Morgunblaðið - 02.10.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1993
Starfsmenn Slippstöðvarinnar-Odda selja fiskvinnslubúnað í togarann Blæng NK
Yfirvinna á dag-
vinnutaxta og mis-
munur tekinn í fríi
STARFSMENN Slippstöðvarinnar-Odda byijuðu í gær að setja
fiskvinnslubúnað í Blæng NK-117, hið nýja skip Síldarvinnslunnar
í Neskaupstað. Verkið tekur 28 daga og sú yfirvinna sem starfs-
menn vinna við verkið verður unnin á dagvinnutaxta, en mismun-
inn taka þeir út í frli. Þetta var forsenda þess að Slippstöðin-
Oddi fengi verkefnið.
Brynjólfur Tryggvason yfir-
verkstjóri Slippstöðvarinnar-Odda
sagði að fiskvinnslubúnaðurinn
sem settur verður í skipið væri
smíðaður hjá Klaka hf. í Kópa-
vogi, en um er að ræða búnað
fyrir rækjuvinnslu, karfa- og grá-
lúðuvinnslu. Starfsmenn Slipp-
stöðvarinnar-Odda setja búnaðinn
í skipið, tengja hann og ganga frá
frystibúnaði auk smávægilegra
breytinga sem gera þarf.
Vikufrí eftir törnina
Norsk skipasmíðastöð bauðst til
að vinna þetta verk á 28 dögum
og var Slippstöðinni-Odda boðið
að ganga inn í tilboðið. Forsendur
þess að stöðin gæti tekið verkið
að sér var að starfsmenn ynnu
yfírvinnuna á dagvinnutaxta og
tækju mismuninn út í fríi, að sögn
Brynjólfs. Unnið verður við þetta
verkefni næstu laugardaga og lít-
illega á kvöldin. Brynjólfur sagði
að búast mætti við að starfsmenn
myndu eiga 5-7 daga frí eftir
þessa törn. „Við stóðum frammi
fyrir því að geta ekki boðið jafn-
stuttan verktíma, Norðmenn buð-
ust til að vinna verkið á þessum
28 dögum, en okkur var gefínn
kostur á að ganga inn í þann verk-
tíma. Okkar starfsmenn voru
strax inn á því að vinna verkið
með þessum hætti og það er ekki
síst fyrir þeirra þátt sem verkefn-
ið náðist,“ sagði Brynjólfur.
Hann sagði að ef ekki hefði
komið til þessa verkefnis hefðu
menn staðið frammi fyrir því að
geta ekki haldið fullri vinnu fyrir
alla starfsmenn út þennan mánuð
og væntanlega komið til þess að
einhverjir þeirra hefðu verið send-
ir heim á atvinnuleysisbótum. All-
ar deildir fyrirtækisins munu koma
að verkinu og er búist við að um
30 tii 40 manns vinni við það.
Brynjólfur sagði að verkefna-
staðan væri óviss að loknu þessu
verkefni, menn sæju ekki langt
fram í tímann, en engin stór verk-
efni væru framundan.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
I slipp
UNNIÐ var af kappi við
Blæng hið nýja skip Síldar-
vinnslunnar á Neskaupstað
í gær. Á innfelldu myndinni
er Blængur í slippnum.
íbúðir í félagslega húsnæðiskerfinu hafa minnkað um 9 fermetra að meðaltali
Sameignír hafa minnkað
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ráðstefna um félagslegar íbúðir
LANDSSAMBAND húsnæðisnefnda stendur fyrir ráðstefnu á Hótel
KEA þar sem rætt er um ýmsa þætti er varða félagslega húsnæðis-
kerfið.
Messur
Akureyrarkirkja
Hádegistónleikar kl. 12 í
dag, 2. október. Sunnudaga-
skólinn tekur til starfa kl. 11
fyrir hádegi á morgun, sunnu-
dag. Nýtt námsefni afhent í
forkirkjunni, verð 200 kr.
Kirkjubílar aka frá Minjasafns-
kirkjunni kl. 10.40 og frá Kaup-
angi kl. 10.40 og þeir fara frá
kirkjunni kl. 12. Messað verð-
ur kl. 14. (Ath. breyttan
messutíma. Kór Akureyrar-
kirkju syngur, Dóróthea
Dagný Tómasdóttir leikur á
orgel, stjórnandi Björn Steinar
Sólbergsson. Messukaffi í
umsjá Kvenfélags Akureyrar-
kirkju eftir messu. Bræðarafé-
lag kirkjunnar heldur fund í
Safnaðarheimilinu kl. 16.
Æskulýðsfélagið heldur fund
í Kapellunni kl. 17. Þátttak-
endur á æskulýðsmóti í
Vatnaskógi segja frá reynslu
sinni.
Sóknarprestar
Glerárkirkja
Biblíulestur og bænastund
verður í kirkjunni kl. 13. í dag,
laugardaginn 2. október.
Barnasamkoma verður á
morgun, sunnudaginn 3. októ-
ber, kl. 11 (Athugið að nýja
barnamappan kostar 200
krónur fyrir hvert barn) Messa
verður kl. 14.00. Að messu
lokinni verður kirkjukaffi kven-
félagsins. Fundur æskulýðsfé-
lagsins verður kl. 17.30.
