Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐÍÐ FÖSTUÖAGUR' 15. OKTÓBER 1993 37 var í sambandi við mig. Hún vildi vita hvernig ég og börnin hefðum það og hvað væri að frétta af bróð- ur hennar. Það hlýjaði mér oft að finna þessa tryggð, umhyggju og vináttu streyma frá henni. Tvö síðustu ár hafa verið erfíð hjá Siggu og öllum ástvinum henn- ar. Hún veiktist. Von og bæn til Guðs um fullan bata fyllti huga okkar og hjörtu. Tíminn leið og Sigga þurfti að gangast undir ann- an uppskurð. Engan bata var hægt að merkja, aðeins hugsað um að láta henni líða sem best og gera allt fyrir hana sem hægt var. Við sáum fljótt að hvetju stefndi og nú hefur það gerst. Síðustu dagarnir voru erfíðir. Lítil frændsystkin neituðu því aldr- ei að heimsækja frænku á spítal- ann. Notalegt var að heyra, þegar þau sögðu ég vil vera hjá Siggu, hún er lasin, og tárin komu fram í augu foreldranna þegar lítil hönd strauk rólega andlit hennar. Hún Sigga frænka er dáin, farin upp í himininn til Guðs, núna er hún ekki lengur veik, heldur fiísk. Þetta hafa þau endurtekið síðustu daga. Já, það er oft gott að hlusta á bömin hversu einlæg þau eru. Sigga átti einlæga trú á Jesúm Krist. Það sýndi hún ekki bara í orði heldur líka verki. Núna þegar hún hefur verið kölluð heim og henni verið búinn staður í himin- hæðum er gott að leita huggunar í orðunum. Jesús sagá: Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Elsku Pétur, Siggi, Gunnar Þór, Hannes, Ingibjörg og Edda, mér þykir svo vænt um ykkur og bið Guð að gefa ykkur styrk og kraft frá sér til þess að vinna á sorginni og söknuðinum. Guð blessi ykkur og launi ykkur fyrir hversu yndis- lega vel þið sáuð um elskulega eig- inkonu, móður og tengdamóður. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Blessuð sé minning þín, elsku Sigga. María Marta. Á sama tíma fyrir ijórum árum þegar haustið skartar sínu fegursta og veturinn á næsta leiti, hringir síminn. Þetta er á sunnudagseftir- miðdegi, sólin farin að lækka á lofti. I símanum er Sigríður Jónsdóttir og hún færir mér þær fréttir að hún hafi verið ráðin fyrsti organ- isti og kórstjóri í Grafarvogssókn. Ég samgleðst henni innilega, en kynni okkar hófust þegar við Sigga vorum samtímis í námi við Tón- skóla Þjóðkirkjunnar og vorum við vinkonur upp frá því. Nú er hennar fyrsta verkefni að stofna kór og spyr hún hvort ég væri til í að vera með. Það er spenn- andi og skemmtilegt að fá að byggja upp tónlistarstarf í nýjum og ungum söfnuði og draumur hvers organista að fá slíkt tæki- færi. Það var erfitt og vandasamt verk framundan, en í senn ákaflega spennandi. Ég sló til. Hún Sigga var alveg sérstaklega heppin með hversu ágætt og skemmtilegt fólk hún fékk til liðs við sig. Hópurinn hefur alltaf verið eins og ein ijöl- skylda. Alltaf var hún jafn róleg og yfirveguð á hverju sem gekk. Hún leiddi okkur skref fyrir skref eins og lítil börn sem eru að stíga sín fyrstu spor. Þetta tókst með þolinmæði og þrautseigju og það var stolt, ung kona sem stjórnaði kórnum sínum á fyrsta aðventu- kvöldi í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Það geislaði frá henni birtu og gleði sem einkenndi hana þann tíma, sem hún fékk að vera með okkur. En svo kom áfallið. Af hveiju er ungri konu í blóma lífsins kippt svo snögglega burt? Hver er til- gangurinn? Eg á engin orð, en veg- ir guðs eru órannsakanlegir. