Morgunblaðið - 15.10.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.10.1993, Qupperneq 1
88 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 234. tbl. 81. árg. FOSTUDAGUR 15. OKTOBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar taka afstöðu gegn Abkhözum Ásakanir um þjóðahreinsun Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. RÚSSAR sökuðu í gær uppreisnarmenn Abkhaza í Georgíu um þjóða- hreinsun og hvöttu þá til að binda enda á þetta athæfi. „Ofbeldi, stuld- ir og rán sem beinast gegn friðsömum borgurum, þar á meðal Rúss- um, Georgíumönnum og fólki af öðru þjóðerni, halda áfram í Abkhaz- iu,“ sagði í yfirlýsingu stjórnar Borísar Jeltsíns forseta í gær. Þess er krafist að Abkhazar hætti að bijóta gegn mannréttindum hinna þjóðabrotanna sem samaniagt eru um 80% íbúa héraðsins. Edúard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, ákvað á föstudag að landið gengi í Samveldi sjálfstæðra ríkja en hann hefur áður sakað harðlínu- menn í rússneska hernum um að styðja aðskilnaðarsinna Abkhaza. Shevardnadze segist einnig vera að hugleiða að bjóða Rússum afnot af mikilvægum herbækistöðvum í Georgíu sem þeir glötuðu þegar Sovétríkin hrundu. Grunur um stuðning Rússa við Abkhaza hefur verið rökstuddur með því að fullkominn vopnabúnaður geti aðeins hafa komist í hendur þeirra með vitund heryfírvalda í Moskvu. Þar að auki hafa ráðamenn Norskur sjávfirútvegiir Aðgerðir gegn lög- brotum Óslé. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. YFIRVÖLD í norskum sjávarút- vegi fá tæplega áttatíu milljóna króna fjárveitingu á næsta ári til að berjast gegn Iögbrotum í greininni. Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra heitir því að aðgerðir gegn norskum og rússneskum lögbrjótum verði hertar. Ástæðan er uppljóstranir um um- fangsmikinn og ólöglegan útflutning á fiski, auk þess sem Rússar lönduðu þorski ólöglega. Segir ráðherrann að eftirlit með fiskveiöum eigi að vera skilvirkara. Ætlunin sé að auka samvinnu lögreglu, skatta- og tolla- yfírvalda svo hægt sé að kanna ástandið oftar til sjós og í höfnum. Georgíu fullyrt að meginhluti her- afla aðskilnaðarsinna sé Rússar. Ritskoðun hert Stjórnvöid í Moskvu ákváðu í gær að banna algerlega útgáfu um 15 blaða og tímarita kommúnista og þjóðernissinna sem stutt hafa áköf- ustu andstæðinga Jeltsíns. Pravda og Sovétskaja Rossía fengu þó leyfi til að koma út að því tilskildu að þau skiptu um heiti og ritstjórarnir yrðu reknir; blaðamenn þeirra höfn- uðu þegar kröfunum. Sjónvarps- fréttaþáttur, sem var undir stjórn andstæðings Jeltsíns, var einnig bannaður í gær. Izvestía, sem styður annars Jelts- ín, birti í gær drög að forsetatilskip- un sem myndi gefa öryggissveitum sáma rétt til að bijóta mannréttindi og tíðkaðist á sovétskeiðinu. Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra hvatti Jeltsín til að efna ekki til forseta- kjörs fyrr en 1996. Reuter Barist um brauðið MOSKVUBÚAR hömstruðu brauð í gær því að ætlunin er að verðlag á brauði, sem er undirstaðan í fæði Rússa, verði gefið frjálst í dag, föstudag. Er búist við miklum verðhækkunum. Stjórnvöld hyggjast sjá til þess að fátæklingar fái styrk til brauðkaupa. Óðaverðbólga ríkir í landinu og á tekjulágt fólk fullt í fangi með að láta peningana duga fyrir mat og öðrum nauðsynjum. Vextir á sparifé hafa verið mun lægri en verðbólgan en í gær var skýrt frá því að þeir yrðu hækkaðir úr 180% í 210%. Er þetta talið merki um að stjórn Jeltsíns hyggist grípa tiJ harkalegra