Sóknarprestur
ÍBÚÐIR innan félagslega kerfis-
ins minnkuðu að meðaltali um
8% eða 9 fermetra að jafnaði á
síðasta ári miðað við árin á und-
an og þá hefur verð þeirra einn-
ig farið lækkandi. Eftir að
greiðslumat var tekið upp hefur
dregið úr vanskilum. Ef láns-
tíminn yrði styttur úr 43 árum í
30 og fyrsta afborgunarlausa
árinu sleppt yrði eignamyndun í
félagslega kerfinu aldrei nei-
kvæð eins og nú er.
Þetta kom fram í erindi sem
Persey Sigtryggsson og Gísli Gísla-
son hjá félagsíbúðadeild Húsnæðis-
stofnunar ríkisins héldu á ráðstefnu
Landssambands húsnæðisnefnda á
Hótel KEA í gær um úthlutun fram-
kvæmdalána, þróun íbúðarstærða,
tekju- og eignamörk og áhrif vaxta-
breytinga á eignamyndun í félags-
lega húsnæðiskerfínu.
Hvað úthlutun framkvæmdalána
varðar fóru um 51% af úthlutuðum
lánum til höfuðborgarsvæðisins og
49% til landsbyggðarinnar á þessu
ári.
Dregið úr sameigninni
Byggingarsjóður verkamanna
veitti á síðasta ári lán til byggingar
eða kaupa á 891 íbúð. Keyptar
voru 76 notaðar íbúðir og var með-
alstærð þeirra 96,1 fermetri og
meðallán 5,4 milljónir króna. íbúðir
sem keyptar voru í smíðum með
heimild frá fyrra ári voru 87 tals-
ins, meðalstærð þeirra var 122,6
fermetrar og meðallán 6,8 milljónir
króna. Þá voru keyptar 64 íbúðir í
smíðum og var meðalstærð þeirra
89,5 fermetrar og meðallán 5,6
milljónir króna. A síðasta ári voru
samþykktar leiðbeinandi stærðar-
reglur vegna íbúða í félagslega
kerfínu og eftir að þær fóru að virka
hafa íbúðir að meðaltali minnkað
um 9 fermetra, aðallega vegna
minni sameigna, en íbúðirnar sjálf-
ar hafa ekki minnkað. íbúðirnar
hafa lækkað í verði miðað við fyrri
ár og hafa lánveitingar til kaupenda
einnig lækkað og eru að meðaltali
5,6 milljónir nú.
Hæg eignamyndun
í máli Gísla Gíslasonar kom fram
að frá því greiðslumat var tekið upp
eftir 1990 hefur dregið úr vanskil-
um, úr 42% í 31% þegar miðað er
við tímann fyrir 1990 og síðan eft-
ir að matið var tekið upp.
Fram kom að miðað við 43 ára
lánstíma og 2,4% vexti eru kaup-
endur félagslegs húsnæðis 20 ár
að ná framlagi sínu, en miðað var
við 7 milljóna króna íbúð þannig
að framlag kaupenda er 700 þúsund
krónur. Við það að vextir hækki
úr 1% í 4,9% eftir 6 ár er eigna-
myndunin neikvæð í 27 ár.
I erindinu var velt upp þeirri
spumingu hvort ekki væri ástæða
til að breyta lánstímanum þannig
að hann yrði styttur úr 43 árum í
30. Miðað við 2,4% vexti af láni til
30 ára og að fyrsta afborgunar-
lausa árinu yrði sleppt yrði eigna-
myndun í félagslega kerfinu aldrei
neikvæð eins og nú er, en greiðslu-
byrði kaupanda yrði um 5.000 krón-
um hærri á mánuði, en fram kom
í máli Gísla að oft kæmu fram
kvartanir um að fólk eignaðist ekk-
ert þegar það festi kaup á félags-
legu húsnæði, en þeir sem flyttu
úr slíku húsnæði eftir 3-4 ár fengju
minna en upphaflegt framlag sitt
til baka.
Bæjarráð
Bæjarstjór-
imitilKíiia
BÆJARRÁÐ hefur veitt
Halldóri Jónssyni bæjar-
sljóra umboð til að stofna til
vinabæjarsambands við kin-
verska borg, en Halldór er
þátttakandi í opinberri heim-
sókn samgönguráðherra,
Halldórs Blöndals, til Kína
4. til 15. október næstkom-
andi.
Á fundi bæjarráðs var lagt
fram erindi frá kínverska sendi-
herranum í Reykjavík þar sem
kynnt eru tilboð um vinabæja-
samband við borgir í Hebei-hér-
aði í Kína og hefur bæjarstjóra
verið veitt umboð til að stofna
til slíks sambands í ferð sinni
til Kína.
Dregið verði úr
umferðarhraða
Á fundi bæjarráðs á fimmtu-
dag var einnig tekið fyrir erindi
frá Innbæjarsamtökunum, en
samtökin vísa í bréfi til bæjaryf-
irvalda til fyrirheita um betri
og tryggari umferðarmannvirki
í bæjarhlutanum og segja brýna
nauðsyn að draga úr umferðar-
hraða þar. Þá skora samtökin
á bæjaryfirvöld að ljúka frá-
gangi á umhverfi tjamarinnar,
gönguleiðum og opnum svæð-
um í Innbænum. Bæjarráð fól
bæjarverkfræðingi að koma er-
indinu á framfæri við nefndir
og deildir sem málið snerta.
50 íbúðir
Bæjarráð staðfesti umsóknir
um framkvæmdalán til bygg-
inga og kaupa 50 íbúða á veg-
um Akureyrarbæjar á árinu
1994, en þar er um að ræða
30 félagslegar eignaríbúðir, 5
félagslegar leiguíbúðir og 15
kaupleiguíbúðir.