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og starfa með slíkri konu. Hún gaf allt sem hún átti meðan heilsa hennar og kraftar leyfðu. Við áttum svo margar ánægjulegar stundir saman og þær mun ég alla tíð geyma. Pétri, sonum og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi þau og styrki í sorg þeirra. Þér, kæra vinkona, þakka ég samfylgdina. Hvíl þú í friði. Þóra Einarsdóttir. Það var fyrir rúmum fjórum árum að leiðir okkar Sigríðar lágu saman. Bæði höfðum við verið ráð- in til að hefja safnaðarstarf í ný- stofnaðri kirkjusókn, Grafarvogs- sókn. Það var öllum ljóst, sem báru ábyrgð á starfi safnaðarins, að það skipti verulega miklu máli hver yrði valinn til að annast orgelleik og kórstjórn við upphaf starfs í söfnuðinum. Margir hæfir umsækj- endur sótt um starfið, en algjör einhugur var um að velja Sigríði til starfans. Sjálf átti hún ekki von á því að verða fyrir valinu, en það segir sína sögu um hógværð henn- ar í öllum hlutum. Fljótt kom í ljós að hún Sigga, eins og við kölluðum hana ávallt, laðaði að fólk í kórstarfið. Persónu- leiki hennar, öll framkoma hennar laðaði að. Hún lagði sig alla fram og ekki leið á löngu þar til söfn- uðurinn hafði eignast góðan kirkju- kór. Það virtist ekkert draga úr fram- förum að allar aðstæður voru næsta frumlegar. Æft var í kennslustof- um í Foldaskóla. Þar var gamalt orgel, sem fengið var að láni hjá söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, stigið af krafti og eljusemi. Hinn mikli áhugi og þrotlaus vinna org- anistans skilaði sér fljótt og hafði góð áhrif á safnaðarstarfið. Það var margt sem varð þess valdandi að Siggu tókst svo vel með kirkjukórinn, sem við getum kallað barnið hennar. Auk þess að vera hæfileikarík, vann hún mjög skipulega og var ákaflega sam- viskusöm. Auðvitað er það ekkert leyndarmál að persónugerðin hefur áhrif á allt slíkt uppbyggingar- starf. Allir sem með henni störfuðu og henni kynntust, komust fljótt að því að þar var sérstök mann- eskja til staðar. Augun hennar, augnatillitið var sérstakt, sköpuðu traust og jafnvel virðingu fyrir því starfi sem hún var að vinna. Sigga var, eins og áður segir, mjög hæfileikarík á tónlistarsviðinu og gat beitt sér bæði við orgelið og söng. Á fyrstu tónleikum Kirkju- kórs Grafarvogs sem haldnir voru í Kristskirkju lék hún einleik á org- el, stjórnaði kirkjukórnum og söng síðan einsöng. Við sem vorum við- stödd þá tónleika munum seint gleyma söng hennar og kirkjukórs- ins. Þar var það nefnt af hinum færustu mönnum að kirkjukórinn flytti tónlist sína eins og best gerð- ist og stjórnandinn og ekki aðeins það heldur og einnig einsöngvari og einleikari stæði sig með mikilli prýði. Einn þáttur hafði mikil áhrif á allt starf hennar og reyndar allt hennar líf en það var sjálf trúin og iðkun hennar. Hún hafði snemma kynnst starfi kirkjunnar og starfi KFUM og K. Sérstaklega veitti ég athygli þessum verundar- þætti í lífi hennar þegar hún undir- strikaði það við kórfélaga að þau þyrftu ekki aðeins að kunna lang- ið, heldur einnig að hugleiða texta sálmanna, leyfa þeim að tala til sín. Það hafði mikil áhrif á kórinn að sjá og skynja bjargfasta trú hennar á Frelsara sinn. Það hafði áhrif í guðsþjónustunni þegar org- anistinn gekk fyrstur manna til altaris eða þá þegar hann flutti pistil dagsins af einlægni og sannri trúarsannfæringu. Kórfélagar áttu í Siggu góðan og traustan vin, sem þeir gátu leit- að til. Ósjaldan bauð hún öllum kórfélögum inn á fagurt heimili sitt. Þar var eiginmaðurinn Pétur, sem hefur staðið svo dyggilega við hlið hennar í blíðu og stríðu, reiðu- búinn að leggja sitt af mörkum svo að stundin á heimili þeirra yrði sérstök. Þar hljómuðu einnig tónar frá pípuorgeli og lagið var tekið. Slíkar stundir sem og aðrar, er merkilegar mega teljast í sögu Grafarvogssafnaðar, koma upp í hugann, þátttaka hennar í fyrstu jólaguðsþjónustunni, fystu páska- messunni, eða þegar kirkjukórinn söng við athöfnina þegar fyrsta skóflustunga að Grafarvogskirkju var tekin. Við munum ekki gleyma þætti Siggu við mótun safnaðarstarfsins. Hún verður nærri huga og hjarta nú á aðventu við vígslu fyrri hluta Grafarvogskirkju. Sigga háði baráttu sína við skæðan sjúkdóm af miklu æðru- leysi. Þar var bjargið sem byggt var á sjálf trúin, trúarvissan.