Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 HEILSA OG HEILBRIGÐI í PERLUNNI9. -17. OKT. Opið: Virka daga kl. 17-22, laugard. ogsunnud. kl. 13-19. ÓKEYPIS AÐGANGUR Dagur helgaður krabbameinslækningum Excel 4.0 Macintosh og Windows: 25.-29. okt. kl. 9-12 Access gagnagrunnurinn 18. - 22. október kl. 16-19 FileMaker Pro 18. - 22. október kl. 16-19 Quark Xpress Macintosh og Windows: 18.-22. okt kl. 13-16 PageMaker Macintosh og Windows: 25.-29. okt kl. 13-16 g Macintosh f. byrjendur s 25.-29. októberkl. 16-19 System 7.0 og net 18.-20. októberkl. 9-12 Windows 3.1 2S.-27. október kl.16-19 Word námskeið Macintosh og Windows: 19.10-2.11 kl. 19:30-22:30 Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi16 Sími 68 80 90 1^ 1993^1 í KVÖLD KL. 21.00 SÓLON ÍSLANDUS DIE FIDELEN MUNCHENER VITINN, SANDGERÐI Vanir menn ásamt Þuríði Sigurðardóttur. PIZZA BARINN, BREIÐHOLTI Dúettinn 66% AKUREYRI Allir betri bjórstaðir. SERPANTANIR ^ ^ I -^"Borgartúni 29 DVERGLILJUR Crocus Blóm vlkunnar Umsjón: Agústa Björnsdóttir Þáttur nr. 280 Nú á miðri „laukatíð" sýnist ekki úr vegi að rifja upp eitthvað af þeim fróðleik um dvergliljur sem Kristinn Guðsteinsson, sá fjölfróði ræktunarmaður, miðlaði þættinum fyrir fáum árum: „Dvergliljur eða krókusar eins og þær eru oftast nefndar, eru lág- vaxnar jurtir sem blómstra snemma að vorinu og eru meðal fyrstu vorblóma í garðinum. Þær eru hnúðjurtir af sverðliljuættinni og hafa margar reynst harðgerðar og langlífar. Algengust eru stór- blóma afbrigði af tegundinni Crocus vernus sem vex villt um stóran hluta S- og Mið-Evrópu, oft hátt til fjalla, er skipt í tvær undirtegundir. Önnur þeirra er sú dverglilja sem algengust er í Alpa- fjöllunum og vex þar í 600-2500 m hæð. Hún er sjaldan ræktuð í görðum og erlendis er hún talin erfið í ræktun. Hér á landi þrífst hún þó ágætlega þar sem loftslag hér er líkt því sem hún á að venj- ast í heimkynnum sínum. Eins og áður er sagt eru blómstóru af- brigðin algengust og hafa verið ræktuð hér um langan aldur. Blómin eru í ýmsum blæbrigðum fjólublárra lita og stundum eru þau alveg hvít. Nefna má afbrigð- ið „Remembrance", með Ijósfjólu- blá blóm, „Flower Record" dökk- fjólublá, „Jeanne de Arc“ hvít og „Striped Beauty" með hvít blóm með fjólubláum röndum. Nokkrár tegundir dverglilja bera gul blóm, og langalgengust þeirra er garða- afbrigðið „Large Dutch Yellow" eða „Golden Yellow“. Það er afar harðgert og fjölgar sér ört. Af smáblóma dvergliljum, sem oftast eru með gulum eða hvítum blóm- um má t.d. nefna „E.P. Bowles“ og „Cream Beauty". „Snow Bunt- ing“ er með hvítum blómum og hefur reynst afar vel. Við ræktun Crocus vernus „Striped Be- auty“. hefur sú tegund blandast annarri og við það orðið til mörg falleg afbrigði með bláum blómum, eins og „Princess Beatrix", „Blue Pe- arl“, „Blue Peter“ o.fl. o.fl., einn- ig má nefna nýlegt afbrigði „Prins Claus“. Þó að dvergliljur séu harðgerð- ar, langlífar jurtir, er ýmislegt sem hafa þarf í huga við ræktun þeirra. Velja þarf hlýjan og sólrík- an vaxtarstað vegna þess að blómin opnast ekki til fulls nema í sólskini eða hlýju veðri. Jarðveg- urinn þarf að vera vel framræst- ur, helst sandblendinn. Smáblóma