Morgunblaðið - 15.10.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 15.10.1993, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Lyfsölumál á ís- landi á tímamótum eftirlnga Guðjónsson Aðgreining á milli dreifingar og umboðs Undanfarin ár hefur átt sér stað hérlendis aðgreining á umboðssölu annars vegar og dreifingu og lag- erhaldi lyfja hins vegar. Stofnuð hafa verið markaðs- eða umboðs- fyrirtæki sem hafa fengið önnur fyrirtæki til að sjá um dreifing- una. Árið 1989, stofnaði þýska lyfjafyrirtækið Hoechst eigin markaðsskrifstofu á íslandi, Ho- echst á íslandi. Lyf hf. sér um lagerhald og dreifingu lyfja fyrir Hoechst. Sama ár setti breska lyfjafyrirtækið GJaxo upp mark- aðsskrifstofu á íslandi, Glaxo á íslandi. Einnig var ísfarm stofnað árið 1989 sem meðal annars hefur umboð fyrir bandarísku lyfjafyrir- tækin Schering Plough og Pfizer á íslandi. Loks var Alfa Medica stofnað af greinarhöfundi á sl. ári. Alfa Medica hefur umboð fyr- ir bandaríska lyfjafyrirtækið Eli Lilly á íslandi. Lyfjaverslun ríkis- ins annast lagerhald og dreifingu „ Alþing-i hefur nú sam- þykkt nýja einkaleyfis- löggjöf sem gerir lyfja- fyrirtækjum kleift að fá einkaleyfi á sín lyfja- efni hérlendis í byrjun árs 1997. Engu að síður mun áhrifa þessarar lagabreytingar ekki byrja að gæta fyrr en um árið 2005 þar sem 8-12 ár tekur að rann- saka og þróa nýtt lyfja- efni og setja á markað sem lyf.“ lyfja fyrir öll ofangreind lyfjafyrir- tæki nema Hoechst. Samkeppni og hagræðing Ekki leikur vafi á að þetta er hagstæð þróun fyrir lyfjamarkað- inn hér á landi þar sem aukin hagræðing næst þegar færri en umfangsmeiri aðilar sjá um inn- flutninginn og dreifinguna. ís- lenski lyfjamarkaðurinn er mjög smár og því ekki hagkvæmt að mörg lítil fyrirtæki haldi uppi og reki eigin dreifingarkerfi. Lytja- heildsöludreifing í umsjá fárra og stórra aðila gerir kleift að nýta betur hagkvæmni stærðarinnar. Aukið svigrúm gefst til að tryggja góða og örugga lyfjadreifingu fyr- ir landsmenn. Ef lyfjaumboðin á hinn bóginn eru í höndum fleiri og smærri umboðsaðila sem ann- ast markaðssetningu og skráning- ar við yfirvöld þá skapast aukin samkeppni á markaðinum. Sam- keppni og aukin nýting á hag- kvæmni stærðar leiða til þjóðhags- legs sparnaðar. Óvissa með framtíðarskipan lyfsölumála Lyfsölumál á íslandi standa nú á tímamótum. Lyfjaálagning hefur verið lækkuð undanfarin ár og einnig ríkir óvissa um framtið lyfjamála þar sem iy>pi eru hug- myndir um algjöra uppstokkun á smásöludreifingu lyfja hérlendis. Ingi Guðjónsson Einnig eru fyrirsjáanlegar breyt- ingar með tilkomu EES. í nýlegu frumvarpi að lögum um lyf, lyfja- innflutning og dreifingu er m.a. gert ráð fyrir fijálsri lyijasölu á smásölustigi. Einnig er gert ráð fyrir óheftum samhliða innflutn- ingi með frjálsu flæði lyfja til ís- lands eins og tíðkast hefur milli landa í Evrópubandalaginu. Þessi svo kallaði samhliða innflutningur hefur byggst á fijálsu flæði lyfja frá ódýrari löndum S.