Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 39

Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 39
MÖRÓUíÍíIlÁDÍÐ FÖSTUdÁGUR ÍS.'OKTÓBÉR1 Hf Leikkonan Geena Davis og finnski leikstjórinn Renny Harlin gengu í hjónaband fyrir skömmu. BRÚÐKAUP Geena Davis giftist leikstjóra Leikkonan Geena Davis og finnski leikstjórinn Renny Harlin gengu í hjónaband fyrir skömmu í Kalifom- íu. Var víst ekki um neitt smá brúð- kaup að ræða og segja sögur að kostnaður hafi alls verið í kringum sjö hundruð þúsund dollara (um 50 milljónir íslenskra króna). Meðal ann- ars var leigð flugvél sem gaf frá sér reyk og myndaði hjarta á himninum, auk þess sem gestir gátu farið á bak hesta og fíla, svo eitthvað sé nefnt. Um tvö hundruð gestir mættu til þriggja daga hátíðahalda, þar sem bæði brúðkaupið og ýmiss konar skemmtun fór fram undir berum himni. Að sögn viðstaddra endaði brúðkaupsveislan með því undir morgun að finnskir ættingjar Rennys hentu gestum út í sundlaugina. Virt- ust menn taka því vel og höfðu mikla skemmtan af. „Ég hef aldrei á ævi minni séð neina brúðkaupsveislu í lík- ingu við þessa,“ varð einum gestanna að orði eftir veisluna. Nemendur frá Stórutjarnaskóla standa lengst til vinstri, siðan koma sigurvegararnir frá Gagnfræða- skóla Sauðárkróks, en lengst til hægri eru nemendur Seljaskóla. H J ÓLREIÐ AKEPPNI Nemendur frá Sauðárkróki sigruðu Sveit Gagnfræðaskóla Sauðár- króks hreppti fyrsta sæti í hjól- reiðakeppni, sem fram fór á vegum Bindindisfélags ökumanna, Umferð- arráðs, lögreglunnar og menntamála- ráðuneytisins. Fór úrslitakeppnin fram í nágrenni Perlunnar síðastlið- inn laugardag, þar sem keppt var í góðakstri og skriflegum spurningum. ------------.. .................. GÆÐAFLÍSAR Á GÓÐU VERÐI * - Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af altskonar buxum Opib á laugardöaum kl. 11-16 HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSi 4 R. SÍMI 671010 Hlutu nemendur að launum íslensku alfræðibókina frá bókaútgáfunni Erni og Örlygi. I öðru sæti lenti sveit Stórutjarna- skóla, sem fékk að launum útvarps- tæki með geislaspilara frá Sjónvarp- smiðstöðinni og í þriðja sæti varð sveit Seljaskóla. Hlaut skólinn að launum tölvuborð frá Pennanum. Hjólreiðakeppnin hefst með spurn- ingakeppni 12 ára barna út um allt land í mars árlega. í framhaldi af því hefst keppni í milliriðlum og tóku 4.000 nemendur þátt í henni. Síðan er keppt í fjórum riðlum og þeir sem þar standa sig best taka síðan þátt í úrslitakeppninni. Að þessu sinni voru það ijórtán börn frá sjö skóium. og Mdjóiianiivringarnir ÍKVÖLD Egill Ólafsson og Bergþór Pálsson skemmta matargestum um helgina Borðapantanir í síma 689-686 Fyrirlestrar í Perlunni 16. október á sýningunni HEILSAOG HEILBRIGÐI sem eru tileinkabir óhefbbundnum leibum til heilbrigöis Sérstakt heilsufcedi verdur á bodstólum í hádeginu. Upplagt tcekifceri að kynnast bráðsnjöllum heilsuréttum. í lok hvers fyrirlesturs gefst gestum kostur á að leggja spurningar fyrir fýrirlesarana. Allir velkomnir — Ókeypis. Eftirtaldir aðilar kostuðu þessa auglýsingu: Eðalvörur, Betra líf, Heilsubúðin, Perlan, Nýaldarsamtökin. Af því tilefni gefst gestum sýningarinnar kostur á að hlusta á eftirfarandi fyrirlesara í ráðstefnusalnum í kjallara Perlunnar: Kl. 13.00 Guðrún Bergmann NÝ STEFNA í HEILBRIGÐISMÁLUM Kl. 13.45 Hallgrímur Þ. Magnússon FÆÐA, HEILSA 0G HEILBRIGÐI Kl. 14.30 Sif Ingólfsdóttir NÆRING, BÆTIEFNI0G SÝRUSTIG LÍKAMANS Kl. 15.15 Einar Logi Einarsson GRASALÆKNINGAR Á ÍSLANDI 0G VÍÐAR Kl. 16.00 Selma Júlíusdóttir SAGA 0G ÁHRIFILMKJARNAOLÍU Kl. 16.45 Ævar Jóhannessson LÚPÍNUSEIÐI VIÐ KRABBAMEINI Kl. 17.30 Einar Þ. Ásgeirsson ÁHRIF SEGULSVIÐSMENGUNAR Á HEILSUNA Kl. 18.15 Guðrún Óladóttir REIKI HEILUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.