Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 31 dæmið, þá er um að ræða vega- lengd sem er styttri en frá Reykja- vík til Kefiavíkur og fast tilboð á þessari leið er 250 sænskar krónur. Þetta var aðeins lítið sýnishorn af umræðunni í Svíþjóð, en hún snýst að mestu leyti um svindl, ofbeldi og okur. Leigubílstjóri í Malmö, Mikael Svensson, varpar fram eftirfarandi spurningu í sænsku blaði í október sl.: Afnám takmörkunar á fjölda leigubíla hefur ekki heppnast í neinu landi. Hvers vegna ætti Sví- þjóð að vera undantekning? Frelsi í leiguakstri? Reynslan í Svíþjóð hefur haft það í för með sér að umræða um afnám takmörkunar á hinum Norðurlönd- unum hefur hjaðnað. Reynsla Svía er með þeim hætti. Eins var tak- mörkun á fjölda leigubíla afnumin í San Diego í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Reynslan þar er ótrúlega lík reynslunni í Svíþjóð. Staðreyndin er sú að þegar menn ætla að ná fram „frelsi“ í leigu- akstri með því að afnema takmörk- un eru menn í raun að kalla yfir sig ófrelsi og óöryggi, bæði fyrir bílstjóra og viðskiptavini leigubíla. Reyndar veit ég ekki um neinn stað, þar sem ríkir meira frelsi í leigu- akstri en hérlendis, vegna þess, að hér ríkir strangt aðhald og tak- mörkun. Við á íslandi eigum að sjálfsögðu að haga okkar málum í samræmi við íslenskar forsendur. En við eig- um einnig að forðast það að brenna okkur á sama eldi og aðrir. Það er sjálfsagður hlutur að fyrirkomulag leiguaksturs sé í umræðunni og við eigum að velja þá leið sem við telj- um skila bestu og ódýrustu þjón- ustunni. Við leigubílstjórar værum vafa- laust tilbúnir til að beijast á frjáls- um markaði. Nú þegar ríkir meiri samkeppni á Reykjavíkursvæðinu en í flestum sambærilegum borgum á Norðurlöndum. En við leigubíl- stjórar erum ekki tilbúnir til þess að láta aðra eyðileggja fyrir okkur starfsgreinina, en það erum við hræddir um að mundi gerast ef takmörkun væri afnumin og verð- lag gefið fijálst, það kennir okkur reynsla annarra. Við viljum að við- skiptavinir okkar telji sig örugga í bílunum hjá okkur og við viljum ekki kalla yfir okkur, að ferðamönn- um sé ráðlagt að forðast að nota leigubíla vegna okurs. Sænskir leigubílstjórar segja að stjórnvöld veiti leigubifreiðastjórum ekki nægjanlegt aðhald. Það leikur enginn vafi á því að eftirlit lög- reglu með leiguakstrinum þarf að vera öflugt, þar sem takmörkun á íjölda þeirra er ekki til staðar. Leiguakstur er eitt besta skálka- skjól fyrir afbrotamenn af ýmsu tagi, þ.e.a.s. hafi þeir aðgang að leiguakstrinum. Þeir hafa ekki þennan aðgang á íslandi í dag, en þeir fengju hann, ef takmörkun yrði afnumin. Það hefur hvergi svo ég viti til tekist að forða því. Lög- reglan hefur nóg að gera í dag, svo við séum ekki að bæta á hana óþarfa verkefnum. En það versta við afnám tak- mörkunar er hættan á því að við- skiptavinir leigubifreiða teldu leigu- akstur ekki lengur öruggan ferða- máta og að þeir þurfi að prútta um verð í hvert skipti sem þeir taka leigubíl. Hérlendis hefur það verið þáttur í takmörkun á fjölda leigubifreiða að skylda þá sem hafa atvinnuleyfi til að vera í sama félagi. Annars staðar í Evrópu hefur þetta verið leyst með öðrum hætti. Eftir dóm- inn í Strassbourg er ljóst að við þurfum að breyta okkar kerfi og það verður að sjálfsögðu gert. Það er skylda stjórnvalda að gera það á þann hátt að viðskiptavinum leiguþifreiða verði tryggt öryggi og ferðaþjónusta skaðist ekki. Eg er sannfærður um að séu þessi mál skoðuð af sanngirni mun niðurstað- an verða öllum í hag, nema þeim er vilja ekki fara eftir lögum og reglum í landinu. 