Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 mmmn // Éír eítthi/ai étl i þeim or&róml, a£> þú fi sért ah h.ugsa urrt at> þxtta. i hr 'ingnum ? stundum sársaukafull TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVlSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Gurudev og umsköpun íarðar Frá Lindu Konráðsdóttur: DAGLEGA í sjónvarpi og dagblöðum dynja yfir okkur fréttir um ofbeldi, manndráp, mengun og fregnir af umhverfisspjöllum. Oftast eru þetta fréttir erlendis frá, en því miður þá er það að breytast. Á síðustu mánuð- um hefur borið mikið á ofbeldisverk- um í íslensku þjóðfélagi. Ýmsar radd- ir eru uppi um orsakir þessa; aukning á ofbeidismyndum í sjónvarpi og á myndböndum, langur vinnutími, at- vinnuleysi og aðrir erfiðleikar. Hver sem orsökin er, þá er greinilegt að breytinga er þörf. Líklega höfum við sofnað á verðinum í lífsgæðakapp- hlaupinu. Er ekki nauðsynlegt að við spyrjum okkur í hvers konar þjóðfé- lagi við viljum búa og bjóða börnum okkar? Við verðum að vakna til með- vitundar og sameinast um að bæta lífsskilyrði okkar og jarðarinnar. Um þessa meðvitundarvakningu mun jógameistarinn Gurudev (Yogi Amarit Desai) fjalla af sínum djúpsæja skilningi í fyrirlestri 22. október nk. Fyrirlesturinn ber heitið Heimsvitund — Sjálfsvitund og þar fjaliar Gurudev um hvernig sjálfsvit- und einstaklingsins getur bætt heimsmyndina. Gurudev er upphafs- maður Kripalujóga og stofnandi Kripalumiðstöðvarinnar í Bandaríkj- unum. Þangað sækja árlega þúsund- ir manna til að sækja sjálfsþroskan- ámskeið og hlýða á kenningar hans. Gurudev (Yogi Amrit Desai) Gurudev leggur áherslu á, að til þess að breyta umhverfi okkar, verðum við að byrja á okkur sjálfum. Það erum við sjálf sem erum aðalvanda- málið. I leit okkar að hamingju sköpum við endalausar langanir. Við höldum að ef við fáum það sem við viljum þá verðum við hamingjusöm. Við erum gegnsýrð af neyslu og í þess- ari endalausu leit sköðum við lífríkið og göngum á auðlindir jarðar. Við mengum loftið, eyðum ósonlaginu og höggvum regnskógana. Allt til að fullnægja löngunum okkar. En við færumst ekkert nær hamingjunni heldur færumst við í gagnstæða átt, í átt að meiri neyslu, meira ofbeldi, meiri firringu. Gurudev bendir á að hreinsun jarð- ar verði að skoða sem hluta af þróun mannlegrar meðvitundar. Við verð- um að gera okkur grein fýrir hinni sönnu uppsprettu hamingjunnar. Hamingjan er ekki bara fólgin í því að kaupa nýja hluti eða koma ein- hvetju í verk. Hamingjuna getum við fyrst upplifað þegar við erum laus við innri truflanir. Laus frá leitinni að endalausum afþreyingum, þæg- indum, frægð eða völdum. Ef við einföldum líf okkar, drögum úr þörfum okkar, minnkar ágangur okkar í auðlindir jarðar. Samband okkar við jörðina endurspeglar sam- bandið við okkur sjálf. Gurudev bendir einnig á að með því að stunda Kripalujóga og hug- leiðslu sköpum við jafnvægi og innri frið. Einstaklingur í jafnvægi hefur áhrif á umhverfi sitt og á samfélag- ið. Nauðsynlegt er að fólk sameinist í kærleika, fæddum af innri styrk til að skapa ósýnilegt afl til umbreyt- inga. Aðeins sameiginleg meðvitund okkar og sameiginleg skuldbinding getur lagt grunninn að raunverulegri umbreytingu hnattarins. LINDA KONRÁÐSDÓTTIR, félagi í Heimsljósi, félagi áhuga- fólks um Kripalujóga. Stjórnleysi á stj órnarheimilinu Frá Jóhanni Indriðasyni: NÚ ERU kratar búnir að koma sínum pólitísku gæðingum á þessa öruggu jötu í mannfélaginu, þar sem þeir geta nú örugglega átt ánægjulegt æviskeið vel mettir og ekki sárþreytt- ir. Jón, Karl og Eiður heita þeir. Endurnýjunin kom af sjálfu sér, nóg- ur er mannskapurinn. Einn af þeim er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnar- firði. Sá er ekki gæfulegur og „fer hratt“, sjálfsagt er stefnan þegar mörkuð og sjálfstýringin sett á. Og eitt af þessum verkum varð til þess að ég settist niður og rita þessar lín- ur. Að leggja niður heimilið að Gunn- arsholti og spara 42 milljónir. Þetta minnir á götustráka sem gera þá hluti fljótt sem þeim dettur í hug sér til gamans, t.d. kasta steini í götu- ljósaperu og nú er bara að verða fyrstur að hitta peruna. Og það er fleira í sigti hjá Guðmundi Árna