ráða gegn verðbólgunni. Aideed sleppir tveimur friðargæsluliðum úr haldi í Sómalíu Clinton tregur til þátttöku í friðargæsluverkefnum Mogadishu, Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að sú reynsla, sem Bandaríkjamenn hefðu orðið fyrir í Sómalíu, myndi leiða til þess að hann yrði tregari til þess í framtíðinni að lofa þátttöku banda- rískra hermanna í friðargæsluverkefnum. Hann sakaði pólitíska andstæðinga sína, er gagnrýndu sljórnina fyrir mistök, um að láta sem þeir skildu ekki að því væru takmörk sett hve miklu valdi Bandaríkin gætu beitt á alþjóðavettvangi. Forsetinn lét þessi ummæli falla á blaðamannafundi í kjölfar þess að sómalski stríðsherrann Mohamed Farah Aideed sleppti úr haldi tveimur gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna, öðrum þeirra bandarískum. „Reynslan af Sómalíu gerir það að verkum að ég mun sýna meiri varfærni við að ákveða þátttöku Bandaríkjamanna í friðargæsluverk- efnum leiki minnsti vafi á því hvaða ákvarðanir verða teknar af annarri herstjórn en okkar eigin sem heyrir beint undir Bandaríkjastjórn,“ sagði Clinton. Forsetinn • var spurður hvort mannfallið í Sómalíu hefði leitt til Skýrsla Amnesty-samtakanna um ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu Pyntingar og opinberar aftökur Tókýó. Reuter. STALÍNISTASTJÓRN Kim Il-sungs í Norður-Kóreu hefur látið pynta og taka af lífi þúsundir manna síðustu 30 árin; tugþúsund- ir hafa verið fangelsaðar. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Amnesty International. Réttarfarið er skrípaleikur og þeir, sem gerast sekir um „hugmyndafræðilegt hverflyndi" og aðra „gagn- byltingarglæpi" eru teknir af lífi opinberlega. í skýrslunni er vitnað í heimild- ir, sem segjá frá miklum matar- og orkuskorti í Norður-Kóreu síð- ustu árin en hann hefur aftur valdið því, að aftökum vegna svo- kallaðra efnahagsglæpa hefur fjölgað verulega. Fréttir eru um, að fangar hafi dáið úr hungri og kulda í klefum sínum og sam- kvæmt sumuiíi heimildum er tug- Kim Il-sung, leiðtogi N-Kóreu. þúsundum manna haldið í fanga- búðum. Stjórnvöld í N-Kóreu neita því. Því er haldið fram, að N-Kóreu- stjórn reki enn fangabúðir í Rúss- landi í tengslum við skógarhögg, sem N-Kóreumenn hafa fengið að stunda í Khabarovsk og Amúr. Samningar um það að renna út í desember og verða ekki endurnýj- aðir að sögn rússneskra stjórn- valda. þess að hann vildi síður senda Bandaríkjaherlið til friðargæslu- starfa í Bosníu. Hann sagðist ávallt hafa krafist þess að hernaðaraðgerð- ir í Bosníu yrðu undir merkjum Atl- antshafsbandalagsins, NATO, vegna þess að yfirmaður herafla NATO í Evrópu væri bandarískur hershöfð- ingi. Hann væri því sannfærður um að ekki aðeins væri öryggi banda- rískra hermanna betur borgið með NATO-aðgerðum heldur væru einnig meiri líkur á að þær myndu skila árangri. Vildi sýna friðarvilja Leiðtogar Samtaka Afríkuríkja, Arababandalagsins og Samtaka isl- amskra ríkja sendu frá sér yfirlýs- ingu ásamt Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ, í gær þar sem aðildarríki áðurnefndra sam- taka eru hvött til að leggja fram herlið til friðargæslu í Sómalíu og fé til uppbyggingar þar í landi. Aideed sagði á blaðamannafundi sem hann hélt á leynilegum stað í Mogadishu skömmu áður en her- mönnunum var veitt frelsi, að hann hefði sleppt þeim til að sýna friðar- vilja sinn. Krafðist hann þess á móti að þeim stuðningsmönnum hans, sem væru í haldi yrði sleppt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.