Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 45

Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 45
45 I I i 4 4 i 4 4 i i 4 4 4 4 4 H MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Hafís og veðurfregnir Frá Vernharði Bjarnasyni: í GÆRKVELDI 30. september er veðurfregnir voru útskýrðar í sjón- varpinu gaf veðurfræðingur þær upplýsingar, að hafísjakar og ís- hröngl við landið væri það mesta að sumarlagi á þessari öld. Kom mér þessi yfirlýsing undarlega fyrir sjón- ir, því ég er mjög minnugur þótt 64 ár séu liðin frá miklu ísasumri, sem nú skal getið um. Árið 1929 var sumar kulda og ísa, allt frá miðjum júní fram í miðjan september. Engin hey náðust í hlöðu og enginn saltfiskur þurrkaður, og var það fyrst eftir miðjan september sem breytti til sunnanáttar með hlýj- um þeyvindum, að tókst að bjarga nokkrum heyskap svo saltfiski á stakkstæðum, því í slíkri átt nær ekki að koma náttfall með raka, og því hægt að þurrka sem næst allan sólarhringinn. Mér er minnisstætt að líúsavíkurfjall var hvítt ofan í rætur flesta morgna í júlí og ágúst. ís var svo mikill á Húnaflóa, að skipaferðir stöðvuðust um lengri tíma og gufuskipið Bergenska ms. Nova lenti í svo miklum ís í enda júlí, að gat kom á framskipið, og komst sjór í lest og komst skipið við ilian leik til ísafjarðar. Þekktur síld- arskipstjóri, Barði Barðason, sem þá var með ms. Nonna á síld og aflaði að mig minnir 28.000 tunnur síldar sem þótti mikil veiði, fékk aila þessa síld innan um ísinn í vökum, því þar óð síldin. Mikil rauðáta myndaðist við ísinn þar sem sjórinn og straum- ar komu með svo hlýjan sjó að vest- an, þar sem alltaf er austurfall við Norðurland, að yfirborð sjávar var iðulega 6-7 gráður, og bráðnaði hann fljótt, en alltaf barst nýr ís að land- inu í látlausum norðvestan garran- um, og urðu mörg síldarskip fyrir slæmum hrakningum þetta sumar. í morgun hringdi ég í Pál Berg-. þórsson veðurstofustjóra, sem tók mér vel eins og hans er vandi, og fletti hann upp á skýrslum Veður- stofunnar frá árinu 1929, og var hann svo vænn að láta mér í té af- rit, sem ég vil vitna í með eftirfar- andi: Veðráttan í júlí 1929... „Hafís: Þann 7. sást fyrst hafís á Húnaflóa frá Grnh., og var síðan þarum slóðir mánuðinn út, og tafði siglingar um flóann. Ýmist er getið um stórar spangir eða minni rekís, og þann 20. var hann landfastur við Gjögur. Síðast í mánuðinum var þar enn hafíshroði úti fyrir, og jaka- stangl inn fjörðinn. Farþegaskipið Nova rakst á hafísjaka á Húnaflóa þ. 25. og féll sjór inn í fremri lest, en lestarskilrúm héldu, svo skipið sökk ekki. Komst þó hjálparlaust til ísafjarðar. Veðráttan í ágúst 1929... Hafís: i byrjun mánaðarins var hafísbreiða, norður af Skagatá og Homi. ísinn rak nær landi og sást þ. 8. Grnh. um það leyti og tafði hann skipaferðir og þann 10. sneru flutningaskip við á Búnaflóa, og far- þegaskipið Island sneri við í mynni Siglufjarðar og fór austur um. Um miðjan mánuðinn lá hafísbreiðan einna næst Gjögri, en strjálir hafísjakar komu alla leið inn á Stein- grímsfjörð, Bitrufjörð og Hrútafjörð og inn undir Vatnsnes...