pakkana, en amma krafðist þess að við syngjum nokkra sálma við undirspil. Það var alveg sama þó að enginn kynni text- ann og að við sungum bara, tra la la; jól var ekki hægt að halda án þess að amma spilaði og við sung- um. Okkur þótti miklu skemmtilegra þegar amma spilaði og söng dönsku vísurnar sínar. Það var mikið fjör fyrir þremur árum, þegar amma í eini útskriftarveislu þar sem danskt frændfólk var til staðar spilaði og söng: „Der var en skikkelig bonde- mand, som skulle ud efter öl“. Hún var í essinu sínu þá. Það er þó ein vísa, sem við alltaf munum muna eftir, vísa sem hún oft söng fyrir okkur: „Jeg er saa glad naar solen skinner.“ Amma stráði sólskini í lífi sínu og hún hef- ur eflaust hlotið mikið sólskin, því að hún var oftast glöð. Við eigum eftir að sakna hennar ömmu gömlu, en við getum þó alltaf huggað okk- ur við, að hún fór héðan eins og hún vildi og að hún er eflaust kom- in á stað þar sem sólin alltaf skín. Strákarnir. Leiðrétting í minningargrein, sem Halla Hersir ritaði um Ingeborg Christine Hoe Hjartarson í Morgunblaðið í gær, var rangt farið með fæðingardag hinnar látnu og fæðingarár eigin- manns hennar, Hermanns Hjartar- sonar kennara, sem lést 16. mars árið 1970. Ingeborg fæddist 22. maí 1904, en Hermann tólf dögum fyrr eða 10. maí sama ár. Þá átti að standa kaffiboð, en ekki kaffi- borð aftarlega í greininni. Eru hlut- aðeigandi innilega beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. þín svo mikið. Við finnum til í hjört- um okkar. Lífíð er svo tómlegt án þín. En amma, nú ert þú hjá Jesú. Við komum svo til þín seinna. Þá verðum við saman öllum stundum á himnum hjá Jesú. Þakka þér fyrir, Inga amma, að þú vildir vera amma okkar og að við fengum að vera hjartans kútam- ir þínir, eins og þú sagðir svo oft. Takk elsku amma fyrir allt. Sigurður (11 ára), Hermann Ingi (10 ára), Kristín Rut (4 ára) og Árni Gunnar (2 ára). Ingibjörg Magnúsdóttir var tengi- liður Dómkórsins við okkur dóm- kirkjuprestana árin öll, sem ég starfaði við Dómkirkjuna. Þegar ég kom þangað 1971, hafði hún þegar unnið þar um árabil. Við hættum þar svo bæði um líkt leyti, hún 1988, ég 1989. Ingibjörg mun hafa verið í stjórn kórsins allan þennan tíma, ekki lengi formaður, en þó ætíð sameiningaraflið í kórnum. Að vera tengiliður við prestana fólst í því, að við létum hana vita, hvaða sálma eða önnur tónverk kórinn ætti að syngja við jarðarfarir. Hún aflaði svo söngfólks í samræmi við þær óskir, sem fram voru bomar, og vann á annan hátt, í samráði við organistann, úr því, sem við lögðum fram. Dómkórinn söng við mikinn meirihluta þeirra jarðarfara, sem ég annaðist, svo það gátu verið 80-90 athafnir, sem við þurftum að und- irbúa í sameiningu á ári hveiju. Ég hlaut því að kynnast henni vel, og þau kynni voru öll á eina lund. Betri samstarfsmanneskju var ekki hægt að hugsa sér á þessu sviði. Það var ekki bara, að hún hefði ágæta rödd, heldur var hún sjálf prýðilega söngvin og smekkvís á allt, er að tónlist laut. Þess vegna var ætíð gott að leita ráða hennar um lagav- al og efnisuppröðun. Hún var svo vönduð að allri gerð, að ætíð var hægt að treysta því, að hún sagði og gerði aldrei annað en það, sem hún gat varið fyrir samvisku sinni. Hún var einnig manna orðvörust um náungann, og það er kostur, sem kom sér vel í þeim margþættu mannlegu samskiptum, sem hún annaðist. Hún mætti og allra manna best í messusönginn og sat ævinlega við orgelið til þess að hiusta, meðan prédikunin var flutt. Slíkt fólk er gott að hafa með sér í kirkjulégu starfi. Þegar ég lít nú yfir farinn veg, skynja ég, að okkur mun aldrei hafa orðið sundurorða. Hitt var miklu nær, að ég fengi frá henni styrk og uppörvun. Það er því ekki lítil ástæða til að þakka. Ég sé hana fyrir mér, ævinlega svo smekklega búna, en ekki síður með fagra fram- komu og þó umfram allt með sitt fallega bros, sem skóp .