Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Forsætisráðherra um bráðabirgðalög í fyrra Alþingi áttí að koma saman DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra sagði á Alþingi í gær að hann teldi í dag að skynsamlegt hefði verið að Alþingi hefði komið saman sumarið 1992 til að fjalla um Kjaradómsmálið fremur en að ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög eins og gert var. Þetta kom fram í umræðu um bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar frá í sumar um efna- hagsaðgerðir vegna kjara- samninga. Játning „Ég get gert þá játningu úr þess- um ræðustól nú, að ég hefði talið að það hefði verið skynsamlegt þeg- ar kjaradómslögin voru sett á sínum tíma að þá hefði þingið komið sam- an og fjallað um það mál en ekki bráðabirgðalöggjafmn. Ég var ekki þeirrar skoðunar þá en svona eftir á að hyggja þá held ég að það hefði verið skynsamlegt í ljósi ýmissa hluta sem síðan hafa gerst og ég býst við að menn muni fremur velja slíka kosti oftar hér eftir en hingað til,“ sagði forsætisráðherra. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Unnið að gerð grjótvarnar í Jökulsá NÚ ER unnið að gerð grjótvarnar í botni Jökulsár á Breiðamerkursandi. Gerðir verða tveir garðar, annar er undir brúnni en hinn verður aðeins ofar í ánni. Verða þeir um 2 metrum undir vatnsyfir- borði. Grjótvarnirnar eru gerðar til þess að botn árinnar grafíst ekki meir en orðið er en dýpið er orðið um 6 metrar að hluta. Um ána fer mjög mik- ið vatn því sjór fiæðir inn í lónið. Verkið er unnið af Suðurverki frá Hellu og mun taka um fjórar vik- ur. Gtjótið er sótt um 10 kílómetra að Fjallsá. Leikskólar ríkisspítala Foreldrum auðveldaðar breytingar FORSTJÓRI og formaður stjórn- ar ríkisspítalanna áttu í gær fund með heilbrigðisráðherra vegna fyrirhugaðra uppsagna á leik- skólum sjúkrahúsa og yfirtöku sveitarfélaga á rekstri þeirra. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar forstjóra ríkisspítalanna varð niður- staðan sú að leitað verður allra leiða til að gera foreldrum þessar breyt- ingar eins auðveldar og frekast verður unnt. Davíð sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar, en skoðaðir yrðu allir þeir möguleikar sem fyrir hendi væru í þessu máli. Stjórn Félags íslenskra heimilislækna lýsir yfir andstöðu við heilsukortin Sj úklingaskattur án for- dæma í velferðarkerfinu STJÓRN Félags íslenskra heimilislækna hefur lýst yfir andstöðu sinni við hugmyndir um svoköliuð heilsukort, sem eru til umræðu í tengsl- um við fjárlagagerð. Segist stjórnin líta svo á að í undirbúningi sé sjúklingaskattur sem ekki eigi sér fordæmi í hinu íslenska velferðar- kerfi. „Við erum á peningabrautinni. Við erum að auka hlut hinna sjúku í rekstri heilbrigðisþjónustunnar og það er spurning hvort sú hugsun sé nægilega skýr með okkur eins og var að þjóðfélaginu beri að hlífa hinum sjúku. Erum við hætt að vera upptekin af þeirri hugs- un og er eitthvert annað gildismat orðið ráðandi þegar harðnar á dalnum?“ sagði Sigurbjörn Sveinsson, formaður félagsins í samtali við Morgunblaðið. Haft var eftir Guðmundi Árna Stefánssyni heilbrigð- isráðherra í fréttum Ríkisútvarpsins, að ályktun heimilislækna væri á misskilningi byggð. Heilsukortin hefðu verið valin í stað sjúkra- skatts en áður hefði verið rætt um innritunargjald. Akærður fyrir kynferðisbrot TÆPLEGA 24 ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir kyn- ferðisafbrot gegn sjö ára gömlum hálfbróður sínum. Maðurinn hefur gengist við brotum sínum sem voru'framin í fyrsta skipti þegar drengurinn var þriggja ára og síð- an í nokkur skipti í upphafi síð- asta árs. Dóms í málinu er að vænta á næstu vikum en ætlunin er að dóm- taka það að loknum yfirheyrslum og málfiutningi í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. Í ályktun stjórnarinnar segir enn- fremur að fyrir heilsukortið muni þeir helst greiða sem veikir séu. Því séu kortin aðeins nýr skattur sem í þokkabót verði ekki jafnað niður eftir tekjum þegnanna heldur heilsu þeirra. Síðar segir: „Stjórnin lýsir áhyggjum sínum yfir þróun umræðu um kostnað við heilbrigðis- þjónustu hér á.landi og telur að mannúðarsjónarmið og umhyggja fyrir hinum sjúku séu víkjandi í til- raunum stjórnvalda til að ná tökum á halla ríkissjóðs. Lýsir stjómin ábyrgð á hendur þeim stjórnmála- mönnum, sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að færa þjóðinni harðneskjulegri stjórnarhætti og bijóta niður það þjóðfélag mannúð- ar og umburðarlyndis, sem fólk úr öllum flokkum og stéttum þjóðfé- lagsins tók þátt í að byggja." Aðgöngumiði Sigurbjörn sagði að með heilsu- kortinu