tegundir er best að rækta í stein- hæðum eða upphækkuðum beðum þar sem frárennsli er öruggt. Hér á landi hefur reynst vel að setja hnúðana fremur grunnt niður. Stórblóma afbrigðin er nóg að hylja með 3-4 sm þykku moldar- lagi, smáblóma þannig að aðeins 2-3 sm moldarlag hylji þá. Grunn niðursetning hefur örvandi áhrif á fjölgun hnúðanna. Of djúp nið- ursetning getur tafið fyrir blómg- un um langan tíma, jafnvel mörg ár og einnig valdið rotnun og dauða hnúðanna. Við niðursetn- ingu er hæfilegt að bilið milli hnúðanna sé 5-10 sm. Á 3-4 ára fresti þarf að taka hnúðana upp, vegna fjölgunar þeirra sem oft er mikil. Það er gert þegar blöð taka að gulna, en þó best áður en þau eru alveg visnuð burt. Að lokinni þurrkun og hreinsun eru hnúðarnir settir niður aftur annað hvort strax eða þegar líður á haustið. Meðlæti með köldu kjöti Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það getur verið þægilegt að hafa kjötið tilbúið og bera fram kalt og þá með heitu eða köldu meðlæti. Þægilegra getur það varla verið svo ekki fari of mikill tími í matseld, ekki síst þegar boðið er í mat. Kalt svínakjöt, t.d. bayon skinka er af- bragðs matur, kalt Londonlamb er líka ágætt til þeirra nota. Sellerísalat með ananas og hnetum 25Ó g rótarsellerí, (seljurót) 300 g niðursoðinn ananas 'h dl brytjaðar möndlur 2 msk. majones 1 dl kaffnjómi sýrður ijómi, (að smekk) 'h tsk. salt örlítill pipar. Sellerírótin afhýdd og skorin í ca. sm þykka bita sem soðnir eru í salt- vatni í nokkrar mínútur. Látið renna vel af bitunum eftir suðu og kælið. Ananasinn skorinn í litla bita og blandað saman við selleríið og möndl- unum stráð yfir. Majones, ijóma og sýrðum ijóma blandað saman og kryddi bætt í eftir smekk. Öllu bland- að saman. Ætlað fyrir 4. Blómkál með steinseljusóu 1 blómkálshöfuð (ca. 500 g) vatn, salt 2 msk. hveiti 3 'h dl mjólk + blómkálssoð 'k tsk. salt örlítill pipar 1 dl rifínn ostur steinselja (persille) Blómkálið snöggsoðið, hveiti og mjólk hrært saman í potti, suðan lát- in koma upp og þynnt út með blóm- kálssoðinu, bragðbætt með kryddi. Ostinum og brytjaðri steinseljunni bætt út í. Heitri sósunni hellt yfír heitt blómkálið um leið og borið er fram. Ætlað fyrir 2 -3. Kartöflusalat Venjulegt kartöflusalat, búið til úr köldum kartöflum, majones og sýrð- um ijóma, er gott með köldu kjöti. Gott er að hafa vel útilátinn brytjað- an lauk í og krydda eftir smekk. wmmmmsmmammmmaumm c /œtiu/aí/^, /cuuja/x/ujx- oí/ m/f/uu/qt/rs/wö/c/t o/tó/e/1 Á hlaðborði eru fjölbreyttir réttir, sem ættu að koma sumum skemmtilega á óvart en gleðja aðra, sem til þekkja. . Forréttir: j Rhl, , Fftirréttir: ™£^ZrMkÍr0S,ar - SANNARLEGA TlLEFNl TIL AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA! Ath. Pantið tímanlega, því villibráðarhlaðborðið verður AÐEINS í OKTÓBER. Verð2.950,- kr. Borðapantanir og upplýsingar í síma 91-29900. -lofar góóu! Innanlandslína Flugleiða Farpantanir og sala farmiða í innanlandsflugi. Upplýsingar um ferðargjöld og ferðir innanlands. Opið alla daga frá FLUGLEIÐIR kl. 08.00 - 18.00. INNANLANDS HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 MclsiMiat) á beijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.