-Hún og fjölskylda hennar áttu þann að sem gaf og gefur okkur hlutdeild í hinu eilífa lífi. Þessi fullvissa trú- arinnar gaf þeim styrk og von. Það er bæn okkar á kveðju- og saknaðarstundu lífsins að sá, sem fyrst og síðast huggar, líknar, ber smyrsl á sárin og þerrar sorgartár- in, sé allri fjölskyldunni nærri. Þegar þetta er skrifað er ég ein- mitt staddur í Vatnaskógi, sem var Siggu og fjölskyldu hennar svo kær, stað sem fyrst og síðast ber þess merki að hann er helgaður Frelsara vorum Jesú Kristi. Þar er nú statt ungt fólk, verðandi ferm- ingarbörn, sem er að læra í tali, tónum og í leik hvað felst í ferming- arheitinu, það að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Þar er mark- miðið að gera allt lífið heilt. Ein- mitt það var hlutverk hennar Siggu í lífínu. Fyrir það er þakkað af hálfu okkar sem vorum svo lánsöm að fá að mega starfa með henni að kirkjumálum í Grafarvogi. Við biðjum guð að styrkja Pétur eiginmann hennar, synina þijá og fjölskylduna alla. Blessuð sé minningin hreina, ljúfa og tæra um Sigríði Jónsdótt- ur. Vigfús Þór Árnason. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚSJÓHANNÞÓRÐARSON úrsmiður frá ísafirði, andaðist í Ullevollsjúkrahúsinu, Ósló, 14. október. María Jóhannsdóttir, Helga Magnúsdóttir Lund, Tor Helge Lund, Kristín Magnúsdóttir, Karl Sigurðsson og barnabörn. t Eiginkona mín, SIGRÍÐUR LÁRETTA TRYGGVADÓTTIR, lést á Grensásdeild Borgarspítalans aðfaranótt 12. október. Jóhannes Oddsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Systir mín, + LÍNA KNUDSEN, lést 12. október Kaupmannahöfn. Fríða Norðdahl. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, EDITH AGNES SCHMIDT, er lést í Landspítalanum þann 8. október, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. október kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jónas B. Erlendsson. + Móðir okkar og tengdamóðir, HJÁLMFRÍÐUR LIUA BERGSVEINSDÓTTIR, Kjarrhólma 20, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 19. október kl. 13.30. Guðrún Þórarinsdóttir, Nikuiás Þ. Sigfússon, Sigrföur L. Þórarinsdóttir, Sigurþór Jakobsson, Bragi Þórarinsson, Fanney Gísladóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, TORFI SIGURÐSSON, Mánaskál, Laxárdal, verðurjarðsunginnfrá Höskuldsstaðakirkju laugardaginn 16. októ- ber kl. 14.00. Agnes Sigurðardóttir, Guðni AgnarssonÁgústa Hálfdánardóttir, Agnar Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Kveðjuathöfn um ástkæra móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, MÖRTU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Berjanesi, Austur-Eyjafjöllum, til heimilis á Austurvegi 33, Selfossi, ferfram í Selfosskirkju í dag, föstudaginn 15.október, kl. 14.00. Útför hennar verður gerð frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 16. október kl. 11.00. Matthías Andrésson, Guðjón Andrésson, Sigurást Klara Andrésdóttir, Páll Andrésson, Grétar Andrésson, Hilmar Andrésson, Vigfús Andrésson, Kristin Hiíf Andrésdóttir, Katrín Þorbjörg Andrésdóttir, tengdabörn, barnabörn, langömmubörn og systur hinnar látnu. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, RÖGNVALDAR JÓNSSONAR, Suðurgötu 39b, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks St. Guð blessi ykkur öll, Jósefsspítala, Hafnarfirði. Þuríður Sigurðardóttir og vandamenn. + I » Kærar þakkir færum við þeim, er sýndu okkur samúð og heiðr- uðu minningu föður míns, tengdaföður, afa og langafa, KARLS K. H. ÓLAFSSONAR eldsmiðs, Njálsgötu 12, Reykjavík, vegna andláts hans og útfarar. Sérstakar þakkir færum við Sólvangi, Hafnarfirði, læknum og starfsfólki 2. hæð, fyrir frábæra umönnun. Sveinbjörg Karlsdóttir, Guðmundur Guðbergsson, Karl K. H. Guðmundsson, Sigurveig Sigurðardóttir, Guðbergur Már Guðmundsson, Sigrún B. Hansdóttir, Hans Guðmundsson, Unndís Ólafsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.