1 Þarna er átt við umsjónarnefnd leigubif- reiða, sem er skipuð af samgönguráðherra. Höfundur erformaður Bifrciðastjórafélagsins Frama. ■ VERÐANDI gengst fyrir ráð- stefnu um utanríkismál laugardag- inn 16. okt. Ráðstefnan verður hald- in í Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 10.30. Yfirskrift ráðstefn- unnar er: Breyttur heimur - hvað gerðum við? en með henni vill ungt íélagshyggjufólk í Verðandi opna umræður um stöðu íslands á fjöl- þjóðlegum vettvangi og nýja sýn í alþjóðamál. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnugjald er ekkert en í hádeginu geta ráðstefnugestir keypt málsverð á staðnum. Leikhúskjallar- inn hefur nýverið verið opnaður. Gerðar hafa verið gagngerar breyt- ingar á salnum og er hann nú mjög vel fallinn til ráðstefnuhalds. ■ í VON um að fá fleira kvenfólk til liðs við aikido-klúbbinn var boð- ið hingað kvenkennaranum Eleonor Bjerlemo 2. Dan (Svíþjóð). Hún hefur stundað aikido sl. 12 ár og nýtur virðingarí aikidoklúbbum Stokkhólmsborgar. Hún er nú búsett í Japan og hefur numið aikido í Hombu dojo (höfuðstöðvar aikidos- ins) sl. 5 ár. Eleonor verður starf- andi við klúbbinn, sem er til húsa í Gallerí Sporti, Mörkinni 8, fram til 21. október nk. ■ ÁRSÞING NRH, Norðurlanda- ráðs lesbía og homma, verður hald- ið í Norræna húsinu í Reykjavík dagana 15.-17. október. Ársþingið sitja fulltrúar frá hinum ýmsu félög- um lesbía og homma á Norðurlönd- unum og eiga Samtökin 78 aðild að ráðinu fyrir Islands hönd. Vikur T20 Síðast Sæti Titill Flytjandi Nýtt Nýtt 1 Algjört möst Ýmsir 1 9 2 What's Love Got to do With it Tina Turner 1 1 3 Zooropa U2 1 6 4 Black Sunday Cypress Hill 1 4 5 In Utero Nirvana 1 10 6 River of Dreams Billy Joel 1 12 7 Ten Pearl Jam 1 2 8 Ekki þessi leiðindi Bogomil Font 1 7 9 Debut Björk Nýtt Nýtt 10 Bat out of Heli Meatloaf 1 5 11 Now 25 Ýmsir 1 3 12 Grensan Ýmsir 1 16 13 Gold Abba 1 8 14 The Album Haddaway 1 11 15 Rokk í Reykjavík Ýmsir Nýtt Nýtt 16 Promises and Lies UB40 1 14 17 Core Stone Templete Pilots Nýtt Nýtt 18 Silver Ýmsir Nýtt Nýtt 19 Music Box Mariah Carey 1 17 20 10 Summoner's Tales Sting Samtíningur á toppinn Platan á toppi íslenska popplistans, Topp XX listans yfir söluhæstu plötur á íslandi sem Gallup tekur saman er samtíningur úr ýmsum áttum sem sannar að fólk kann vel að meta að fá grúa vinsælla laga í einum pakka. Algjört möst heitir platan og safnar saman vinsælum eldri lögum og nýjum sem eru á toppnum í dag. Safnplötur voru fyrir margt löngu mjög áberandi í útgáfu hér, en heldur hefur dregið úr á síðustu árum. Nú hafa þær tekið kipp aftur og stóruútgáfurnar hafa sent frá sér hverja safnplötuna af annarri og hyggjast halda því áfram á meðan einhver fæst til að kaupa. Greinilegt er og að markaður fyrir safnplötur er góður um þessar mundir, enda hefur smáskífumarkaður aldrei náð flugi hér á landi og ekki allir sem vilja kaupa hljómsveitarplötu fyrir eitt lag. Safnplatan hentar því vel til að smala saman vinsælum lögum og jafnvel til að kynna eitthvað nýtt og kanna vinsældir. Oft hafa safnplötur verið með nokkrum íslenskum lögum á til skrauts eða til að kanna undirtektir við nýrri sveit eða stefnu. Á Algjöru mösti er aftur á móti ekki nema eitt íslenskt lag að þessu sinni, Ævintýri, sem SSSól og Todmobile hljóðrituðu saman til að kynna sameiginlega rokkhátíð þeirra í Kaplakrika síðsumars. Soul Asylum hefur notið mikilla vinsælda með lag sitt Runaway Train og plata