- Evrópu til norðurhluta álfunnar þar sem lyfjaverð er hærra. Með innleið- ingu slíks samhliða innflutnings lyfja til íslands skapast sá mögu- leiki að svikin lyf komist á íslensk- an lyfjamarkað, þ.e. lyf sem inni- halda virkt efni í of litlu eða alls engu magni. Mun erfiðara er að sanna uppruna vöru sem farið hefur í gegnum hendur margra milliliða en ef keypt er beint frá framleiðanda. Enda hafa komið í ljós, m.a. í Bretlandi, svikin lyf á markaði. Því er afar mikilvægt að móta strangar reglur í kringum samhliða innflutning, þ.e. ef hann verður samþykktur hér á landi. Innflutningur og dreifing lyfja er ábyrgðarmikill og mikilvægur þáttur í heilbrigðiskerfinu. Breyt- ingar sem rýrt gætu öryggi þess ber að forðast í lengstu lög. Engin einkaleyfisvernd á íslandi Þrátt fyrir vaxandi samkeppni og niðurskurð þá er það lykilatriði á öllum mörkuðum að eðlilegar, réttmætar viðskiptavenjur og leik- reglur séu ætíð hafðar í heiðri. Að öðrum kosti gæti eðlileg fram- þróun nýrra lyfja stöðvast. Því miður hefur þessu ekki verið svo háttað á íslandi. Samkvæmt nú- gildandi einkaleyfislöggjöf er ekki hægt að fá einkaleyfi fyrir lyfja- efni hér á landi. Því geta innlend lyfjafyrirtæki skráð eftirlíkingar þó að frumlyf séu enn með einka- leyfi annars staðar. Ef sambæri- legar reglur væru í gildi á Vestur- löndum þá myndu rannsóknir og þróun nýrra lyfja heyra sögunni til. Frumlyfjafyrirtæki veija stór- um hluta af sölutekjum í rann- sóknir og þróun lyfja. Fjárframlög til rannsókna skila sér í nýjum og Nokkrir punktar um pólitísku stöðuna við upphaf Alþingis eftir Eggert Haukdal Enginn vafi getur á því leikið, að margt hefði mátt betur fara og betur gera, ef rétt hefði verið á spilunum haldið í byijun. Flest mistökin stafa af klaufaskap vegna ónógs málaundirbúnings. Samstarf við margklofinn Alþýðu- flokk er að vonum vandkvæðum háð. Litlar vinsældir ríkisstjórnar á miðju kjörtímabili verða til þess samstarfs raktar. Tvenns konar ríkisútgjöld Ríkisfjármál eru jafnan í sviðs- ljósinu, meðan Alþingi starfar. Þegar þau eru skoðuð, getur verið gagnlegt að hafa í huga, að greint er milli tvenns konar útgjalda. Annars vegar eru þau, sem ganga til vörukaupa og þjónustu, hins vegar svonefndar tekjutilfærslur. Þegar ríkisstjórn eykur útgjöld til vörukaupa og þjónustu, tekur hún til sín stærri hlut þjóðarframleiðsl- unnar. Öðru máli gegnir, þegar hún ver meira fé. í t.d. ellilífeyri eða vexti á skuldir innanlands. Þá er kaupgeta flutt frá einum hópi þjóðfélagsþegna til annars — og engin breyting verður á hlutfalli þess fjár, sem ríkisstjórnin notar og aðrir nota af afrakstri hagkerf- „Skattsvik í landinu eru talin nema um ellefu milljörðum króna, sem er hærri fjárhæð en nemur hallanum á rík- issjóði í ár. Það var fljótfærnislegt að af- nema aðstöðugjöld áð- ur en þetta er leiðrétt.