Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 38
IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA
islenskí landsliðshópurinn U-18 ára eins og hann var skipaður um síðustu helgi í æfingaleik gegn Leikni.
Aftari röð frá vinstri: Bjarnólfur Lárusson, Ólafur Stígsson, Kjartan Antonsson, Ölafur Einarsson, Brynjar
Óttarsson, Þórhallur Hinriksson, Þorbjörn Sveinsson. Fremri röð frá vinstri: Hjörtur Arnarson, Guðmundur
^Brynjólfsson, Gunnar Sigurðsson, Sigurbjöm Hreiðarsson, Ólafur Kristjánsson, Ragnar Árnason, Jóhannes
Harðarson og Brynjar Gunnarsson.
Gerum okkar besta en vstum
ekki hvað það dugar okkur
- segir Guðni Kjartansson, þjálfari U-18 ára landsliðsins
„VIÐ komum til með að gera
okkar besta en við vitum ekki
hvað það dugar okkur. Ég er
sannfærður um að leikurinn
gegn Wales verður hörkuleik-
ur, bresku liðin pressa yfirleitt
stíft en ef við náum að láta
boltann ganga þá eigum við
möguleika," segir Guðni Kjart-
ansson, þjálfari ísienska lands-
liðsins skipað leikmönnum
yngri en átján ára sem leikur
gegn Wales og Eistlandi um
sæti í 16-liða úrslitum EM í
knattspyrnu.
Leikið er í Wales og mæta íslend-
ingar heimamönnum á sunnu-
dag og Eistlandi á þriðjudag. Síð-
asti leikur riðilsins er svo viðureign
Wales og Eistlands á fimmtudag.
Guðni segist vita lítið um mót-
herja íslenska liðsins. „Það eina
sem við vitum um Wales er að þeir
vilja ekki tapa aftur fyrir okkur,“
sagði Guðni og átti þá við sigur
íslands á Wales í EM U-16 ára á
Suðumesjunum í sumar. „Þá geri
ég ráð fyrir því að flestir leikmanna
liðsins séu á samningum hjá at-
vinnumannaliðum.
Lítið hefur verið um æfingar frá
því að liðið tók þátt í 8-liða móti í
Slóvakíu þar sem liðið hafnaði í 5.
sæti. Síðan þá hefur erfiðlega geng-
ið að ná hópnum saman en liðið lék
þó gegn Leikni í vígsluleik á gervi-
grasi Breiðholtsfélagsins um síð-
ustu helgi. Unglingaliðið sigraði 2:0
með mörkum Sigurbjarnar Hreið-
arssonar úr vítaspyrnu og Brynjars
Karls Ottóssonar.
„Undirbúningur liðsins hefur ver-
ið mjög skammur. Erfitt hefur ver-
ið að fá þá leikmenn lausa sem leika
með fyrstu deildarfélögum. Piltarn-
ir fá meiri reynslu og bæta sig með
knattspymumenn á því að leika
gegn sterkari mótherjum en á móti
kemur því minni tími sem ég næ
þeim saman því erfiðara er að slípa
liðið,“ segir Guðni.
Nokkrir leikmanna íslenska liðs-
ins hafa æft með erlendum félögum
Hópurinn
Islenski unglingalandsliðs-
hópurinn var valinn í vik-
unni og er hann skipaður eftir-
töldum leikmönnum.
Markverðir:
Gunnar Sigurðsson.....ÍBV
Ólafur Kristjánsson..Fram
Vamarmenn:
Bjarki Stefánsson......Val
Kjartan Antonsson....UBK
Ragnar Árnason...Stjörnunni
Vilhjálmur Vilhjálmsson.KR
Tengiliðir og sóknarmenn
Brynjar Gunnarsson......KR
Guðmundur Brynjólfsson...Val
Guðni R. Helgason ....Völsungi
Bjarnólfur Lámsson....ÍBV
Jóhannes Harðarson......ÍA
Þórhallur Hinriksson....KA
Sigurvin Ólafsson.Stuttgart
Þórhallur Hinriksson....KA
Sigurbjörn Hreiðarsson.Val
Ólafur Stígsson......Fylki
Þorbjörn Sveinsson...Fram
í sumar og Sigurvin Ólafsson hefur
þegar gert áhugamannasamning
við Stuttgart. Hann mun fljúga til
London þar sem hann mun hitta
fyrir hluta hópsins.
GOLF
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR LAU GARDAGUR
2. OKTOBER 1993
íslenska sveitin
í ellefta sæti
- á Evrópumóti unglingameistara
ÍSLENSKA unglingasveitin
sem tók þátt í Evrópumóti
unglingameistara í golfi um
síðustu helgi hafnaði íellefta
sæti með 699 högg. Keppnin
fórfram á Falcenstein-vellin-
um í Hamborg f Þýskalandi og
það voru Englendingar sem
urðu meistarar með 661 högg.
Islensku kepþendurnir á mótinu
voru þau Tryggvi Pétursson og
Herborg Arnarsdóttir úr Golfklúbbi
Reykjavíkur, Ólöf María Jónsdóttir
úr Keili og Sigurpáll Sveinsson úr
Golfklúbbi Akureyrar. Tryggvi og
Ólöf unnu sér sæti í sveitinni með
því að verða meistarar í unglinga-
flokki og þau Sigurpáll og Herborg
fyrir að vera efst í flokki 18-21
árs á Landsmótinu í sumar.
íslenska liðið var í tólfta sæti
eftir fyrsta og annan dag. Miklar
rigningar á föstudeginum gerðu
kylfíngum erfítt fyrir en Sigurpái
gekk þá best íslensku keppendanna,
lék átján holurnar á 78 höggum eða
sjö höggum yfír pari. Ölöf og
Tryggvi léku á 80 höggum. Her-
borg var sein í gang, lék fyrstu
tólf holurnar á fimmtán höggum
yfir pari en endaði á 86 höggum.