sveitarínnar hefur selst prýðilega þó ekki sé hún með þeim 20 söluhæstu. Myndbandið við Runaway Train hefur einnig vakið mikla athygli, þar sem skotið er inn myndum af týndum börnum og unglingum i Bandaríkjunum, en þegar hafa einhver skilað sér eða haft samband við foreidra sínaeftiraðsýningará myndbandinu hófust í MTV. Annars eru á plötunni erlend lög sem notið hafa vinsælda í sumar og eru mörg enn á toppnum eða nálægt honum, eins og Delicate með Terence Trent D'Arby, Runaway Train með Soul Asylum, sem nýtur reyndar enn mikilla vinsælda, Mr. Vain með Culture Club, sem verið hefur á toppnum um alla Evrópu, Happy Nation með sænsku diskósveitinni Ace of Base, Slow Motion með Leilu K., I Don't Like Reggae með French Connection, More and More með Captain Hollywood, Faces með 2 Unlimited, gamli Grease-slagarinn You're the One that I Want sem þau Debbie Gibson og Craig McLachlan syngja, La Tristese Durea með Manic Street Preachers, So Young með Suede, björtustu voninni í Bretlandi, Voice of Freedom með Freedom Williams, mikill lagagrautur með helstu lögum KC & the Sunshine Band, sem kallast Megamix, The Official Bootleg og loks er lagið Condemnation með Depeche Mode. íslenski popplistinn er unninn af Gallup fyrir Morgunblaðið, Sjónvarpið, Rás 2 og Samtök hljómplötuframleiðenda. íslenski popplistinn-TOPP XX er á dagskrá Sjónvarpsins á föstudögum og á dagskrá Rásar 2 á laugardögum. ■ SÉRA Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur flytur erindi um Sorg og trú í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli næstu fjóra laugardaga þ.e. 16., 23., 30. okt. og 6. nóv. kl. 13-14 hvern dag. Þann 7. nóv- ember mun sr. Bragi Skúlason, predika við Guðsþjónustu í Garða- kirkju og þá verður einnig látinna ástvina minnst með bænagjörð. Bræðrafélag Garðakirkju stendur fyrir þessum fræðslustundum í samráði við sóknarprest og sóknar- nefnd. Allir eru velkomnir. Bílamarkaö urinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 371800 Daihatsu Charade TS EFi 16v ’83, rauð- ur, 1300 vó, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. Mazda 323 1.6 station 4x4 '93, rauður, 5 g., ek. aðeins 3 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1340 þús., sk. á ód. Honda Prelude EX 2.0i 16v ’91, grásans, 5 g., ek. aðeins 29 þ. km., rafm. í öllu, hiti í sætum, álfelgur, sóllúga o.fl. Sem nýr. V. 1700 þús. Nissan SLX Sedan '93, rauður, sjálfsk., ek. 12 þ., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. MMC Galant GLSi 4x4 '90, hvítur, 5 g., ek. 67 þ., rafm. í öllu, hiti í sætum, saml. stuðarar, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1190 þús. MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 47 þ., spoiler o.fl. V. 780 þús. o.fl. Óvenju gott eintak. V. 790 þús. Tilboðsverð á ýmsum bifreiðum Wagoneer LTD 4.0L ’89, sjálfsk., m/öllu, ek. 74 þ. V. 1890 þús. Honda Prelude 2000 EXi '86, 5 g., ek. 86 þ., leðurinnr. o.fl. V. 750 þús. Dodge Ramcharger SE’83, rauður/grár, sjálfsk., ek. 120 þ. V. 690 þús., sk. á ód. Nissan Micra GL '89, rauður, sjálfsk., ek. 43 þ. V. 480 þús., sk. á ód. Lada 1500 station '92, hvítur, 5 g., ek. 32 þ. V. 450 þús. stgr. Subaru Justy J-12 '90, rauður, ek. 35 þ. V. 750 þús. Daihatsu Charade CS '88, 5 dyra, 4 g., ek. aðeins 34 þ. V. 430 þús. MMC Pajero langur '87, beinsín, 5 g., ek. 107 þ., sóllúga, o.fl. V. 1150 þús. Fjörug bflaviðskipti: Vantar á skrá og á staðinn góða bfla, helst skoðaða '94. Ath.: Bón og þvottur á staðnum. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.