Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 15. OKTÓBER' 1993 15 VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Ríkiðí eftir Svein Björnsson Það á að losa ríkið við lögregl- una, hætta að að miðstýra lögregl- unni frá dómsmálaráðuneytinu. Eg vil að sýslumennirnir í hvetju um- dæmi hafi sína lögreglu og stjómi henni. Það yrði best fyrir fólkið_J bæjunum, svo sem í Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík, svo einhveij- ir staðir séu nefndir. Fólkinu myndi fara að þykja vænna um lögregluna sína og hjálpa henni meira en nú er. Þá yrðu öll mál sem þar kæmu upp rannsökuð þar eins og Var hér áður og tókst mjög vel. Flest mál upplýstust t.d. hér í Hafnarfirði, samt var umdæmið mjög stórt, Gullbringu- og Kjósarsýslur. Sannleikurinn er nefnilega sá að þá gengu hlutirnir mjög vel fyrir sig, þó höfðum við öll hegningar- lagabrot. Menn þekktu sinn bæ og meira að segja aðra bæi, svo sem Grindavík og Njarðvíkur. Þegar ákveðnir málaflokkar fóm frá Rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði til Rannsóknarlögreglu ríkisins 1977 varð sambandsleysi sem fyrir löngu hefur komið í ljós og ekkert hefur verið gert í að lag- færa. Það voru margir hér í Hafnar- firði og víðar, svo sem skólastjórar hér í bænum, barnaverndarnefndir og fleiri, sem mótmæltu þeirri vit- leysu sem fólst í lögum nr. 108/1977. Þeim var ekki ansað. Það var sama þótt fulltrúar Bæjar- fógeta í Hafnarfirði mótmæltu kröftuglega þessum ráðstöfunum. Allt kom fyrir ekki, þessum lögum var þrælað í gegn með offorsi. Sjálf- sagt mikil áhrif frá Norðurlöndum. Það átti allt að vera gott þaðan frá milljónaþjóðfélögum, bæði á sviði lögreglumála og í öðrum málaflokk- um. Það er eins og ráðamenn hér á íslandi séu ekki lengur með sjálf- stæða hugsun. Það er löngu komið á daginn að rannsóknarlögreglumenn hjá RLR ráða ekki neitt við neitt. Þar á bara að vera valinn flokkur rannsóknar- lögreglumanna sem gætu hjálpað rannsóknarlögreglumönnum í bæj- unum þegar rhikil vandamál koma upp. Einnig myndu öll fíkniefnamál verða rannsökuð hjá þeim eins og ég hef áður minnst á. Þetta nýjasta, að sameina lög- regluna í Hafnarfirði, Bessastaða- hreppi, Garðabæ og Kópavogi til Reykjavíkur, er algjör fásinna. Lög- reglan í Reykjavík hefur haft nóg með sig, hefur manni fundist, samt tók hún undir sig Mosfellsbæ, Kjós- arsýslu og Seltjarnarnes. Að bæta síðan við sig hinum lögregluum- dæmunum á höfuðborgarsvæðinu yrði allt of mikið bákn þegar haft er í huga að lögreglustjórinn í Reykjavík ræður varla við það sem hann þegar hefur. Það er kannski verið að undirbúa nýtt embætti hjá ríkinu, embætti ríkislögreglustjóra, til að spara. Nei •íV/ú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Hjá okkur færðu 5 ófrosin slátur í pakka fyrir aðeins 2.525 kr. og 3 í pakka fyrir aðeins 1.545 kr. Höfum einnig allt til sláturgerðar: Uppskriftir, aukavambir, haframjöl, rúgmjöl, heilhveiti, nálar, garn, rúsínur og frystipoka. Slátur er bollur, góður og ódýr maturl Nóatúni 17, Rofabæ 39, Laugavegi 116, Hringbraut 121 í Reykjavík Hamraborg og Furugrund 3 í Kópavogi Þverholti 6 í Mosfellsbæ ríkínu „Að spara og spara fé til lögreglunnar er bara kórvilla frá dómsmála- ráðuneytinu sem þegar er búin að ganga of langt. Þannig má búast við að erfitt verði að fá góða menn í lögregl- una.“ og aftur nei. Þetta yrði allt of um- fangsmikið og ekkert sparaðist. Bákn sem enginn réði við. Nú á allt að sameina með því kjörorði að spara og spara. En þessi samein- ing á lögreglunni gengur einfald- lega ekki upp, samt á með gamla offorsinu að drífa það í gegn. Fyrst átti að sameina Hafnar- fjörð, Bessastaðahrepp, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík, en það fékk kröftug mótmæli, þessir blessuðu nefndarmenn urðu að hætta við þá fáránlegu hugmynd. Síðar kom þetta með lögregluna, víst önnur nefnd. Kannski til að síðar myndi sameiningin um allt til Reykjavíkur verða staðreynd. Þetta má ekki verða. Vonandi hafa alþingismenn bein í nefínu til að koma í veg fyr- ir að lögreglan lendi öll undir Lög- reglunni í Reykjavík. Að spara og spara fé til lögregl- unnar er bara kórvilla frá dóms- málaráðuneytinu sem þegar er búin Sveinn Björnsson að ganga of langt. Þannig má bú- ast við að erfitt verði að fá góða menn í lögregluna vegna þess hve kaupið er lágt. En það er enginn sem hugsar svo langt, það þarf bestu menn í lögregluna sem völ er á. Það ættu allir að vita. Lögreglan' í Hafnarfirði getur vel sinnt löggæslu í Garðabæ og Bessa- staðahreppi eins og verið hefur og þá einnig við forsetasetrið. Lögregl- an í Reykjavík er ekki betur til þess fallin en Lögreglan í Hafnar- firði, enda styttra að fara til Bessa- staða frá Hafnarfirði en Reykjavík. Enginn hefur getað skilið þá frekju í Lögreglunni í Reykjavík að telja sig þá einu sem geta gætt forseta íslands. Krísuvík 10. október 1993, Höfundur er yfirlögregluþjónn. DtSEND EN CHWvtlCA m M Sttirhoron 17 vW Gulllnbni, sfrai 67 4« 44 NÓATÚN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.