“ Frekar er getið um það í septem- ber hafi sést hafíshroði frá Gjögri, og að stór jaki hafi staðið í botni skammt frá Drangaskeri. Ég hefí tekið þetta saman, meðal annars til að hugga vini mína á Norðurlandi, sem búið hafa við vætu- samt sumar, að slíkt hefír gerst áður á öldinni, og verður að reikna með slíku meðan ísland byggist en ísland verður samt besta land í heiminum að eiga fyrir ættland. Virðingarfyllst, VERNHARÐUR BJARNASON, Skólabraut 5, Seltjamamesi. Pennavinir Þrettán ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, leiklist, dýrum, ljós- myndun o.fl.: Jenny Ekelund, Prostgatan 5, 671 30 Arvika, Sverige. Frá Skotlandi skrifar 21 árs stúlka með áhuga á ferðalögum, menningu annarra þjóða o.s.frv.: Jacqueline Tyrie, 12 Strathmore Place, Thurso, Caithness KW14 7PU, Scotland. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist, dansi og íþróttum: Mercy Ama Mensah, P.O. Box 1186, Cape Coast, Ghana. Rúmlega tvítug japönsk stúlkt með áhuga á bréfaskriftum oj rokktónlist. Vinnur hjá trygginga fyrirtæki: Hijiri Nakano, 2148-2 Nishikata-machi, LEIÐRÉTTING Röng matarupp- skrift I þættinum Matur og matgerð blaðinu í gær var rangt farið mei í uppskrift þar sem segir að í blóð- mörsgerð þurfi ‘A 1 af blóði á móti 1 1 af vatni. Hið rétta er að blóðið þarf að vera 2 A 1. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. VELVAKANDI HVERNIG ERFE ALMENNINGS VARIÐ? HRÖNN Harðardóttir hringdi og vildi vekja athygli almenn- ings á því hvemig fé skattborg- aranna er varið. Mikil umræða hefur verið um hinn svokallaða rörbút sem Listasafn Islands keypti af Kristjáni Guðmunds- syni á dögunum fyrir u.þ.b. hálfa milljón, en hið rétta er að rörbúturinn er einungis part- ur af stærra verki sem Lista- safnið keypti á eina milljón. Fyrir nokkrum ámm var einnig keypt af sama manni listaverk sem samanstóð af straubretti, óhreinu taui, gleri og dúfnaskít og var það keypt á tæp 700 þúsund á sínum tíma. Gullfjöll Svavars Guðnasonar vom einn- ig keypt á uppboði í Danmörku fyrir tæpar 4 milljónir. Nú langar hana að fá álit almennings á því hvort þetta sé það sem heitir að fara vel með fé hins almenna skatt- greiðanda. FYRIRSPURN UM ÆTTINGJA UNDIRRITUÐ óskar að kom- ast í samband við afkomendur Sólveigar Engilráðar Jónsdótt- ur sem fædd var á Stóra- Brekku á Höfðaströnd í skaga- fírði þann 14. ágúst 1889. Sigurjóna Þorsteins- dóttir (Jónssonar), Nýbýlavegi 44, 200 Kópavogi. Sími (91)40881. RÁÐ HANDA RÁÐHERRUM MIKIÐ ætlaði ríkisstjórnin að spara þegar hún tók við fyrir tveimur og hálfu ári og þeir hafa víst viljað sparnað. En það hefur viljað fara út um þúfur hjá þeim. Þá byijaði Jón Sig- urðsson, sem nú er Seðlabanka- stjóri, að lofa þjóðinni álveri, já, og það yrði þá og þegar byijað á því. Það er ekki komið enn. Eitthvað hefur þetta brölt hjá ráðherranum kostað ríkis- sjóð. Svo væri gaman að vita hvað ráðherrarnir hafa eytt í utanlandsferðir, það eru nokkr- ar milijónir þar, því þær vom ekki svo fáar ferðirnar hjá ut- anríkisráðherranum og margar óþarfar og einskis nýtar. Þarna hefði mátt