“ isins. Það vekur að sjálfsögðu at- hygli, að allt kapp virðist á það lagt að draga úr tekjutilfærslum, en ekki úr beinni ríkiseyðslu. Halli ríkissjóðs Óæskilegt er, að ríkissjóður sé rekinn með halla til langframa. Það truflar efnahagslífið, en er þó réttlætanlegt í mikilli lægð. Marg- ir stærstu útgjaldaliðirnir stafa af því, að ríkissjóður hefir verið dreg- inn inn á svið, sem öðrum til- heyra. Svo er t.d. um húsnæðis- lán, en þau eru verkefni banka- kerfisins. Ríkissjóður á einungis að láta félagslegar íbúðir til sín taka. Okkur vantar leiguhúsnæði, sem unga fólkið getur notað, með- an það sparar fyrir útborgun við kaup fyrstu íbúðar. Bankar og sparisjóðir sjá um hitt. Sjálfstæðis- menn vildu lengi, að allir ættu sína íbúð, en verðtryggingin eyðilagði það. Eg læt öðrum eftir að reikna út, hversu mjög fjárþröng ríkis- sjóðs minnkaði við að leggja niður Húsnæðisstofnun ríkisins í núver- andi formi. Svipuðu máli gegnir reyndar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hann er líka í verkahring banka- kerfisins. Hins vegar mætti ríkið gjarnan leggja nokkuð af mörkum til beinna námsstyrkja til handa þeim, sem skara fram úr. Sá fjöldi lifeyrissjóða, sem starf- ar í landinu, veldur ómældum erf- iðleikum í hagkerfinu. Þá ætti með einum eða öðrum hætti að sameina í einn lífeyrissjóð allra lands- manna. Það myndi leysa mörg vandamál, leyfi ég mér að segja. Skattsvik í - landinu eru talin nema um ellefu milljörðum króna, sem er hærri fjárhæð en nemur hallanum á ríkissjóði í ár. Það var fljótfærnislegt að afnema aðstöðu- gjöld áður en þetta er leiðrétt. Aðstöðugjöldin knýja fyrirtækin til að greiða skatt, þó að þau sýni engan ágóða. Fyrirtæki, sem legg- Eggert Haukdal ur ekkert af mörkum í sameigin- legan sjóð landsmanna, á naumast rétt á sér. Svo liggur að sjálfsögðu beint fyrir að skattleggja fjár- magnstekjur eins og aðrar tekjur. Fleiri breytingar skattkerfisins eru knýjandi, en ég læt hér staðar numið. Þegar ofanrituðu hefir öllu verið til leiðar komið, þurfum við ekki lengur að karpa um 2 þúsund kr. nefskatt á aldna og sjúka ellegar lokun dagheimila fyrir börn og hælis fyrir utangarðsmenn. Landbúnaður Ég hefi áður að nokkru svarað fijálshyggjumönnum í viðskipta- deild HI. Þeir virðast steingeldir á hugmyndir um lausn vandamála í landbúnaði aðrar en þær að leggja landbúnaðinn i rúst með hömlu- lausum innflutningi búvara. Fleiri hafa komið til liðs við bændur, karlar og konur úr öllum stéttum. ísland þrífst ekki án sveitanna. Guðni Ágústsson Ég las Dagblaðsgrein Guðna Ágústssonar um vaxtamálin. Fékk ég ekki betur séð en að hann hafi skilgreint réttilega rót vandans, sem er verðtrygging fjárskuld- bindinga og skuldauppsöfnun af hennar völdum. Þess vegna kom mér algerlega á óvart, þegar hann kvaðst vilja þalda verðtrygging- unni áfram. Ég vil ógjarnan deila á góðkunningja. Hins vegar langar mig til að varpa fram spurningu: Hvers vegna höfum við Islending- ar verðtryggingu, en ekki aðrar Vesturlandaþjóðir, svo sem Bret- ar, Frakkar, Þjóðveijar, Skandína- var, Bandaríkjamenn eða Kanadabúar? Erum við svona miklu vitrari en þessar þjóðir — eða ef til vill hið gagnstæða? Höfundur er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurlandskjördæmi. ^terkur og k J hagkvæmur auglýsingamiðill! I m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.