öllum gleði í sinni, þeim sem í kringum hana voru. Já, ég hef fyrir mikið að þakka og raunar ekki ég einn. Ég var ekki alltaf heima, þegar Ingibjörg hringdi. Þá varð eiginkona mín fyr- ir svörum og eignaðist við þau kynni og önnur nánari og persónulegri niðri í Dómkirkju, reynslu líka þeirri, sem ég hef þegar lýst. Dómkirkjusöfnuðurinn sem slíkur hefur og mikla þökk fram að færa, sem ég hef verið beðinn að koma Minning Ingeborg Christine Hoe Hjartarson hér á framfæri. Ingibjörg var einlæglega trúuð kona og henni var Heilög ritning mjög kær. Þegar ég leita minning- um mínum endurhljóms í boðskap Ritningarinnar, þá staðnæmist ég við orð Páls postula í 4. kapítula Filippíbréfsins: „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glað- ir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öll- um mönnum." Ingibjörg Magnús- dóttir endurspeglaði þessi orð flest- um fremur, þeirra sem ég hef kynnst. En hún hefði líka getað bent á framhald þessara orða í huggunar skyni og uppörvunar á þessum tímamótum: „Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varð- veita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ Þeim orðum vil ég fyrst og fremst beina til hennar góða og trúfasta eiginmanns, Hermanns Þorsteins- sonar, sem ætíð stóð sterkur við hlið henni í starfinu fyrir Dómkirkj- una. Umfram allt vil ég þó minna á lofgjörðina fornu: „Guði séu þakk- ir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist." Þórir Stephensen. Kveðja frá Hinu íslenska biblíufélagi „ ... og þau tvö skulu verða einn rnaður". Það kann að þykja sérkennilegt, en þessi orð úr ritningunni voru þau fyrstu sem komu í huga minn þegar ég leiddi hugann að því með hveijum hætti Hið íslenska biblíufélag gæti vottað Ingíbjörgu Magnúsdóttur hinstu virðingu og þökk og eigin- manni hennar, Hermanni Þorsteins- syni, fyrrum framkvæmdastjóra fé- lagsins, hluttekningu. Það er öllum ljóst, sem með einum eða öðrum hætti hafa komist í snert- ingu við Hið íslenska biblíufélag síð- astliðinn aldarfjórðung hve stóran hlut Hermann hefur átt í að lífga og halda lífi í þessu aldna félagi. Hitt blasir ekki við með sama hætti, en er þó ljóst öllum sem til þekkja, að hlutur Ingibjargar var ósmár í þessu sambandi. Það þykir sumum kominn holur hljómur í þau orð að á bak við sérhvern mann sem skar- ar framúr standi kona. Ingibjörg stóð ekki á bak við mann sinn til að styðja hann til góðra verka, hún stóð við hlið hans sem virkur þátt- takandi í sameiginlegum hugðarefn- um til eflingar Guðs kristni á ís- landi. Þess naut Hið íslenska biblíufélag í ríkum mæli og á henni því skulda að gjalda. Að vexti þess og við- gangi stóðu þau sem einn maður af kærieika til þess hlutverks sem félagið hefur að gegna, þ.e. að stuðla að útbreiðslu og lestri Heil- agrar ritningar og sjá til þess að hún sé ætíð fáanleg í smekklegum og aðgengilegum búningi. Þessi kærleikur var kveiktur af þessu orði lífsins, sem Biblían hefur að geyma. í hjörtum þeirra hjóna og í baugana sem þau báru til vitnis um kærleika sinn og eindrægni var letrað: „Hann sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum.“ Af þakklátssemi vegna þeirrar gjafar voru þau knúin til starfa. Það eru aðrir betur til þess búnir að lýsa mannkostum Ingibjargar Magnúsdóttur. En ljúfmennska hennar var ljós þeim sem áttu við hana skipti, eðlisgreind hennar sam- fara góðri dómgreind naut sín í sam- ræðum og þeim verkum sem hún tók sér fyrir hendur og röddin henn- ar yijaði mörgum, hvort sem var í lestri eða söng. Hið íslenska biblíu- félag hefur misst góðan liðsmann. Hermann hefur misst ástkæra eigin- konu, vin, félaga og samstarfsmann. Sá missir er mikill og sár. Vinir og samstarfsmenn standa . hjá, lúta höfði og þakka og biðja þess að sá Guð sem hún helgaði líf sitt, það orð hans sem bar uppi samfylgd þeirra hjóna megni að færa honum huggun, von og styrk. Við gátunni um þjáningu og dauða gefst aðeins eitt svar, svar Jesú Krists: Ég lifi og þér munuð lifa. Sigurður Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.