spara talsvert. Svo hefi ég nefnt það í grein- um áður að það ætti að fækka þingmönnum um 15 og ráð- herrum um þrjá. Selja ætti alla bíla sem ríkið hefur keypt fyrir ráðherrana því þetta er bara bruðl og vitleysa. Þeir þurfa enga bíla frá ríkinu. Þeir geta keyrt sína bíla sjálfír og þurfa enga leigubílstjóra. Þarna væri hægt að spara talsvert. Það hefði verið nær að líta á þessar leiðir og ýmsar fleiri heldur en að fara ýta út þessum vesalings mönnum sem búnir em að sætta sig við sín kjör á Gunn- arsholti. Þama hafa þeir vinnu sér til gagns og gamans, þeir sem það geta. Þetta er spurning hvort þetta verði sparnaður ef af þessu verður. Mér finnst svona vinnubrögð stjórninni til skammar. Ingimundur Sæmundsson, Sörlaskjóli 56, Rcykjavík. TAPAÐ/FUNDIÐ Rósótt handtaska SÁ EÐA sú, sem tók rósótta handtösku úr anddyri Félags- heimilisins Drangeyjar sl. sunnudag er vinsamlega beðinn að skila henni á sama stað. Ef viðkomandi langar að eiga töskuna bið ég hann vel að njóta en treysti honum til að senda persónuskilríki, sem í henni voru, til eiganda. Týnd gleraugn KVENGLERAUGU í plastum- gjörð töpuðust, annaðhvort fyr- ir utan Landakotsspítala eða á Bjargarstígnum, sl. þriðjudags- kvöld. Finnandi vinsámlega hringi í síma 13180. Eyrnalokkur fannst PERLUEYRNALOKKUR með gullpinna fannst við Póst og síma í Mjódd sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 670995. Sjóngleraugu töpuðust SJÓNGLERAUGU með dökk- um gleijum, í dökkri umgjörð og í svörtu, mjúku rúskinns- hulstri töpuðust á leiðinni frá Stjörnubíói, niður Laugaveg að Lækjarbrekku sl. laugardag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 79285 eða vinnusíma 13309. Silkislæða fannst FALLEG silkislæða fannst á bílastæði fýrir utan Háskólabíó 30. september sl. Upplýsingar í síma 676104. Lyklakippa LYKLAKIPPA, löguð eins og stafurinn G, fannst á horni Lönguhlíðar og Háteigsvegar sl. laugardag. Upplýsingar í síma 15249. GÆLUDÝR Kolli vill komast heim KOLU er svartur kettlingur og fannst í Logafold í Grafarvogi. Þá var hann með skærbleika hálsól með bjöllu á. Upplýs- ingar um Kolla eru veittar í síma 672402. LfTTi Vinn ngstolur r miövikudaginn: 13. okt. 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n63,6 3 (á ísl. 0) 53.278.000 5 af 6 jEE+bónus 2 1.034.565 m53,6 13 84.363 F1 4 af 6 881 1.980 n 3 af 6 'Cfl+bónus 3.308 226 BÓNUSTÖLUR (Í3)(27)(34; Heildarupphæb þessa viku: 165.491.837 áísi.: 5.657.837 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 * TEXTAVARP 451 BIRT MED FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OIATTALX Gildir frá kl. 17.30 til 19.00 EIKHÚSKVÖLDVERÐUR FORRÉTTIR: Sjávarréttarsúpa. Skeldýr á kartöfluköku með tómat-hvítlauk og ólífum. Reyksoðin lundabringa með linsubaunum og saiati. ■ AÐALRÉTTIR: Grísalundir með koníaks-sveppasósu. Nautalundir Dijon. | Pönnusteiktur skötuselur með humar og pasta. EFTl RRÉTTU R: Perur og döðlur með vanilluís. BORÐAPANTAN1R í 4 25700 2.500 KR. A MANN. I—*—I — € B€ L — the architects of time BORGARKRINGLUNNI SÍMI677230

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.