Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 48
Gæfan fylgi bér í umferðinni sióváSSalmennar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Bandarísk skýrsla um verkfræðideild Verkfræði- nám í háum gæðaflokki BANDARÍSK nefnd hefur nýlega skilað skýrslu um verkfræðideild Háskóla Islands sem gerð var að frumkvæði Verkfræðingafélags íslands. Félagið fjármagnaði gerð skýrslunnar auk Verkfræðideild- arinnar og ráðuneyta mennta- mála og iðnaðar. Niðurstöður henn^r voru þær að Háskóli Is- lands væri fyrsta flokks stofnun, verkfræðideild hans væri í háum gæðaflokki og starfaði við full- nægjandi aðstæður með nokkrum undantekning- um. Nefndin vár tilnefnd af stofnun sem sér um að taka út alla verkfræði- háskóla í Bandaríkjunum og fylgist með hvort verkfræðinám fullnægi þeim kröfum sem iðnaðurinn gerir til þess á hveijum tíma. Nefndin metur verkfræðideildina á sömu for- sendum og skóla í Bandaríkjunum. „Þau byija á því að telja upp allt sem gott er, svo koma ábendingar og gagnrýni sem verður alltaf þyngri eftir því sem á skýrsluna líður,“ seg- ir Júlíus Sólnes, forseti verkfræði- deildar HÍ. „Engu að síður komast þau að þeirri niðurstöðu að það nám sem boðið er hér upp á sé fyllilega samkeppnishæft við það sem gerist í Bandaríkjunum. Á milli línanna má þó lesa að þau furði sig á því hvemig þetta sé hægt miðað við aðstæður og benda á að launakerfið sé óskiljanlegt. Þá fínnst þeim bóka- safnið allt of veikburða og telja að það þurfi að styrkja verulega." Niðurstöður styrkja námið Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti snjór haustsins Fyrsti snjór haustsins féll á norðausturlandi í gærdag. Hálka var mikil á vegum en Umferðin gekk áfallalaust fyrir sig. Mikið annríki varð á öllum dekkjaverkstæðum því bíleigendur vildu auðvitað komast sem fyrst á nagladekkin. Sjá bls. 20: „Umferð var..." Aflaverðmætið í Smug- „Allir eru sammála um að þetta hafi verið þarft verk og við erum ánægðir með að hafa tekið áhættuna á að leggja okkur undir þennan dóm án þess að vita hvaða niðurstöðu við fengjum. Næsta skref er að hefja kerfisbundna umræðu um efni og innihald skýrslunnar með það að markmiði að nýta okkur niðurstöð- urnar til að styrkja námið. Ég vona að Háskólinn í heild geti gert sér mat úr ábendingunum," sagði Júlíus. unni orðið 600 milljónir NÝJAR tölur um aflaverðmæti íslenskra togara í Smug- unni sýna að það nemur nú um 600 milljónum króna. Heild- araflinn er að nálgast 4.000 tonn og er það að mestu þorsk- ur eða 93%. Nú eru sex togarar að veiðum í Smugunni og aflabrögðin með ágætum. Flugfélög aðvöruð vegna kenjóttra stjómtækja í Boeing-þotum Flugmenn Flugleiða fá fyrirmæli um viðbrögð „FLUGMENN á Boeing-757-þotum okkar hafa fengið fyrirmæli um að rjúfa allt rafmagn til sjálfstýringanna þegar þeir lenda þotunum sjálfir,“ sagði Stefán Gunnarsson flugstjóri hjá Flugleiðum í sam- tali við Morgunblaöið í gær. Erlendis hefur legið við slysum í tilvik- um þar sem sjálfstýring í Boeing-757- og 767-þotum hefur sent fyrir- mæli til stýrikerfa flugvélanna án þess að flugmenn hafi komið þar nærri. Að sögn Stefáns Gunnarssonar hefur aldrei orðið vart kenja af því tagi í Boeing-757-þotum Flugleiða. I framhaldi af atviki þar sem Boeing-767 þota bandaríska flugfé- lagsins United Airlines sveigði út .af flugbraut í lendingu í sumar vegna kenjóttra stjórntækja hefur Umferðaröryggisstofnun Banda- ríkjanna (NTSB) beint því til flugfé- laga að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir óhöpp af völdum sjálfstýringa. „Við fengum í gær tilmæli um annars vegar að notast ætíð við allar þrjár sjálfstýringarnar þegar aðflug er flogið á sjálfstýringu og hins vegar að ijúfa rafstraum til þessa tækjabúnaðar þegar flug- mennirnir handfljúga, þ.e. lenda þotunni sjálfir,“ sagði Stefán en hann er einn af þjálfunarflugmönn- um Flugleiða á 757-þotum. Þrjár sjálfstýringar í gangi „Við þurfum engu að breyta varðandi fyrra atriðið. Okkar Bo- eing-757-þotur eru þannig úr garði gerðar að þegar flogið er á sjálfstýr- ingu eru þær allar þijár í gangi. Þær bera sig saman innbyrðis og séu þær ekki sammála slökkva þær allar á sér. Hvað seinna atriðið varðar þá hafa flugmenn okkar þegar fengið fyrirmæli um að verða við þessum tilmælum og rjúfa raf- magn til sjálfstýringanna þegar þeir taka við af þeim og lenda sjálf- ir,“ bætti Stefán við. Að hans sögn lenda 757-þotur Flugleiða að jafn- aði sjálfar, þ.e. á sjálfstýringu, í annarri hverri lendingu. „Þegar upp koma atvik í flugi og tilmæli um viðbrögð við þeim berast líkjum við eftir aðstæðum í flughermi svo flugmenn okkar geti sjálfir kynnst því hvernig brugðist skuli við vandanum," sagði Stefán Gunnarsson. Sjá bls. 25: „Kenjótt sjálfstýring...“ Einn togaranna, Snæfuglinn, er á heimleið með rúmlega 217 tonn af hausuðum og slægðum fiski og er verðmætið áætlað tæplega 56 milljónir króna. Þá eru fjögur skip á leið til Smugunnar. Vilhjálmur Vilhjálmsson for- stöðumaður Aflamiðlunar hefur tekið saman upplýsingar um veið- arnar í Smugunni. Hann segir, að miðað sé við sjófrystan slægðan fisk í útreikningum á verðmæti aflans. Tekið er tillit til þeirra skipa sem landað hafa bæði hérlendis og erlendis auk áætlunar um afla þeirra skipa sem enn eru að veiðum og eins þeirra sem stóðu stutt við á miðunum í upphafi. 2.300 tonnum landað Vilhjálmur segir að þegar sé búið að landa 2.300 tonnum af slægðum fiski úr Smugunni að verðmæti um 350 milljónir króna. Hins vegar er ætlað að með þeim afla sem kominn er í skip sem ýmist eru enn að veiðum eða á landleið sé aflinn kominn í um það bil 4.000 -tonn af slægðum fiski að verðmæti um 600 milljónir. Þrír togaranna, Otto Wathne, Hópsnes og Már, hafa selt afla sinn í Bretlandi en aðrir togarar hafa landað hér heima. Þeir sem landað hafa fullfermi auk Snæ- fuglsins sem kemur væntanlega á sunnudag eru Helga II, Stakfellið, Oddeyrin og Bliki en tvö síðast- nefndu skipin voru saman á svo- kölluðu tvílembingstrolli. Básafell á ísaflrði Rækjutog- arakaup athuguð ÚTGERÐARFYRIRTÆKI í tengslum við rækjuverksmiðj- una Básafell hf. á Isafirði er að athuga með kaup á græn- lenskum rækjutogara af minni gerðinni. Arnar Hin- riksson, framkvæmdastjóri Básafells, segir að málið sé ekki komið í höfn en það skýr- ist væntanlega í næstu viku. Tvö rækjuveiðiskip eru gerð út til hráefnisöflunar fyrir Bása- fell og býst Arnar við að annað skipið, sem er um 200 tonn að stærð, verði selt ef af kaupum á rækjutogaranum verður. Grænlenski togarinn er 300 tonn að stærð um 38 metra langur og hann er fimmtán ára gamall. I honum er vinnslulína fyrir rækju og frystibúnaður. Arnar segir að skipið henti vel til hráefnisöflunar fyrir Bása- fell, enda sé um það bil helming- ur af vinnslu fyrirtækisins úr uppþíddri rækju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.