Á öðrum degi lék Sigurpáll á 74
höggum, Herborg og Tryggvi á 78
höggum og Ólöf María á 82 högg-
um. Nokkur gjóla var siðasta dag-
inn og íslenska liðið náði sjötta
besta skori liða. Tryggvi lék þá á
73 höggum, Sigurpáll á 7.9 höggum,
Herborg á 79 höggum og Ölöf á
82 höggum. Árangur íslenska liðs-
ins síðasta daginn gerði það að
verkum að liðið varð í ellefta sætinu.
„Að sögn Harðar Arnarssonar,
liðsstjóra íslensku sveitarinnar
rigndi mjög mikið fyrsta daginn en
hina dagana gekk á með skúrum.
Bleytan olli því að boltinn rúllaði
lítið sem ekkert en flatirnar voru í
góðu ásigkomulagi.
Sigurpáll og Tryggvi enduðu á
231 höggi og höfnuðu í 21.-22.
sæti af 44 keppendum í einstakl-
ingskeppninni í karlaflokki. Her-
borg lék á 243 höggum og hafnaði
Herborg Arnarsdóttir, GR.
í 20. sæti í kvennaflokknum. Ólöf
lék á 245 höggum og hafnaði í 22.
sæti af 33 keppendum.
Samtals lék íslenska liðið því á
699 höggum, einu fleira en Sviss,
tveimur fleiri en Ítalía og þremur
fleiri en Sviss. Sem fyrr sagði sigr-
aði sveit Englands nokkuð örugg-
lega á 661 höggi, Sveitir Svíþjóðar
Morgunblaðið/Göllí
Sigurpáll Sveinsson, GA.
og Þýskalands léku báðar á 670
höggum en Svíar hrepptu annað
sætið á betra skori fjórða manns.
íslenska sveitin hafnaði í 14. sæti
þegar keppnin fór fram á síðasta
ári. Ekki eru fleiri verkefni erlendis
hjá unglingum í vetur en 12 - 13
manna æfingahópur verður valinn
á næstu dögum.
Morgunblaðið/Frosti
Þorvaldur Ásgeirsson, fyrirliði
2. flokks Fram með bikarinn.
Enn einn
titill í
Safamýri
FRAM bætti enn einum titlin-
um í safnið þegar 2. flokkur
félagsins varð bikarmeistari
með sigri á KA á Valbjarnar-
velli 5:2.
Norðanmenn voru fyrri til að
skora og ívar Bjarklind skor-
aði eina mark fyrri hálfleiksins.
Framarar svöruðu með tveimur
mörkum frá Helga Sigurðssyni og
Aron Haraldssyni en Oskar Braga-
son svaraði um hæl með marki fyr-
ir KA. Mörk frá Helga, Aron og
Kristni Sæmundssyni gerðu síðan
endanlega út um vonir KA.
„Við höfum verið með breiðan
og góðan leikmannahóp í sumar og
þótt við höfum oft ekki verið með
aðgang að okkar sterkustu mönn-
um þá hefur dæmið gengið upp.
Ég er sérstaklega ánægður með
piltana á yngsta ári sem urðu meist-
arar í 3. flokki í fyrra. Þeir stóðu
sig framar vonum,“ sagði Magnús
Jónsson þjálfari Fram.
Leikurinn á Valbjarnarvelli var
seinni leikur liðanna um bikarinn.
Liðin skildu jöfn 4:4 eftir fram-
lengdan leik á Akureyri fyrir hálf-
um mánuði og því þurftu liðin að
leika aftur. „Þessi leikur var ekki
ósvipaður leiknum fyrir norðan,“
sagði markvörður KA, Eggert Sig-
mundsson. „Ég kann enga skýringu
á ósigrinum aðra en þá að Framar-
ar hafi góð tök á okkur,“ sagði
Eggert.
Fram: Ólafur Kristjánsson - Elvar Jónsson
(ívar Ragnarsson), (Ámi Ingimundarson), Þor-
valdur Ásgeirsson, Runólfur Benediktsson (Jó-
hann Wathne) - Sigurgeir Kristjánsson, Aron
Haraldsson, Valur F. Gíslason, Kristinn Hafþór
Sæmundsson, Ásbjörn Jónsson (Guðmundur
Guðmundsson) - Hörður Már Gíslason, Helgi
Sigurðsson.
KA: Eggert Sigmundsson - Gísli Guðmunds-
son, Ingimar Erlingsson (Kristinn Pétursson),
Bjarki Bragason, Ingólfur Ásgeirsson - Óskar
Bragason, Þorvaldur Sigbjörnsson, ívar Bjark-
lind, Hermann Karlsson - Ómar Kristinsson
(Sigurgeir Finnsson), Þórhallur Hinriksson.
FELAGSLIF
Þróttarar með körfu-
knattleiksnámskeið
Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík
verður með körfuknattleiksnámskeið um
helgina, laugardag og sunnudag kl. 13-16
í Vogaskóla. Axel Nikulásson, þjálfari dren-
gjalandsliðsins, stjórnar námskeiðinu. Þátt-
taka er ókeypis. Þróttarar lita á þetta sem
fyrsta skref í uppbyggingu körfuknattleiks
hjá félaginu.
Iþróttaskóli Víkings
Iþróttaskóli Víkings fyrir börn á aldrinum
3 - 6 ára verður starfræktur í vetur og
hefst fyrsta námskeiðið laugardaginn 2.
október og verður kennt í Réttarholtsskóla.
Körfuboltahátíð Leiknis
Körfuboltahátíð Leiknis verður haldin i
Hólagarði í Breiðholti i dag kl. 11.