væri verið að selja að- göngumiða að heilbrigðiskerfinu sem væri að öðru leyti kostað af skattpeningum. Þeir fyrstu sem myndu greiða þessi kort væru þeir veiku, þeir sem ættu von á að veikj- ast eða vandamenn þeirra. Þeir sem heilbrigðir væru gætu valið að borga ekki. „Þetta er ekkert annað en 400 milljóna króna tekjuöflun. Kerfinu er í engu breytt að öðru leyti en því að þeir sem nota það og eru handhafar þessara korta greiða 400 milljónir til viðbótar við það sem þeir greiddu í ár. Þetta er í sjálfu sér kornið sem fyllti mælinn og gerði það að verkum að við vild- um taka þátt í þessari umræðu,“ sagði Sigurbjörn um samþykkt Fé- lags íslenskra heimilislækna. Annað þjóðfélag Hann sagði að heimilislæknar teldu alveg nauðsynlegt að þjóðin ræddi á hvaða leið hún væri. „Þann- ig að þjóðin standi ekki uppi einn góðan veðurdag eftir margar svona, að því er virðist, litlar ákvarðanir með allt annað þjóðfélag heldur en hún ætlaði sér. Það er höfuðatriðið. Málið er alvarlegt og það er nauð- synlegt að ræða það út frá öðrum sjónarmiðum en skammtímaredd- ingum í ríkisfjármálum,“ sagði hann ennfremur. Kvikmyndahátíð í Stokkhólmi HrafnGunn- laugsson af- þakkar for- mennsku HRAFN Gunnlaugsson hefur afþakkað boð um að taka að sér formennsku í dómnefnd kvikmyndahátíðar sem hald- in verður í Stokkhólmi i næsta mánuði. Að hans sögn afþakkaði hann boðið vegna starfs síns við Sjónvarpið sem hann léti ganga fyrir á meðan hann gegndi því. Að sögn Hrafns er mikill heiður fólginn í boðinu um for- mennsku í dómnefnd kvik- myndahátíðarinnar í Stokk- hólmi. Þetta væri ein stærsta kvikmyndahátíð sem haldin væri á Norðurlöndum og þang- að kæmi margt virtra manna úr kvikmyndaheiminum. Hæstiréttur dæmir í greiðslukröfumáli Sól hf. þarf ekki að borga ónýta kolsýru HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Sól hf. af kröfum Sjóefnavinnsl- unnar um greiðslu fyrir kolsýrufarm sem Sól hf. keypti haustið 1987, en í ljós kom að kolsýran reyndist ónothæf til gosdrykkja- framleiðslu. Héraðsdómur hafði dæmt Sól til að greiða Sjóefna- vinnslunni hf. fyrir kolsýruna, en þeim dómi áfrýjaði Sól hf. í dag Merkismenn Óskar á Stórhöfða hefur merkt 61 þúsund fugla 7 Dagur hvíta stafsins Rætt er við 16 ára tvíburasystur, aðra blinda og hina sjónskerta, sem stunda nám í menntaskóla 18 Þórði boðinn smningur Knattspyrnuliðið Bochum hefur boð- ið Þórði Guðjónssyni þriggja ára at- vinn umannasamning 4 7 Leiðari Lækka verður áætluð ríkisút- gjöld 24 ttsmm. Versnandi félagslegar atebofrjr b>ru fcalb > anki» «:lu»n4j Fasteignir ► Ný stálgrindarhús - Smiðj- an - Lagnafréttir - Nýr stöð- ugleiki í húsnæðismálum - Innanstokks og utan Daglegt líf ► Sýklar og sæðisfrumur - Eyðslu-, og skuldafíklar - Vegg- spjaldasamkeppni - Svalandi drykkir - Á Hraunþúfuklaustri - Súkkulaðisafn í Köln í dómi Hæstaréttar kemur fram að telja verði líklegt að kolsýran hafi ónýtt það magn gosdrykkjar [ískóla], sem hún var notuð í og valdið Sól hf. fjártjóni. Sól hf. hafi ekki farið fram á bætur fyrir það tjón, og Sjóefnavinnslan hf. hafi ekki hafist handa um innheimtu greiðslu fyrir kolsýruna fyrr en að rúmum tveimur árum liðnum, en skuldin var þá rúmar 430 þúsund krónur. Telur Hæstiréttur að Sól hf. hafi haft gilda ástæðu til að ætla að greiðslu skuldarinnar yrði ekki krafist ef ekki yrði farið fram á skaðabætur, og það hafi Sjóefna- vinnslunni hf. mátt vera ljóst. Tómlæti Vegna þess dráttar sem á inn- heimtu hafi orðið hefði skuldin, að svo miklu sem hún kunni að hafa verið umfram tjón Sólar hf., fallin niður fyrir tómlæti er hafist var handa um málssókn. Kemst Hæsti- réttur að þeirri niðurstöðu að sýkna beri Sól hf. af kröfu Sjóefnavinnsl- unnar hf„ sem gert er að greiða Sól hf. 150 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Gunnar M. Guðmunds- Nýrvin- sældalisti MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag í fyrsta sinn nýjan lista, ís- lenska popplistann - Top XX, yfir vinsælustu plötur lands- ins. Listann tekur Gallup á íslandi saman fyrir Morg- unblaðið, Sjónvarpið, Rás 2 og Samtök hljómplötuútgef- enda. Við vinnslu íslenska popplist- ans er tekið mið af sölulista sem Gallup í Bretlandi hefur tekið saman í áraraðir yfir plötur þar í landi og þykir einkar nákvæm- ur. Gallup á íslandi miðar við reynslu og verklag Gallup í Bret- landi við uppbyggingu Islenska popplistans. Listinn verður birtur í Morgunblaðinu á föstudögum, en Sjónvarpið sýnir þáttinn ís- lenski popplistirin - Top XX á föstudagskvöldum og listinn verður kynntur í Rás 2 á laugar- dögum. Sjá bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.