og heldur ógeðfellt og ætla ég ekki að fjölyrða um það nú. En hann á að spara eða skera niður ákveðna upp- hæð og hefir þar fijálsar hendur, því að Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að nú væri breytt vinnulag, hver ráðherra sker niður hjá sér. En Davíð, sem kallaður er forsæt- isráðherra, hann virðist ekkert skipta sér af strákunum (ráðherrunum). Þessi ákveðna upphæð hjá Guðmundi Árna veit ég ekki hver er, en því hærri því betra, skilst manni. Þá er að ráðast á garðinn og Guðmundur Árni fer í lægri endann þegar hann vill leggja Gunnarsholt niður. Þetta vel rekna sveitaheimili sem um leið er vinnuheimili ólánssamra manna er sannarlega ekki eins og ljósapera sem götustrákar bijóta í ljótum leik. Þetta er lifandi mannfólk, þó að ekki sé það hátt sett í þjóðfélaginu, en Gunnarsholt er þó heimili manna sem lent hafa einhverra hluta vegna útí myrkur mannfélagsins og eiga hvergi höfði að halla, en hafa þó fundið frið og samfélag þarna sem þeir vilja lifa og starfa í. Og ramm- inn er ekki sérstaklega kostnaðar- samur. Læknar, félagsráðgjafar og sálfræðingar eru ekki á launaskrá. Launakostnaður þessa níu mánuði sem liðnir eru af árinu, 12,6 stöðu- gildi, er um 13 milljónir. Það eru þokkaleg forstjóralaun. Guðmundur Árni, þú segist hafa athvarf fyrir þessa menn á stofnunum. Þar mun dagurinn kosta allt að 5 þúsund krón- um. Og hvað á svo að gera við mann- virkið að Gunnarsholti? Mig langar að fara fram á að þú birtir á prenti álitsgerð þína um þennan spamað. Það sparast lítið ef færa á þungann yfir á hinn klakkinn, þá fór nú að hallast á hestinn í gamla daga. JÓHANN INDRIÐASON, Garðatorgi 17, Garðabæ. Víkveiji skrifar Víkveiji ætlaði ekki að trúa sín- um eigin eyrum þegar hann var að hlusta á sex-fréttir í ríkisút- varpinu á þriðjudag. Þar var sagt, að hugsanlega fengi herinn í E1 Salvador friðarverðlaun Nóbels á þessu herrans ári 1993. Raunar hökti þulurinn dálítið á fréttinni og ekki að undra. Til skamms tíma geisaði blóðug borgarastyijöld í E1 Salvador og hvorirtveggju, herinn og skæruliðar, gerðust þá sekir um skelfileg hryðjuverk og morð á óbreyttum borgurum. Stjórnarher- inn í landinu meó sínar dauðasveit- ir er því ekki líklegur til að fá friðar- verðlaun Nóbels alveg á næstunni. Frétt af þessu tagi er auðvitað með öllu óskiljanleg, eins og sambæri- legar firrur í RÚV og öðrum fjöl- miðlum, en Víkveiji þykist hins vegar vita hvernig á þessu stendur. Fyrr um daginn kom nefnilega Reuters-skeyti frá Noregi þar sem sagði, að „The Salvation Army“, Hjálpræðisherinn upp á íslensku, fengi hugsanlega friðarverðlaunin í ár. xxx Baráttan um tíma barnanna og krónur foreldranna er aldrei meira áberandi en á haustin. Félög, klúbbar, stöðvar og skólar bjóða þjónustu sína og sannarlega er úr mörgu að velja. Svo mörgu, að skrifari veltir því stundum fyrir sér hvort sumir þessara krakka hafi yfirleitt tíma til að vera þau sjálf. Þessi námskeið kosta eðlilega tals- verða peninga og því miður virðast oft litlar kröfur vera gerðar til leið- beinenda. Menntun þeirra sem kenna börnunum ætti þó að vera lykilatriði og gera verður kröfu til þess að þeir sem námskeið skipu- leggja eða stýra hafí meira til að bera en áhuga á verkefninu og getu í viðkomandi grein. Það er nefnilega sitthvað að kenna og að kunna. Auglýsingar kvikmyndahúsanna eru iðulega mikil „skemmti- lesning“, ekki aðeins fyrir fijálslega notkun lýsingarorða, heldur einnig fyrir kauðslega þýðingu á heitum kvikmynda. Til að mynda er nú sýnd í kvikmyndahúsi myndin „Svefnlaus í Seattle", þegar eðlileg- ast hefði verið að þýða heiti mynd- arinnar, „Sleepless in Seattle", sem „Andvaka í Seattle“ eða jafnvel „Svefnvana í Seattle“ vilji menn halda stuðli. Annað kvikmyndahús sýnir myndina „Skógarlíf" og var lagt í mikla auglýsingaherferð til að tryggja að allir hefðu það heiti á hraðbergi. Þeir sem komnir eru af barnsaldri kannast þó vísast flestir við bókina sem myndin er byggð á, Jungle Book, sem einfald- lega Dýrheima, enda var hún gefin út undir því nafni á íslensku fyrir mörgum árum og gott ef nefnd mynd var ekki sýnd hér fyrir margt löngu undir því nafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.